Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 2
2 MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 9. október 1965 Kort þetta teiknaði Sigurður Stefánsson, skólameistari i Skái- holti, árið 1570. Sýnir það m.a. „Promontorium Winlandiæ“, sem svarar nokkurn veginn til nyrzta odda Nýfundnalands. Er það þvi meira en 120 árum yngra en kortið, sem nú hefur fundizt. Gengið í þingsal. Frá vinstrj: Jóhann Hafstein, dómsmálaráð- herra, frú Auður Auðuns, Þorval'dur G. Kristjánsson, Axel Jónsson, Alfreð Gíslason, Gylfi Þ. Gíslason, mcnntamálaráð- herra. — Kortafundur Framh. af bís. 1. þi þegar verið búnir að kanna strandlengju Norður- Ameríku að því marki, að þeir gátu gert uppdrætti af svæð- inu umhverfis St. Laurent- flóa í Kanada. Kortið barst til Yale-há- skóla í Bandaríkjunum síðla ársins 1957 — í hendur tveggja fræðimanna, er störf- uðu við bókasafn skólans — og fylgdi því þá handrit af Kynning og sýning á vegum Æskulýðs ráðs Reykjavikur ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur efnir til þriggja daga almennr- ar kynningar á félags- og tóm- stundastarfi sínu og sýningar á tómstundaviðfangsefnum ungs fólks að Fríkirkjuvegi 11. Hefst sýningin í dag og er opin frá kl. 17—22, á sunnu- dag verður hún opin kl. 10—22 og á mánudag frá kl. 17—22. Öllum er heimill aðgangur og í sambandi við sýninguna verð um skemmtiskrá, sem ungt fólk flytur. Leikararnir tóku lóðsbátinn á leigu SfÐUSTU sýningu bandariska leikflokksins Brinkmann Ameri- can Theatre Group hérlendis, sem fram átti að fara í gærkvöldi í Tjarnarbæ, var aflýst. Var leikflokkurinn veður- tepptur í Vestmannaeyjum, en þar sem hann átti fyrir höndum leikför til Finnlands, tók hann á leigu lóðsbátinn í Vestmanna- eyjum, sem flutti leikarana til Þorlákshafnar seint í gærkvöldi. 1 morgun var fyrirhugað að flokkurinn héldi flugleiðis með Loftleiðavél til Helsinki. áður óþekktri frásögn af Mongólum. Fræðimennirnir, Alexander O. Vietor og Thom as E. Marston, hófust þegar handa að kanna kortið og komust fljótt að raun um, að það og handritið áttu ekki saman. Hinsvegar hagaði til- viljunin því svo, að nokkru síðar rak á fjörur þeirra mið- aldasöguhandrit frá 13. öld, að því er talið var. Komu þar fram ýmsar upplýsingar, sem virtust geta átt við kortið, GOTT veður var á sildarmiðun um á fimmtudag og aðfaranótt föstudags, og áframhald á góðri veiði á svipuðum slóðum og áður. — Samtals fengu 71 skip 64.750 mál og tunnur. Hæstu skipin voru: Dalatangi: tn. Eldey KE 1500 Náttfari ÞH 1300 Sólrún IS 1000 Bára SU 1600 Bergur VE 1400 Eldborg GK 1400 Þorbjörn II GK 1000 Arnfirðingur RE 1100 Óskar Halldórsson RE 1000 Bjartur NK 1700 Hannes Hafstein EA 1300 Héðinn ÞH 1100 Keflvíkingur KE 1100 Sigrún AK 1100 Ingvar Guðjónsson GK 1200 Framnes IS 1000 Lómur KE 1200 Guðrún Þorkelsdóttir SU 1300 Jörundur II RE 1400 Guðmundur Péturs IS 1300 Engey RE 1000 Viðey RE 1000 Gjafar VE 1200 Höfrungur II AK 1150 Loftur Baldvinsson EA 1250 Halkion VE 1200 Sigurborg SI 1200 Gullberg NS 1500 Höfrungur III AK 1400 Björgúlfur EA 1000 Bjarmi II EA 1000 Súlan EA 1200 | Sig. Bjarnason EA 1000 1 ,3arði NK 1300 I kom það á daginn að svo var. Ýtarleg rannsókn staðfesti, að rithöndin á handritinu og kortinu var hin sama og ýmis önnur atriði renndu stoðum undir þá tilgátu, að þau væru úr sömu bók. Kortið er um það bil 30x40 cm að stærð og sýnir heim- inn, eins og menn gerðu sér hann í hugarlund á 15. öld. Evrópa er þar vel þekkjanleg, en Asía og Afríka torkenni- legri, enda í samræmi við þær upplýsingar, sem þá voru fyr- ir hendi. Landabréfið sýnir ennfrem- ur all-nákvæma mynd af Grænlandi og vinstra megin við það stóra eyju, sem merkt er „Vínland“ og sýnir, að sú skoðun hefur verið ríkjandi á þessum tíma, að landið væri ekki meginland heldur stór eyja. Á teikningunni sjást tvö stórfljót renna til sjávar og telja fræðimennirnir að þar muni vera um að ræða Hud- son-fljót og St. Laurent-flóa. „THE VINLAND MAP“ Bókin, sem út kemur á mánudaginn, nefnist á ensku „The Vinland Map And The Tartar Relation". Eru þar birt ar Ijósprentanir af kortinu og handritinu — að því er frétta- manni Mbl. var skýrt frá í London — og greinar eftir vísindamennina, sem einkum hafa unnið að rannsóknunum, þá Marston og Vietor frá Bandaríkjunum, sem fyrr var getið, og tvo brezka fræði- menn, forstöðumann korta- deildar British Museum, R. A. Skelton, og George D. Paint- er, aðstoðarbókavörð hjá Enn um Tón- listarskóla Kópavogs í SVARI við athugasemd minni um veitingu skólastjórastöðu við Tónlistarskóla Kópavogs, sem birt var í blaði yðar 6. október sl., tekur skólanefnd Tónlistar- skóla KópaVogs fram, að umsókn Þorkels Sigurbjörnssonar hafi borizt einum eða tveimur dögum of seint. Nú er það álitamál, hvort úti- loka skuli úmsóknir ,sem berast of seint, hafi ekki þegar verið ákveðið, hver stöðuna skuli hljóta, og hef ég gilda ástæðu til að ætla, að svo hafi verið í þessu tilfelli. Það er mikill ábyrgðarhluti að velja mann í þetta starf, og blandast áreiðan- lega engum hugur um, að frekar skuli hliðrað til fyrir ákjósanleg um umsækjendum en righalda í ákveðinn mánaðardag. Eru þess óteljandi dæmi, þegar hörgull er á hæfum mönnum. Að Frank Herlufsen ólöstuðum, svo og Halldóri Haraldssyni, standa þeir engan veginn jafnfætis Þor- keli Sigurbjörnssyni hvað snertir tónlistarmenntun og reynslu í kennslustarfi. Enda þótt skólanefndin hafi, haft teoritískan rétt til að úti- loka umsókn Þorkeis, tel ég, að þarna hafi ekki verið rétt að farið. í þessari athugasemd minni er aðeins gagnrýnd aðferð sú, sem höfð var við ráðningu skólastjór ans, en á engan hátt fundið að Frank Herlufsen, þeim er stöð- una hlaut. Hann mun vafalaust rækja starf sitt af prýði, og óska ég honum góðs gengis. Kópavogi, 7. okt. 1965. Fjölnir Stefánssoo. — Alþingi Framhald af bls. 1. í DÓMKIRKJUNNI Guðsþjónustan hófst í Dóm- kirkjunni kl. 13.30. Dómkirkju- kórinn söng og organleikari var Páll ísólfsson. Séra Arngrímur Jónsson prédikaði og lagði hann út af orðum Jesaja, VI. versi, 55 kapítula: „Leitið Drottins meðan hann er að finna, kallið á hann meðan hann er nálægur". í lok prédikunar sinnar sagði séra Arngrímur Jónsson: „Innan tíðar gangið þér á helgan vettvang ættjarðar vorr- ar. Þar vitum vér, að yðar bíða verkefni, mikillar ábyrgðar. Þar fjallið þér um helga arfleifð og auðnu þjóðar vorrar. Þar mælið þér orðum er birta hug yðar og afstöðu til köllunar og þjónustu, orðum sem birta manndóm yðar. Því skyldu orð yðar dýr og þeim mun dýrmætari munu þau reyn- ast, sem þér hafið næmari skynj- un fyrir þeim sáttmála er Hinn Hæsti hefur birt um rétt og rangt, hjlpsemi og sannleika. Þá eruð þér undir valdi Hans, sem veit um hina réttu skynjun fyrir því, sem er sæmd og auðna ætt- jarðarinnar. ALÞINGI SETT Þingmenn gengu til þinghúss að lokinni guðsþjónustu. Steig þá í ræðustól, forseti Hæstarétt- ar, Þórður Eyjólfsson, í fjarveru forseta fslands og sagði: „Hinn 10. sept. 1965 gáfu hand- hafar forsetavalds í fjarveru for- seta íslands út svofellt bréf: Handhafar valds forseta fs- lands skv. 8. gr. stjórnarskrárinn- ar, forsætisráðherra, forseti Sam- VEGNA fréttar í Mbl. fyrir skömmu, um umferðaraukningu á Keflavíkurflugvelli, skal það tekið fram, að íslenzka rikið annast rekstur flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli, en Loft- leiðir Keflavík hf. sjá um af- greiðslu flugvéla og þjónustu við farþega. KENNSLUBÓK í bókfærslu eft- ir Þorleif Þórðarson er nýlega komin út í 5. útgáfu. „Bókfærslukunnátta er í dag ekki aðeins þeim nauðsynleg, sem hafa bókhald að atvinnu, hún hefúr einnig mikla þýð- ingu fyrir hinn almenna borg- ara“, segir höfundur í formála. „í nútíma þjóðfélagi fef það sí- fellt í vöxt, að atvinnufyrir- tæki séu rekin af samtökum einstaklinga og á ábyrgð þeirra. En skilyrði fyrir því að menn geti fylgzt með afkomu slíkra fyrirtækja og áttað sig með eigin augum á því, hvernig horfir með rekstur þeirra er bókhaldsþekking. Þetta gildir einnig um stofnanir ríkis-, bæja og sveitarfélaga, sem stöðugt einaðs þings, og forseti Hæsta- réttar gjöra kunnugt: Vér höfum ákveðið skv. tillögu forsætisráðherra, að reglulegt Alþingi skuli koma saman til fundar föstudaginn 8. okt. 1965. Um leið og vér birtum þetta er öllum, sem setu eiga á Alþingi, boðið að koma nefndan dag til Reykjavíkur og verður þá Al- þingi sett að lokinni guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni er hefst kl. 13.30“. Síðan mælti Þórður Eyjólfsson, forseti Hæstaréttar: „í fjarveru forseta fslands lýsi ég því yfir skv. ákvörðun hand- hafa valds forseta íslands, að Ai- þingi fslendinga er sett. Ég árna Alþingi heilla I störf- um og vona að þau megi verða landi og þjóð til gæfu og gengis. Bið ég háttvirta Alþingismenn að minnast ættjarðarinnar og for- seta íslands með þvi að rísa úr sætum“. Þá mælti forsætisráðherra: „Heill forseta vorum og fóstur- jörð“. Hrópuðu þingmenn fer- fallt húrra. Forseti Hæstaréttar sagði síð- an: „Skv. 1. gr .þingskaparlaga ber nú aldursforseta að stjórna þing- fundi, þar til kosning forseta Sameinaðs Alþingis hefur farið fram og bið ég aldursforseta við- staddra þingmanna, Halldór Ás- grímsson, 2. þingmann Austur- landskj ördæmis að ganga til for- setastóls". Aldursforseti, Halldór Ásgríms son, gekk síðan til forsetastóls og sagði, að skv. ósk ríkisstjórnar- innár yrði þingfundi frestað til nk. mánudag kl. 13.30. Bein flu«Ieið FULLTRÚAR stjórna Japans og Sovétríkjanna hófu í dag við- ræður um nýjan loftferðasamn- ing ríkjanna í milli með þoð eintkum fyrir augum að reyna að koma á beinum flugsamgöngum | milli Tókíó og Moskvu. snerta meir og meir hag al- mennings“. Þá segir einnig: „Kennslu- bók þessi er fyrst og fremst ætluð til kennslu í skólum, en hún er einnig tekin saman með það í huga, að hún geti orðið þeim að liði, sem vilja rifja upp bókhaldskunnáttu sína og vilja læra bókhald utanskóla“. 3ókinni er skipt í 12 kafla og þeim síðan í tölusettar greinar, og er vísað til kafla og greina til glöggvunar eftir þvi sem með þarf hverju sinni. Þá eru og sérstakar ráðleggingar til þeirra, sem vilja rifja upp og læra bókfærslu án kennara. Bókin er 94 bls. að stærð. Útgefandi er ísafoldarprent- smiðja. sem áður var fundið — og British Museum Enn áframhald á mikilli síldveiði Kennslubók í bók- færslu í 5. útgáfu t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.