Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LaugardagUT 9. október 1965 Mynd þessi ér tekin á íslenzku sýningunni í Bandaríkjunum, Fyrir framan myndina Síldar- bátur, eftir Gunnlaug Scheving, sem Colbysafniö vill kaupa, standa, talið frá hægri: Ellerton Jette og frú hans og frú Gertrud A. Melnand, en þau áttu frumkvæðið að því að fá sýn- inguna vestur um haf, þá er dr. Selma Jónsdóttir og dr. James Corjendr, próf. í Colby-háskóla, Sýning á 75 ísl. lista verkum vestan hafs Flutt til New York um næstu helgi í SEX vikur hefur staðið yfir sýning á 75 listaverkum eftir 15 íslenzka listamenn í lista- safni Colby-háskólans í Maine í Bandaríkjunum. Vakti sýning- in mikla athygli og hefur Ame- rican Federation of Art beðið um hana til New York. Verður hún sett upp í sýningarsölum þess félagsskapar við 65. götu í New York og opnuð 17. nóvem- ber. Á eftir verður sýningin svo send víðar um Bandaríkin. Sýningarmyndirnar eru frá Listasafni ríkisins, úr Ásgríms- safni og fengnar að láni hjá einstaklingum. Nokkrar eru til sölu og hafa 3 þeirra selzt, tvær eftir Guðmundu Andrésdóttur og ein stór mynd eftir Gunn- laug Scheving. Dr. Se-lma Jónsdóttir, listfræð ingur, forstöðumaður Listasafns ríkisins, fór til Bandaríkjanna vegna sýningarinnar og hélt fyrirlestur um íslenzka mynd- list í háskólanum fyrir fullu húsi. Sagði hún frá myndlist á Islandi frá upphafi og sýndi skuggamyndir frá landinu, af gamalli list og nútímalist, kynnti málarana, sem þarna sýna, og sagði frá Listasafni ríkisins. Selma er nýkomin heim og áttum við tal við hana í gær. Hún sagði, að upphaflegt til- efni þessarar íslenzku sýningar í Bandaríkjunum hefði eigin- lega verið koma Bandaríkja- mannsins Ellerton H. Jette til laxveiða á íslandi. Hann og kona hans eru mikið áhugafólk um myndlist, og er hann hafði kynnst verkum íslenzkra mál- ara hér á söfnum, varð hann svo hrifinn, að hann sendi konu sinni skeyti um að koma. Frú Jette hefur mikil afskipti af listasafninu í Colby-háskóla. Hún kom þá strax og svo aftur árið 1964. Þá var í för með henni frú Gertrud A. Melnand, sem er mikill listaunnandi og hefur m.a. starfað við Museum of Modern Art í New York. Þær skoðuðu safnið og fóru víða til listamanna. Frúin keypti fjöl- mörg málverk fyrir sjálfa sig. Seinna kom svo bréf, þar sem farið var fram á myndir á ís- lenzka sýningu og beðið um að listmálararnir Þorvaldur Skúla- son og Gunnlaugur Scheving veldu myndimar, ásamt dr. Selmu Jónsdóttur. — Að vísu voru frúrnar búnar að sjá nokk uð af myndum, sem þeim leizt vel á, og við reyndum að taka tillit til þess, sagði dr. Selma. Fyrir valinu urðu sem sagt 75 myndir eftir eftirtalda lista- menn: Ásgrím Jónsson, Eirík Smith, Guðmundu Andrésdótt- ur, Gunnlaug Soheving, Jó- hannes Jóhannesson, Jóhannes S. Kjarval, Jón Engilberts, Jón Stefánsson, Júiíönu Sveinsdótt- ur, Kristján Davíðsson, Nínu Tryggvadóttur, Snorra Arin- bjarnar, Steinþór Sigurðsson, Þórarinn B. Þorláksson og Þor- vald Skúlason. Loftleiðir tóku að sér að flytja listaverkin fram og aftur endurgjaldslaust og rómaði Selma mjög þann rausn arskap. Sýningin var opnuð 18. ágúst og stóð í 6 vikur. Sagði Selma, að mikið hefði verið um hana • skrifað, og til marks um það að hún hefði vakið athygli mætti nefna það, að stórblaðið Boston Herald sendi blaðamann alla leið frá Boston þeirra er- inda að segja frá henni Myndirnar tvær eftir Guð- mundu Andrésdóttur, sem seld- ust, eru abstrakt .Önnur var keypt af auðugum manni, í þeim tilgangi að gefa hana lista safninu í Colby, og er það fyrsta abstraktmálverkið, sem keypt er þangað. Aftur ^- móti sagði dr. Selma, að þegar sýning in kæmi til stærri staða, eins og til New York og Texas, þá yrði meiri áhugi á slíkum mál- verkum. Myndin „Síldarbátur“ eftir Gunnlaug Scheving, sem safnið er að kaupa, er mjög stór, 200x270 sm. Sagði Selma, að nokkurt umstang yrði í sam- bandi við kaup á myndum af íslenzku sýningunni, því sýn- ingin hefði komið inn í landið í heilu lagi og eftir diplomatsk um leiðum og ætti því eiginlega að fara aftur úr landi sem slíkt. í sambandi við sýninguna var gefin út mjög vönduð sýningar- skrá með myndum af öllum listamönnunum, sem eiga mynd ir á, sýningunni, og kynningu á þeim og að auki mynd af einu iistaverki eftir hvern. Oddur Ólafsson tók myndirnar af lista verkunum, en dr. Selma Jóns- dóttir skrifar formála í sýn- ingarskrána. Er mjög til hennar vandað, svo sem allrar sýning- arinnar. T.d. eru allir titlar á Framhald á bls. 23 Sýningargestir skoða íslenzku myndlistarsýningunf 6 geröir þota til athugunar Ákvörðun um vélakeup tekin fyr ir næstu áramót UM þessar mundir fer fram athugun á 6 gerðum af þot- um fyrir Flugfélag íslands. Það eru þrjár nefndir sérfræð inga, sem athuganir þessar gera á vegum félagsins. At- huganirnar eru nú á lokastigi. Eftir að nefndirnar hafa skil- að skýrslum sínum mun fram kvæmdastjóri og stjórn Flug- félags íslands taka málið í sínar hendur og ákvörðun á þotukaupum verður gerð fyr- ir næstkomandi áramót. Hér fer á eftir yfirlit yfir flug- hraða, flugþol og farþegafjölda, sem hinar einstöku gerðir geta flutt, af þeim þotum, sem nú eru í athugun hjá Flugfélagi íslands: D OUGLAS DC-9 30 er í reynsluflugi, en mun hefja farþega- flutninga á áætlunarleiðum í Bandaríkjunum í desember í ár. Gerð: Flug- Flug- Far- hraði þol þega- í km í km fjöldi BAC One-EIeven 870 3300 79 Caravelle 834 3130 84 Douglas DC-9 897 3400 80 Boeing 727 953 4075 119 Trident 953 4610 88 Boeing 737 897 3360 110 Flugþol í ofangreindum dálk- þols, hafi þoturnar eldsneyti um er miðað við að til viðbótar tveggja tíma (klst.) flugs uppgefinni kílómetralengd flug- auki . Allar þessar gerðir þota eru komnar í flug nema BOEING 737, sem áætlað er að verði tilbúin.til afhendingar árið 1968. CARAVELLE er sú af þessum þotum, sem lengst hefur verið í farþegaflugi. Þessi franska farþegaþota er nú í notkun víðs- vegar um heim. BOEING 727 er í notkun hjá mörgum bandarískum flugfélög um og sl. vor hóf Lufthansa ferðir með henni í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.