Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 31
Laugarðfagtfr 9. október 1965 MORGU N BLAÐIÐ 31 Skólasetning í Mosffel Issveit BARNA- og miðskólinn að varmalandi og Brúarlandi, vóru Settur prestur, séra Gísli dag að viðstöddu fjölmenni. Settur prestur, séra Eiríkur Brynjólfsson flutti bæn og pré- dikaði, • en skólastjórinn, Lárus Halldórsson, setti skólann í 44. skiptið. Þessi langa þjónusta er einstæð í sinni röð, enda er ihann vinsæll maður og vel lát- inn. f>rír agttliðir hafa nú num-. ið í skóla nans og er þetta næsta óvenjulegt. Upphaflegu nemend ur hans eru nú margir hverjir afar og ömmur yngstu nemend anna. Breytingar hafa orðið á kenn araliði skólans og eru nýir kenn arar þau Hlín Árnadóttir; Arnór Hannibalsson og kona hans Nina Sveinsdóttir. Frá skólan- um hverfa þeir Sveinn Guð- mundsson, eftir eitt ár og Guðm. G. Magnússon eftir 17 ára kennslustörf þar. Þakkaði skólastjóri þeim gott samstarf, en gat þess að ef það skarð yrði fylit, þá væri hann ánægður, og fellst mikil viðurkenning í því. Tónlistarkennsla hefst nú við skólann og verður þar deild úr tónlistarskólanum í Reykjavík. Er það merkileg tilraun sem miklar vonir eru bundnar við af aðstandendum skólans. Fjöldi nemenda er liðlega 200 og í allt heimagöngufólk nema 10—12 nemendur sem dvelja í heimavist að Reykjadal. Sveitastjórn hefur samþykkt að leita til sýslumanns og vega- málastjóra um að takmarka hraða og framúrakstur á Vestur landsvegi frá kaupfélaginu að Varmárbrú við Álafoss. Hefur málið fengið ágætar undirtektir hjá báðum aðilum, enda brýn nauðsyn. Umferð gangamii fólks á svæði þessu er mjög mikil, en einkum er börnin fara að og — Landbúnaður Framhald fa bls. 1£. að staðna. En margföld reynsla er fengin fyrir því, að heibrigð erlend samkeppni hefur hleypt í þær nýju fjöri og ortfið bæði þeim og neytendum til góðs. Nú geri ég mér auðvitað fullkomlega Ijóst, að mjög varlega yrði að fara í þær sakir að hleypa er- Jendum land/búna'ðarvörum inn á íslenzkan markað, einmitt vegna þess, hversu verðmunur- jnn er mikill. En þess vegna nefni ég þetta vandamál hér, að mér finnst það vera orðið í'hug- unarefni, hvort það sé ekki land búna'ðinum sjálfum, að ég ekki tali um neytendur, til góðs, að eitthvað væri fáanlegt hér á markaðnum af erlendum landbún aðarvörum, t,d. kjöttegundum, sem alls ekki eru framleiddar á íslandi. Sjálfsagt væri þá að tolla slíkan innflutning þannig, að vehðlag hans væri í samræmi við framleiðslukostnaðinn innan- lands. En aukin fjölbreytni í vöruvali mundi draga úr þeirri óánægju, sem nú á sér stað með- al neytenda með fábreytnina í íslenzkri landbúnaðarframleiðslu og þá um leíð verða til þess að hvetja íslenzka bændur til auk-. fnnar fjölbreytni í framleiðslu sinni og auka skilning þeirra á nauðsyn þess að lækka fram- leiðslukostnaðinn. Ég geri mér ljóst, að hér er nm mikið vandamál a'ð ræða, sem hugleiða þarf rækilega frá öllum hliðum, áður en að ákvarð anir eru teknar, en þess vegna nefni ég málið, a'ð ég tel, að á vandamálum islenzks land- búnaðar sé ekki til nein ein og eiraföld lausn, heldur þurfi lausn þessa mikla þjóðifélags- vanda að byggjast á marghátt- uðum, vandlega undirbúnum ráð- j störunum, sem sfðan þurfi að ! ætla góðan aðlöðunartíma til þess að íramkvæma. I frá skóla. Vonandi bera viðkom andi aðilar gæfu til þess að koma þessu í framkvæmd áður en slys verður þarna. Óhemju þungaflutningar eru um þennan veg og framúrkeyrsla glæpsam- legt athæfi á blindbeygjunni við Varmárskóla. Því miður verður fólk oft vart við slíkt athæfi og oft legið við stórslysum þar. Félagslíf er nú að hefjast og má þar helzt nefna að hinn ný- stofnaði Lions-klúbbur Kjalar- nesþings ríður á vaðið með skemmtun í Hlégarði n.k. föstu dagskvöld þ. 8. október. Ágóð- inn af samkomunni skal renna til mannúðarmála t.d. til að kaupa á súrefnistæki sem hafa skal í sundlauginni. Er ekki að efa að það verður góð skemmt- un, enda vel til dagskrár vand- að. Klúbburinn hefur þegar lát ið til sín taka í menningarmál- um og gefið verðlaunagripi til keppni í sundi unglinga þann 17. júní, í Varmárlaug. Slæm veðurskilyrði hindruðu lendingu í fyrsta Hafnarfluginu BANDARÍSKA flugfélagið Pan American hóf s.l. fimmtudag flug milli New York, Keflavík- ur, Prestvíkur og Kaupmanna- hafnar og notar félagið þotur á þessari leið. Flogið er fram og til baka samdægurs. Er far ið frá Keflavík á fimmtudags- morgnum kl. 7,20 og er komu- tími til Kaupmannahafnar kl. 12,25 að dönskum tíma. Þegar Pan Am þotan kom til Keflavíkur s.l. fimmtudagsmorg un gat hún ekki lent vegna veð Ársrit Verndor 1965 komið út Á R S R I T félagssamtakanna Verndar fyrir 1965 er komið út og flytur margvíslegt efni. Sig- valdi Hjálmarsson ritar um „Skyldur hinna réttlátu", Leifur Sveinsson, lögfr. um Áfengi og afbrot, Haukur Þórðarson, lækn- ir „Nokkur orð um endurhæf- ingu, Vilhjálmur Einarsson, kennari grein er nefnist: Er þörf fyrir lýðskóla á íslandi? Jónína Guðmundsdóttir, ritar um Mæðrastyrksnefnd Reykja- víkur, Páll Gröndal um Fangels- issálfræðinga, Hlöðver Sigurðs- son um Sjómanna- og gestaheim- ili Siglufjarðar, Ingimar Jó- hannsson, kennari um Vinnuhæl- ið á Lilleng, sr. Bragi Friðriks- son uft fagra gjöf til Verndar, Þóra Einarsdóttir um endurhæf- ingu öryrkja í Danmörku. Einnig AKRANESI, 7. okt._ — Fjórir línubátar lönduðu í gær. Afla- hæst var Haförn með 6,5 tonn, næstur Höfrungur I með 6,3 tonn. Þilfarstrillan Andey seldi afla sinn í Reykjavík. — Oddur. er i ritinu sagt frá Sjálfsbjorg, landssambandi fatlaðra, ýmsu úr starfi Verndar og skrá er yfir styrkarfélög, um 100 talsins og styrktarfélaga víðs vegar að af landinu, sem styrktu útkomu ritsins. urs og hélt því áfram til Prest- víkur. Þar yfirgáfu þotuna far- þegar sem ætluðu til íslands og biðu þess að hún kæmi aftur frá Kaupmannahöfn. Skilaði þotan farþegunum til Keflavík- ur kl. 18,20 á fimmtudag, ná- kvæmlega 12 tímum síðar en upphaflega var ráðgert að þeir kæmu þangað. Með þotunni ætluðu út héðan milli 10 og 20 farþegar, en þar sem veðurskilyrði voru slæm á miðvikudagskvöld og um nótt- ina lét umboðsskrifstofa Pan Am, G. Helgason & Melsted, farþega vita um að þotan færi líklega beint til Prestvíkur án viðkomu í Keflavík. I HUBERT H. Humphrey vara I forseti Bandaríkjanna, kom til Washington 6. okt. sJ., en 1 hann dvelst í borginni meðan I Johnson. forseti, liggur í I sjúkrahúsi. Mun Humphrey gegna störfum forsetans, verði hann of sjúkur til I þess, eftir að hann hefur ver | ið skorinn upp. Á myndinni býður Johnson Humphrey velkominn til Washington, en á milli stendur kona for- | setans. — Fjarvistir Framh. af bls. 8. fremst þyrfti að skapa þeim börnum, sem hér væri um að ræða sómasamlega heimilisaðbúð og þá yrði skrópun að mestu úr sögunni. Það væri einkenni þess, að annað og alvarlegra bjátaði á. Varhugavert væri að setja þessi börn í nýtt umhverfi, þann- ig að þau sæktu ekki skóla með jafnöldrum sínum. Þá minnti Auður Auðuns á, að gerð hefði verið á vegum fræðslu ráðs Reykjavíkur áætlun um byggingu heimavistarskóla, fyrir börn. Áætlað væri að byggja skóla við Úlfljótsvatn fyrir 80—100 nemendur í 1. og 2. bekk gagnfræðaskóla. 1963 var sótt um, að fjárveiting til þess skóla yrði tekin upp á fjárlög. Á fjár- VAXANDI S-læg átt var í aðsigi í gær, enda þungbúið loft vestan lands. Hlýindi voru góð á landinu, víðast 10—12°, jafnvel 13° — Meiri var þó hitinn á írlandi, 19° og 22° í Frakklandi. hagsáætlun Reykjavíkurborgar 1964 hefði nokkurt fé verjð veitt til undirbúningsframkvæmda. — En gengið væri út frá því, að borgin leggði fram fjórðung kostnaðar en rílkið 3/i eins og skóla. Skólinn að Jaðri gæti ekki verið þar um allan áldur og undirbúa þyrfti byggingu fyrir hann. í áætluninni er gert ráð fyrir byggingu heimavistarskóla fyrir drengi á aldrinum 12—16 ára en í því tilviki væri um að ræða drengi, sem ættu við að stríða vandamál alvarlegs eðlis. Loks hefði heimavistarskóli fyrir stúlk ur tekið til starfa í okt. 1964 og starfar hann áfram í vetur í leiguhúsnæði, sem Mæðrastyrks- nefnd á í Mosfellssveit. Síðan rakti Auður Auðuns nokkuð meðaltal fjarvista úr skólum, sem væri frá einum degi á nem- anda upp í fimm daga á nem- anda. Adda Bára Sigfúsdóttir (K) sagði, að hér væri ekki um að ræða smávægilegt skróp heldur tilvik, þar sem börn væru fjar- vistum úr skólum vikum saman, væri brýn þörf á heimavistar- skóla eða stofnun fyrir þessi börn þar sem þau gætu hlotið enduruppeldi. Einar Ágústsson. (F) sagði, að hér hefði verið hreyft aðkallandi vandamáli, sem þó væri ekki meira vandamál en svo, að það ætti að vera hægt að leysa fljót- lega. Auður Auðuns gerði síðan stutta athugasemd en að því loknu var sarniþykkt dagskrár- tiilaga frá henni um málið með 10 atkv. gegn 5. — Bilabvottavél Framhald fa bls. 14. og er henni stjórnað fná sér- stöku stjórnborði. Þórir Jónsson, sem umboð hefur fyrir vélinni eins og áður er sagt, sagði fréttamönnum, að með tilkomu slíkra véla, teldi hann vel fyrir þörfUm bifreiða- eigenda séð, þar sem vel tillhaldn ir bílar og bætt vegakerfi gerði auknar kröfur til hreinni bíla, enda hefur það sýnt sig að erfið leikar hafa þegar skapazt fyrir bílaeigendur að komast að á þvottastöðvum _ olíufélaganna. Sagði Þórir, að tilkoma nokk- urra slíkra véla ætti að leysa þann vanda. Fréttamenn sáu, þegar nokkr ir bílar voru þvegnir í umraeddri bíllþvottavél og skilaði hún þeim hreinum og gljáandi. MBá telja þá þjónustu er Þ. Jónssön & Co. veitir bifreiðareigendum «ú, mjög góða og sjálfsagða þó fyrr hefði verið. — Luna 7 Framhald af bls. 6 mikilsverðra upplýsinga, sem ættu eftir að koma að gagni siS- ar. — 13 klukkustundir liðu frá því, að geimfarið skall á yfirborði mánans, þar til opinber tilkynn- ing var gefin út af sovézkri hálfu. Ekki greindi í tilkynningunni, hvað brugðizt hefði. Sagt var, að „Luna 7“ hefði lent á yfirborði mánans kl. 22.08 í gærkvöldi, að ísl. tíma. ■ Förin tók fjóra daga, um 400.000 km leið. Lengst af virtist allt ganga að óskum. Á þriðjudag, degi eftir að geimfarinu var skotið á loft, þurfti að rétta stefnu þess, og gekk það að óskum. Hins vegar segja sovézku vísindamennirnir, að sú tækni, sem fyrirhuguð lend ing átti að byggjast á, hafi ékki reynzt fullkomin, og þurfi endur- bóta við. Sérfræðingar telja, að tilraun af þessu tagi verði gerð í Sovét- ríkjunum innan skamms, en ekki er vitað, hvenær, enda engin til- kynning yerið gefin út um það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.