Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. október 1965 Indónesía: 1 VIKUNNU lauk hinum ár- legu haustflutningum Flugfé- lags íslands milli Öræfa og Reykjavíkur. Alls voru fluttar 118,3 lest- ir af vörum milli þessara staða í tuttugu ferðum. Frá Öræfum voru fluttar 60,3 lestir og frá .Reykjavík 58 lestir. Kvikmyndatökumenn, sem hér eru staddir um þessar mundir og vinna að gerð íslands-kvikmyndar, voru í Öræfum sl. þriðjudag, kvik- mynduðu vöruflutninga og fleira. Á myndinni er foringi kvik myndamanna, Henry Sandoz að heila Sigurði bónda Ara- syni að Fagurhólsmýri. — Ljósm. Sveinn Sæmundss. Viðræður Krag og Kosygin gagnlegar - drlegir umræðuíundir fulltrúa KOSYGIN, forsætisráðherra Sov étríkjanna, þá í dag boð Jens Otto Krag, forsætisráðherra Dan merkur, um að heimsækja Dan- mörku. Ekki hefur verið frá því skýrt, hvenær af heimsókninni verður. Krag er i opinberri heimsókn í Moskvu, og er hann þriðji nor- ræni forsætisráðherrann, sem heimsækir Sovétríkin í ár. Áður hafa lagt þangað leið sína for- sætisráðherrar Noregs og Sví- þjóðar, Gerhardsen og Erlander. Krag ræddi í dag stjórnmála- horfur við Kosygin, og er sagt, að viðræðurnar hafi eirakennzt af vinsemd og skilningi. Hafi m.a. verið rætt um öryggismál Evrópu. Fréttastofan Ritzau í Kaup- mannahöfn segir í dag, að for- sætisráðherrarnir muni hafa sam ið svo um, að fulltrúar stjórna beggja landanna komi saman til umræðna einu sinni á ári hverju. Á morgun, laugardag, heimsæk ir Krag, og kona hans, Helle London, 7. Október - NTB. ★ EDWARD HEATH, leiðtogi íhaldsflokksins brezka, hefur til- nefnt 42 þingmenn til þess að vera „Skuggiaráðunieytinu" til að- stoðar og ráðgjafa. Sex fyrrver- andi ráðherrar íhaldsflokksins, þeirra á meðal Julian Amery, fyrrum flugmálaráðherra, hafa jafnframt vikið úr „Skuggaráðu- neytinu“ fyrir yngri mönnum. Angus Maude, sem að undan- förnu hefur verið talsmaður flokksins í flugmálum mun nú taka við nýlendumálum, og Peter Thomas, sem fjallað hefur um utanríkismál snýr sér nú að dómsmálum. Við fyrra verkefni hans tekur Balniel, lávarður. Virkner Krag, iðnaðarhéruð í Sverdlovsk, austan Úralfjalla. Andiíðtn eykst á kommúnistum Súkarno megnar ekki að bæla reiði manna Djakarta, 8. oktðber - NTB. HER Irdöncsíu greip í dag til harðra aðgerða gegn kommúnist- um og í morgun voru um 200 menn handtcknir í höfuðborg- inni einni. Nokkrir munu hafa veitt mótspyrnu, og heyrðist skothrið í borginni. Orðrómur hefur verið á lofti í Djakarta í dag um, að herinn hafi hafið aftökur uppreisrar- manna, og hafi nokkrir kommún- istar verið teknir af lífi, vegna morðanna á hershöfðingjunum sex fyrir viku. Staðfesting hef- ur ekki fengizt á þessari fregn. Andúðin á kommúnistum hef- ur farið vaxandi, o,g kom það vel fram í gær, er jörðuð var 5 ára dóttir Nasutions, landvarnar- ráðherra. Þrír uppreisnarmanna skutu á barnið af stuttu færi, er þeir reyndu að hafa hendur í hári föðurins, fyrir skemmstu. en tókst ekki. Talið er, að 15 ára gömul dóttir ráðherrans hafi þá einnig ebðið bana. Tilraunir Súkarnó, forseta, til að draga úr andúðinni á komm- únistum, virðast ekki berá ár- angur jafnvel þótt til hafi komið skipulagður stuðningur kommún istaflokks landsins. Á hádegi í dag var efnt til mikils útifundar í Djakarta, þar sem hálf milljón manna kom saman. Var þess þar krafizt, að beitt yrði hörðustu refsingum gegn uppreisnarmönnum, og að allir kommúnistar yrðu sviptir ráðherrastöðum ts Lending "Luna 7 mistókst - Moskvu, 8. okt. — NTB. til var ætlazt. Ætlun vísinda- SOVÉZKA geimferðastofnun- in tilkynnti í dag, að geim- farið „Luna 7“ hefði ekki lent á mánanum á þann hátt, sem mannanna var að láta geim- farið lenda þar mjúklega, ó- skemmt. Þetta er þriðja til- raun sovézkra vísindamanna • Gangbrautir og bílstjórar Velvakanda hefur borizt bréf frá „göngugarpi", er hljóðar svo: „Kæri Velvakandi: Umferðaryfirvöld þessarar borgar hafa tekið á sig rögg um þessar mundir sem bakk- samlega er þegin. Það er nú einu sinni svo, að þótt hér hafi vaxið upp álitleg borg, kunna flestir íbúar hennar hvorki að stýra ökutæki eft- ir strætum hennar né ganga um götur hennar. Á hverjum degi verð ég vitni að nokkr- um brotum á umferðarreglum bæði hjá göngumönnum og bif reiðastjórum. Því er öll fræðsla um þessi mál mjög nauðsynleg. Ég geng á hverjum degi drjúgan spöl eftir götum borgarinnár og nota hinar svo kölluðu zebrabrautir þar sem ég get. Þær eru málaðar á göt- urnar til þess að gera veg- farendum auðveldara að kom- ast yfir á milli gangstétta, en nú er því bara alls ekki að heilsa að ökumenn virði þess- ar brautir almennt. Hvað eftir anhað hef ég lent í því sjálfur að verða að hrökklast til baka eða hlaupa yfir, þegar ég er kominn út á miðja gang- braut, af því að bílar koma æðandi að mér. Vita bílstjór- ar ekki, að þeim ber að virða rétt gangandi manns á zebra- braut? Annað hvort er þeim ókunnugt um réttindi vegfar- enda á gangbrautunum eða þá þeir hundsa þau eftir upplagi og innræti hvers og eins. Þess vegna ætti lögreglan að merkja þessar brautir betur og láta lögregluþjóna standa á verði a.m.k. hluta úr degi við nokkrar þeirra til þess að venja bílstjóra á að taka tillit til þeirra. Annars getur iila farið. —• Göngugarpur". • Sýning á slysabílum Sýning umíerðaryfirvaida á á bílum, sem valdið hafa slysi eða orðið hafa fyrir því, heíur mælzt misjafnlega fyrir meðal almennings, ef marka má bréf, sem send hafa verið til Vel- vakanda. Sumum finnst sjálf- sagt að hrella fólk með sý.n- ingu á bíl, þar sem nýlega hefur orðið dauðaslys, vegna þess að það sé líklegt til að hafa áhrif á ökumenn. Hart verði að mæta hörðu. Öðtum finnst þetta bera vott um ó- venju gróft smekkleysi. Því ekki að stilla upp til sýnis dráttarvélum, sem nýlega hafa drepið menn, vélum, bátum cg öðrum tækjum? Einn bréfritarinn kvartar undan því, að ekkert skýring- arspjald hafi fylgt bílnum á Hótel-íslands-planinu, þegar hann kom fyrst á staðinn. Hafi áhorfendur verið að þrátta um það, hvort þetta væri bíllinn, þar sem banaslysið varð, eða ekki, og hafi þær umræður verið miður skemmtilegar og ekki geðslegar, a.m.k. ekki hjá unglingunum. Annar segist hafa verið vitni að því, er bílhræið hafði næstum valdið slysi á sýning- arstaðnum. Enginn gæzlumað- rrr sé við bílinn, og hafi dreng- ur verið að fikta við að lyfta vélarhlífinni. Fleiri börn stóðu hjá honum, þegar hlífin skall skyndilega niður, og hafi það verið happ, að drengurinn rak upp óp, svo að börnin vpru nógu fljót að kippa höndunum að sér, áður en hlífin klippti þær af þeim. • Umferðarskilti og stafsetning Jæja, -hvað sem þessu líð- Dr. Lowell, yfirmaður brezku rannsóknarstöðvarinnar á Jodrell Bank, skýrði hins vegar frá því í dag, að því færi fjarri, að til- raun sovézku vísindamannanna hefði mistekizt með öllu. Geim- farið hefði á ferð smni aflað Framhald á bls. 31. í KVÖLD, laugardag 10. þ.m. verður söngleikurinn Járnhaus- inn sýndur í Þjóðleikhúsinu. Myndin er af Bríeti Héðinsdótt- ur, en hún leikur nú hlutverk Völu svöru, í veikindaforföllura Helgu Valtýsdóttur. ur, þá er nú komið stórt skýr- ingarspjald við bílinn, en auð- vitað með einni ritvillu, a3 vísu fremur smávægilegri. Það virðist ganga erfiðlega að gera ritvillulaus umferðarskilti hér í borg og úti um þjóðvegina, en þar sem þau eru sett upp af hálfu hins opinbera, ætti að mega gera þá kröfu til þeirra, að þau séu með opinberri staf- setningu. óþarfi er að rugla böm, sem eru að læra zetu-stafsetningu, með máluðum upphrópunum meðfram þjóðvegum: „Forðist slysin!“ og „Varist slysin!“. I báðum dæmunum- á að vera zeta í fyrri orðunum. Enn á- mátlegra er þó að sjá orðið „beygja“ skrifað „beyja“ sam- kvæmt stafsetningu umferða- aryfirvalda. © Verði ljós! Vinur Velvakanda, sem býr við Kaplaskjólsveg, hefur beðið hann um að vekja athygli viðkomandi yfir- valda á því, að nú logi ekki á þremur ljósastaurum við veg- inn miðjan, þar sem ljósa sá einmitt brýn þörf um þessar mundir, meðan verið er a3 undirbúa veginn undir malbik un. Sé erfitt fyrir vegfarendur að paufast þarna í náttmyrkri yfir gryfjur, moldarbingi, polla og skurði. Luktarstaur- arnir séu fremur ætlaðir til upplýsingar gangandi fólki en akandi, og því megi ekki gleymast að láta loga á þeim, þótt bílaumferð leggist niður að sinni. 6 ▼ 12 v 24 ▼ B O S C H flautur, 1 og 2ja tóna. Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.