Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. október 1965 PATRICK QUENTIN: GRUNSAMLEG ATVIK — Það var um hana Sylviu. Ég verð að segja þér það nú! Hún sneri að mér og mér fannst andlitið á henni rugga, rétt eins og bátamir í höfninni. — Ég laug, Nikki. — Laugst? — Já, þetta kvöld í Vegas, þegar þú stóðst í fjörunni og ég kom til þín — það var hún mamma þín, sem sendi mig. — Mamma! Strax þegar við komum úr samikvæminu, kallaði hún mig inn í herbergið sitt. Hún sagði, að þú gengir með þá vitleysis- legu grillu að hún hefði myrt hana Sylviu. Hún gat ekki þol- að, að þú kveldist af þessari hugsun, sagði hún. Hjálpaðu mér, elsku Lukka mín, hjálp- aðu mér vegna hans Nikka. Segðu honum, að ég hafi verið hjá ykkur í herberginu allan tímann. Og hún var svo niður- dregin og örvæntingarfull, að ég lofaði þessu að lokum. Hún greip hönd mína og hélt í hana föstu taki. — En það var ekki satt. Ég hef ekki meiri hugmynd. um það en þú, hvar hún var þeg- ar Sylvia dó. 18. kafli. Við komum til gistihússins og ég borgaði leiguvagninn. Við fórum upp í íbúðina. Ég var orðinn svo fullur, að allt hitt, hryllingurinn, reiðin, taugaáfall ið, gat ekki komizt að. Það komst yfirleitt ekkert að hjá mér nema kampavínið. Ég man eftir að ég gekk inn í setustofuna og Lukka á eftir mér. Þá heyrðist í lykli í skránni og mamma kom svíf- andi inn í stofuna — glæsileg og óviðjafnanleg. — Skárra er það nú lífið á okkur, eickurnar mínar. Á fót- um á þessum tíma sólarhrings- ins — og eigum að fara til Lond on á morgun. — Á morgun? Það hlýtur að hafa verið hún Lukka, sem sagði þetta. Ég mundi óljóst, að við áttum ekki að fara þangað næstu tvo dag- ana. —Já, elskurnar, bara við þrjú. Hin þurfa ekkert að flýta sér. Veslingurinn hann Hans 23 frændi þarf líka að eiga frí í nokkra daga til þess að koma maganum í sér í lag aftur. En ég verð að vera komin þangað. Nýju fötin fyrir leikinn minn og svo fötin fyrir drottningarsam- kvæmið. Ég verð að gefa vesl- ingnum honum hr. Cavanagh of urlítið svigrúm. Jæja, í rúmið með ykkur, elskurnar. Allir á fótum og tilbúnir klukkan hálf- ellefu! VÉLÞVOTTUR er stórkostleg nýjung — og tímaspamaður. Á aðeins 4 mín. þvæst bfllinn glansandi hreinn. Þér þurfið ekki að þurrka bflinn, þvf vatnið er blandað með gljáa, þannig að billinn þomar án þess að fá rendur. VÉLÞVOTTUR þvær allar gerðir bíla, allt að 210 cm. hæð. þakgrindur skapa engin vandræði. ÞVOTTUR Á 4-5 MANNA B'lLUM KR. 40.00 Á 5-6 MANNA BILUM OG SENDIFERÐABÍLUM KR. 45.00 (MEÐAFS LÁT TAR KORTIKR. 3 5 - & 40-) & BONSTOÐ SHELL Æ0 VIÐ SUÐURLANDSBRAUT ™gin bið Ég hafði staðið og snúið við henni baki, og barizt Við allt þetta, sem var að bera mig of- urliði. Á morgun .... London ... Bara við þrjú. Hversvegna við Lukka? Af því að hún vildi hafa auga með okkur, auðvit- að. Hún vildi vera viss um, að við færum ekki að læðast eitt- hvað burt og gifta okkur í trássi við hana. Kvendjöfull!.....Lyg ari.... Fjöldamorðingi! Ég snarsneri mér við. Nú skyldi ég segja það við hana . . hvað? . . . hvernig? ........ Á hverju átti ég að byrja? — Þú! Þetta var allt og sumt, sem kom út úr æsingnum og ruglingnum, sem ég var altek- inn af. Þú og Monika, þið reyn- ið að setja það allt út um þúf- ur! Svo að hún Lukka er þá ekki nógu góð til að verða tengdadóttir þín? Æ,.... nei ... hún giftist aldrei kunnum stjórnmálamanni. Ég verð að taka það áftur. Hún giftist bara ómerkilegum leikara, til þess að fá atvinnuleyfi og sleppa við að fá spark út úr .... — Nikki. Hendurnar á Lukku voru komnar á loft áður en mig varði og gripu fyrir munn- inn á mér. — Taktu ekki neitt mark á honum, Anny, hann er fullur! Hann gat ekki að því gert. Við rákumst á einhvern mann, sem.... — Einhvern! æpti ég, út milli fingranna á henni. Það var ekki einhver maður! Það var Roger Renard! — Þegiðu, Nikki, segi ég! Anny mín, þú getur að minnsta kosti verið með fullu viti þó að hann geti það ekki. Ég skil vel, að þú vilt ekki, að ég gift- ist honum Nikka og ég get ekki láð þér það. Þú hefur fullan rétt á að láta þér finnast ég vera fölsk. En, Anny ég gæti sannfært þig um .... ég er viss um, að ég gæti það......... Allt í einu fannst ntér það eina, sem ég þyrfti á að halda, væri baðherbergi. Ég sleit mig lausan frá Lukku og þaut gegn um setustofuna. Ég vissi, að ég fór framhjá mömmu. Og ég vissi að hún rétti út höndina,- til að stöðva mig. — Nikki, elsku bezti Nikki.... En ég hljóp áfram og inn í baðherbergið mitt og - skellti hurðinni í lás á eftir mér. Ég vaknaði næsta morgun og leið þá svo fjandalega, að mér var eiginlega sama um allt og alla. Fari það til fjandans, eins og það leggur sig! Okkur tókst að ganga frá farangrinum. Við kvöddum Hans frænda, sem var rúmliggjandi með"-magann sinn Gino, sem glotti og Pam, sem mér fannst allt í einu — vegna þess, sem ég hafði hana gnm- aða um — vera sú manneskja, sem ég elskaði mest í þessum heimi. Og brátt vorum við kom in upp í flugvélina til London. Við mamma sátum saman. Ég reyndi hvað ég gat ^til að afstýra því, en auðvitað þurfti það svo að verða. Lukka var einflversstaðar framar, og þar sem ég sat þarna, algjörlega ut- an við þennan heim, fór mamma að gerast „sæt“. — Elsku Nikki minn. Ég er fegin að fá þetta tækifæri til að tala við þig undir fjögur augu. Það var rangt af mér að sénda eftir henni Moniku. Vitanlega var það rangt. Ég er afskaplegur harðstjóri og ég veit það, en það er eins og ég geti ekki öðruvísi verið. En, þú skilur, elsku Nikki minn, að ég vildi vera viss. Ég á við, að nítján ára.....! En ég skil það alltsaman nú, víst skil ég það , allt. Ef þú vilt fyrir alla muni ' eiga hana Lukku, þá dettur mér ekki í hug, að spilla því. En þú verður bara að lofa mér einu, elskan mín, og ég ætla að fá hana Lukku til að lofa því sama. Farið þið ekki að hlaupa í einhverja skítuga smá-fógeta- skrifstofu — það er svo afskap- lega kauðalegt og algjörlega í trássi við öll lög, þar sem þú ert ekki orðinn myndugur. Bíddu bara þangað til ég er bú- in að fara til drottningarinnar og við búin að koma sýningunni af stað, og þá skulum við hafa yndislegt kirkjubrúðkaup. Svei mér þá alla daga. Yndislegt kirkj ubrúðkaup. Og þannig óð hún elginn á- fram og áfram og ég þoldi það ekki, af því að ég vissi, að hún meinti ekki orð af því, sem hún var að þvæla. Ég vissi alveg, að henni var ekki við annað verr en það þurfa að taka við Lukku sem tengdadóttur, og af því að henni þótti svo vænt um mig, var hún hrædd um að missa mig, ef hún léti ekki und- an mér. En að láta hana elska mig svona og ganga svona langt til að láta undan mér, var það, sem mér var állraverst við. Og meira að segja dró það veru- lega úr hrifningunni af Lukku. Hversvegna? Var mér, innst inni illa við að verða móður minni yfirsterkari? Var ég svo öfugsnúinn. En þetta var engin stund til að hugsa. Ég ætlaði aldrei að hugsa framar. Ég lofaði henni bara að fjasa og vaða elginn, vera móðurleg og blíð, og milli þess að ég vísaði frá mér frönskum flugfreyjum, sem voru að reyna að troða ofan í mig mat, tautaði ég: — Já, mamma. Allt í lagi, mamma! Og á þessu gekk þangað til við vorum kom- in yfir sundið og alla leið að flugvellinum í London. Gleymdu því, hugsaði ég, með an mamma var að hrífa afskap- lega kurteisa tollverði. Slepptu því alveg úr huganum. Eigðu hana Lukku. Hafið þið bara yndislegt kirkjubrúðkaup, eins og hún mamma er að segja, þar sem mamma er hin yndislega móðir brúðgumans, með heiia lest af morðum til síns ágæt- is. Áfram með þig, Nikki kall- inn! Láttu eins og hr. Piquot | og Norma og Sylvia hafi aldrei verið til! Við fluttum inn í eitthvert heljarstórt hús, sem var auð- vitað eign einhvers aðdáanda, í Kensington. Mamma hafði ætl- að að búa í Claridge, en þá þurfti einhver kóngur eða þess- háttar deli að vera í íbúðinni, og þegar henni barst þetta boð, greip hún auðvitað við því feg- ins hendi. Og ekki leið á löngu áður en þetta sama gamla rottu j kapphlaup hófst — skeyti, blóm, símahringingar. Larry, Vivien, Olivier og Cecil. Til hvers var eitt land að hugsa um að eiga sína eigin dýrlinga? Hvers vegna var ekki bara hægt að koma sér upp einhverjum al- i þjóðahóp slíkra, líkt og Sam-' einuðu Þjóðirnar, og flytja það svo hverju sinni á staðinn þar , sem á honum þurfti að halda? Mamma átti eitthvert viðtal við j Lukku um kirkjubrúðkaupið. | Lukku^ fannst þetta gott og skynsamlegt, og var nú mamma ekki dásamleg, og það fór hroll- : ur mig, en svo hætti ég fljótt ■ að hugsa um það, svo miður mín var ég orðinn. Fyrstu dagarnir fóru að mestu í mömmu- og John Cavanagh. Líklega er það enginn barnaleik ur að hósta upp úr sér á skammri stund guðdómlegum kjólum, öðrum fyrir Palladium og hinum fyrir drottningarheim sóknina. Mamma hafði líka fund ið einhvern „stórkostlegan" lít- inn mann, sem gat hjálpað Lukku með franska framburð- inn vegna þessa Trenet-söngs, svo að ég var — ef ég vildi ekki vera einn — að annaðhvort horfa á John Cavanagh og döm ur hans stinga títuprjónum í i faldana á mömmu, eða hlusta á I Lukku vera sæta ameríska stúlku, syngjandi franskan söng við æfingapíanó. En oftast vildi ég vera einn míns liðs. Ég gekk bara um London sem ég þekkti ekki sér- lega vel, en virtist vera almenni legasti staður. Og alls staðar voru auglýsingarnar ANNY ROOD OG FJÖLSKYLDA HENNAR f PALLADIUM og svo var það sýningin, þegar mamma átti að hitta drottning- una? Hvað mundi drottningin segja, ef hún vissi.... ? Hvað yrði ef ég skrifaði henni brél „Kæra Drottning ... “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.