Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. október 1965 Hagstæð þrdun gjaldeyrísmála ræðu Þorvarðar J. JúBíussonar á aðalfundi Verzlunarráðs íslands í gær A AÐALFCNDI Verzlunarráðs Islands í gær flutti Þorvarður . J. Júlíusson, framkvæmdastjóri ráðsins skýrslu stjórr.arinnar og rakti jafnframt í stuttu máli þró- un efnahags og viðskiptamála að undanförnu. Hér fer á eftir kafli skýrslunnar um þau mál. Þróun efnahagslífsins hér á landi hefur á undanförnum ár- um sérstaklega einkennzt af ör- um vexti þjóðarframleiðslxmnar og mikilli aukningu á viðskipt- unum við útlönd. í>essi þróun é einkum rsetur að rekja til aukins sjávarafla, hagstæðr- ar verðlagsþróunar á erlend- um mörkuðum og aukningar á xnillilandaflugi. Ýmis önnur at- riði, svo sem lenging vinnutím- ans og ýmis konar hagraeðing hafa einnig átt sinn þátt í þróun- inni. Mest var aukning þjóðar- Jarmleiðslunnar árið 1&62. Hún varð heldur minni á árunum 1963 og ‘64 og á þessu ári hefur enn dregið úr henni. Hagstæð kjör í viðskiptum við útlönd hafa orðið þess valdandi ,að umráða- tekjur þjóðarinnar hafa aukizt meira en þjóðarframleiðslan. Margt bendir nú til þess, að enn muni draga úr vextinum, og að hann nálgist svipað mark og l nágrannalöndunum. Á árinu 1964 var fiskaflinn, Ibæði á þorsk- og sáldveiðum, mun meiri en nokkru sinni fyrr, en hann nýttist verr en áður, Iþví að tiltölulega meira af þorsk aflanum fór í söltun og herzlu en í frystingu, og meira af síld- inni í bræðslu en söltun og fryst ingu. Engu að síður jókst verð- mæti útflutningsins um 18%« frá fyrra ári, jafnframt því að birgð- ir jukust nokkuð. Hækkandi verðlag á mörkuðum erlendis átti drjúgan þátt í aukningu út- flutningsins. ”* Aukning framleiðslu varð mun minni í öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi og fiskiðnaði. Einkum var hún lítil í iðngrein- um, sem lítillar eða engrar toll- verndar njóta. í landbúnaðinum var aukning framleiðslunnar meiri en á neyzlunni innanlands, svo að selja varð landibúnaðaraf- urðir í vaxandi mæli til útlanda ffyrir afar óhagstætt verð, en rik- Issjóður bætir það upp, eins og kunnugt er. 1 síðasta tölublaði Hagtíðinda er frá því skýrt, að verðbætur líkissjóðs á landbúnaðarafurðir fframleiðsluársins 1963-4 hafi numið 160 millj. kr., en það er rúmlega tvöföld upphæð arsins é undan. Einnig kemur í ljós, að verðbæturnar hafa aukizt jafnt og þétt síðustu fimm árin. Verð- ið, sem fékkst fyrir dilkakjötið, var liðlega helmingur af heild- söluverði innanlands og fyrir mjólkurafurðir að meðaltali um 28%. Það er bersýnilegt, að ekki borgar sig að auka slíka fram- leiðslu. Hinar miklu niðurgreiðslur og ríkjandi fyrirkomulag á fjár- ffestingarmálum landibúnaðarins velduB hvort tveggja offram- leiðslu, sem nauðsynlegt er að binda enda á. í því skyni þarf að endurskoða lög, sem hér að lúta, og ennfremur kæmi til •élita fjárhagsaðstoð ríkisins við fflutninga á staði með góð at- “vinnuskilyrði eða sérstakar líf- eyrisgreiðslur til þeirra, sem hætta vilja búrekstri. Eðlilegast væri, að tillögur til úrbóta kæmu ffrá búnaðarsamtökunum sálfum. Á árinu 1964 jókst innflutning- tir til landsins um 20%, en þess er að gæta, að innflutningur skipa og flugvéla var óvenju mikill. Að honum frátöldum jókst innflutningurinn um 8%, en það er eðlilegt hlutfall, miðað yið aukningu þjóðartekna. Hallinn á viðskiptunum við út- lönd nam rúmum 300 millj. kr., og má það teljast lítill halli, þeg- ar á það er litið, að skipa- og flugvélainnflutningur nam 950 millj. kr., eða 570 millj. kr. meira en árið áður. Þrátt fyrir hallann, batnaði gjaldeyrisaðstaða bankanna um 281 millj. kr. Jafnframt minnk- uðu stutt erlend vörukaupalán innflytjenda um 78 millj. kr., enda -var á miðju árinu afnumin heimild til notkunar slíkra lána við innflutning á fjölmörgum vörum, til þess að draga úr áhrif- um þeirra innanlands. Þar sem innflutningur skipa og flugvéla var að mestu greiddur með er- lendum lánum, snerti hann lítið gjaldeyrisstöðuna, heldur jukust erlendar skuldir einkaaðila til langs tíma. Á hinn bóginn minnk uðu opinber lán nokkuð. Staða bankanna í frjálsum gjaldeyri batnaði að mun á sl. ári en á viðslkiptunum við Aust- ur-Evrópulöndin varð halli, og mynduðust skuldir við sum þeirra. Þetta varð til þess, að undir árslokin voru athugaðir möguleikar á aukningu frílistans. Ýtarlegar viðræður fóru fram við viðskiptamálaráðuneytið og milli samtaka verzlunar og iðn- aðar innbyrðis, og sendu þau ráðuneytinu sameiginlega álits- gerð. Hinn 29. janúar birti viðskipta málaráðuneytið nýja reglugerð um gjaldeyris- og innflutnings- leyfi, sem fól í sér allmikla aukn ingu á frílistanum og auglýsingu um innflutningskvóta með hæikk- unum á upphæðum margra liða. Helztu vörur, sem bætt var á frílistann voru þessar: Niður- soðinn fiskur, ávaxtapulpa, — gúmmígólfdúkur, linoleum, þak- pappi, flólki, prjónaður ytri fatn- aður úr baðmull, hlutar til mann virkja úr járni og stáli, mið- stöðvarofnar og katlar, málm- smíða- og trésmíðavélar og hlut- ar, leikföng, blýantar, krít og ýmsir liðir. Þá voru um leið auglýstar vörur, 'sem bættust við frílistann 1. júlí sl.: prent- og síkrifpappír og paþþirsvörur, baðmullarvefnaður, borðbúnaður úr leir, postulíni og gleri, naglar og ritvélar. Innflutningskvótar voru aukn- ir mest á eftirtöldum vöruflokk- um: byggingarplötur ýmiss kon- ar, gólfteppi, sokkar, gúmmiskó- fatnaður og húsgögn. Þegar litið er á þróun efna- hags-og gjaldeyrismála á þessu ári, svipar henni um mangt þró- uninni á sl. ári, þótt ekiki sé hún eins hagstæð. Þorskaflinn er um 22% minni en í fyrra, en hann hefur nýzt betur, og verðþróun- in á mörkuðum erlendis hefur orðið hagstæð. SíldarafUnn fyrir norðan og austan hefur nú náð sama marki og um þetta leyti í fyrra og eru horfur taldar góðar á áframhaldi veiðanna. Síldar- aflinn við Suður- og Vesturland er meira en tvöfaldur á við sama tíma í fyrra og þar til kemur loðnuaflinn sem hefur fimmfald- azt. tJtflutningurinn til ágústloka sl. nam 3300 millji kr., en það er 15,4% meira en á sama tíma í fyrra. Birgðaaukning útflutn- ingsafurða er þó um 400 millj. kr. minni. Sé birgðaaukningunni bætt við útflutninginn hvort ár- ið, fæst nokkur bending um fram leiðsluverðmæti útflutningsins og niðurstaðan er sú, að aðeins um rúml. 1% aukningu er að ræða. Innflutningurinn til ágústloka er rúmlega 5% meiri en á sama tíma í fyrra, en minni innflutn- ingur fiskiskipa vegur þar all- mikið. Sé innflutningur flugvéla og skipa dreginn frá, nemur aukn ing innflutningsins um 10%. Gert er ráð fyrir, að innflutn- ingur skipa og flugvéla á þessu ári verði 350—400 millj. kr. minni en á sl. ári. Ennfremur er búizt við, að jöfnuður af svo- nefndum duldum tekjum og gjöldum í erlendum gjaldeyri verði hagstæðari. Með hliðsjón af þessu má ætla, að greiðslu- hallinn verði minni í ár en í fyrra. Gjaldeyriseign bankanna i heild nam í lok ágústmánaðar 1811 millj. kr. og hefur hún aldrei verið meiri. Frá ársbyrjun hefur hún aukizt um .218 millj. kr., og á sama tíma hafa birgðir útflutningsafurða aukizt um 170 millj. kr. Hinsvegar hafa stutt erlend vörukaupalán aukizt um 202 millj. kr. Á sama tímabili 1965 var aukning þeirra 91 millj. kr. Aukning gjaldeyrisforðans er fólginn í frjálsum gjaldeyri, en staðan í vöruskiptagjaldeyri hef- ur vérsnað. og töluverð skuld myndazt við jafnkeypislöndin. Þetta er framhald þeirrar þróun- ar, sem átti sér stað á sl. ári og reyndar áður. Jafnframt hafa Austur-Evrópulöndin sýnt minnk andi áhuga á vöruskiptasamning- um, en vilja heldur verzla á frjálsum grundvelli. Allar horfur benda því til þess, að unnt verði að auka frílistann að verulegum mun um næstu áramót. Hin hagstæða þsóun peninga- mála á sl. ári hefur haldið áfram á þessu ári. Á sl. ári snerist af- staðan milli sparifjáraukningar og útlána í hagstæða átt og pen- ingastofnanir styrktu aðstöðu sína gagnvart Seðlabankanum. Bundnar innstæður voru þar þyngstar á metunum, og átti aukning þeirra drýgstan þátt í að draga úr þensluáhrifum frá halla ríkissjóðs og hinum stór- aúknu . gjaldeyriskaupum, jafn- framt því sem hún styrkti gjald- eyrisstöðu landsins. Á þessu ári hefur haldizt hag- stætt hlutfall miili útlána og sparifjárinnlána og staða pen- ingastofnana styrkzt gagnvart Se'ðlabankanum, þótt ekki sé það í sama mæli og á sl. ári. Bundn- ar innstæður hafa aukizt heldur meira til ágústloka í ár en á sama tíma í fyrra. Aukning almennra innstæðna nemur á þessum tíma í ár 50 millj. kr., en það er að- eins fjórðungur á við aukning- una í fyrra. Afkoma ríkissjóðs snerist, eins og kunnugt er, til verri vegar á sl. ári og versnaði staða iians við Seðlabankanum, þótt ekki sé það Á þessu ári hefur enn verið um hallarekstur að ræða, þrátt fyrir niðurskurð á framkvæmdum. — Þennan vanda er nauðsynlegt að leysa vegna þensluáhrifa halla- rekstrar á efnahagslífið, en erfitt er að finna lausn, sem lítil áhrif hefur á verðiagið. Gert er ráð fyrir að fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1966 verði lagt fram án halla, en þar mun teflt á nokkuð tæpt vað. « Launasamningar þeir, sem gerðir voru í sumar og fyrra- sumar voru raunhæfari en áður tíðkaðist. Launahækkanir voru að vísu meiri en hjá nágranna- þjóðum okkar, en óvenju góð framleiðsluskilyrði og hagstæð verðlagsþróun á útflutningsaf- urðum hefur firrt þjóðarbúið á- föllum. Þó hefur kostnaðarþró- unin gengið nærri mörgum grein- um iðnaðar og verzlunar. í þessum efnum sem öðrum, sem snerta iþróun efnahagslífsins, er nauðsynlegt, að þess sé gætt, að jafnvægi haldist og þenslu- áhrif hverfi, svo að lífskjörin geta batnað jafnt og þétt. Afstaða íslands til markaðs- bandalaganna í Evrópu og þá einkum til Fríverzlunarbanda- lagsins hafa verið á dagskrá að undanförnu. Eins og kunnugt er, eru aðildarlönd Fríverzlunar- bandalagsins (EFTA) Norður- löndin fjögur, Bretland, Austur- ríki og Portúgal, en eitt Norður- landanna, Finnland, er aukaaðili. Markmið EFTA er fyrst og fremst að afnema tolla og höft á viðskiptunum sín á milli, og það stefnir ekki að eins náinni sam- vinnu á sviði efnahags- og við- skipitamála og Efnahagstoanda- lag Evrópuríkjanna sex. Hvert EFTA-land um sig hefur því meiri sjálfstjórn. Umræður um aðild að EFTA eru fyrst og fremst sprottnar af því, að að tollaviðræður innan GATT hafa lítinn árangur borið og að samkeppnisaðstaða ís- lenzkra afurða versnar stöðugt eftir því, sem innbyrðis tolla- lækkanir EFTA-landanna taka gildi. Á sl. ári fór 43% af út- flutningi landsins til þessara landa og af honum féllu 59% undir EFTA-samninginn. Mikilvægasta markaður okkar í EFTA-löndunum er í Bretlandi. Þar hafa tollalækkanir á norsk- um og dönskum sjávarafurðum veikt samkeppnisaðstöðu okkar, og á það einkum við fryst fisk- flök. Helztu sjávarafurðir, sem seldar eru til Bretlands, og falla undir EFTA-samninginn, eru auk < frystra fiskflaka, fiskimjöl, síld- arlýsi þorskalýsi, hvalkjöt, nið- ursoðin fiskur og skelflettar frystar rækjur. Á flestum þess- ara afurða var EFTA-tollurinn kominn niður í 0 í ársbyrjun 1964, en hinn almenni tollur, sem íslenzkar afurðir sæta, er 10%. Á frystum fiskflökum var EIFTA- tollurinn 3% og á hvalkjöti 2%%, en mun hverfa í tveimur áföngum til ársloka 1966. Al- menni tollurinn á þessum vörum er einnig 10%. Allar þessar afurðir og ýmsar aðrar, sem lítið sem ekkert hafa verið fluttar til Bretlands vegna tollamismunar, hefðu verið flutt- ar þangað í miklu ríkari mæli, ef ísland hefði notið EFTA-tolls- ins. Það hefur t.d. komið fram, að íslenzkt, síldarlýsi, sem selt hefur verio til Danmerkur, hafi verið endurselt til Bretlands blandað dönsku lýsi tollfrjálst, þar sem nægilegt er að sanna uppruna rúmlega helmings af hverjum farmi. Danir selja-þetta lýsi á hærra verði en við, vegna tollsins. Auk þeirra afurða, sem nefnd- ar hafa verið, seljum við veru- legt magn af ísfiski, heilfrystum fiski og frystum humar til Bret- lands. Með aðild að EFTA myndu opnast möguleikar á samningum um tollaívilnanir á þessum vörum. Ennfremur mætti vænta greiðari sölu á ýms- ufn fiskafurðum í EFTA-lönd- um, svo sem á niðursoðnum af- urðum í í Sviss og Austurríki og freðfiski í Svíþjóð. Sú spurning vaknar eðlilega, hvort aðild að EFTA stofnaði ekki í hættu viðskiptamöguleik- um okkar í Austur-Evrópu. 1 þvi sambandi má benda á, að Finnar hafa heimild til samningstound- inna viðskipta við Sovétríkim Annars hefur þörfin á vernd austurviðskiptanna verið sí- minnkandi. Stafar það bæði aff batnandi mörkuðum í frjáls- gjaldeyrislöndum og minnkandi áhuga Austur-Evrópulandanna á tvíhliða samningum. Þau hafa tryggt sér hér góðan og stöðug- an markað, sem haldast mun án verndar. EFTA-samningurinn nær til verndartolla og þeir snerta tiltölulega lítið vörur, sem keyptar æru að austan. Frjáröfl- unartollar eru hins vegar óháð- ir EFTA-samningum. Reyndin hefur orðið sú, að viðskipti EFTA-landanna við Austur- Evrópulöndin, hafa ekki breyzt að neinu ráði eftir að EFTA var stofnað. Upphaflega var ráðgert, að tollar milli EIFTA-landanna skyldu lækka stig af stigi á 10 árum og hverfa fyrir 1. janúar 1970. Síðar var ákveðið að hraða niðurfellingunni til samræmis við þróunina í Efnahagsbandalag inu," þannig að henni yrði lokið í árslok 1966. Undaniþága var veitt Norðmönnum, að því er snerti nökkrar mikilvægar iðn- aðarvörur, og fylgja þær upphaf- legu áætluninni, og Portúgalar héldu sérákvæði um aðlögun til 1980. Ef fsland gerðist aðili að EFTA yrði það að áskilja sér ríflegan aðlögunartíma. Ný tekjuöflunar- vandamál rikissjóðs myndu krefjast lausnar. Miðað við inn- flutning ársins 1964 er gert ráð fyrir, að aðild að EFTA rýrði tekjur ríkissjóðs um 500 millj, kr., ef menn hugsuðu sér, að verndartollar af innflutningi frá EFTA og tollar af hiáefnum Og vélum frá öllum löndum hyrfu. Á 10 ára tímabili yrði áð sjálf- sögðu um 50 mill. á ári að ræða, Óhj ákvæmilegt yrði að lækka jafnframt tolla á ýmsum vörum frá öðrum löndum, svo að tolla- munur milli landana verði ekki of mikill. EFTA-löndin hafa leyst fjár- hagsvanda sinn með söluskött- um, verðaukatolli og minnkun niðurgreiðslno. Hér kæmi jafn- framt til greina lágur .tollur á ýmsum vörum, sem nú eru toll- frjálsar. Við aðild að EFTA myndu skapast ný viðhorf hjá íslenzk- um iðnaði. Verð á samkeppnis- vörum frá EFTA-löndum myndu lækka við lækkun tolla, en jafn- framt yrðu tollar að lækka á efni vörum og vélum. Ýmsar ráðstaf- anir væri nauðsynlegt að gera til þess að auðvelda aðlögunina. Nýir marlkaðir myndu opnast fyrir útflutningsiðnað og breyt- ingar verða á uppbyggingu iðn- aðarins í samræmi við það. í sumar dvaldist hér nokkra daga norskur sérfræðingur i EFTA-málum og fengu fulltrúar samtaka verzlunar og iðnaðar tækifæri til að ræða við hann og spyrja um reynslu Norð- manna af samstárfinu í EFTA. Kvað hann Norðmenn vera mjög ánægða með árangurinn og iðn- aðinum hefði samvinnan reynzt mikil lyftistöng. Nýir útflutnings möguleikar hefðu opnazt fyrir norskan iðnað og nýjar útflutn- ingsvörur vaxið upp úr norska heimamarkaðsiðnaðinum. Aðild Noregs að EFTA hefði verið sam- þykkt samhljóða af Stórþinginu Og kæmi engum til hugar að hreyfa úrsögn Noregs. Aðild að EFTA er mikið og fjölþætt mál. Það verður að 'kanna til hlítar og upplýsa sem bezt, áður en áikvarðanir eru teknar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.