Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 3
LaugardaguT 9. október 1965 MORGUNBLAÐIÐ 3 STAKSTHNAR Bcuizt um sama bitann Það er óneitanlega dátítið kát- le^t aff fylgjast með rifrildi full- trúa Framsoknarmanna og kommúnista í borgarstjóm. Nú orðið leggja þeir meiri áhcrzlu «• á að deila innbyrðis, en deila á borgarstjórnarmeirihlutann og er skýringin auðvitað sú, að þessir tveir flokkar berjast um sama bit ann, um fylgi sömu kjósenda, eða öllu heldur, að Framsóknarflokk- urinn er farinn að veiða á grugg- ugum miðum kommúnista. Þegar gjaldskrárhækkanir SVR og Hita veitunnar vora til umræðu i borgarstjóm í sumar, lýsti Einar Ágústsson, fulltrúi Framsóknar- flokksins, sig fylgjandi þeim hækkunum, þar sem hann taldí full rök vera fyrir þeim. Guð- mundur Vigfússon, borgarfuil- trúi kommúnista, snerist hinsveg ar gegn þeim, ekki í grundvallar atriðum, en lagði til að þeim yrði frestað um nokkurt skeið. Af- staða Framsóknarfulltrúans varð y Þjóðviljanum tilefni til mikilla árása á Framsóknarflokkinn, og greinilegt var, að Tíminn kveink aði sér mjög tmdan þessum skrif- um, Spilinu snúið við Á borgarstjórnarfundi sL fimmtudag vora svo til umræðu tillögur um nokkra hækkun hatn argjalda, og nú var greinilegt, að borgarfulltrúi Framsóknar- flckksins ætlaði að hafa vaðið fyrir neðan sig og standast kommúnistum snúning. Guð- mundur J. Guðmundsson, borgar fulltrúi kommúnista og varafor- maður Dagsbrúnar kvaðst óhik- að mundu styðja hækkun á hafn argjöldum, sem næmi 22% heild- artekjuaukningu fyrir Hafnar- sjóð, þar sem nauðsynlegt væri að ráðast í ýmsar úrbætur við gömlu höfnina í Reykjavík. Borg arfulltrúi Framsóknarflokksins, Einar Ágústsson, sagðist í grund * vallaratriðum vera sammála nauð syn þess að hækka hafnargjöldin, en lagði til, að hækkunin yrði ekki meiri en svo, að um 15% heildartekjuaukningu mundi verða að ræða. Ekki færði borg- arfulltrúinn nein sérstök rök fyrir því að hækkunin ætti að verða 15% í stað 22%. Líklega hefur hann dottið ofan á þessa tölu af tilviljun. Þar með vax spilinu snúið við. Framsókn hafði snúið á komma, eins og kommar höfðu snúið á Framsókn fyr í sumar, og metin þar með jöfnuð. Broslegar deilui Umræður í borgarstjóm um hækkun hafnargjalda snerast svo að töluverðu leyti í orðaskak milli Guðmundar J. Guðmunds- sonar og Einars Ágústssonar, um það, hvort heildartekjuaukning Hafnarsjóðs ætti að vera 22% eða 15%, og er óneitanlega hros- legt að sjá þá mynd, sem bar- átta Framsóknar og kommúnista um sama bitann tekur stundum á sig. Þannig hélt t.d. Einar Ágústs son því fast fram, að hækkun hafnargjalda mundi hafa tals- verð áhrif á verðlag í land- inu, þótt sýnt hafi verið fram á, að t.d. eitt kíló af kaffi hækkar einungis um 1.4 aura, en „safnast þegar saman kemurí', sagði bankastjóri Sam- t vinnubankans. 22% heildartekju- aukning Hafnarsjóðs veldur tölu verðri hækkun á verðlagi." Þetta kvað varaformaður Dagsbrúnar, Guðmundur J. Guðmundsson hins vegar vera hina mestu vit- leysu hjá bankastjóranum, hækk un hafnargjalda hefði engin áhrif á dýrtíðarþróun og verðlags- hækkanir í landinu og skipti engu máli í sambandi við þær. Stigin eru nú jöfn. Fróðlegt verð ur að fylgjast með næstu lotu. Setningarathöfn Alþingis kvikmynduð - á vegum kvikmyndadeildar Atlantshafsbandalagsins ÞAÐ vakti nokkra athygU við sctningu Alþingis í gær, að kvik- mynd var tekin af setningarat- höfninni. Vora þar að verki kvikmyndatökumenn frá kvik- myndadeild Atlantshafsbanda- lagsims. Mbl. sneri sér í gær til Bjarna Guðmundssonar, blaða- fulltrúa, og innti hann nánari fregna af kvikmyndun þessarL Bjarni Guðmundsson sagði, að kvikmyndadeild Atlantshafs- bandalagsins hefði nú.með hönd-. um gerð nýrra kvilkmynda frá þátttökuríkjum bandalagsins og hafa þegar verið gerðar kvik- myndir um Tyrkland og Grikk- land. Er ísland því þriðja landið í röðinni að þessu sinni. í sumar kom hingað einn af kvilkmyndastjórum Atlantshafs bandalagsins og gerði hann þá drög að handriti. Hér á landi eru nú staddir þrír menn frá kvikmyndadeild bandalagsins og er kvikmyndastjóri Henry Sand- öz, en með honum erir tveir kvikmyndatökumenn. Hafa þeir verið hér í tæpa viku og unnið að kvikmyndun og sættu lagi, þegar Alþingi var sett að taka kvikmynd af þeirri athöfn. Munu þeir síðan koma hér aftur í júní eða júlí og taka landslagsmyndir. Vandað verður mjög til þess- arar kvikmyndar. hún verður í lit og 30 mínútur að lengd. Fullt samráð verður haft við íslenzk stjórnarvöld um endanlega gerð myndarinnar. Bjarni Guðmundsson sagði, að við væntum okkur góðs af töku þessarar kvikmyndar, einkum vegna þess, að kvikmyndadeild Atlantshafsbandalagsins h e f ð i mjög góða aðstöðu til dreifingar myndarinnar og hún yrði því sýnd víða. Yrði ai þessu hin bezta landkynning. — Johnson Framhald af bls. 1. inni, að -forsetinn væri við góða líðan. Síðar í dag var fréttamönnum skýrt frá því, að orðið hefði að fjarlægja gallblöðruna, en for- setinn hefur tvívegis áður verið skorinn upp við gallsteinum. — Einkalæknir Johnsons, Dr. James Cain ,frá Mayo Clinic, var við- staddur. Strax, er fréttist, að ekki hefði verið um alvarlegt mein að ræða, bárust Johnson heillaóskaskeyti víða að, m.a. mikill fjöldi skeyta frá þingmönnum. Gert var ráð fyrir, að forsetinn reyni að stíga í fæturna síðar í kvöld, en hann mun verða að dveljast í sjúkrahúsinu i tæpar tvær vikur, og verður frá störf- um á meðan. í fjarveru hans gegn ir Humphrey maraforseti, störf- um í Hvíta KiVcin.i. Lagfæringar á Alþingishúsinu eð skilrúm milli ytra anddyris ©g fatageymslu hefur verið rif- ið og er nú gengið beint úr ytra anddyri í innra í stað þess að ganga gegnum fatageymsl- una. Ytra andyrið hefur verið klætt viði er nefnist vengi og ennfremur skilrúm það, er sett var upp milli ytra og innra enddyris. Þá hefur lýsing verið bætt til muna í fremra andyrL í lestrarsal hafa nýir sskápar verið settir upp. Er þeim ætlað ’ fið rúma það, er þar liggur frammi, handrit af ræðum, blöð, erindi, blaðaúrklippur og fL Þar hafa einnig verið sett upp íiý borð, sem tólf þingmenn geta setið við samtimis. Tvö símaskiptiborð voru sett upp fyrir Alþingi og viðbótar- húsnæðið í Þórshamri. Gömlu ÉÍmaklefarnir þrír voru teknir tiiður, en í þeirra stað settir upp ejö nýir og þeirn komið fyrir í helmingi þess herbergis er var éður notað til fundahalda fjár- veitinganefhdar. Nýju simaklef- ernir eru mun rúmbetri og loft- betri en þeir gömlu, enda mátti Begja að þeir væru orðnir ónot- tiæfir. í suðurstofu uppi, þar sem áður var nefndaherbergi, er gert ráð fyrir vinnuaðstöðu frétta- manna blaða og útvarps. Þar verður komið fyrir hljóðnem- um, svo þeir geti hlustað á um- ræður í báðum deildum. Þar er einnig gert ráð fyrir að frétta- menn. geti unnið að vélritun og fleiru, ef þeir kæra sig um. Að- staðan í sjálfri blaðamannastúk unni verður óbreytt. í Þórshamri eru leigðar þrjár hæðir. Tvær þeirra fær Alþingi nú til umráða, en þá þriðju eftir ár. Gerðar hafa verið þær breytingar á innréttingu húss- ins, sem nauðsyn bar til vegna þarfa þingsins. Ráðstafanir voru gerðar til smíða á innbúi og framkvæmdir við þær hafnar. A fyrstu hæð fær fjárveitinga- nefnd • eitt herbergi til sinna nota. Fjögur herbergi eru ætl- uð sem fundanherbergi fyrir nefndir, tvö fyrir hverja deild. Önnur herbergi eru ætluð sem vinnu- og viðtalsherbergi fyrir þingmennina, að því undan- teknu, að eitt herbergi á hvorri hæð er ætlað starfsfólki. Húsameistari ríkisins undir- bjó og sá um framkvæmdir á öllum breytingum er gerðar voru, en forsetar Alþingis ákváðu þær. Leiga Þórshamars var ákveðin með samþykki ríkis stjórnarinnar og formanna þing- flokkanna. Gunnar Magnússon, arkitekt téiknaði breytingar í anddyri, lestrarsal og frétta- mannaherbergi. Herbergi fjárveitinganefndar í Þórshamri. (Ljosmyndir: Sveinn Þormóðsson) 'ALWNGI var sett í gær og hefur vinnuaöstaða þing- manna nú verið bætt til : muna frá því sem var. — Breytingar verið gerðar á Alþingishúsmu og nýtt húsnæði tekið á leigu skammt frá, í ftórshamri. „Þær breytingar sem gerðar hafa "verið á húsakynnum Al- þingis eru auðvitað engin fram- éíðarlausn, en eru til mikilla bóta, bæði bæta þær starfsað- fitöðu þings, þingm. og nefnda“, •agði Friðjón Sigurðsson ,skrif- ■tofustjóri Alþingis, er Morgun- blaðið átti tal við hann um breytingar þær, er gerðar hafa iveiið á húsakynnum Alþingis. Aðalbreytingarnar felast í því Lestrarsalur hefur verið endurbættur, nýir skápar verið settir upp og ný borð en þar geta nú 12 þingmenn setið samtímis. Á myndinni er frú Auð ur Auðuns ásamt nokkru af starfsfólki þingsins. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.