Morgunblaðið - 21.10.1965, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 21.10.1965, Qupperneq 3
: 'iv>Uv';Í0 ■ r ( v v í. i f - • TVfVii- í Fimmtudagur 21. október 1965 MORGUNBLAÐIÐ Pop - hattar og geimhjalmar I KV'OiLD sýnir þekktasti hattateiknari Norðurlanda, Jörgen Krarup, hattatízku að Hótel Sögu í tilefni af fjár- öflunarskemmtun þeirri er Soroptimistaklúibbur Beykja- víkur gengst fyrir. Fréttamaður og ljósmynd- ari Mbl. brugðu sér á fund Krarups og lögðu fyrir hann nokkrar spurningar, ef vera mætti að upplýsingar hans gætu aðstoðað íslenzku kven- þjóðina í þrotlausri leit henn- ar að hentugum höfuðfötum. Við hefjum viðtalið með hinni sígildu spurningu: — Hvernig finnst yður ís- lenzkt kvenfólk klæða sig? — Því get ég ekki svarað strax, því að síðan ég kom í gær hefur verið stanzlaus rign ing og aliir í regnkápum. En það sem ég hef séð af kven- fólki hér er allt mjög fallegt og elegant. — Hvenær byrjuðuð þér að teikna hatta? fró Bítlunum. Einnig hef ég teiknað regnhatta með hlið- sjón af hjálmum þeim, sem geimfarar nota. Hann er með gegnsæju plasti framan á hattbarðinu og á að skýla enni og augum konunnar. Höfuð- skilyrði í hattateiknun er að fyigjast vel með öllum nýjung um. [ — Er þá að lokum ekki ein- hver ráðlegging, sem þér getið gefið íslenzkum konum varð- andi hatta? Jörgen Krarup og Guðrún Jörundsdóttir sýna okkur „teen- ager“-hatt. — Ég hef alltaf haft áhuga fyrir hattateiknun og módel- teiknun yfirleitt og þessvegna byrjaði ég mjög snemma, eða 18 ára gamall. Þá vann ég í hattagerð í vinnustofu i Kaup- mannahöfn og var það skemmtileg reynsla. Síðan fór ég til Parísar og starfaði hjá Gilbert Oecell og Claude St. Ceyr, frægum hattateiknur- um. Þar næst lagði ég leið mína til London og vann um skeið hjá Arthur Lucas firm- anu þar, sem er brautryðjandi í hattagerð til útflutnings til Ameríku. — Hvað ber einkaniega að hafa í huga, þegar hattur er teiknaður? — Hvað konan vill. Nú á dÖgum vill hún ekki einungis, að hatturinn klæði hana vel, heldur einnig að hann skýli henni gegn regni og vindum. Það er hlutverk hattateiknar- ans að reyna að samræma þessi tvö sjónarmið. | — Teiknið þér eingöngu kvénhatta? | — Já, enn sem komið er. En næsta vor ætla ég að teikna karlmannahatt og þá ætla ég að hafa hann í sam- ræmi við tíðarandann. Hatta- teiknari verður að fylgjast vel með nýjungum í list, eink- um málaralist. Nú, auk þess hef ég gaman að „pop-músik“ og hef teiknað hatta fyrir ungar stúlkur undir áhrifum — Já, það er þá fyrst, að hatturinn verður að fara vel við kjól konunnar í hvert skipti. Hún getur einnig verið með mjög áberandi hatt, en þá verður hún líka að gæta þess, að klæðast kjól með ein- földu sniði. Auk þess, ef hárið er nýlagt er hattur kannske ekki nauðsynlegur, en ef svo er ekki getur viðeigandi hatt- ur gefið konunni mikinn per- sónuleika. Og það er alls ekki rétt að vera aldrei með hatt, enda held ég að skandinavisk- ar stúlkur séu farnar að gera sér þess Ijósa grein, og kemur það meðal annars fram í strangari kröfum og stórauk- inni eftirspurn. Jörgen Krarup, hattateiknari. Sakar CIA um hryðfu- verk ■ Viet Nam Washington, 20. okt. — AP BANDARÍSKl öldungadeildar- þingmaðurinn Stephen M. Young, sem er úr flokki demókrata, hef- ur sagt opinberlega, að starfs- menn bandarísku leyniþjónust- unnar, CIA, hefðu framið hryðju- verk í Víetnam í því skyni að koma óorði á Víet Cong menn, með því að láta líta svo út, sem það hefðu verið hinir síðarnefndu er hefðu framið þau. Þessari stað hæfingu var hinsvegar neitað i dag, bæði af demókratanum Cornelius E. Gallagher, öldunga- leidarþingmanni frá New Jersey, en hann er meðlimur utanríkis- málanefndar þingsins, • svo og bandarísku leyniþjónustunni. Talsmaður bandarísku leyni- þjónustunnar, sem spurður yar um álit hans á þessum ummæl- um, sagði að þau væru algjör- lega röng, en Gallagher sagði að fullyrðing Youngs væri skelfileg og sýndi, að hann hirti ekki um réttar staðreyndir. Hefði fréttin að líkindum upphaflega verið komin frá Víet Cong manni, sem þótzt hefði vera starfsmaður CIA. I SKÖRP veðraskil voru í gær j yfir Breiðafirði og þaðan norð I austur og suðvestur. Austan vi|i þau var 15—17 stiga heitur laufvindur á Norðurlandi, en aðeins 3 stig í Látravík á Horn ströndum og snjókoma á Hala | miðum. Mikil rigning var í fyrrinótt og fyrradag, 110 mm yfir sólarhringinn á Hveravöll 1 um, 76 mm á Hæli, 63 mm á Þingvöllum, 49 mm í Stykkis hólmi og 36 mm í Reykja- víó. Mest var hvassviðrið á Hveravöllum, 10 vindstig kl. 9. Stúlkurnar 5 úr Keflavík, s em gáfu Skálatúnsheimilinu peningagjöf. Færðu Skélotúns heimilinu 2500 kr. SUNNUDAG einn í september síðastliðnum komu fimm litlar stúlkur frá Keflavík í heimsókn að barnaheimilinu í Skálatúni í Mosfellssveit. Færðu þær börn unum þar 2500 krónur að gjöf í sundlaugarsjóð hælisins. Þess ir peningar voru ágóði af hluta- veltu, sem þær höfðu haldið í heimabæ sínum. Foreldrar Skálatúnsbarnanna og aðrir að- standendur eru innilega þakk- látir, ekki einungis fyrir gjöf- ina, heldur þann hug sem fylgdi henni. Stúlkurnar ós'kuðu ekki eftir að láta geta um nöfn sín, en leyfðu hins vegar, að þessi mynd væri birt, en hún er tekin rétt eftir að þær af- hentu gjöfina. Þorsteinn Pétursson í vinnutímanefnd Á FUNDI Sameinaðs Alþingis í gær var Þorsteinn Pétursson kjörinn í vinnutímanefnd í stað Eggerts G. Þorsteinssonar félags málaráðherra. STAKSTFIi\AR Hvað verður um- Eystein MJÖG er nú bollalagt nm það, hver verði viðbrögð flokksmanna Eysteins Jónssonar eftir ræður þær, sem hann hefur flutt að undanförnu um tvö meiriháttar mál, stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn arinnar og fjárlagafrumvarpið. Almennt eru’menn á einu máli um, að ffammistaða Eysteins Jónssonar H þessum umræðum hafi verið með slíkum hætti, að erfitt verði fyrir flokksmenn hans og samþingmenn í Fram- sóknarflokknum, að sætta sig öllu lengur við forustu hans fyr- ir flokknum. I báðum þessum ræðum kom það glögglega í Ijós, að Eysteinn Jónsson hefur ná- kvæmlega ekkert fram að færa i stjórnmálabaráttunni. Hann not- ast við gamalt og úrelt orða- skak og gerir sér þess ekki grein, að nú á tímum kref jast menn * meir af stjórnarandstöðuflokki, en að hann sé alltaf á móti. “Hin leiðin" • Það eina sem Eysteinn hefur fram að færa er „hin leiðin“, án þess að skilgreina nokkru nánar upp á hvað „hin leiðin“ hefur að bjóða. Kjósendur, sem eiga að velja á milli, annarsvegar skýrr- ar stefnu ríkisstjórnarinnar, sem nýlega hefur verið mörkuð í stefnuyfirlýsingu hennar á Al- þingi, og gerir ráð fyrir margvis- legum og fjölþættum nýjungum á flestum sviðum þjóðlífsins, og hinsvegar ógreinilegs hugtaks sem kallað hefur verið „hin leiðin“, eiga af skiljanlegum ástæðum erfitt með að sjá, að hér sé um nokkuð að velja. — Stjórnarflokkarnir hafa að baki 6 ára farsæla stjórn á landinu. Framsóknarflokkurinn hefur enga stefnu markað, en talar um „hina Ieiðina“, án þess " að skilgreina það nokkuð nánar. Nánustu samstarfsmenn Eysteins Jónssonar í Framsóknarflokkn- um gera sér fullkomlega grein fyrir, að hverju stefnir fyrir flokk þeirra, ef ekki verður hér breyting á. Þeir gera sér grein fyrir því, að formannsskipti eru flokknum nauðsynleg, ef hann á að hafa nokkra möguleika til að ná sér upp úr þeirri niðurlæg- ingu sem hann er nú í. Þess vegna hafa hinar tvær ræður Ey- steins að undanförnu vakið upp á ný miklar umræður innan Framsóknarflokksins um nauð- syn þess að breyta til um for- ustu. Sundrung En það er ekki nóg fyrir Fram- sóknarmenn, að sannfærast um nauðsyn á foringjaskiptum, þeir verða líka að geta komið sér saman um nýjan foringja, og greinilegt er af því ástandi, sem ríkir í flokknum og bezt hefur komið fram nýlega í sambandi við aðalfund Félags ungra Fram- sóknarmanna í Reykjavík, að klofningurinn í flokknum er orð- inn miklu djúpstæðari og alvar- legri en menn almennt hafa gert sér grein fyrir, og í hæsta máta ólíklegt að nokkuð samkomulag takizt um nýjan formann. Fyrir andstæðinga Framsóknarflokks- ins er þetta út af fyrir sig ekk- ert hörmungarmál. Áframhalð- — andi forusta Eysteins Jónssonar er trygging íyrir því, að flokk- urinn verður að mati kjósenda i landinu óhæfur til þess að takast forustuhlutverk á hendur í stjórn landsins, og þess vegna má lík- legt telja, að um varanlega úti- vist sé að ræða hjá þeim, sem „telja sig fædda til að stjórna", eins og blaðamaður eins hins virt asta blaðs í Bretlandi komst að orði fyrir nokkrn «

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.