Morgunblaðið - 21.10.1965, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 21. október 1965
MORGUNBLAÐIÐ
17
þróttmikið atvinnulíf
ó Anstnrlnndi
Várkjun Lagarfoss - Aukin ræktun
Hienntaskóli á Egilsstöðum - Lt-
flutningsverzlun Austurlands
- 3tætt við Sverri Hermannsson,
varaþingmann Sjálfsfæðis-
flokksins á Austurlandi
SVERIIA Hermannsson, vara-
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
fyrir Austurlandskjörlæmi, er
Hiýlega kominn úr langri ferð
um Austurland, en þar heim-
sotti hann flest héruð og
byggðir nema Öræfasveit. í
ferð þessari ræddi Sverrir við
mikinn fjöida manna, og kann-
aði helztu vandamál, sem við
er að etja á Austurlandi um
þessar mundir. Morgunblaðið
ræddi nýlega við Sverri Her-
mannsson um ástandið, og horf
ur á Austurlandi, og fer það
viðtal hér á eftir.
Uppgangur við sjávarsíðuna
„Við sjávarsíðuna er geysi-
legur uppgangur í öllum at-
vinnumálum", segir Sverrir,
„mikil fjármunamyndun og
fjárfesting. Hinsvegar er ég
Iþeirrar skoðunar, að þótt fjár-
íesting sé mikil, þó ekki ílend-
ist þar eystra eins mikið, fé af
f jármunamynduninni s j á 1 f r i
eins og vera bæri. Síldariðnað-
ur hefur mjög eflzt á Aust-
fjörðum á undanförnum árum.
Nú eru síldarverksmiðjur í
Djúpavogi, Breiðdalsvík, Fá-
skrúðsfirði, Reyðarfirði, Eski-
firði, Neskaupstað, Borgarfirði,
Vopnafirði, Bakkafirði og tvær
verksmiðjur eru á Seyðisfirði.
Ennfremur er áformað að
byggja verksmiðjur á Stöðvar-
firði og Höfn í Hornafirði. Þá
eru tugir síldarplana á þessum
stöðum og víðar, svo sem á
Stöðvarfirði og Mjóafirði.
Þessi gífurlega fjárfesting í
framleiðslufyrirtækjum kallar
ó mikinn afla, en einnig bættar
samgöngur, stóraukna orkuþörf
og hafnarbætur. Varðandi hafn
arbætur hafa miklar fram-
kvæmdir átt sér stað á Reyð-
arfirði, Eskifirði, Neskaupsstað
og Borgarfirði og áformaðar
eru framkvæmdir við hafnir á
Seyðisfirði, Breiðdalsvík, Bakka
firði og Höfn í Hornafirði.
Skipastóll Austfirðinga hefur
einnig aukizt gífurlega mikið
á síðustu árúm. í sambandi
við sjávarútveginn hlýtur brýn-
asta verkefnið í náinni framtíð
að vera frekari vinnsla sjávar-
afurða, herzla lýsis, frekari
vinnsla síldarmjöls, niðurlagn-
ing síldar o. fl. En til þess, að
svo megi verða, þurfa ákveðin
skilyrði að vera fyrir hendi, t.d.
nægileg orka. Orkuframleiðsla
á Austurlandi er í lágmarki,
og fjarri því að viðunandi
ástand sé í þeim efnum.“
Landbúnaðurinn
„Um landbúnaðinn er það að
segja“, sagði Sverrir Hermans-
son, „að á Héraði og þar um
slóðir, hafa bændur um langt
árabil orðið fyrir miklum
skakkaföilum. Þar hefur gróð-
ur brugðizt í nokkur ár í röð,
og nú í sumar hafa bændur
orðið fyrir miklu tjóni vegna
kals á stórum svæðum, svo með
ólíkindum er. Hinsvegar er
víða vel búið á Austfjörðum,
og landskostir víða ágætir.
Eftir að hin nýja stefna í
verðlagningu landbúnaðarvara
var upp tekin, hefur sauðfjár-
rækt verið aukin á Austur-
landi, enda virðist hún henta
austfirzkum bændum einna
bezt. þótt margt annað komi
til greina, svo sem holdanauta-
rækt.
Það, sem nú skortir mest á
í landbúnaði á Austurlandi, er
aukin ræktun. Það er mín
í þeim efnum dregizt aftur úr
öðrom, þar vantar ræktun, og
skoðun, að Austfirðingar hafi
ástæðan er náttúrulega fyrst og
fremst það afturhald, sem virð-
ist hafa ríkt í öllum framfara-
málum um áratuga skeið í
þessum landshluta.
Hinsvegar vil ég taka fram,
að öðru máli gegnir um Austur-
Skaftafellssýslu. Þar hafa mikl-
betra sambapd við akvega-
kerfi landsins. Þar er um að
ræða ágætt vegastæði, en vant-
ar upphlaðinn veg. Eins eru ör-
uggar samgöngur yfir Fjarðar-
heiði og til Neskaupsstaðar með
göngum í gegnum Oddsskarð
mjög mikilvægar fyrir Aust-
firðinga. Afar slæmur vegur er
frá Breiðdalsheiði allar götur
suður á Lónsheiði. Þá hefur
akvegurinn milli Reyðarfjarðar
og Fáskrúðsfjarðar löngum ver
ið hinn versti farartálmi en nú
er verið að leggja veg fyrir
Vattarnes. Vonir standa nú til,
að vegur yfir Hellisheiði, milli
Jökulsárhlíðar og Vopnafjarðar,
verði fær á næstunni. Mikið
hefur verið unnið að brúa-
smíði víðsvegar um Austur-
land, en betur má ef duga skal.
í samgöngumálum hefur stór
átak verið gert í flugsamgöng-
um. Flugvöllurinn á Egilsstöð-
um er með hinum betri á land-
inu og lokast mjög sjaldan.
Allmargir smærri flugvellir erú
á Austfjörðum. Síðasta stór-
átakið í þessum efnum var gert
í sumar, þegar byggðar voru
tvær flugbrautir í Árnanesi við
firðingar hafi látið trufla um
of fyrir sér í langan tíma með
þessi mál. Annars vegar með
umræðum um tengingu við
aðalorkuveitu eins og Laxár-
virkjun, og hinsvegar með
lausnum í smærri stíl, eins og
Grímsárvirkjun, sem alls ekki
hefur orðið viðunandi árangur
af. Austfirðingar hefðu átt að
leggja áherz’lu á að reyna stóra
virkjun frá upphafi, t. d. við
Lagarfoss, og það er sú virkjun,
sem leggja á höfuðáherzlu á,
að gerð verði hið fyrsta. Teng-
ing við aðalorkuver getur svo
komið síðar, þegar stundir líða
fram. Ég vil gjarnan að það
komi fram, að sýnt hefur verið
fram á, að virkjun Fjarðarár
í Seyðisfirði hefði verið stór-
um hagkvæmari virkjun en
Grímsá. Hefur mikill áhuga-
maður um þessi rhál á Austur-
landi, Gestur Jóhannesson frá
Seyðisfirði, ritað merkilegar
greinar um þetta mál.
Iðnaður
Á sama hátt og rætt er um
iðjuver til frekari nýtingu
sjávarafurða, eru möguleikar
einnig miklir á frekari vinnslu
landbúnaðarafurða og eru Eg-
ilsstaðir eðlilegur staður til að
reis.a slík iðjuver á. Þar er
flugvöllur, skammt til hafnar á
Reyðarfirði, og þar liggja um
allir aðalvegir á Austurlandi.
í þessu sambandi má benda á
sútunarverksmiðju, spunaverk-
smiðju, garnaverksmiðju, niður
suðu á kjöti til útflutnings og
m. fl. En það er svo með verk-
smiðjur til fullnýtingar hrá-
efnis til lands eða sjávar, að
þær þurfa á mikilli orku að
halda, og orkuleysið á Austur-
landi er mikill þröskuldur í
vegi fyrir uppbyggingu slíkra
Síldarsöltunarstöðin Ströndin á Seyðisfirði.
ar framfarir orðið í landbún-
aði. Merkast er þó hið nýja
landnám þar, sem orðið hefur
til vegna brúunar stórfljóta og
hleðslu varnargarða í samlbandi
við brýrnar. Þar hafa Horna-
fjarðarfljót verið brúuð, einnig
Steinavötn, og Jökulsá á Breiða
merkursandi verður brúuð á
næstu árum.
í ár voru brúaðar þrjár ár
á Öræfum, Gljúfursá, Kotá og
Svínafellsá. Bygging brúar á
Jökulsá á Breiðamerkursandi
mi|n taka tvö ár, og um leið
verður Hrútá brúuð.“
Samgöngumál og raforkumál
„Annars eru það atSallega tvö
mál, sem þrengja kosti Aust-
firðinga, samgöngumál og raf-
orkumál. Mikið hefur verið
framkvæmt í þeim efnum á
undanförnum árum, en meira
skal til ef vel á að vera.
Samgöngur á sjó eru í megn-
asta ólestri, og einnig skortir
Hornafjörð, sem nú hafa verið
teknar í notkun. Áður fyrr
þurfti að sigla yfir Hornafjarð-
arfljót á flugvöllinn, sem þar
var á melnum, og var slíkt oft
hið mesta erfiði og hættuspil
að vetrarlagi og í vondum
veðrum. Þessar ferðir yfir á
gamla flugvöllinn hafa að vísu
alla tíð gengið slysalaust, og er
það tvímælalaust að þakka
frábærum dugnaði og árvekni
þeirra feðga, sem um þessa
flutninga hafa séð, Sigurðar Ól-
afssonar og Þorbjarnar sonar
hans“.
Um raforkumálin er það að
segja, að ástandið í þeim efnum
er mjög slæmt. Heil héruð hafa
ekki rafmagn, og þar sem raf-
magn hefur verið lagt, skortir
mjÖg á nægilega orku. Gríms-
árvirkjun má óefað telja mikil
mistök, því að langt er frá því,
að hún geti gegnt því hlut-
verki, sem henni var ætlað.
Mín skoðun er sú, að Aust-
atvinnufyrirtækja.
Austfirzk út- og innfiutnings-
fyrirtæki
Sverrir Hermannsson ræddi
siðan ýmis nýmæli í atvinnu-
málum Austfirðinga og sagði,
„að nú, þegar framleiðsla sjáv-
arafurða hefur aukizt svo gíf-
urltga, sem ra«n ber vitni um
á Austfjörðum, ættu Austfirð-
ingar að taka útflutningsmál í
ríkara mæli í eigin hendur og
stofna útflutningsfyrirtæki. —
Austfirðir liggja næst helztu
viðskiptalöndum okkar, og þess
vegna væri ekki síður ástæða
til að stofna innflutningsverzl-
un fyrir Austurland. Virðist
Reyðarfjörður vera sá staður,
sem heppilegastur væri til þess
að hafa, sem aðalinn- og út-
flutningshöfn Austfjarða. Eim-
skipafélagið hefur nú ákveðið
að sigla beint frá útlöndum til
hafna úti á landi, þar á meðal
til Austfjarða.*'
Sverrir Hermannsson
Menntaskólinn
á Austurlandi
„Um menntaskólamál Aust-
firðinga er það að segja" sagði
Sverrir Hermannsson, „að Aust
firðingar líta vonaraugum til
þess að reistur verði mennta-
skóli á Egilsstöðum, því að
augljóst er, að í nútímaþjóð-
félagi verða menntamálin að
ganga fyrir öðru. Enn fremur
er ljóst. að ef hægt er að veita
ungu fólki menntunaraðstöðu í
sínum heimabyggðum, hefur sá
landshluti meiri möguleika til
að njóta starfskrafta þeirra í
framtíðinni. En Austfirðimgar
hafa orðið fyrir þungum búsifj-
um af því, að ungt fólk þaðan
hefur sótt til náms í aðra lands-
hluta og flest af því ekki kom-
ið aftur. Sumir hafa beitt þeim
rökum gegn menntaskóla á
Austurlandi, að tiltölulega fáir
sæki menntaskóla úr þessum
landshluta. Þá er á það að líta,
að væri aðstaða á staðnum til
slíkrar menntunar, mundi að-
sókn ungs fólks til framhalds-
náms stóraukast. Annars er
mesta vandamálið í mennta-
málum, sem leysa þarf nú þeg-
ar fyrir austan, í sambandi við
gagnfræðastigið. Þar er að vísu
ágætur skóli, en fleiri þurfa að
koma til og betri aðstaða."
Sverrir Hermannsson kvaðst
vilja minna á, að á sínum tíma
iiefði menntaskóli á Akureyri
verið mikið átakamál, og sýnd-
ist þá sitt hverjum, en í dag
eru allir sammála um, að stofn-
un hans htfði verið hið mesta
happ fyrir Norðiendingafjórð-
ung, og slíkt hið sama mundi
verða uppi á teninginn, þegar
fram liðu stundir um mennta-
skóla á Egilsstöðum.
Það er ekki úr vegi að geta
þess hér, sem vissulega heyrir
undir menningarmál, en það er
hið mikla ófremdarástand að
víða á Austfjörðum heyrist
ekki til íslenzka útvarpsins
nema með höppum og glöpp-
um. Slíkt ástand er forráða-
mönnum Ríkisútvarpsins til
skammar og hefi ég raunar lát-
ið þá skoðun í ljósi fyrr, að
þeim væri nær að gefa öllum
landsmönnum kost á að heyra
til útvarpsins áður en þeir
springa af sjónvarpsmonti.
Kjördæmisfundur
á Egilsstöðum
Ég vil geta hér um
fund Kjördæmisráðs Sjálfstæð-
isflokksins á Austurlandi, sem
haldinn var á Egilsstöðum 12.
september sl. Var hann sóttur
af svo til öllum fulltrúum úr
hinu víðlenda kjördæmi. Ríkti
mikill einhugur á fundinum og
bjartsýni um viðgang flokksins.
Á fundinum var ákveðið að
gera heildarúttekt í ölium
helztu hagsmunamálum kjör-
dæmisins og gerð áætlana um
framkvæmdaþörf. Verður sú
skýrslu- og áætlanagerð síðan
lögð fyrir kjördæmisráðið til
umræðu og síðan samþykkt.
Fundurinn gerði samþykkt
þess efnis, að varað var ein-
dregið við rýmkun á reglu-
gerð um fiskveiðar í landhelgi
fyrir Austurlandi og skorað á
Framh. á bls. 19
m.
11