Morgunblaðið - 21.10.1965, Síða 31

Morgunblaðið - 21.10.1965, Síða 31
Fimmtudagur 21. oktober 1965 MÖRCUNBLAÐIÐ 31 Nýjar aðferðir í bar áttunni gegn hungri Ályktun Stúdentaráðs Háskóla Islands Fólksfjölgunarvandamálið í heiminum hefur á síðari árum orðið æ alvarlegra með hverju órinu. Sé aukning matvælafram leiðslu borin saman við aukn- ingu fólksfjölda síðustu 15 árin víðs vegar í heiminum, sést, að fjÖlbyggðasti heimshlutinn, Asía, og sömuleiðis Afríka, drag ast stöðugt aftur úr hlutfalls- lega í matvælaframleiðslu mið- að við Evrópu og Norður-Amer- íku. Nú er talið, að um 72% íbúa jarðar búi í vanþróuðum ríkjum. Jafnframt er talið að helmingur íbúa jarðar þjáist af hungri og vannæringu. Þá er talið, að fjórfalda þurfi mat- vælaframleiðslu vanþróuðu ríkj anna fyrir næstu aldamót, eigi að vera hægt að sjá öllum íbú- um þessara ríkja um það leyti fyrir nægilegri fæðu. Margur mundi vafalaust gizka á, að t>etta væri með öllu óframkvæm anlegt. En sérfræðingar eru á öðru máli. En markinu verður að ná með samstilltu átaki. Eigum við Islendingar að leggja fram okkar skerf í þess- ari viðleitni? Vitanlega. Við get um ekki skorizt úr lek. Með þátttöku okkar í starf Samein- uðu þjóðanna og öðru alþjóðlegu samstarfi skuldbindum við okk- ur til að gefa gaum að velferð meðbræðranna, jafnvel þótt í fjarlægum heimsálfum séu. Og raunar er nokkuð um liðið síð- an við komum auga á þessa skyldu okkar. En hvað hefur verið gert? Sendar hafa verið öðru hvoru nokkrar lýsisflöskur eða skreiðarbaggar til Indlands eða Kongó. Það er allt og sumt að segja má. Aðrar þjóðir hafa líka haft í frammi svipaða hjálp arstarfsemi, þ.e.a.s. sent mat- væli. Allir, sem hafa kynnt sér þetta stórkostlega vandamál, hungurvandamálið, eru nú farn- ir að sjá, að þessar matvæla- sendingar, þótt góðar séu svo langt sem þær ná, leysa ekki vandann. Eins og fram kemur hér að framan liggur nú ljóst fyrir, að það, sem gera þarf, er að auka matvælaframleiðsluna í hinum vanþróuðu löndum sjálf- um. Má segja, að það hafi ekki verið vonum fyrr, sem menn komu auga á þessa lausn. Æskulýðssamband Íslands hef ur nú ákveðið að taka þátt í þessari hjálparstarfsemi með því að skipuleggja hérlendis Herferff gegn hungri og verður þar um fjársöfnun að ræða. Helzta málið, sem hin íslenzka Herferff gegn hungri hefur í hyggju að beita sér fyrir, er að- stoð við fiskimenn, sem búa við Alaotra-vatnið, en það er stærsta stöðuvatnið á eylandinu Madagaskar við austurströnd Afríku. Við vatn þetta sem er mjög auðugt af fiski, búa um 100 þúsund manns, sem lifa m.a. á fiskveiðum, en hafa mjög frumstæða veiðitækni og léleg- an útbúnað. Ef þessir fiskimenn fengju betri veiðarfæri og væri kennt að nota þau, myndu þeir ekki einungis geta framfleytt sér sjálfum miklu betúr en nú er, heldur einnig séð næstu héruð- um, en þar ríkir nú mikill nær- ingarskortur, fyrir fæðu. Þetta mál er sennilega m'jög heppilegt verkefni fyrir hina íslenzku Herferff gegn hungri, því að eins og kunnugt er ráðum við yfir einna beztu tækni sem þekkist við fiskveiðar. Stúdentaráð Háskóla íglands skorar á alþjóð að bregðast vel við, og láta sem mest af. hendi rakna, þegar hin íslenzka Her- ferff gegn liungri hefur fjársöfn- un sína. Lax- og silungsrækiar- stöð á Snæfellsnesi SL. ÞRIÐJUDAGSKVÖLD var | undirbúningsfundur að stofnun hlutafélags um lax- og silungs- ræktarstöð í Lárvaðli, Eyrarsveit, Snæfellsnesi, haldinn í Oddfell- owhúsinu í Reykjavík. Fundarboðendur, Jón Sveins- son, rafvirkjameistari, og Ingólf ur Bjarnason, forstjóri, gerðu grein fyrir framkvæmdum í Lár- : vaðli m.a. stíflugerð við ós Lár- vaðals. Kom fram í framsögn þeirra fé laga, að kostnaður við fram- kvæmdir væri nú þegar orðinn um 4,8 millj. þ.rn.t. jarðakaup og aliseiði, en heildarkostnaður skv. áætlun myndi nema um 7 milljónum króna. Væri hugmynd in að ljúka öUum framkvæmdum við ræktunarstöðina þegar á næsta sumri. í framsögu Jóns Sveinssonar kom fram, að miklir möguleikar eru tengdir við stöð þessa og ágóðavon mikil að þrem árum liðnum. Kom og fram, að skv. tilraun- um Bandaríkjamanna, sem starf- rækja 21 ræktunarstöð við svip- aðar aðstæður og í Lárvaðli, þ.e. a.s. þar sem möguleikar væru á sjóblönduðu vanti, þá hefði árang ur orðið meiri en í ferskvatns- stöðvum. Samkvæmt reynslu Bandaríkja manna hafa þeir talið, að hægt væri að hafa 12.500 seiði á hvern hektara í fersku vatni, en um 25 þúsund í' sjóblönduðu vatni. Þess skal getið, að góð aðstaða tii sjóblöndunar vatns verður í Lárvaðli. Svavar Pálsson, löggiltur end urskoðandi, geiðí grain fyrir kostnaði við framkvæmdir í Lár vaðli svo og rekstraráætlun fyr- ir timabilið 1965—1969. í rekstr aráætlun þessari, sem samin hef ur verið á hógværasta hát,t er gert ráð fyrir tekjum fyrst á ár- inu 1967, að fjárhæð kr. 900.000,00 1968 kr. 2.050.000,00 og 1969 2,8 milljónir. Rekstrarkostnaður væri talinn verða 270 þús. 1965, 1.380 þús. 1966, 1400 þús. 1967, 1475 þús. 1968 og 1585 þús. 1969. Hafsteinn Sigurðsson, hrl., gerði grein fyrir drögum að stofn , samningi og samþykktum vænt anlegs hlutafélags, en gert er ráð fyrir 5 milljón króna hlutafé, sem heimilt væri að auka um aðr ar 5 milljónir. Hlutabréf koma til með að vera að upphæðum kr. | 5.000,00, 10.000,00 og 25þúsund og væri hluthöfum frjáls meðferð þeirra hvað sölu og veðsetningar snerti. Nú þegar hafa komið fram lof orð fyrir hlutafé að upphæð kr. 2,9 milljónir. Á fundinum var kosin undir- búningsnefnd, og í henni eiga sæti Ingólfur Bjarnason, forstj.; Jón Sveinsson, rafvirkjameistari; Svavar Pálsson, lögg. endurskoð- andi; Gunnar Helgason, fulltrúi; Tryggvi Þorfinnsson, skólastjóri og Guðmundur J. Kristjánsson, formaður Landssambands stang- veiðimanna. Áskriftarlistar fyrir hlutafjár- loforð liggja frammi hjá ofan- greindum nefndarmönnum og í sportvöruverziunum borgarinn- Húsiff byrjar aff hrynja. Bókhaldið brann ekki a!!t Ií FRAMHALDI af frétt þeirri um bruna kaupfélags- hússins í Ólafsvík, er birtist í Mbl. í gær, upplýsti Ás- geir Sigurðsson kaupfélags- stjóri að verzlunarhúsið og vörubirgðir þess hefðu versð vátryggð fyrir 7 milljón kr. Verzlunin verður nú flutt yfir í byggingurvöru- deild kaupfélagsins, sem er staðsett í gömlu húsi við hliðina á því sem brann. Verður sett upp matvöru- deild á efri hæð hússins, en byggingarvörur verða se'dar á neðri hæðinni eins og hing að til. Vefnaðarvörudeildin, sem brann með gamla liús- inu, verður ekki endurnýjuð á næstunni, að því er Árgeir tjáði blaðinu. Húsið sem brann var orð- ið 120 ára gamalt, og hafði verið endurbætt fyrir nokkr- um árum. Ekki hefur verið endanlega ákveðið ' hvort byggja skuli upp nýtt hús- næði fyrir starfsemi kaupfé- lagsins, en ákvörðun um það verður tekin á stjórnarfundi félagsins í dag eða á morgun. Ásgeir tjáði blaðinu einnig, að bókhald verzlunarinnar hefði ekki tapast allt, unnt hefði verið að bjarga nokkr um hluta þess undan eldin- um og væri verið að vinna út því núna. Sjö manns unnu í gamla verzlunarhúsnæðinu og mun starfsfólkið verða flutt yfir í hina nýju matvörudeild. Viff rústirnar af kaupfélagshúsinu í Ólafsvík. Hið isl. biblíufélag fékk Dæla úr Vest- Guðbrandsb. og 20 þÚS. mannaeyjaholunni AFMÆLI Hins íslenzka bibliufélags var minnst með há- | tíð í Dómkirkjunni á sunnudags kvöld, og var hún mjög fjölsótt. Biskup flutti þar ávarp. Jóhann Hafstein, kirkjumálaráðherra, flutti félaginu hamingjusókir og afhenti því að gjöf Guðbrands- | biblíu ljósprentað eintak. Fer i hún í hið nýstofnaða bókasafn félagsins. Kveðjur frá Háskóla íslands flutti próf. Björn Magnússon, kveðjur frá Sameinuðu- biblíuféiögunum, sem eru heims — Leikrit Framh. af bis. 1. til Svíþjóðar 1939. Leikritið sýnir, hvernig fórn- arlömb nazistastjórnarinnar voru pynduð og drepin — allt frá komu þeirra til Auschwitz, unz fangarnir létu líf sitt í gas- klefunum. Styðst leikritið fyrst og fremst við framburð vitna úr réttarhöldum þeim, sem lauk í Frankfurt í fyrra og höfðu þá staðið í 20 mánuði. Leikritið hefst með lýsingu á komu fang- anna til Ausehwitz, þangað sem þeir voru fluttir með yfirfullum lestum alls staðar að úr Evrópu og því lýkur með þeim þætti, sem fjallar um hina ógeðslegu líkofna í Auschwitz, þar sem 3—4 millj. manna létu lífið. í lokaatriðinu sakar eitt vitnanna þýzku þjóðina um að bera í heild ábyrgð á fjöldamorðunum. samtök, flutti dr. Béguin, frá Brezka og erlenda biblíufélag- inu sr. J. Williams og kveðju frá Skozka biblíufélaginu mr. D. Mogavin, en þessir erlendu fulltrúar komu til landsins í til- efni af afmæli félagsins. Fáll Kolka, fyrrv. héraðslækn ir flutti erindi um biblíuna og menninguna. Dr. Páll ísólfsson lék einleik á orgel og stjórnaði sögn Dómkirkjukórsins og al- mennum söng. Á afmælishátíðinni tilkynnti biskup, að Sjóvátryggingarfélag íslands hefði gefið 20 þús. kr. í afmælissjóð, sem stofnaður var í tilefni þessara tímamóta með tilliti til þeirra miklu verkefna, sem standa fyrir dyrum hjá fé- laginu. Tónleikar á ísafirði ísafir’ði, 20. okt. AÐRIR hjómleikar Tónlistar- félags ísafjarðar á þessu starfs- ári voru haldnir í Alþýðuhúsinu í gærkvöldi. Cello-snillingurinn Erling Blöndal Bengtson lék með undirleik Árna Kristjánssonar verk eftir Boccherini, Bach, Beethoven og fleiri. Listamönn- unum var forkunnarvel tkið og þeir klappaðir fram og urðu a’ð leika aukalög. — H. T. Vestmannaeyjum, 20. okt. Þegar lokið var við að bora hina 1500 m. djúpu holu hér í Vestmannaeyjum í fyrra var á- kvéðið að dæla úr henni til að kanna hverju vatni hún myndi skila. Dælun hefir ekki getað farið fram fyrr en nú. í dag hófst dælunin fyrst að marki og er ekki enn hægt að segja hverja raun hún gefur og verður það ekki ljóst fyrr en eftir nokkra sólarhringa, að því er bæjar stjórinn, Guðlaugur Gíslason tjáði í dag. — Bj. Guðm. — Hluti brúar Framhald af bls. 32. símastaur sá, er hangir í vatns- flaumnum ,slítur línuna. Skógaá undir Eyjafjöllum hef- ir mjög vaxið og rann vatnið yfir veginn vestan við brúna og var hart á að fært væri þar á jeppa er á daginn leið. Hafizt mun strax handa um viðgerð á Vegin- um við brúna. Markarfljót hefir ekki svo menn muni verið jafn mikið og nú, en ekki valdið skemmdum, enda í rénun. — Markús. Istanbúl, 18. okt. — AP HAFT er eftir áreiðanlegum heim ildum, að Gemal Gursel, forseti Tyrklands, hafi mikinn hug á því að láta af embætti sökum heilsu- brests. Forsetinn fékk heilablóð- fall fyrir fjórum árum og hefur ekki gengið heill til skógar síðan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.