Morgunblaðið - 03.11.1965, Side 16

Morgunblaðið - 03.11.1965, Side 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. nóv. 1965 Ötgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. HUSNÆÐISMAL Ý gær voru 10 ár liðin frá því, að Húsnæðismálastjórn tók til starfa. Þessi lánastofn- un húsbyggjenda hefur eflzt frá ári til árs og innan skamms mun hefjast úthlut- un á hæstu lánum í sögu hennar, er hún veitir 280 þús. kr. hámarkslán út á hverja íbúð. Húsnæðismálastjórn hefur unnið mikið og gott verk á þessum tíu árum. Segja má, að með lánum hennar og þeim lánum, sem lífeyrissjóð- ir í landinu veita, sé viðun- andi ástand í lánamálum hús- byggjenda, þótt framtíðar- stefnan hljóti auðvitað að vera sú að lána allt að tveim- ur þriðju byggingarkostnaðar til langs tíma. / En þrátt fyrir mikilsvert starf Húsnæðismálastjórnar er það óumdeilanleg stað- reynd, að uggvænlegt ástand ríkir í byggingarmálum hér á landi, sem erfitt virðist að ráða bót á. Byggingarkostnað- ur er alltof hár og fer sífellt hækkandi. Vinnukostnaður við smávægilegustu verk er slíkur að með ólíkindum er. Ein af ástæðunum fyrir hin- um háa byggingarkostnaði er auðvitað sú, að íslendingar byggja of dýrt. Kröfurnar, sem gerðar eru til híbýla manna hér á landi eru miklu meiri en í nágrannalöndum okkar og’ langt úr hófi. Að vissu marki eiga því hús- byggjendur sjálfir sök á hin- um mikla byggingarkostnaði. En meginorsök hans er vafa- laust hinn hái vinnukostnað- ur, sem öllum ofbýður. í þessum efnum þarf að gera stórt átak og vel skipu- lagt. Fjöldaframleiðsluaðferð um verður að beita við hús- byggingar ekki síður en ann- að. Miklu máli skiptir hvern- ig til tekst um tilraun þá, sem gerð verður í sambandi við íbúðabyggingar fyrir efna- litla meðlimi verkalýðsfélag- anna skv. yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar í sumar. En greinilegt er, að hér er þörf á stórum byggingafélögum, sem hafa yfir miklu fjár- magni að ráða og beitt geta nýjustu tækni við húsabygg- ingar. Fyrir hina eldri, sem þegar hafa komið þaki yfir höfuð sér, skipta þessi mál ekki miklu. Fyrir hina yngri eru hús- næðismálin mál málanna. Þau eru stærsta hagsmuna- mál ungu kynslóðarinnar í dag og hún á kröfu til að bætt verði úr því ástandi sem nú ríkir í bessum efnum. VERÐLAGNING LANDBÚNAÐAR- VARA ¥ ræðu, sem Ingólfur Jóns- son, landbúnaðarráðherra, flutti á Alþingi sl. mánudag um verðlagningu landbún- aðarvara ítrekaði ráðherrann þá stefnu ríkisstjórnarinnar að taka beri upp á ný sam- starf framleiðenda og neyt- enda um verðlag landbúnað- arvara. Ráðrerrann benti ennfremur á í ræðu sinni, að ekkert væri því til fyrirstöðu, að dreifingarkostnaður .land- búnaðarins yrði kannaður til hlítar eins og ASÍ óskaði eft- ir, þegar samtökin hættu starfi í sexmannanefnd í haust. Enn hefur ekki fengizt full- nægjandi skýring á því, hvers vegna Alþýðusamband ís- lands hætti störfum í sex manna nefnd í haust. En óneitanlega lýsir það ein- kennilegri afstöðu til hags- muna neytenda, þegar forseti ASÍ lýsir því yfir í þingræðu, að heppilegaet sé, að bændur og ríkisstjórnin semji um landbúnaðarverðið. Sam- starf framleiðenda og neyt- enda í sexmannanefnd hefur staðið í 22 ár og ekki annað vitað en það hafi gefizt vel. Landbúnaðarráðherra hefur lýst því yfir að ekkert sé því til fyrirstöðu, að fyllstu upp- lýsingar um dreifingarkostn- að landbúnaðarvara verði lagðar fram. Með hliðsjón af því væri hyggilegt, ef forustu menn Alþýðusambands ís- lands íhuguðu vandlega af- stöðu sína og hagsmuni neyt- enda áður en þeir hafna end- anlega öllu samstarfi um verð lagningu landbúnaðarvara. ÍSLENZK LEIKRITUN Ánægjulegt er að sjá hve leiklistarlíf höfuðborgar- innar er blómlegt um þessar mundir. Sérstaka athygli vek ur að tvö leikrit íslenzkra höfunda hafa verið frumsýnd nýlega. Ber þetta vott um vaxandi áhuga leikhús- manna á leikritun og er vissulega tími til kominn að meiri umsvif verði í þeim efnum en verið hefur. Fyrir nokkrum árum voru hér aðeins tvö leikhús. Nú eru þau í rauninni þrjú og sviðin fjögur. Ber þetta vott mikilli grózku í þessari listgrein. Sjolokov hjálpi starfsbræðrum Getur nú sýnt að samstaða rithöfunda í Sovét- ríkjunum byggist á vneiru en flokkslínunni IIM miðjan síðasta mánuð bárust fregnir frá Moskvu þess cfnis að þrír sovézkir rithöfundar hafi verið hand- teknir. Fylgdu fréttinni nöfn tveggja rithöfundanna, cn þeir eru Andrei Sinjavsky og Juri Daniel. Þriðji rithöfund- urinn var ekki nefndur. Ekki var fullljóst hverjar sakir væru á rithöfundana bornar, en sagt að Sinjavsky væri talinn hafa skrifað nokkrar bækur með gagn- rýni á Sovétríkin undir höf- undarnafninu „Abram Tertz“ og tekizt að smygla handrit- unum vestur fyrir Járntjald. En fyrsta bók þessa ,,Tertz“ birtist 1959, og hefur til þess allt verið á huldu varðandi höfundinn. Sinjavsky hefur verið bók- menntagagnrýnandi við sov- ézka tímaritið Novy Mir. Vit að er að hann er einn af að- dáendum Boris Pasternaks, og skrifaði m.a. athyglisverð an formála að ljóðasafni Nó- belsskáldsins. En þeir sem til þekkja segja að stíll hans sé gjör ólíkur stíl Tertz. Svipaðar sakir eru bornar á Daniel. Hann er einnig sak aður um að hafa sent hand- rit úr landi að bókinni „Moskva kallar“, sem út kom undir höfundarnafnimi Nikol ai Arzjak. Nýlega ritaði Jörgen Schlei mann ritstjóri, sem er mörg- um íslendingum kunnur, grein um þessar handtökur í Kaupmannahafnarblaðið In- formation. Segir hann þar m.a. að ef Sinjavsky og Tertz eru einn og sami mað- urinn, sem kunnugir telja mjög ósennilegt, hafi Sinja- Sjolokov. vsky ekkert brotið af sér í augum vestrænna manna. Og ef sovézk yfirvöld ætli að setja glæpastimpil á skrif Tertz leggi þau þar með enn eina hindrun á þróun menn- ingarskipta Austurs og Vest- urs. Schleimann segir síðan að ef yfirvöldin í Sovétríkjun- um fáist ekki til að láta Sin- javsky lausan úr haldi, sé ein leið eftir óreynd, þ.e. að fara þess á leit við Mihail Sjoio- kov, hmn nýja Nóbelsverð- launahöfund Sovétríkjar.na, að hann reyni að hjálpa starfs bræðrum sínum. Hann hafi þá aðstöðu, bæði í bók- menntaheiminum og í flokks- lífinu í Moskvu, að enginn annar gæti frekar leitt mál- ið til lykta. Schleimann segir að nú hafi Sjolokov tækifæri til að sýna að einnig í Sovétríkj- unum byggist samstaða rit- höfunda á öðru og meiru en flokkslínunni. Auk þess mundu afskipti hans varla stríða gegn hagsmunum flokksins, sem, eftir því er bezt verður skilið, hefur á- huga á aukinni menningar- samvinnu Austurs og Vest- urs. Ef þröngsýnir hugtaka- fræðingar flokksins hafa átt hugmyndina að handtöku Sinjavskys, þá er það hags- munamál flokksins að Sjolo- kov sýni heiminum að sænski gagnrýnandinn Olof Lagerkrántz hafði ekki á réttu að standa þegar hann komst svo að orði í skrifum sínum um Nóbelsverðlaun Sjolokovs að fullt eins vel hefði mátt veita flokksritar- anura verðlaunin. Námskeiöi almanna- varna slitiö SL. laugardag var síitið nám- skeiði því, sem skrifstofa al- mannavarna hefur gengizt fyrir. Námskeið þetta stóð yfir í eina viku og tóku þátt í því nítján menn víðsvegar að af Suðvestur- landi. Kennarar á námskeiðinu voru þeir Bjarni Bjarnason, brunavörður, Garðar _ Pálsson, skipherra, Sigurður E. Ágústsson, varðstjóri, og Sigurður M. Þor- steinsson, yfirvarðstjóri. Höfðu þeir áður sótt námskeið hjá enda hefur vaxandi fjöldi ungs fólks lagt stund á leik- listarnám undanfarin ár og förum við nú að uppskera ávöxt þess. En sérstök ástæða er til að hlúa að þeim aðilum í land- inu, sem láta sér annt um ís- lenzka leikritun og setja slík verk á svið, þótt við erfiðar aðstæður sé. Einungis með slíku starfi getum við vænzt þess, að íslenzk leikritun þroskist og þróist til jafns við bá listgrein í öðrum londum. danska Almannavarnakennara- skólanum. Við námskeiðsslitin sl. laugar- dag flutti Jóhann Jakobsson, for- stöðumaður Almannavarna stutta ræðu. Kom m.a. fram í ræðu hans, að þau atriði, sem fjallað var um á námskeiðinu voru þessi: 1. Tækni og stjórn björgunar- starfs. 2. Hlutverk björgunar- sveita.3. Árásarvopn og áhrif þeirra. 4. Geislavirkni og kjarn- eðlisfræði. 5. Brunavarnir og slökkvitækni. 6. Sjúkraflutning- ar, sjálfshjálp og slysahjálp. 7. Flutningur erinda um almanna- varnamálefni. í lok ræðu sinnar sagði Jó- hann: „Hörmungar síðustu heims styrjaldar og sú mikla reynsla, sem j»ar fékkst af þýðingu skipu- legs björgunarstarfs hefur hvatt til þess meðal allra þjóða heims að endurbæta almannavarnakerfi sitt eða hefja skipulegt almanna- varnastarf. Allsstaðar er við það miðað að skipulagið spanni sem víðtækast svið og nái ekki að- eins til varna gegn hernaði. Því er annar aðalþáttur og markmið almannavarna hvarvetna að vernda borgarana gegn vá af völdum náttúruhamfara, sem ögna lífi þeirra og eignum. Reynslan hefur sýnt, að starf- semi almannavarna, sem grund- vallast á þessu tvennu sem meg- inmarkmiði, er samstæð heild. Almannavarnir og skipulegt al- mannavarnastarf er því öryggis- ráðstöfun þjóðfélagsins á friðar- tímum. Við erum hér aðeins til að hefja okkar starf. Við vitum ekki í raun og veru um viðhorf manna almennt til þessara mála og því vitum við ekki heldur hvert framhald verður á þessu starfi nú. Við vitum hinsvegar, að þessum málum verður að sinna fyrr eða síðar, vegna þess að þau fela í sér félagslega ör- yggisþörf hliðstæða fjölmörgum öðrum þáttum félags- og öryggis- mála, sem nútíma þjóðfélag telur mikilvæg og nauðsynleg". NÝSTÁRLEG PRÓFSVIK Stokkhólmi, 2. nóv. (NTB) Skólastjóri unglingaskóla i Stokkhólmi kom nýlega upp um nýstárleg prófsvik. Hon- um þótti drengur einn nokkuð grunsamlegur meðan á próf- inu stóð, því hann hélt alltaf vinstri hendi um eyrað. Og úti á götunni fyrir framan skól- ann stóð bifreið, sem einnig þótti grunsamleg. Fór skóla- stjóri þá að athuga málið nán- ar, og komst að því að nem- andinn var með lítið „walkie- talkie“-tæki, eða „labb-rabb“, og sótti upplýsingar sínar til ökumanns bifreiðarinnar. — Segir skólastjórinn að þetta sé i fyrsta sinn, svo hann viti, sem nýjasta tæknin er notuð við prófsvik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.