Morgunblaðið - 03.11.1965, Side 19

Morgunblaðið - 03.11.1965, Side 19
Miðvikudagur S. nðv. 1965 MORGUNBLAÐIO 19 UM BÆKUR Raddir vorsins þagna Rachel Carson: RADDJR VORS- INS ÞAGNAÍ 219 bls. Gísli Ólafs Bon íslenzkaði. Almenna bóka- félagið. Reykjavík, 1965. RADDIR vorsins þagna er þess konar bók, sem kalla mætti hug- vekju. Hún er meira að segja Iþörf hugvekja. Að vísu er hún samin handa Bandaríkjamönnum, fyrst og fremst; höfundur fjallar um viðfangsefnið, eins og það horfir við í Ameríku og tekur nálega öll dæmi sín úr þeirri élfu. En vandamálið er alþjóð- legt og varðar þó mest hin þétt- býlu, þaulræktuðu menningar- lönd, hvar sem er á hnettinum. Raddir vorsins þagna fjallar nálega eingöngu um skaðleg óhrif ýmiss konar skordýraeiturs, sem á seinni árum hefur verið látið rigna yfir víðáttumikil og fjölbyggð landsvæði. 1 slíkum eyðingarherferðum hefur hver hópmrinn haft sinna hagsmuna aðgæta: Framleiðend- ur lyfjanna predika, að þau séu skaðlaus. Bændurnir óttast ekk- ert eins og yfirvofandi uppskeru- (brest og vilja allt til vinna að forðast tjón það ,sem meindýrin geta váldið. En svo eru að hinu leytinu náttúruunnendur, sem fylgjast með hverri hræringu lífs ins á jörðinni og hafa engra hags muna að gæta nema sjálfs lífs- ins. >eir einir gera sér í hugar- lund afleiðingar þess að brjóta lögmál náttúrunnar. „Strontium 90,“ segir Rachel Carson, ,sem dreifist um gufu- hvolfið við kjarnorkusprengingu, kemur til jarðar með regni eða sem úrfall sezt í moldina, smýg- ur inn í grasið eða kornið, sem vex í henni og sezt að lokum að í beinum þeirra manna, sem neyta jarðargróðursins og er þar kyrrt meðan þeir lifa. Sama máli gegnir um kemisk efni ,sem úðað er yfir akra, skóga eða garða; þau safnast fyrir í • moldinni, smjúga inn í lífverurnar, sem lifa í henni, berast frá einni líf- veru til annarrar og mynda þann ig samfellda keðju eitrunar og dauða. Eða þau berast um leynda vegu með vatnsrennsli neðan- jarðar, unz þau koma aftur upp á yfirborðið og breytast fyrir áhrif lofts og sólarljóss í önnur efnasambönd,' sem drepa gróður, sýkja nautpening og valda heilsu tjóni þeim, sem drekka úr upp- sprettum, en áður voru hreinar.“ Og höfundur varpar fram þess ari spurningu: „Getur nokkurt menningarsam félag háð miskunnarlaust stríð gegn lífinu án þess að tortíma sjálfu sér, og án þess að glata réttinum til þess að kallast menningarsamfélag?“ Spurningu þessari svarar höf- undur ekki beint, en ætlast til, að lesandinn svari henni, hver fyrir sig, í ljósi þeirra stað- reynda, sem lagðar eru fram í ritinu. Höfundur skýrir frá ótal dæm- um um eitrunarherferðir í Norð- ur-Ameríku. Og nálega alls stað- ar hefur niðurstaðan orðið hin sama: skordýrin, sem átti að út- rýma kvikna aftur. En fuglar loftsins og fiskar í ám og vötn- um drepast unnvörpum þrátt fyr ir margendurteknar yfirlýsingar opinberra aðila, að lyfin séu skað laus hveri skepnu utan mein- vættum þeim, sem eyða skal hverju sinni. Ótalið er þá heilsu- tjón það, sem eitranirnar valda á fólki í byggð og borg. Eitt dæmi nefnir höfndur, sem á sér einmitt hliðstæðu hér á landi, en það er örninn, sem hún kveður vera að deyja út í Ame- ríku, og telur hún engum vafa undirorpið, að þar sé um að kenna hinni gífurlegu úðun lands ins og engu öðru. Eyðing arnarins er þó enn við- kvæmara mál fyrir Bandaríkja- menn en íslendinga, því örn- inn er þjóðtákn Bandaríkja- manna líkt og segja mætti, ef til vill, um fálkann hjá okkur. En sá er munur á aðferðum, að Bandaríkjamenn drepa örninn á skordýraeitri, þar sem við höf- um drepið hann á refaeitri, að talið er. Rachel Carson leiðir í ljós, hvernig vanþekkingin ríður hús-; um hjá forsvarsmönnum eitrun- arinnar, hversu lítt þeir þekkja áhrif þeirra efna, sem þeir fara með, sem og lögmál náttúrunnar, hvernig viðleitni þeirra, í flest- um tilfellum, kann að verka þver öfugt við tilætlaðan árangur, >ví náttúran hefur á óralöngum tíma skapað sitt eigið jafnvægi. Og því jafnvægi er ávallt hættu- legt að raska. Höfundur beinir máli sínu til fjöldans og spyr: „Hvenær gerir almenningur sér nógu ljósa grein fyrir stað- reyndunum?“ Og þar er komið að annarri hlið málsins. Ég minnist þess að hafa einhvern tíma heyrt mann nokurn viðhafa þau orð, að ef hver maður gerði sér fullkom- lega grein fyrir hættulegum verk unum eiturs svo sem tóbaks, mundi enginn maður neyta þess þaðan í frá. Slík ummæli bygg- ast á eðlilegu ímyndunarafli. Samt eru þau mjög fjarri sanni. Nú hefur almenningur margsinn- is haft spurnir af skaðsemi tó- baksins. En neyzla þess hefur ekki minnkað að ráði. Sumir taka inn meðul við höfuð- verk, svefnleysi og ýmsum tímabundnum óþægindum og telja sér trú um ,að þau séu meinlaus. Samt er vitað mál, að um eiturefni er að ræða. Fyrir nokkrum árum var bent á skaðleg áhrif matarlitar í smjöri, smjörlíki, pylsum og fleira. Framleiðendur urðu að vonum skelfingu lostnir og tóku að framleiða og auglýsa þessar vör- ur litlausar. En þeir hefðu getað sparað sér það ómak. Kaupendur vildu heldur litinn og — áhætt- una. Eitthvað kann þó enn að vera framleitt að þessum vöru- tegundum ólituðum. Fyrir nokkrum árum kom til tals að blanda efni í neyzluvatn Reykvíkinga á þeim forsendum, að það verji tennur fyrir skemmdum. Enginn gat þess, að efni þetta kynni að vera skaðlegt öðrum líffærum eða heilsu manni almennt. Aðeins ef það gæti herjað á tannskemmdirnar -r- þá var það gott. Og almenn- ingur virtist ekki hafá neitt á móti, að neyzluvatnið yrði þann- ig „bætt“. Úr því hefur þó ekki orðið, hvað sem valdið hefur. Þáð þarf sem sagt meira en litla ógn til að hræða almenning. Bók Rachel Corsons mun því ólíklega valda neinum aldahvörf um. En hún mun vekja margan mann til umhugsunar. >ví — þrátt fyrir allt — er ávallt nokk ur hópur, sem hugsar — ekki aðeins um eigin velferð, heldur einnig um velferð hins mikla andvaralausa fjölda um víða ver öld. >ó bók Rachel Carson fjalli um vandamál, eins og það horfir við í öðru landi, er langt frá því, að hún eigi ekki erindi til okkar. Við íslendingar flytjum inn gevsimikið af erlendum landihain- ■ •*' Arrii Ingvarsson Kvebja aðarvörum, svo sem kornvörum og ávöxtum. Við viljum ekki annað en gæðavöru, sem er hrein, snyrtilega umbúin og bragðgóð. En kann að fylgja bögguil skammrifi án þess við vitum? Hver veit það, og hver getur skýrt frá því? Einhverju sinni — það er langt síðan — heyrði ég sagt, að fram- leiðendur létu t.d. blása einhvers konar klórgasi gegnum hveiti, sem flutt væri út og þar á meðal til Islands, í því skyni að gera það hvítara og girnilegra fyrir kaupandann. Engin veit ég á því sannindi. En hverju er ekki hægt að trúa? Framleiðendur vita, hvers neytandinn óskar. Sá, sem getur ekki kyngt pylsu, nema hún sé rauð, og smjöri, nema það sé „með sumarlit“, mun hann ekki einnig heimta sitt hvíta hveiti? >essar spurningar og ótal fleiri hljóta að vakna við lestur bókar Rachel Carsons. Annars stöndum við íslending ar betur að vigi en flestar menn- ingarþjóðir vegna viðáttu lands- ins. Og þó munum við þurfa að vera á verði. Hugvekja Corsons er okkur þeim mun gagnlegri, að við stöndum á fyrsta þrepi eitr- unar, þar sem t.d. Bandaríkja- menn riða í miðjum stiga þess fárs, eftir bók Carsons að dæma. Raddir vorsins þagna er ekki skemmtileg bók í venjulegum skilningi. Sumum kann að þykja hún of langdregin og endurtekn- ingasöm. Samt er hún áhrifarík, skuldbindandi og eftirminnileg. Ég hef ekki lesið bókina á frummálinu og get því ekki nema að litlu leyti dæmt um þýðingu Gísla Ólafssonar, sem ég þó hygg ,að verið hafi allerfitt verk. >ýðandi notar mörg ný- ýrði, sem falla vel að stílnum. Heildarsvipur málsins ber á hinn bóginn of mikinn svip af fram- andi tungu. Band bókarinnar er snoturt, en eki vandaðra en svo, að kjöl- urinn skekkist, þegar bókinni er flett. Ekki veit ég, hvað veldur. En svo mikið^er víst, að þess konar skakki er ekki óalgengur ljóður á islenzku bókbandi. . Erlendur Jónsson. F. 31. 1. 1898. — D. 25. 9. 1965. Kveðja frá konu og börnum. Ástvinur kæri ég minnist þess nú hve merkur var hamingjudagur- inn sá er auðnan mér gaf þig svo ágæt- an mann því unað í nærveru þinni ég fann. Hve dásamleg heimilishamingjan er það hlaut ég að finna er bjó ég með þér, en dauðinn spyr aldrei um draumlynda ást á dulræðum gátum ei ráðningar fást. Sú breyting var mikil sem burt- för þin skóp hjá börnunum kæru og vinanna hóp þín umhyggja milda gat öryggi veitt og allt fram til gæfu og bless- unar leitt. Nú autt er þitt sæti og allstaðar kalt allt er svo breytilegt, hverfult og valt að elska og sakna að sitja og þrá og sofna á kvöldin ineð tárvota brá. En vonin og trúin þær veita mér þrótt verður þá sorgþjáða brjóstinu rótt til ódáinslanda þær byggt geta brú í birtu frá guðdómnum sé ég þig nú. Að segja margt fagurt um fá- gætan mann það finnst mér svo ljúft því ég elskaði hann en aldrei það verður með orðun- um tjáð í ástvinahjörtum sem fegurst er skráð. Með þakklátu hjarta skal þín vera minnzt og þetta er kveðjuljóð fegurst og hinzt við sjáumst þó aftur á sælunnar strönd þar signir og leiðir þig almættis hönd. L. B. Fjöldaaf- taka í Singapore Singapore, 29. okt. — NTB 18 MENN voru hengdir í Singapore í dag í mestu f jölda aftöku, sem þar hefur átt sér stað. Voru menn þessir tekn- ir af lífi vegna morðs á þrem- nr fangavörðum á smáeynni Pulau Senang, 12. júlí 1963. Fangelsið á eyju þessari var tilraunafangelsi. >ar voru eng ir múrar og fangaverðir báru ekki vopn. 12. júlí 1963 gerðu um 400 fangar á eynni upp- reisn, limlestu og myrtu yfir- mann eyjarinnar, Daniei Dutton, og síðan tvo fanga- verði. Allir fangaverðir á eynni utan einn hlutu meiri og minni meiðsli. — Mennirn- ir 18, sem líflátnir voru í dag vegna þessa, voru allir á aldr- inum 18-25 ára. IMaría Þorleifsdóttir ThorSacíus — IViinningarijóð — Sakna þín vinir því svo varstu kær, en sorgin hún spyr ekki að lögutn, og fer sínar leiðir fjær eða nær og fljótlega breytir hún högum hjá kóngi í dag en kotungi í gær — kunnugt í Ijóðum og sögum. En minningin lifir í mannanna heim og mörgum hún yljar í tómi. Þú áttir fagran og falslausan hreim fíngerði kvennablómi. En hvað er það allt hjá kostunum þeim að kallast og vera sómi. Við heimilisarin var altari þitt allt var þar listunum vafið. Mér verður það á að hugsa hitt, þú hefur ei pund þitt grafið. Þegar ferjan kallaði, fannstu þig kvitt og frelsarans sigldir á hafið. Og maki og börn áttu blómlegt skjól und breiðu vængjunum þínum. Og minnast þess, að mörg voru jól — má ég í þessum línum, þakka, að þú varst sólnanna sól særðu vonunum mínum. Og nú ertu gengin á Guðs þíns fund, gott er í slíkum ranni. Vort jarðlíf er aðeins augnabliksstund af alhug ég mæli með sanni: Að áttu þar vísa alföðurmund ástríki, göfugi svanni. p. t. Hveragerði. — Fyrsta vetrardag 1965 STEFÁN RAFN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.