Morgunblaðið - 27.11.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.11.1965, Blaðsíða 1
28 síður og Lesbók onntttittMfiikíUt' 52. árgangur. 272. tbl. — Laugardagur 27. nóvember 1965 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hnefaleikar í gríska þinginu lögreglan kvödd á vettvartg, er atkvæðakassi var fjarlægður Aþena, 26. nóvember — AP. í MORGUN kom til svo mikilla handalögmála í sölum gríska þingsins, að lögreglulið varð að kveðja á vettvang. Var jafnvel talið, að líí þingforseta væri í hættu. Til handalögmála kom á þing- fundi, sem stóð í alla nótt. Til umræðu var skipan nokkurra starfsmanna þingsins. Það var Dimitrios Papaspyros, þingforseti, sem kvaddi þing- lögreglu á vettvang, er fulltrúar vinstrisinna á þingi fjarlægðu atkvæðakassa. Viðbrögð annarra þingmanna voru snögg, og áður en við nokk uð varð ráðið, upphófust slags- mál. Papaspyrous tjáði fréttamönn um síðar í dag að fulltrúar Mið- flokkasambandsins og vinstri- flokksins hefðu hótað að færa hann úr forsetastól, og berja hann. Lögregla kom fljótlega á ró aftur, og var kosningu haldið áfrám. Enginn mun hafa verið handtekinn. Allir stuðnings- menn Papandreou, fyrrum for- sætisráðherra, úr Miðflokka- sambandinu, gengu af fundi. Þeir þingfulltrúar, sem ■ eftir sátu, kusu í umrædd erabætti, sera venjulega eru ekki talin sér staklega eftirsóknarverð. Lauk fundi síðan. DÓTTIR fyrrverandi forsætis ráðherra Rhodesíu, Garfield Todd, hélt frá London til Salishury s.l. þriðjudag, til þess að krefjast vopnaðrar ihlutunar gegn stjórn Ian Smiths. Ungfrú Todd sneri heim, þrátt fyrir hótanir um, að hún yrði fangeLsuð, léti hún í Xjós skoðanir sínar á síðustu atburðum í Rhodesíu. — Myndin sýnir hana, við komu hennar til Salisbury. Fundur varnarmálaráöherra 10 NATO-ríkja í París í dag París, 26. nóv. — AP. ROBERT S. McNamara, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna Ný stjórn í kom í kvöld til Parísar, en þar hefst á morgun fundur iand- varnaráðherra 10 rikja Atlants- hafsbandaiagsins. McNamara kom frá London, en þar átti hann fyrr í dag viðræður við Harold Wilson, forsætisráðherra Michael Stewart, utanríkisráðh., og aðra háttsetta, brezka ráða- menin. áhuga sýnt á jþeim. Fuiltrúar (þessara þriggja ríkja sitja ekki fundinn, né heldur fulitrúi ís- lands, sem engan her hefur, og engan varnarmálaráðherra. MoNamara sagði við frétta- menn í dag, að fundurinn á morg un væri sá fyrsti, sem „sérstök nefnd“ um kjarnorkumál héldi. Sagði McNamara, að hann hefði nú orðið var við meiri áhuga meðal þeirra rikja, sem nú senda fulltrúa, en áður. Lagði hann áherzlu á, að 10 af 14 varn Framh. á bls. 27 Ratmagnslínur í Kongó í dag? Tshombe sendir Mulumba, forsœtis ráðherra heiliaóskaskeyfí Zambíu rofnar Smith telur kommúnista vera oð verki Leopoldville, 26. nóv. — NTB. LEONARD Mulamba, sem nú hefur tekið við embætti forsætis ráðherra Kongó, eftir byltingu Mobuto, hershöfðingja, í gær, hefur hafið tilraunir til nýrrar etjórnarmyndunar. Er gert ráð fyrir, að Mu.lamba reyni að mynda stjóm á morgun, laugar- dag. — Áður hafði verið talið, að stjórnarmyndun myndi ekki Ijúka, fyrr en á mánudag, og myndi forsætisráðherrann ræða við leiðtoga um helgina. 1 viðtali við fréttamenn í dag, pagði Mulamba, að hann myndi ireyna að leggja fram ráðhertia- lista sinn á morgun laugardag, ©g yrði hann síðan lagður fyrir J>ing landsins. Mobuto, hershöfðingi, sem er forsprakki byltingár þeirrar, er gerð var í Kongó í gær, hefur ejálfur tekið við embætti forseta, *í Kasavubu, sem gegnt hefur [því nær óslitið frá því, að land- jð hlaut sjálfstæði 1960. Eir talið fullvíst, að Mobuto hafi gert upp reisnina vegna deilu þeirrar sem etaðið hefur milli Kasavubu og MoÍ3e Tshombe. Kasavubu vék nýlega Tshombe ur embætti for- eætisráðherra. Bkki er enn fullljóst um af- stöðu Tshombe til byltingarsinna. Bann vaT ekki í sendinefnd þeirri frá Katanga, sem gekk á fund Mulamba í morgun. Hins vegar eendi Tshombe Mulaniba heilia- óskaskeyti. Hafa stuðningsmenn Tshombe hyllt leiðtoga byltingar sinna. Gert eir ráð fyrir, að aðal- umræðuefni landvarnaráðherr- ajina, á fundi þeim, sem hefst á morgun, verði' kjarnorkuher Atlantshafsbandalagsins. Meðal ríkja þeirra, sem aðild eiga að fundinum, er Frakkland, sem lagzt hefur gegn tillögum 'bandarísku stjórnarinnar um skipulagningu kjarnorkuhers bandalagsins. Þé hafa Noregur, Portúgal og Luxemborg lítinn Lusaka, Salisbury, 26. nóv. — AP — NTB. ÓÞEKKTIR skemmdarverka- menn rufu í dag rafleiðslur frá Kariba-raforkuverinu ti,j bæjar- ins Kitwe, eins helzta iðnaðar- bæjar á koparnámusvæðinu í Zambiu. Var sprengju komið fyrir við raflínurnar, um 43 km. frá Kítwe. Fyrir nokkrum dögum fór for- Framhald á bls. 27 Sfórráei í London: Skartgripum fyrir rúm- millj. kr. stolið lega 60 BROTIZT var inn í eina þekktustu gimsteinaverzl- un í London, Carrington’s í Regent Street, um síðustu helgi, og stolið þaðan skart gripum fyrir um 60 millj- ónir ísl. króna. Verðmæti varnimgs þess, sem verzlunin sjálf hafði til sölu, nemur um 36 millj ónum, en verðmæti geymsluvarnings í eigu einstaklinga um 25 milljón- um. — Brezk blöð skýra frá þvi, að „innbrotssé<rfræðingar“ hafi greinilega kyrfnt sér alla inn- réttingu verzlunarinnar, áður en innbrotið var framið. Hafi þeir haft lykla að útihurð verzlunarinnar, og því kom- izt inn, án þess að vekja at- hygli. í hópi innbrotsþjófanna mun, að því er lögreglan tel- ur, hafa verið sérfræðinga í raftækni, því að mjög flókið þjófabjöllukerfi af fulikomn- ustu gerð, var gert óvirkt. Var sömu aðferð beitt við annað innbrot sem framið var í London fyrir mánuði. Rafleiðslur tii þjófabjöllu- kerfisins voru teknar úr sam- bandi, en síðan var beitt log- suðutækjum (greinilega mjög fullkomnum), í þremur áföng um. Skorið var gat á þumlungs þykka stálhurð. Fjarlægður var lás af stá'l- grindahurð fyrir framan að- algeymsluherbergið. Skorið var gat á tveggja þumlunga þykka stálhurð fyr ir sjálfu geymsluherberginu. Sérfræðingar lögreglunnar segja, að lítill vafi leiki á því, að þjófarnir hafi gerþekkt lása- og öryggiskerfi geymslu herbergisins. Þeir skáru stór göt á hurðirnar á réttum stöð- um og komust þannig að stáJ- Rússneska höfuðdjásnið boltum, sem eru meginstoðir hurðanna. Síðan unnu þeir á sjálfum boltunum. Leynilögreglumenn telja, að tekið hafi um sólarhring að komast inn í geymsluhólfin. Er þjófarnir héldu á brott, höfðu þeir með sér allt, sem einhvers virði er, þ.á.m. dem- anta, rúbína, safíra og aðra eðalsteina. Hálsmen, metið á offjár, var meðal þýfisins. Var það úr platínu, alsett dem öntum. Þá var stolið rúss- nesku höfuðdjásni, gert af gulli og platínu, einnig alsett demöntum. Ekkert var skilið eftir nema silfurvarningur verzlunarinn- ar. Heitið hefur verið miklum verðlaunum, tæpum fjórum milljónum króna, þeim sem gefið getur vísbendingu um, hverjir þjófarnir eru. * \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.