Morgunblaðið - 27.11.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.11.1965, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ 1 Laugardagur 27. nóv. 1965 Ctgeíandi: Framkvæmdas tj óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. VANDAMÁL SJÁ VAR ÚTVEGSINS k aðalfundi Landssambands ísL útvegsmanna, sem hófst í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag, flutti varaformað ur sambandsins, Loftur Bjarnason, ræðu í veikinda- forföllum formanns LÍÚ, Sverris Júlíussonar. í ræðu sinni vakti Loftur Bjarnason athygli á tveimur meginbreyt ingum, sem orðið hafa á síð- ustu árum í íslenzkum sjávar- útvegi, og valdið honum og atvinnulífi landsmanna viss- um erfiðleikum. Hann bendir á að reynslan hafi sýnt, „að skip undir 120 smálestum henti ekki til síldveiða leng- ur, en fyrir tíu árum voru nær eingöngu skip undir 120 smálestum á síldveiðum .Þess ar breyttu aðstæður hafa leitt til þess að mörg skip af stærð- inni 50 til 120 smálestir hafa verið rekin með miklum halla að undanförnu“. Þá ræddi Loftur Bjarnason um vandamál togaraútgerðar og sagði: „Árið 1960 voru gerðir út 48 togarar, en nú eru aðeins 'gerðir út 27 togarar. Þegar togararnir voru keyptir til landsins á árunum eftir stríð- ið, náði íslenzk landhelgi að- eins þrjár sjómílur frá landi, og stærstu flóar landsins voru að mestu opnir fyrir veiðum togaranna. Með útfærslu land helginnar í 12 mílur og miðað við grunnlínupunkta út að yztu annesjum og lokun Faxaflóa og Selvogsbanka fyrir togveiði, þá er talið, að togararnir hafi vegna þessar- ar landhelgisstækkunar misst % hluta af þeim fiskimiðum, sem þeir áður sóttu á mikinn hluta ársins. íslenzku togararnir hafa fengið tímabundið leyfi á mjög takmörkuðum svæðum til að veiða inn að fjögra mílna landheigi. Það er al- menn ósk togaraeigenda að þessi svæði verði víðar við landið á vissum árstímum“. Hér hefur Loftur Bjarna- son drepið á tvö meginvanda- mál í íslenzkum sjávarútvegi í dag. Annarsvegar erfiðleik- ar litlu bátanna, sem ekki geta lengur stundað síldveið- ar á jafn fjarlægum miðum og með jafn fullkominni tækni og hin stóru skip gera, sem eru að stærð á fjórða hundrað tonn, og hinsvegar vandamál togaranna, þess- ara skipa, sem á sínum tíma ollu gjörbyitingu í atvinnu- háttum íslendinga. í landinu er mikill fjöldi þessara litlu báta, sem Loftur Bjarnason gerði að umtals- efni, og full ástæða til þess að kanna, á hvern hátt þeir verði bezt nýttir, eða hvort það er yfirleitt hægt. Sú þing- kjörna nefnd, sem tekið hefur þetta mál til athugunar mun væntanlega rannsaka það of- an í kjölinn, og miklar vonir hljóta að vera bundnar við starf hennar. Það er umdeilt atriði, hvort leyfa eigi íslenzkum togurum að veiða á fleiri svæðum inn- an landhelginnar en nú er gert. En hverja skoðun, sem menn hafa á því máli, er hitt ljóst, að þeir togarar sem nú eru gerðir út frá íslandi eru yfirleitt gömul skip og varla við því að búast, að þeir stand ist þær kröfur, sem nú eru gerðar til veiðitækni slíkra skipa. Á undanförnum árum hafa ýmsar tilraunir verið gerðar með nýja tegund tog- ara, og ýmsar nýjungar kom- ið fram. Nauðsynlegt er, að íslendingar fylgist mjög náið með þessum tilraunum og nýjungum og að því hlýtur að koma að við verðum að gera upp hug okkar um það, hvort við viljum viðhalda tog araútgerð í landinu og þá leggja í þann kostnað, sem því fylgir að endurnýja tog- araflotann og skapa honum raunhæfan rekstursgrund- völl eða gefa alveg upp á bátinn það atvinnutæki sem mestri byltingu olli í íslenzku atvinnulífi í upphafi þessarar aldar. TÍMINN STAÐINN AÐ ÓSANNINDUM ll/Iálgagn Framsóknarflokks- ins hefur í þeim umræð- um, sem að undanförnu hafa farið fram um embættisveit- inguna í Hafnarfirði gripið til ýmissa ráða og ekki alltaf sést fyrir í málflutningi sín- um. í forustugrein blaðsins í gær er að því vikið, að í ræðu sinni á Alþingi sxðastliðinn þriðjudag hafi Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra, skorað á Framsóknarmenn að bera saman embættaveiting- ar sínar og Hermanns Jónas- sonar. Síðan segir dagblaðið Tíminn: „Hann þorði með öðrum orðum ekki að ræða saman- burðinn á því, hvernig hann og Hermanni Jónassyni hefði tekizt val á mönnum í Hæsta rétt“. Þeir, sem hlýddu á umræð- ur á Alþingi dagintt áður en þessi forustugrein birtist í Varð kæruleysi 30 manns að bana? t SAMTÖK sænskra flug- manna telja sig hafa í höndum gögn, er sýni, að flug- slys, sem fyrir um það bil ári varð við Ángelholm í Svíþjóð, með þeim afleiðingum, að 30 manns biðu bana, hafi átt ræt- ur að rekja til kæruleysis af hálfu viðgerðarverkstæða S.A.S.-flugfélagasamsteypunn- ar. — 4 Forystumenn flugmann- anna staðhæfa, að hæð- armælir flugvélarinnar hafi verið sendur til viðgerðar fjórum sinnum á síðasta ári, síðast nokkrum dögum áður en fiugslysið varð, án þess að nokkru sinni væri gert al- mennilega við hann. Flugvélin, sem fórst, var af gerðinni Metropolitan, og var í eigu systurfélags SAS — Linjeflyg, sem annast flug- ferðir á innanlandsleiðum I Sviþjóð. Yekur uppljóstrun flugmannanna því meiri at- hygli, sem talið er, að bilaður hæðarmælir hafi valdið því, að önnur Metropolitan-flugvél fórst í kennsluflugi fyrir u.m. þ. þremur vikum. Fjórir menn sem voru í vélinni, komust lífs af og er það einkum þakkað snarræði flugstjórans og kenn arans, sem var danskur, Egon Esbiml að nafni. Nefnd sú, er skipuð var til að rannsaka or- sök slyssins hefur enn ekki skilað áliti, en af hálfu SAS er staðhæft, að ekkert hafi verið athugavert við vélina eða búnað hennar. Rannsókn á flugslysinu við Ángelholm er hinsvegar löngu lokið, en flugmannasamtökin staðhæfa, að rannsóknarnefnd in hafi virt að vettugi upplýs- ingarnar um bilanir hæðar- mælisins og sé slíkt kæruleysi vítavert. Segjast þeir reiðu- búnir að leggja fram ljósmynd ir og skjöl, er sýni, að hæðar- mælir vélarinnar var hvað eft ir annað sendur á viðgerðar- verkstæði SAS í Ósló og að viðgerð hafi í öllum tilfellum verið flaustursleg. Hæðarmælirinn, segja þeir, að hafi verið í danskri SAS- vél, þegar fyrst var kvartað um bilanir á honum, í janúar 1964. Var hann þá tekinn úr vélinni í Kastrup og sendur til Ósló. Þar var tjaslað upp á hann og hann síðan settur í aðra danska Metropolitan-vél. í ágúst var aftur tilkynnt, að hann væri bilaður og sendur í viðgerð. í október var hann settur í vélina, sem fórst við Ángelholm og 15. nóvember skrifaði flugmaðurinn skýrslu, þar sem hann sagði, að mælir- inn væri mjög varhugaverð- ur. Að þessu sinni var hann athugaður á verkstæði SAS á Bromma-flugvelli við Stokk- hólm, en aftur settur í sömu vél, án gagngerrar viðgerðar. Síðan kom mælirinn ekki meira við sögu, fyrr en hann var dreginn út úr flugvélar- flakinu í Ángelholm . Tímanum, vita, að forsætis- ráðherra ræddi einmitt ítar- lega veitingar sínar og Her- manns Jónassonar á hæsta- réttardómaraembættum á fundi neðri deildar síðast- liðinn fimmtudag og gerði það á þann veg, að eng- inn var í vafa um, að á hann hallaði ekki í þeim efnum. Jafnvel þótt forsætisráðherra hafi varið töluverðum hluta ræðutíma síns á Alþ. til þess að ræða einmitt þetta atriði, skirrist málgagn Framsóknar- flokksins ekki við að bera á borð fyrir lesendur sína, dag- inn eftir, hrein ósannindi á þann veg að forsætisráðherra hafi ekki gert þetta. Þetta er því ósvífnara, sem stjórnmála ritstjóri Tímans var einmitt staddur í þingsal meðan for- sætisráðherra flutti ræðu sína, og ef hann fylgist eitt- hvað með því, sem í blaði hans stendur, hlýtur honum að vera ljóst, að í forustugrein blaðs hans í gær er farið með hrein ósannindi og á blaðið ekki annars kost en biðjast opinberlega afsokunar á slík- um málflutningi. Stjórnmála- deilur á íslandi eru oft harð- ar, en út yfir tekur þó, þegar málgagn annars stærsta stjórnmálaflokksins er staðið að beinum ósannindum. Annars er það fróðlegt, ekki sízt fyrir yngri kynslóð- ina, að kynna sér ræðu for- sætisráðherra á Alþingi í fyrradag. Þar rakti h-ann að- draganda þess, að tveir nýir hæstaréttardómarar voru skipaðir árið 1935, árið eftir að Hermann Jónas- son hafði vikið tveimur hæstaréttardómurum úr emb- ætti gegn vilja þeirra. Þá voru forustumenn Framsókn- arflokksins margir hinir sömu og nú eru, og má það heita furðuleg ósvífni, að rað- ast nú með óbótaskömmum að dómsmálaráðherra fyrir embættisveitinguna í Hafnar- firði. Þeir menn sem eiga slíka sögu að baki, sem Fram- sóknarmenn í embættaveit- ingum, eiga að skilja að þeim er hollast að tala sem minnzt um ranglæti annarra í þess- um efnum. Þeim mun meira verður rifjað upp af þeirra eigin verkum. HÖRMUNGAR- SAGA KONGÓ Ctjórnarbylting hefur verið gerð í Kongó, herinn tekið völdin og Mobutu skipað sjálf an sig forseta. Það á ekki af þessu afríska ríki að ganga. Sjálfstæðissaga þess er hörm- ungarsaga allt frá upphafi og sýnir við hvílíka erfiðleika hin nýfrjálsu ríki Afríku eiga að etja. Sjálfstæðið er engin lausn á vandamálum þeirra eins og berlega hefur komið fram í Kongó. Þeir stjórnmálaleiðtogar, sem fram hafa komið í Kongó á undanförnum árum hafa yfirleitt ekki reynzt hæfir til þess að stjórna landinu. Ýms- um kann að þykja það ótrú- legt, en margir eru þeirrar skoðunar að sá ,sem beztum árangri hefur náð í stjórn landsins, sé Tshombe, en ein- mitt vegna þess gat Kasa- vubu forseti ekki unnt hon- um þess að halda áfram um stjórnvölinn. Kasavubu hef- ur nú hlotið sín örlög. Engu skal um það spáð hvernig hin- um unga hershöfðingja, sem kom mikið við sögu strax á fyrstu mánuðum hins sjálf- stæða Kongó, tekst til í stjórn landsins. Menn hljóta aðeins að vona að vaxtarverkjum hins unga Kongóríkis taki brátt að linna og leiðtogar þess snúi sér að verðugri verkefnum en þeim, sem þeir hafa sinnt mest undanfarin ár. — Ráðherrafundur OAS ■ Brasilíu Rio deJaneiro, 25. nóv. NTB • Um þessar mundir stendur yfir í Rio de Janeiro fundur utan- ríkisráðherra aðildarrikja Sam- taka Ameríkuríkjanna — OAS. Þar hafa ko.mið fram a.m.k. tvær tillögur um myndun ráða, er hafi það hlutverk að leita málamiðl- ana og lausna á milliríkjadeilum Ameríkuríkja. Önnur tillagan er fram borin af hálfu stjórnar Brazilíu, sem leggiur til, að ráðið sé skipað ut- anríkisráðiherrum aðildarríkj- anna og ákvarðanir þeirra verði bindandi fyrir viðkomandi deiiu- aðila. Önnur tiilaga, af hálfu gaignrýndi (þá tillögu mjög harð- Bandaríkjastjórnar gerir ráð fyr- ir að það sé skipað sendiherrum Iandanna, en til þess að hún geti náð samþykiki, þarf að gera breyt ingu á stofnsáttmála bandalags- ins. Bandaríkjastjóm hefur einnig borið fram tillögur um myndun sameiginlegs herstyrks Ameríku rikjanna. Fulltrúi Sovétstjórnar- innar á Allsherjarþingi Samein- uðu þjóðana, Nikölai Ferdoren ko, lega á fundi stjórnmáilanefndar þingsins í gær og sagði hana brjóta í bága við sáttmála Sam- einuðu þjóðanna. • Hægri hönd Tage Erland- ers, forsætisráðherra Svíþjóð- ar og helzili ráðgjafi stjórnar hans, hefur tekið við nýju em bætti innan hennar. Verður hann samgöngumálaráðherra í stað Gösta Skoglund, sem lengi hefur reynt að fá sig lausan úr stjórninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.