Morgunblaðið - 27.11.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.11.1965, Blaðsíða 17
fjauga^dagur TT. nóv. 1965 MORGUNBLAÐID 17 mesta skáld Dana. Þetta eru sex skáldsögur, sjálfstæðar að mestu, en mynda þó eina heild, og nefn- ast þær: „Det tabte Land“, „Bræen“, „Norne-Gæst“, „Cimbr- ernes Tog“, „Skibet" og „Christ- opher Columbus“. Johannes V. Jensen var sann- færður um ágæti þróunarkenn- ingar Darwins, og kemur það ljóslega fram í „Den lange Kejse“. í>á hafði hann einnig tröllatrú á þýðingu norrænna manna fyrir heimsmenninguna. Verkið allt ber vott um að hann treystir náttúruvísindum síns tíma eins og nýju neti, og efnis- hyggja skáldsins er óbifanleg. „Jökullinn" (Bræen, 1908) var fyrsta bókin sem út kom af sagnabálki þessum, er hefst þó raunverulega á „Landinu glat- aða“ (Det tabte Land, 1919). Síð- ar nefnda sagan er lýsing á Norð- urlöndum fyrir ísöld, og segir meðal annars frá því hvernig maðurinn fann eldinn. I „Jökl- inum“ er því aftur á móti lýst hvernig ísinn rekur fólkið á flótta suður um heiminn, en aðalpersónan, Dreng, vill ekki láta undan hinum mikla bölvaldi, en heldur kyrru fyrir og upphef- ur baráttu sína gegn kuldanum. Síðar finnur hann stúlkuna Moa, og þau auka kyn sitt. Koma frá þeim miklar ættir, og hefst þá menningin í heiminum. Hvid- Ibjörn heitir ein:| af afkomendum þeirra, en hann smíðar hið fyrsta ekip. Boðun þessarar sögu er þá sú, að neyðin hafi kennt naktri konu að spinna, þ.e.a.s. að hörð veðrátta og kröpp kjör hafi þröngvað íbúum norðursins til að þjálfa hugsun sína, skapað sjálfsaga og örfað hugmynda- flugið, svo að þeir fundu upp sitt af hverju, er varð þeim til bjarg- ar, en hinir, sem lifðu í hlýjunni, þurftu ekki á að halda. >á er það og boðun bókarinnar — er einnig verður víða vart í bókum Hans E. Kinck, — að norrænir menn séu haldnir af sérstakri útþrá, löngun til fjarlægra og heitra landa, er byggist á ómeðvitaðri minningu um gósenlöndin góðu fyrir ísöldina. Þriðji hlutinn, „Norna-Gestur“, (Norne-Gæst, 1919) fjallar um mjög langt tímabil, allt frá stein- öld fram að Kristni. „Cimbrern- es Tog“ (1922) fjórði hluti verks ins, er frá þjóðfluttningatíman- um, og segir þar frá fólkinu í Himmerlandi, á ferð þess niður um Evrópu, allt til þess er það bíður ósigur fyrir herskörum Kómverjans Maríusar. „Skipið“ (1912) lýsir víkingaöldinni, þeg- ar úbþrá og ævintýralöngun, ásamt of mikilli fólksfjölgun heima fyrir, knýr æskumenn til ránsferða um suðlægari lönd, allt til Miðjarðarhafs. Sjötti og síðasti hlutinn, „Christopher Columbus“ (1919) fjallar svo um fund Ameríku. Skáldið álítur að Columbus hafi hlotið að vera af norrænum ætt- stofni runninn, og þessvegna haldinn draupium um landið glat aða og þrá til fjarlægra stranda Iþess. Og þarna lætur höfundur- inn endana mætast, hringrásina fullkomnast: Hin norræna útþrá frá Himmerlandi hefur numið hinn nýja heim, norræn útþrá og norrænn aflvaki hefur lagt grund völlinn að efnislegri þróun nú- tímans. Johannes V. Jensen var, eins og fyrr segir. fimmtán ár að skrifa þetta mikla verk, er setti hann á fremsta bekk danskra skálda. — Vafalaust má margt að sögutium finna, heimspeki þeirra og boðun, vísindalegar vangaveltur og líffræðilegarkenn ingar eru sumstaðar byggðar á hæpnum og úreltum forsendum. En þrátt fyrir það halda þær velli og munu enn verða talin önd- vegisrit í dönskum bókmenntum um ófyrirsjáanlegan aldur, sök- um töfrandi frásagnarlistar og hinnar ófreskju hugkvæmni höf- undarins. A tækni hans eru og nokkrar brotalamir, svo sem í byggingu sagnanna, sem stundum er ekki laus við að vera klaufa- leg. En hið víðskyggna hug- myndaflug, og listrænn galdur ntburða- og umhverfislýsinga breiðir yfir alla galla og gloppur. Johannes V. Jensen var stórfeng- legt skáld, enda þótt skilningur hans á eðli lífsins og þróun þess sé haður þeim takmörkunum er fylgja forhertri efnishyggju. En hann eys úr djúpum lindum skilnings síns á eðli holds og blóðs, þeim arfi lögmálsbundinna eðlishvata, er tengir ætthðina saman, eins og hlekki í festi, langt aftur í myrkur horfinna tíma. Keflavík — Suðurnes VERZLUNIN ER FLUTT Á HAFN ARGÖTU 49. Magnús E. Baldvinsson Úra- og skartgripaverzl un. - Hafnargötu 49 - Keflavík. Akureyringar Akureyringar Fræðslufundur um umferðamál verður í Borgarbíói í dag kl. 14.00. DAGSKRÁ: Ávörp flytja, Sigurður Helgason, settur bæjarfógeti og Magnús Guðjónsson, bæjarstjóri. Kvikmyndasýning: Sýnd verður m. a. mynd um akstur í hálku. > Fyrirspurnaþáttur um umferðar mál. Þátttakendur: Árni Guðjónsson, hrl., lögfræðingur F. í. B. Sigurður Emil Ágústsson, varðstjóri í umferðardeild lög- reglunnar. — Egill Gestsson, formaður Samstarfsnefndar bifreiðatryggingafélaganna. Stjórnandi: Pétur Sveinbjarnarson. Bifreiðastjórar fjölmennið. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda. Bifreiðatryggingafélögin. 4 LESBÓK BARNANNA Þjólornir hrekkvísu Arabískt ævintýri og hún náði til hans. Leikuirinn barst nú út úr húsinu, niður eftir stígnum og niður , í mitt þorpið. Og þar myndi hún áreiðanlega ennþá vera að hambra á Sing Lee, ef hann væri ekki fyrir löngu búinn að ráða sig í vinnu sem götusóp- ari. Eftir þetta fann Sing Lee aldrei framar töfra- ketil. En þar sem kona !hams gerði sig fulllkom- lega ánægða með þá pen- inga sem hann vann sér inn, þá reyndi hún líka að uppfylla allar hans óskir. Og um hverja helgi frá laugardegi til mánudagsmorguns lá Sing Lee hamingjusamur í rúminu símu og svaf værum svefni. Þrír Ameríkanar bjuggu saman í herbergi sem var í skýjakljúf á 33 hæð. Lyftan var biluð og þeir urðu ásáttir um að segja hver öðrum sögur meðan þeir gengju upp. Á 15. hæð var sá fyrsti búinn með sínar sögur og sá næsti tók við. Hann kunni slík feikn af skemmtileigum sögum, að þeir skellihlógu, þrátt fyrir allt erfiðið. Að lok- um urðu þeir að stanza til að kasta mæðinni og tóku þá eftir því, að þeir voru komnir langt upp fyrir 3ð. hæð. „Nú er röðin komin að þér, að segja sögu,“ sögðu sagnamennirnir tveir við 7. Þjófarnir tveir biðu við borgarhliðið. Strax og Tyrkinn kom, læddisit dagþjófurinn á eftir hon- um, og tókst eins og áður þann þriðja. „Ágætt", svaraði hann með æstri rödd. „Mín saga er að vísu stutt, en hún er sönn og hljóðar svona: Við gleymdum lyklinum niðri hjá dyra- verðinum“. Ráðningar ELDSPÝTNAÞRAUT að skipta um peninga- pokann og agúrkuna. Liðsforinginn tók ekki eftir neinu og þegair hann kom til kaupmannanna, keypti hann ennþá meira. Aftur fann hann agúrk- una í vasa sínum, þegar hann ætlaði að borga. >á sagði hann: „Ég er hrædd ur um, að nú hafi ég ekki nóga peninga mér, vegna þess að ég hefi keypt of mikið í viðfoót. Látið varninginn bíða á meðan ég fer heim og sæki nokkra gullpetn- inga“. Óður af reiði æddi liðs- foringinn niður að borg- arhliðinu. Þar skeði enn sama sagan, þjófurinn tók agúrkuina en skilaði peningapokanum í vasa hans. Liðsforinginn húð- skammaði konu sína, iþegar hann kom heim, en hún sór og sárt við lagði, að hún hefði látið peningapokann í vasa hans. SKRÍTLA 9. árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson 27. nóv. 1965 W ilbur Wheaton: Letinginn hann Sing Lee SING Lee opnaði annað augað og leit hálfsofandi út um gluggann. Sólin var hátt á lofti og fuglarnir sungu í trjánum. Það var komið langt fram yfir fóta ferðatima allra, sem átbu einhverj um störfum að gegna. En í stað þess að flýta sér á fætur, sneri Sing Lee sér til veggjar og sofnaði aftur. Hver og einn í Kína hefði getað sagt þér, að Sing Lee var latur. En hann var ekki svo latur, að hann nennti ekki að borða. Og hann var ekki svo latur, að hann nennti ekki að sofa. En hann var alveg áreiðanlega of Qiatur til að nenna að koma sér á fætur og fara að vinna. Líklega hefði hann legið í rúm- inu og sofið allt sitt líf, ef konan hans hefði ekki klipið hann í stóru tána og þrifið harkalega i hann. „Æ, æ,“ veinaði Sing Lee og þeyttist fram úr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.