Morgunblaðið - 27.11.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.11.1965, Blaðsíða 24
14 MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 27. nóv. 1965 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne W"/'\ ILJ II If I í 11 3832 C05PER Það hefur aldrei verið hægt að segja um Jón, að hann væri sólarmegin í lífinu. Við skömmuðumst okkar allir. Figgis þaut til Saunders og studdi á annan hnapp af handa- hófi og um leið dró úr mesta hávaðanum. En nú heyrðist dynkur neðan í gólfið. — Hananú! sagði ég ásakandi og skellti í mig viskíinu. — Nú eruð þið búnir að vekja hana frú Bates. Ég starði á úrið mitt. Mér fannst rétt eins og ég mundi aldrei sofna aftur. En viskíið hressti mig samt, þó að mig að vísu logsviði í tunguna þá var það að minnsta kosti sótthreins- andi. Nú tilkynnti Saunders, að allt væri til reiðu. — Gott. Ég rétti honum band- ið. — Látum okkur heyra það. Stofan hringsnerist dálítið . . . . og það var ekki viskíinu að kenna. Ég þoldi bara ekki að láta berja mig í hausinn. Ég óskaði þess heitast að eiga eft- ir að hitta árásarmann minn, hver sem hann nú kynni að vera. Ég hefði látið hann fá orð að heyra. Snooky skalf og kumraði í svefninum. Hann var að dreyma eitthvað. Ég þaggaði niður í hon um með hendinni. I>að var eitthvað svo afskap- lega eyðilegt í þessari stofu. Augu mín horfðu eftir þessum glannalegu veggjum og húsgögn um, og ég furðaði mig á, að nokkur mannleg vera skyldi geta lifað í svona lofti. Þetta var ekkert heimili, það var ekki einusinni hægt að leggja fæt- urna neinsstaðar. Éngin þæg- indi, enginn hlýja . . . ekkert sem ég hefði viljað sjá nokk- urntíma aftur nema ef vera skyldi hundkvikindið! Ég komst í heimspekilegar hugleiðingar um það, hvernig nokkur mann- vera gæti lifað í svona um- hverfi, en komst að engri nið- urstöðu. — Jæja sagði Saunders. — Þá byrjum við! Svo kornu smellir og hvæs En svo fór David Deane að tala við okkur. — Áður en lengra er farið, sagði hann, — er eins gott að segja ykkur, að þetta er ekki bandið, sem þið voruð að búast við að heyra og vissulega ekki það sem þið ætl- □-------------------------□ 36 □-------------------------□ uðuð að borga, — vona ég. Ég get ekki sagt ykkur, hvað af því hefur orðið. Úrsúla brauzt inn í íbúðina mína daginn sem hún dó, og tók það með sér og eyðilagði það vafalaust, sjálfri sér í hag. Hversvegna þér þótti nauðsynlegt að myrða hana, fæ ég aldrei að vita, en ég veit, að þú myrtir hana, og það er nægi leg ástæða til þess að hlusta á mig og ganga að þeim skilyrð- um, sem ég set þér. Eftir að þú hefur uppfyllt þessi skilyrði, skaltu ekki heyra neitt frekar frá mér, og fyrir því verðurðu að láta þér nægja æruorð mitt Og þú skalt ekki fara að stinga i af og halda. að þú sleppir eins vel frá mér og þú gerðir frá Úrsúlu og Yvonne Lavalle — hún hvarf á hentugri stund, fannst þér ekki? Það væri auð- velt að drepa mig, en ég vil benda á, að tij er skjal, sem kemst í hendurnar á logreglunni ef eitthvað kemur fyrir mig. Það hefur inni að halda allt, sem ég veit. Ég set þetta á seg- ulband, af því að ég vil láta hinn mikla og dularfulia T.T. sjálfan hlusta á það. Sem höfuð- paurinn í voldugum samtökum, er ég viss um, að hann kemur auga á það, að kröfur mínar eru réttmætar. Þetta er sjálfum þér að kenna. Við Úrsúla vorum alveg ánægð og okkur kom vel saman, en að henni horfinni, geturðu varla láð mér þó að ég flytji mig á öruggari stað. Þetta er allt og sumt og ég hlakka til að heyra frá þér...........Vel- æfð rödd leikarans þagnaði, og bandið suðaði lengi, en svo kom smellur og þögn. Ég starði í glasið mitt. Hann hafði verið svo öruggur um sjálfan sig. Hélt hann, að þetta væri einhver barnaleikur? Loksins sagði ég: — Ég held, að hann hafi raun verulega haldið sig ætla að sleppa með þetta. Hversu lengi haldið þið, að hann hefði getað haldið því gangandi? 1 mínum eyrum var þetta eins og dauða- dómur — nema hvað enginn kærði sig um að heyra það. Bölvaður asni! Saunder braut heilann. — Jú, það hefði getað gengið, úr því að þetta skjal var til. Ég snuggaði. — Já, ef þetta skjal hefur yfirleitt nokkum tíma verið til! Hvað lengi held- urðu, að hann hefði getað hald- ið þessu gangandi? Sá sem fer einu sinni út í fjárkúgun, held- ur því áfram. Fyrr eða seinna hefði hann fengið makleg mála- gjöld. Ég hristi höfuðið. En hann var bara smákall, sem þóttist meiri en hann var — hann þekkti beinlínis ekki sprengiefni, þegar hann sá það. Hver hefði ekki getað hótað Úr- súlu Twist? Ef hann hefði vitað allt um hana . . . þekkt þessi samtök út í æsar og þesshátt- ar . . . hefði hún borgað með góðu, og gerði sýnilega. Hún gat ekki leitað til okkar því að við hefðum haldið fyrir henni eit- urlyfjunum og lagt fyrir hana hinar og þessar óþægilegar spumingar, og hún hefði áreið- anlega ekki farið að bera sig upp við „hr. T.T.“ út af því hann hefði ekki viljað frétta, að neinir veikir hlekkir væru í keðjunni hans. — En hann fékk augsýnilega að vita það, sagði Saunders. — Þeir ruddu henni úr vegi, áð- ur en lauk, var ekki svo? Ég starði á hann stundarkorn, hugsi. — Ég held, að hún hafi bara sagt þessum kunningja sínum, honum Jordan Barker, frá því, og vonað, að hann elskaði hana nógu heitt til að þegja yfir því. En til allrar ógæfu fyrir hana, gerði hann það ekki. Það eitt er víst, að hann kom hingað til að gera upp reikningana við Dane, og skaut í veggfóðrið hjá honum. Jæja, ef hann er með í þessu, er bróðir hans það líka — það þori ég að bölva mér upp á. H. Barker gerði fullmik- ið að þvi að koma honum til hjálpar í gærmorgun. Herter lánar Jordan bílinn sinn — og þá er hann með í því, og sé hann með í.því, er klúbburinn það líka. Ég held, að það væri ekki úr vegi að leita þeirri stofn un lúsa. Saunders kinkaði kolli hægt og horfði á Figgis, sem hafði starað gapandi á okkur. — Mér er meinilla við svona húsleitir. —Og mér er meinilla við eit- urlyf, sagði ég. — Og þetta lít- ur út fyrir að geta orðið stór- mál . . . . dómsmálaráðuneytið. . . Interpol og tilheyrandi. Vesl- ingurinn hún Úrsúla hefur sann- arlega komið hreyfingu á hlut- ina með þessu sorglega fráfalli sínu. Figgis sagði, eins og til að þreifa fyrir sér: — Þér viljið þá halda, að þeir hafi brotizt hér inn til þess að leita að þessu skjali? Ég yppti öxlum. — Það hafa þeir sjálfsagt að því eða ein- hverju öðru. Mér væri næst að trúa, að Dane hefði verið svo heimskur að skilja það eftir heima hjá sér. en eftir að hafa hlustað á þetta band, vil ég helzt halda, að hann hefði getað verið nógu vitlaus til hvers sem vera skyldi. — En ef þeir hafa ekki heyrt- bandið .... nauðaði Figgis, — og það hafa þeir sennilega ekki . . . . hann þagnaði og roðnaði ofurlítið .... — ég er nú víst farinn að tala um það, sem mér kemur ekki við .... Ég glotti til hans. — Haltu bara áfram, sonur sæll, ég er ekkert ofgóður til að nota ann- arra manna hugmyndir. — . . . ja, hvernig vita þeir, að skjalið er yfirleitt til? lauk hann máli sínu. — Já, hvernig veit nokkur maður það? sagði ég. — Við höfðum ekki annað fyrir okkur en orð Danes. En sá, sem verð- ur fyrir fjárkúgim verður að taka það trúanlegt, að kúgar- inn ráði raunverulega yfir ein- hverjum upplýsingum, sem geti gert honum bölvun. Venjulega hugsar hann alls ekki neitt nán ar um það .... fær ekki svig rúm til þess. Hvað þennan hóp snertir, held ég, að þessir kall- ar. T.T. eða Tom Teal, eða hvað hann nú kann að heita — hafi bara svarað Dane með þeirri fyrirlitningu, sem hann átti skil ið. Þeir vissu, að hann var bara ómerkingur og hafa því leitt hann hjá sér. Gott og vel, þeir lögðu þetta á hættu, en ég er viss um, að það hefur ekki ver- ið neitt sérlega mikil hætta; þeir hafa það miklu að tapa. Ef þeir eru að flytja eiturlyf inn í landið, og hafa verið, árum saman, þá hafa þeir býsna öfl- ug samtök, trúið mér til. Og þeir eru líka vel efnaðir. Hero- in er strax gullsígildi. Eitt mis- stigið spor getur sett allt út um þúfur, og það væri ekki tilvinn- andi. Þeir eru talsvert öruggir um sjálfa sig og sæmilega klók- ir. Þeir kála Dane og láta líta svo út sem honum hafi bara lent saman við einhverja áfloga dólga — og við erum reiðubún- ir til að trúa hverju sem er á svona dólga, nú á dögum, verð ið þið að muna. En svo voru þeir svo óheppnir að vita ekki, að maður var á hælunum á Dane, né hitt, að okkur grunar, að þarna hafi verið aukapersóna í viðureigninni. Og þegar við förum að hrista þennan náunga með augnaveikina er hann vís til að láta okkur heyra einhverja sorgarsögu um náunga sem hafi náð í hann í einhverri krá, stungið að honum aurum og fengið hann til að fara í Totem og abbast upp á Dane. En svo í viðureigninni miðri, slokkna ljósin og Dane fær hnífinn á kaf í sig. Getið þið hugsað ykk- ur, hvernig kviðdómur muni trúa svona sögu, sem áfloga- Royal S5==asc»^CíS.>tes7.:iterCYA ll instant PUDDINC Ungir 0g aldnir njóta þess að borða ~"u"n 1 ko,du Royal búðing-ana. . Bragðtegundir: — ulfkulaði, karamellu, vanillu og jarðarberja. Kynnibybur hin hagstœðu JÓLAFARGJÖLD LOFTLEIÐA Allar upplýsingar hjá félaginu og umboðsskrifstofum þess MOFrmm m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.