Morgunblaðið - 27.11.1965, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.11.1965, Blaðsíða 27
MORGUNBLADIÐ 27 Laugarcf&gur 27 nSv. 1965 —Alþmgi Fram'hald af bls. 8 sem hér hafa talað, hafa sagt, eru rökfærslur, sem eins og ég sagði áðan hafa stangazt hver á annars horn. Meðal annars segir hv. 3. landsk. þm. í sinni ræðu, sem er síðan prentuð í Þjóð- viljanum með leyfi hæstv. for- 6eta: Um þessa embæittisveit- ingu þegar hann er að komast að niðurséöðu um, hver hefði nú ótt að fá embættið samkv. sið- ferðilegum rétti eða með tilliti tii áldurs. Hann segir: „Ég tel, að sérstök rök þurfi að liggja frammi fyrir því að víkja fá starfsaldursreglunni og (það hafi ekki verið gert hér“' þ.e.a.s., hér hafi engin rök verið iögð á borð til þess að víkja tfrá starfsaldursreglunni og þar af leiðandi hafi Jóhanni Gunnari í bæjarstjórninni á ísafiði bor- ið embættið. Hann segir svo síð ar í sinni ræðu: „Ég tel, að hin langa seta Björns í emíbættinu Ihafi fært honum siðferðilegt til- kall til þess, þ.e.a.s. Björn hafi átt að fá embættið í þessu til- tfelli. Svona eru þessir hlutir. Þeir eru meira og minna mótsagna- kenndir og svo kastar nú tólf- unum, þegar hér koma upp þ.m. Framsfl. m.a. fkn. og lýsa því yfir hvílkt einsdæmi sú veiting sé, sem hér sé um að ræða. En ihvað skeður, ef maður les grg. hv. tflm.? í henni stendur bara allt annað. Þar stendur: „Hér á landi hefur það hins vegar tíðkazt nokkuð, að menn séu settir í embætti um lang- en og ótiltekinn tíma og svo geng ið framhjá þeim, þegar komi að því að skipa í embætti." Hafa ekki kynnt sér embættaveitingar Nei, það var vissulega orð að eönnu, þegar hv. flm. lýsti því hér yfir sl. þriðjudag, þegar hann tflutti sína aðra ræðu, að hann hefði ekkert athugað embættis- veitingar aftur í tímann. Ég er elveg sannfærður um það, að ef þessir hv. þm. sem hér hafa tal- ®ð, hefðu eitthvað kynnt sér það, sem á undan er gengið, mundu þeir alls ekki hafa fellt þann ófellisdóm, sem þeir hafa nú gert. Mér er það ljóst, að þeir hafa skynsemi til þess að bera að iíta á hluti og geta svo metið þá, ef þeir á annað borð vilja ikynna sér þá. Hitt er svo annað imál, að það geti vel verið, að þeir hafi á engan hátt haft löng- un til þess að kynna sér þessa hluti. Þeir hafi haft einhverja tilfinningu fyrir því, að saga þessara mála væri ekki sem allra skemmtilegust fyrir þeirra eigin tflokk. Og það, sem vekur athygli, «ð hér í þessum umræðum taka engir af hálfu Framsóknarflokks ins til máls aðrir en þeir, sem eru tiltölulega nýkomnir hér inn ó þing. Ekki einn einasti af þeim tnönnum, sem hér hafa setið kannski áratugum saman. Þeir eru skynsamari en það, að þeir vilji standa hér upp til að deiia á þessa embættisveitingu. Þeir vita, hvað hefur skeð. Pólitískar árásir að undirlagi Framsóknarmaana Ég sé að það er senn komið að lokum þessa fundartíma. Ég vil aðeins segja þetta: Þær árás- ir, sem unnið hefur verið að á hæstv. dómsmrh. í sambandi við þetta mál, eru með þeim hætti, éð allt fólk, sem lítur á þetta tfrá réttu sjónarmiði skilur, hvers vegna þessar árásir eru gerðar. Hæstv. dómsmrh. er þekktur í íslenzku þjóðlífi fyrir störf sín, hvort heldur er hér á Alþ. eða annars staðar og hann er alls staðar þekktur fyrir réttsýni og fyrir dugnað. Þessi maður hefur í dag og í gær hlotið ámæli, sem hann á ails ekki skilið og ég er sann- tfærður um það, að þegar þessir menn fara nú á annað borð að athuga, hvernig þessum málum er tekið hjá fólki munu þeir kom ast að ráun um það, að hann nýtur meira trausts hjá almenn- ingi eftir slíkar árásir heldur en áður. Illfært nn NðrSaastdrlnnd Fjallveglr á Austurlandl lokast MBL. hafði í gær samband við Hjörieif Ólafsson hjá Vegagerð ríkisins og spurðist fyrir, um færðina víSsvegar á landinu. Hjörleifur kvað Suðurlands- veginn við Ölfus, Þoriákshafnar veg, og veginn austur að Mýrdal hafa verið erfiðan yfirferðar að — Spassky Framhald af bls. Z í reyndinni tókst honum það ekki fyrr en í níundu, tíundu og elleftu skákinni. Virðist þetta benda til þess, að líkam- legt þrek hafi þarna haft sitt að segja. Því miður get ég ekki dæmt um gildi taflmennskunnar í einvígisskákunum, þar sem þær hafa ekki borizt mér í hendur, en enginn vafi leikur á því, að hart hefur verið barizt. INGI R. JÓHANNSSON: Einvígi þeirra Spasskys og Tals hefur að vonum vakið mikla athygli skákurinenda, þar sem flestir álíta þá hina sterkustu af þeim átta kepp- endum, sem þátt tóku í áskor- endamótinu. undanförnu, þar sem þar hefði verið mikill skafrenningur, en nú mætti þar heita allgreiðfært, og Hellisheiði og vegurinn um Þrengsli var nú orðinn fær. Aft ur á móti væri vegurinn fyrir austan Vík í Mýrdal ekki fær nema stærri bifreiðum. Hann kvað fært vera vestur um Snæfellsnes og Dalasýslu og á Þingmannaheiðinni væri ekki snjóar til tafa, en þar hefðu víða myndast klakabungur, sem erfiðar væru yfirferðar. Aftur á móti væru vegirnir milli fjarða á Vestfjörðum, svo sertr á Breiðdalsheiði og Hrafnseyrar- heiði, víða ófærir. Þá væri sæmilega fært Holta- vörðuheiði og norður að Blöndu ósi_ en vegurinn út Stranda- sýslu hefði verið lokaður en ætti að verða fær í dag. Vegurinn um Langádal og Skagafjörð og alveg til Akureyrar væri fær stórum bifreiðum. Aftur á móti væri ekki fært austur frá Ak- ureyri nema trukkum og sömu sögu væri að segja um Þingeyj- arsýslu. Hjörleifur sagði að lokum að á Austurlandi væru fjallvegir tepptir, en yfirleitt væri sæmi- lega fært á láglendi. Þannig lítur nýja kraftblökkin X-2 frá Rappverksmiðjunum út. Ný og stærri kraftblökk frá Rapp N Ý gerð af kraftblökkum er komin á markaðinn frá Rapp- verksmiðjunum norsku, sem framleiða kraftblakkirnar, sem hingað hafa verið keyptar. Þessi nýja blökk er af hálfu verksmiðj- unnar aðgreind frá þeim fyrri með mcrkinu X-2 og er hún frá- brugðin þeim, sem nú eru í notk- un, að í stað eins hjóls á gálga koma nú tvö hjól, sem sitja á rúmlega eins metra háum fæti á bátaþilfari. Vökvaknúinn útbún- aður gerir fært að snúa og halla dráttarhjólunum eftir þörfum. Fóturinn með dráttarhjólunum situr fremst á bátaþilfarinu og dregst nótin inn — yfir fremra hjólið, en undir það neðra, en aftar á bátaþilfari, þar sem nót- in á að leggjast niður, er komið fyrir þriðju rúllunni, sem dreg- ur nótina þangað með sama hraða og hjólin tvö. Ingvar Pálmason og sonur hans Sigurður skýrðu þetta út fyrir fréttamanni Mbl. er hann heimsótti þá í gær, en fyrirtæki þeirra I. Pálmason, hefur um- boð fyrir Rapp-verksmiðjurnar. Sögðu þeir, að þessi nýja kraft blökk hefði verið reynd með góðum árangri í Noregi. Hún er ætluð stærstu fiskiskipum, því að dráttarafl hennar er meiri en þeirra kraftblakka, sem fram- leiddar hafa verið hingað til. Stærstu blakkirnar, sem hér hafa verið í notkun, hafa haft þriggja tonna dráttarafl, en kraftblökk X-2 er hægt að fá með 4—5 tonna dráttarafli. — Þessi blökk kemur ekki í stað þeirra sem áður hafa verið teknar í notkun, sagði Ingvar — og sú fyrri verður á engan hátt úrelt. En sumir skipstjórar vilja hafa blökkina standandi á báta- Persónulega er ég þeirrar skoðunar, að landi þeirra Victor Kortsnoij sé sterkasti skákmaður heims í dag, en eins og kunnugt er, náði hann ekki að vinna sér rétt til þátt- töku í millisvæðamótinu. Ég hef haft tækifæri til þess að sjá nokkrar af skákum ein- vígisins, en frá skákfræðilegu sjónarmiði álít ég þær vera fremur fátæklegar og einkenn ast af taugastríði. Einna at- hyglisverðast þykir mér, að Spassky hefur yfirleitt ekki leitað eftir frumkvæðinu, þeg ar hann hefur stjórnað hvítu mönnunum, en hefur í þess stað reynzt mun áræðnari með þeim svörtu. Einnig má benda á tillegg hans til spánska leiks ins, þ.e.a.s. í mótbragði Mars- halls, en þegar hann hefur beitt því, hefur honum yfir- leitt tekizt að ná jöfnu tafli. Það skal tekið fram, að ég hef ekki séð níundu og tíundu skákina, og veit þvi ekki með vissu, hvað hefur valdið ósigr- um Tals í þeim skákum, en ég get ímyndað mér, að Tal hafi misst þolinmæðina og lagt út í tvísýnar leikfléttur, sem Spassky hefur síðan tek- izt að notfæra sér til sigurs. Erfitt er að spá nokkru um horfur í einvígi þeirra Spas- skys og heimsmeistarans Petrosjans, sem framundan er, þó að ég hafi óneitanlega til- hneigingu til þess að veðja þar á Spassky. Rétt er þó að hafa það í huga, að Armeníu- maðurinn Petrosjan er aðeins 36 ára gamall og því á blóma- skeiði skákferils síns og mun því ekki verða auðveldur and stæðingur hins 29 ára gamla Leningradbúa, Boris Spasskys. — Rafmagnsl'mur Framhald af bls. I. seti Zambiu, Kaunda, þess á leit við brezku stjórnina, að hún, sendi herlið til Zambíu, til að koma í veg fyrir skemmdarverk á raflinunum. Taldi Kaunda, að sjálfstæðisyfirlýsing stjórnar Rhodesiu kynni að leiða til skemmdarverka á þessum slóð- um. Raforkuver það, Kariba, sem sér svæðinu umhverfis Kitwa fyrir rafmagni, liggur á landa- mærum Zambiu og Rhodesiu. Stjórn Zambiu hefur gefið út tilkynningu, og í henni segir, að taka muni rúman sólarhring að gera við skemmdir þær, sem urðu á rafmagnslínunum. Á meðan fær Kitwe og umhverfi, rafmagn frá Katanga í Kongó. Ian Smith, forsætisráðherra Rhodesíu, lýsti því yfir í dag, að ekki sé ólíklegt, að kommúnistar hafi staðið að baki skemmdar- verkinu. Telur forsætisráðherr- ann, að sá fjöldi kommúnista, einkum Pekingsinnaðra, sem á undanförnum mánuðum hafa lagt leið sína til Zambíu, stefni að því að koma á glundroða í landinu. „Það er athyglisvert“, sagði Smith, „að Lardner Bruke, dóms málaráðherra, lýsti því yfir á þingi í gær (degi áður en skemmdarverkið var framið), að Kaunda, forseti, skyldi gaum- gæfilega íhuga afleiðingar þess að leyfa svo mörgum kommún- istum og flugumönnum þeirra að dveljast í Zambíu. Mér virðist nú, að ótti hans hafi ekki verið ástæðulaus. Nú er markvist unnið að því að grafa undan efnahagslífi Zambiu og þeir, sem það verk vinna, von ast til að geta skellt allri skuld- inni á Rhodesiu“. —Varnarmálaráðh. ^••amh. af bis. 1. armálaráðherrum bandalagsins .tækju nú þátt í umræðunum. Varnarmálaráðherrann banda- ríski sagði ,að það væri stefna Bandaríkjaman'na að veita með- limaríkjum NATO meiri hlut- deild í ákvörðunum um skipu- lagningu kjarnorkuhers banda- lagsins, en verið hefði. Fréttamenn lögðu í dag ýmsar spurningar fyrir McNamara um styrjöldina í Vietnam. í svörum sínum sagði hann m,a.: „Á undanförnum mánuðum hafa Bandaríkin fjölgað í herliði sínu í Vietnam um meira en helming. Það kom greinilega í ljós á s.I. sumri, að þessi ráð- stöfun var skynsamleg. Árásum Viet Cong hefur margsinnis verið hrundið, og þeir hafa víða orðið að hörfa. Ég veit, að lið þeirra hefur goldið mikið afhroð. Nú skipuleggja þeir til langs tíma, og það ættum við einnig að gera“. Að loknum fundinum í París, heldur McNamara til Saigon í Suður-Vietnam. — Síldarvarpa Framhald af bls. 28. arinn haf veiitt rúmlega 10 þúsund tunnu'r. — Áhöfnin er 47 menn og um borð eru tvær síldarflök- unarvélar, flökunarvél fyrir stóran þorsk, önnur fyrir smá an þorsik og ein karfaflökun- arvél. Þannig er um hnútana búið, að togarinn getur á 20 mínútum skipt af sítdveiðum og yfir á þorskveiðar. — íslendingar hafa reynt áður að veiða síld í flotvörpu hér við land, en árangurinn heifur aldrei orðið í líkingu við árangur Þjóðverja nú. — En þess ber að gaata, að þeir stunda þessar veiðar á 14:00 tonna skuttogurum, sem hafa 2400 ha. vélar, en okkar togarar eru fllestir um 700 tonn með hliðarvörpu og 1200 þilfari, aðrir vilja hafa hana hangandi í gálga, en þeir, sem þurfa mjög aflmiklar blakkir taka þessa nýju að öllum lík- indum. Norðmenn eru að setja hana í sína stærstu báta. — Dráttarhjólið á þeim blökk- um, sem hér eru mest notaðar, er 31 þumlungur á breidd. Á þess- um nýju er hjólið 38 þumlungur — og það hjól er nýjung að því leyti, að það getur dregið allar tegundir af nótum, grynnstu þorskanætur sem stærstu síldar- nætur — og Norðmennirnir eru t.d. komnir með sínar nætur upp í 110 faðma. Dráttarhjólið er sem sagt öðru vísi lagað. Kraftblökk af þeirri stærð, sem hér er algengust, kostar með krana, sem sérstaklega hefur ver ið gerður fyrir hana, 48,000 norsk ar krónur, en sú nýja er aðeins dýrari, kostar 53,000 norskar krónur. hestafla vél. Þar er því mikiU munur á. — Mönnum leikur eðlilega forvitni á að vita, hvort hægt sé að koma þessum úbbúnaði fyrir á íslenzku togurunUm. Mér finnst l'íklegit að það sé framkvæmanlegt, en mtkiíla tilrauna er þönf áður oig það verður að fást varpa, sem hentar. Þjóðverjar eru komn- ir svo langt ,að þeir eru bún- ir að koma 9ér niður á, hvaða gerð vörpu henti togurum af mismunandi stærðum og vél- arafli. — Þrátt fyrir árangur þann sem náðst hefur með hinni nýju flotvörpu, þá tekur hringnótin henni langit fram, við hagstæðar aðstæður. Hins vegar kann oft að vera fært að afla í flotvörpu, þegar veð- ur er óhagstæbt eða þegar það dýpi, sem síldin heldur sig á er meira en það, að hægt sé áð veiða síldina í hring- nót. — Reynslan verður að skera úr um samanburð á þessum veiðiaðferðum miðað við afköst. — Nú er mest aðkallandi að finna hentugustu leiðina til þess að úbbúa þessa nýju flot- vörpu þannig, að hægt sé að nota hana á ísilenzku tagurun- um, sem allir kasta og draga inn vörpuna á hlið togarans, en ekki á skut eins og þeir þýzku togarar, sem hér um ræðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.