Morgunblaðið - 27.11.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.11.1965, Blaðsíða 3
T,augnf-aagur 27. nðv. 1965 MORGUNBLADID INNI á Miálverkasýningu hjá Baltazar í Bogasalnum íyllist hestamaðurinm hrifningu. Við spyrjum listamarminn hvernig standi á því, að hann, útlend- ingur, sem aðeins hefur verið hér í 4 ár, skuli hafa valið íslenzka hef4inn svo oít að fyrirmyndum sónum. — Jú, segir hann á sinni sérkennilegu íslenzku. - Sjáðu til. íslenzki hesturinn er allt öðru vísi en þeir hestar, sem ég kynntist í hernum á Spáni. Hvorki konan né íslenzki hesturinn veröa tamin til algerrar hlýðni tslenzki hesturinn hefur sál og hann iðar í skinninu. Hann er eins og kona, verður aldrei taminn til algerrar hlýðni. Þannig var skoðun lista- mannsins. Hversu margir ís- lenzkir hestamenn geta ekki tekið undir þessa skoðun. Nú geng ég milli myndanna. Mér finnst þær raunar allar fallegar, en ég er svo heppinn að ég hef ekkert vit á list, en hesta hef ég dáð frá þvi ég man eftir mér. Þess vegna læt ég hugann reika til þeirra er ég horfi á iþessar myndir. Myndirnair hafa líka þann stóra kost að þær heita ekki neitt. >ú getur gefið þeim það nafn sem þér sjálfum líkar. Ég staðnæmist fyrst framan við þrjá liggjandi hesta. Þeir minna mig á langferð á hest- um, þar sem þeir að loknu löngu erfiði, hvílast á sléttum bala. Einn þeirrá sefur gireini- lega vært og lætur ekkert trufla sig, en sá í miðjunni gefur listamanninum gaum, sperrir eyrun, en stendur þó ekki á fætur. Sá lengst til vinstri virðist hnálegur lítill hestur, sennilega viljugur og lipur töltari, en klárgengur. Á veggnum hinum megin eru tveir hestar að velta sér. Þetta mótív hef ég aldrei fyrr séð á mynd og raunar ekki þegar kalt er. Hann lyftir fót unum eins lítið og hægt er og allar hreyfingar vu hægair og silalegar. í miðjum boganum er stór og glæsileg mynd af hestum sem etja sér. Þeir eru með gapandi granir og maður heyrir þá blátt áfram frýsa: Þetta eru sýnilega stríðaldir gaéðingar með þrótt í hverri hreyfingu. Ég gæti vel trúað að þessir hestar myndu bregða á leik þótt búlð væri að ríða þeim í langfeirð allan daginn. Á öðrum stað eru hestar bak við hlið. Maðurinn hefur hneppt þá í fjötra girðingar- innar, en hestarnir bíta með sömu róseminni, sáttir við ör- lög sin. í morgunljómanum standa hestar á beit úti á nesi. Fyrstu geislar sólarinnar gera þá sam iita jörðinni. '■•'’í .. ,.v., .. komið auga á það fyrr hve skemmtilegt það er. Hversu oft hefurðu ekki séð klárana þína velta sér, iða í moldarflaginu, teygja sig og sperra alla anga út í loftið, hrista af sér okið, sem á þá hefur verið lagt á löngum spretti. Og þarna er lítil mynd af tryppum og tveimur fullorðn- um hrossum á hjarnbreiðu. Einkenniiegt hve listamaður- ■ inn nær hinni fullkomnu ró, sem hvílir yfir hverri hreyf- ingu hestanna í kuldanum. Hesturinn er vitur og hann eyðir ekki orkunni til ónýtis Á enn einni mynd er hest- urinn í aftanskini, svo daufu, að aðeins mótar fyrir honum. Líklega hefur lítil mynd hrifið mig mest. Kvöldsólin kastar geísi | n á fjall í bak- sýn, .forgrunnurinn er svart og blátt hraunið, en eftir hraunbrúninni gengur frjáls og ákveðinn hestur að leita sér betra haglendis. Hann lyftir hátt fæti og makkinn ber vott um að hann veit hvað hann vill. Sjálfstæður og óháður öllum á hann, og hann einn, þetta hraunbrunna land. — vig. STAKSIFIWAR Heimastílar puntudreng j anna í fyrradag var umræðum hald- ið áfram á Alþingi um embætta- veitingar og fleira, og stigu nú puntudrengir I'ramsóknar, Jón og Einar, aftur i pontu með vel undirbúni heimastila, enda höfðu þeir haft tvo sólarhringa til und- irbúnings. Það er sem sagt það allra minnsta, sem puntudreng- irnir þurfa til þess að geta tekið þátt í hörðum umræðum, að þeir fái alltaf svo sem cinn eða tvo daga til þess að undirbúa svör sín við því, sem fram kemur í umræðunum. Enda kom það í ljós, þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, beindi til þeirra ákveðnum fyrirspurnum í umræðunum í fyrradag, að harla Iítið varð um svör. Puntudreng- imir þurfa nefnilega langan tíma til þess að undirbúa sín svör. Litlir karlar Það sem tvímælalaust hefur vakið mesta athygli í þeim um- ræðum, sem fram hafa farið á Alþingi undanfarna daga um þessi mál er, að þeir af yngri mönnum Framsóknarflokksins, sem flokkurinn hefur bundið mestar vonir við, menn eins og Einar Ágústsson, Jón Skaftason og Ingvar Gíslason hafa sýnt það í þessum umræðum, að þeir duga ekki þegar á reynir. Þeir hafa ekki reynzt vera menn til þess að standa í hörðum umræðum og mikilli baráttu, og var dómur allra sem á hlýddu á þá lund, að Framsóknarmenn hefðu farið algerlega halloka í þessum um- ræðum. Auðvitað hlýtur þetta að vera mörgum Framsóknar- mönnum töluverð vonbrigði. Þeir hafa margir talið, að úr hópi þessara þriggja manna væri hægt að velja næsta leiðtoga flokksins og a.m.k. tveir af hin- v um þremur puntudrengjum Fram sóknarmanna hafa talið sig sjálf- kjöraa til forustu. En öllum er nú ljóst að til þess duga þessir herramenn ekki, þeir duga ekki þegar í harðbakka slær. Það er sá lærdómur, sem Framsóknar- menn geta dregið af þeim um- ræðum, sem fram hafa farið á Alþingi í þessari viku. Eysteinn brögðóttur Auðvitað hefur Eysteinn Jóns- son, sem þekkir sína menn, vitað ósköp vel að þessir þrír puntu- drengir hans mundu ekki duga í umræðunum. Eysteinn hefur svo sem kunnugt er, verið mjög valtur að undanförnu og á- hrifarík öfl innan Framsóknar- flokksins, vilja bola honum úr formannsstöðu. Augu sömu manna hafa beinzt ýmist að Ein- ari Ágústssyni eða Jóni Skafta- syni, sem eftirmanni Eysteins. Þetta vissi Eysteinn og þess vegna tefldi hann puntudrengjum sín- um fram í þessum hörðu um- ræðum, til þess að gera lýðum ljóst, að þeir væru til einskis nýtir og að hagur Framsóknar- flokksins undir þeirra forustu mundi ekki vænkast, nema síður " væri. Þetta sýnir, að Eysteinn er brögðóttur og séðtir í barátt- j unni, og á þeim brögðum hans j hafa þeir fallið Einar, Ingvar og | Jón. Það tekur þá vafalaust j langan tíma að bæta upp þá ■ útreið, sem þeir hafa fengið á j Alþingi undanfarna daga, og j vinna á ný tiltrú flokksmanna sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.