Morgunblaðið - 27.11.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.11.1965, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLAÐIÐ i Laugardagur 27. nóv. 1965 RABBAD VIÐ JON A LAXAMÝRI Ný gerð leigubílo hér Ei hér væri engin gréðurmold, þú væri hér engin þjéð ÞÓTT VIÐ gjarna viljum fylgj- ast með öllum nýjungum á sviði landbúnaðar megum við ekki al- veg gleyma því að oft getur það verið gott, sem gamlir kveða. Við erum kannski ekki ávallt sammála þeim, en við megum aldrei flýta okkur svo að við gefum okkur ekki tíma til að hlusta á þá. hessvegna setjumst við niður og röbbum nokkra stund við gamlan þul og reynd- an bónda, Jón E. Þorbergsson á LaxamýrL Fyrst segir hann okk ur almennar fréttir úr héraði. — Það spratt seint hjá okkur í vor og alltaf var heldur kált í sumar og spretta varð aldrei mjög mikil. Nýting á heyjum var þó góð hjá okkur og hey- skapur í meðallagi. Garðávextir voru hinsvegar rýrir. — Og hverju vilt þú svo spá inn 1 framtíðina og hvaða hug- leiðingar hefir þú um hags- munamál bænda? — Ég tel bændur varða mest að hirða til fulls og nota bú- peningsáburðinn. Þeir þurfa einnig að fá jarðvegsrannsóknir 1 túnin til þess að vita hvemig á að bera á. Þá tel ég að bænd- ur þurfi að auka útflutning land búnaðarvara til þess að fá meiri peningaveltu í landbúnað inn svo meira sé hægt að fram kvæma. Við eigum að draga úr því að flytja vöruna út sem hrá efni og fullvinna hana betur heima áður en hún er flutt út og stefna verður að því að eng ar útflutningsuppbætur þurfi. Ég tel að flytja megi út án upp- bóta, sauðfjárafurðir svo sem unna ull og ullarafurðir og aðr ar afurðir af sauðfé, sem betur eru unnar en nú er gert, hesta, vatnaíisk og jafnvel heymjöl og heyköggla. Mér virðast engar líkur til að hægt verði að flytja út mjólkurafurðir, enda er nú sú breyting á döfinni að bændur eru að draga úr mjólkurfram- leiðslunni og hefja sauðfjárrækt f staðinn og auka fjölbreytni í framleiðslu. Mér þykir trúlegt að ekki líði langt þar til vöntun verður á mjólk og mjólkurvör- um hér í landinu. — Ég er nýkominn ofan úr Borgarfirði, heldur Jón áfram. ■— Þar hitti ég m.a. tvo bændur, sem haft hafa um tugi ára hvor um sig þetta 25—30 mjólkandi kýr. Nú eru þeir báðir alveg hættir við kúabúskapinn en fara inná sauðfjárrækt, svína- rækt og fleira. Þá er þess að geta að það er miklu meiri vinna ▼ið kýrnar. Einnig hafa sauðfjár efurðir hækkað og verðhlutfall ið milli þessara afurða batnað og loks er þess að geta að saUð- fjárpestirnar eru ekki sá vágest ur sem þær voru. Annars finnst mér nú að miðað við margt annað væri ekki hátt verð á mjólk þótt líterinn kostaði 10 kr. Tökum t.d. gosdrykki og öl, sem ▼íða er selt á miklu hærra verði. — Þar er mín skoðun að land Jón E. Þorbergsson. búnaðinn eigi að reka sem út- flutningsatvinnuveg vegna þess að hér er svo mikil gróðurmold sem lítið er notuð. Allir vita að sjórinn getur brugðist. Það er alþjóðarnauðsyn að byggðin í sveitunum aukist en dragist ekki saman. Mér dettur í hug í þessu sambandi að félagsskap- ur er stofnaður um allt milli himins og jarðar. Því eru ekki stofnuð félög í Reykjavík og öðrum stærstu bæjum landsins, sem hafa það að markmiði að styðja og hjálpa ungu fólki, sem vill setjast að við búskap í sveit? Og enn segir Jón: — Það þarf að efla skilning fólks í þéttbýl- inu á þýðingu landbúnaðarins fyrir þjóðina. Þrátt fyrir hina miklu fólksflutninga úr sveitun um til kaupstaðanna undan- fama áratugi er þó talið að land búnaðurinn framleiði vörumagn og verðmæti um 6 hluta á móti 7 borið saman við sjávarútveg- inn. í því sambandi má líta á það að lagt hefir verið margfalt meira fé í sjávarútveginn og hann flytur inn framleiðslutæk- in til sinna þarfa, en aðalfram- leiðslutæki landbúnaðarins eru innlend, þar sem er sjálfur bú- fénaðurinn. — Nýlega heyrðist í útvarp- inu hjáróma rödd um landbúnað inn frá sjálfum viðskiptamála- ráðherra þjóðarinnar. Var jafn- vel gefið í skyn að landbúnaður inn væri fjárhagslegur dragbít- ur á þjóðinni og þá einkum fár- azt um uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir, sem hann taldi að yrðu fyrir eitt ár um 180 milljónir króna. Þetta er lítil upphæð, þegar athugaður er sá beini og óbeini hagnaður, sem þjóðin hefur af landbúnað inum. Segja má að landbúnaður inn brauðfæði þjóðina sem gerir henni kleift að byggja upp aðra atvinnuvegi. Ætti t.d. sjávarút- vegurinn að gegna því hlutverki er ég hræddur um að lítið yrði Framh. á bls. 23. Hin nýja Checker leigubifreiff. ÞEIR sem verzla mikiff viff leigubilstöðina Steindór hafa eflaust veitt atliygli nýrri gerff leigubifreiðar, sem ný- lega er þar fariff að nota. Bif- reiff þessi nefnist Checker og ber öll einkenni leigubifreiða, eins og þær eru erlendis, enda má glöggt sjá það á mynd- inni hér að ofan. Mbl. hafði nýlega samband viff Kristján Steindórsson, sem hefur um- boð fyrir þessar bifreiffir hér, og spurðist nánar fyrir um þær. Hann kvað þær vera byggð- ar af Checker Motar Corpor- ation en þær verksaniðjur eru í Kalamazoo Michigan- fylki í Bandarikjunuim. Verk- smiðjur þeasar hefðu um 40 ára skeið ætíð lagt böfuð- áherzluna á smíði leigubif- , reiða, þótt þær byggðu einnig fólksþifreiðir. Chackertoifreið- in væri nú ein mest selda leigutoifreiðin 1 Bandarfkjun- um. Krtstján sagði ennfremur, að þar sem Chceker væri sér- staklega by.ggður sem leigu- bifreið, hefði hann ýmsa kosti fram ylfir venjulegar fólkstoif- reiðir. Hann væri t.d. á tvö- faldri grind, sem styrkti bif- reiðina að sjálfsögðu mikið, og rúmtoetri, því að hann væri t.d. tveimur þumlung- um breiðarí og hærri en Chevrolet-toifreiðimar, sem Steindór notaði nú. Kristjón kvað útlitsbreytingar á bif- reiðinni vera mjög hægar og mætti reifcna með að útlit það, sem væri á bifreiðinni nú, yrði eins næstu fknm árin. Vélin í Checker er sex strokka og 140 hestatfla, smíðuð atf General Motors sérstaklega fyrir Ohecker-veriksmiðj um- ar. Réttur maður á réttum stað Maður að nafni Halldór Pétursson er nýkominn heim eftir sjúkralegu í Kaupmanna- höfn og skrifar okkur bréf til þess a'ð láta í ljós þakklæti sitt vegna einstakrar umhyggju, sem séra Jónas Gíslason, prest urinn okkar í Höfn, sýndi hon- um. Birti ég nokkrar glefsur úr bréfinu: „Mér varð það strax ljóst, þeg ar ég hafði tekið í hönd hans, að þarna var á ferðinni það, sem ég kalla, mennskur mað- ur. Ég legg sérstakan skilning í þetta orð. Éftir að við höfðum heilsazt og skipzt á nokkrum orðum, spurði hann hvað hann gæti gert fyrir mig. Ég þakkaði og tiltók það, sem mig vanhag- aði mest um, en hann hélt á- fram að spyrja, hvort hann gæti ekki gert eitthvað fleira. Fyrir utan urnhyggjuna, sem hann sýndi mér, er ma'ðurinn svo drengilegur og bráðskemmti legur, að viðurvist hans flýtir fyrir bata. Honum leikur á tungu að tala um hvað sem er, jafnt bókmer.ntir sem dægur- mál. if Gat ekki orða bundizt „Ég hitti allmarga ís- lendinga þarna úti og allir sögðu sömu söguna, þegar minnzt var á séra Jónas. Þeir sögðu; að hann væri alltaf á ferðinni á milli sjúklinga: Sækti þá á flugvöllinn, ef hann hefði veður af komu þeirra — og fiytti þá þangað, sem þeir ættu að fara. Þessar frásagnir komu mér ekki á óvart, því að hann útvegaði mér hótelher- bergi, þegar ég fór af sjúkra- húsinu, en ég átti að dveljast þarna nokkra daga eftir leguna og koma reglulega til skoðunar. Hann sótti mig á spítalann og ók mér á hótelið — og ekki nóg með það: Um kvöldið skauzt hann til mín til þess að athuga hvernig mér liði. Það hefðu ekki margir gert“. „Nú á tímum snúast flestir i kring um gullkálfinn. En eng inn þarf að efa, að við slík störf er þessi ágæti máður ekki að vinna til fjár, heldur að lið sinna þeim sem hjálpar eru þurfi — og hann sparar hvorki tíma né fyrirhöfn. — Ég get ekki' orða bundizt vegna þess- arar einstöku alúðar og hjálp- semi, en þeir, sem eru heilir heilsu skilja ef til vill ekki mál- ið til hlítar — hve mikils virði þetta var mér í öðru landi“. it Það verður að hafa það „En hugsið ykkur sjúkl- ing á sjúkrahúsi í ókunnu landi, lítt færan í málinu — þekkjandi fáa, e'ða engan. Allt í einu birt ist slíkur maður við rúmið hans og innan stundar veit sjúkling- urinn, að þarna á hann víst at- hvarf með þau vandamál, sem hann getur ekki sjálfur leyst úr. Og þetta hefur ekki lítil á- hrif á andlega og líkamlega líð an, það breytir öllu“, „Þegar hringt er heim til séra Jónasar, er alltaf svarað á íslenzku og skilaboð eru skrif- u‘ð niður. Ég hugsaði með sjálf um mér, að þessi erill reyndi ekki svo lítið á heimili hans — og að hann mundi sjálfsagt eiga góða konu. Kannski þyngi ég á séra Jón asi með þessum línum. En þaS verður að hafa það. Ég get ekki þaga’ð yfir þessari einstöku og ómetanlegu aðstoð og góðvild“, Gott starf Þetta segir Halldór Pét- ursson. Það er Velvakanda ánægjuefni að birta þessar lín ur, því hann hefur haft náin kynni af starfi séra Jónasar fyrir íslenzka súklinga í Kaup- mannahöfn. Ég þekki nefni- lega fyrrverandi sjúklinga, sem segja það sama og Halldór Pét ursson — og oftar en einu sinni hef ég hitt séra Jónas í sjúkra- vitjun á Ríkisspítalanum í Kaup mannahöfn. Þangað kom hann nær daglega — þann tíma, sem ég hafði kynni af starfi hans —. heimsótti sjúklinga, bauð að- stoð sína, talaði við læknana, kynnti sér ástand og batavon- ir íslendinganna og skrifaði heim til vandamanna, þegar þess gerðist þörf í Kaupmanna- höfn hefur séra Jónas unnið mjög gott starf. Ekki aðeins með því að veita fyrirgreiðslu og vera boðinn og búinn til þess að hálpa þeim. sem þurfa að- stoðar með ,heldur líka — og ekki síður — með heimsóknum sínum til sjúklinga, ljúfmann- legri framkomu og örfandL Hann er eini íslendingurinn, sem margir sjúklingar okkar ytra sjá þann tíma, sem þeir eru í sjúkrahúsi. Kaupmcnn - Kaupfélög Nú er rétti tíminn til að panta Rafblöður fyiir veturinn. Bræðurnir Urmsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Simi 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.