Morgunblaðið - 27.11.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.11.1965, Blaðsíða 28
Lang stærsta og íjölbreyttasta blað landsins Helmingi utbreiddara en nokkurt annað islenzkt blað Tveir stórir nýir hitaveitugeymar Ræft um sfadsetningu þeirra á Öskjuhlið UNNJf) er aS staðsetningu nýrra hitaveitugeyma og var það mál rætt á síðasta borgarráðsfundi. Ætlunin er acJ byggja tvo geysi- stóra geyma, sem taka svipað magn og allir gömlu geymarnir og reiknað með að þörf verði á að fá þessa geyma á næsta ári. Ekki hefur geymum þessum verið endanlega valinn stáður, en þeir þurfa að vera á öskjuhlíð- inni. Er einkum rætt um tvo staði. Annar er uppi á Litlu hlíð- inni, í nánd við gamla Golfvöll- inn. Hinn er' utan í öskjuhlíð- inni sjáifri, ofan við nýju Slökkvistö'ðina. Er þá miðað við að geymarnir standi nálægt hvorum öðrum, en þó með bili á milli og standi það neðar- lega í brekkunni að hæsta brún þeirra sé jöfn efstu brún gömlu hitaveitugeymanna. Gert er ráð fyrir a’ð þetta verði stálgeymar, sem koma til- búnir og þyrfti aðeins að gera undirstöður að þeim og svo leiðslur í dælustöðina. Lýst eftir mönn- um í Hvassahrauni Laus embætti hæstaréttar- dómara og sýslumanns DÓMS- og kirkjumálaráðuneyt- ið auglýsir dómaraemibætti við Hæstarétt íslands laust til um- sóknar. Er umsóknarfrestur U1 15. desember. Einnig er í sama Lögbirtinga- blaði auglýst laust bæjarfógeta- embættið á Siglufirði. Umsókn- arfrestur er til 20. desember. t ------------------ )Í HJÁLPARSVEIT skáta í Hafn- arfirði var kölluð út kl. 10 í gær- I færðina þar má geta þess, að menn sem voru að smala fé kvöldi til að leita tveggja manna í Krýsuvík í fyrradag og voru í Hvassahrauni. Þegar Hjálparsveitin var í þann veginn að hefja leit kall- aði vegalögreglan upp Gufunes og tilkynnti að mennirnir væru komnir fram heilu og höldnu. Reykvískir fjáreigendur hafa beitarréttindi í Hvassahrauni. Og í gærmorgun voru tveir menn sendir þangað til að leita kinda. Ætluðu þeir að vera komnir kl. 4—6 síðdegis á veginn hjá Kúa- gerði, þar sem bílar biðu. Er þeir voru ekki komnir kl. 10 í gærkvöldi bað Sæmundur Ólafs- son hjá Fjáreigendafélaginu um að beirra yrði leitað. Á þessum slóðum var ekki slæmt veður í gærkvöldi, en jþungafært. f>arna er úfið apal- hraun, erfitt yfirfrðar og kom- inn snjór í þáð. Sem dæmi um Dælustöð í bygg- ingu við Bolholt ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka tilboði Sigurðar U. Árnasonar um byggingu dælustöðvar Hita- veitu Reykjavikur við Bolholt. Tilboð hans hljóðaði upp á 5.1 millj. kr. Uegar er byrjað á þessari dælu stöð, sem á að verða til’búin i júní næstkomandi. Dælustöðin í Bolholti á að dæla úr Reykjavík urholunum í aðalæðar Oig einnig í hverfið í kringum sig. Verða bráðabirgðadælurnar sem eru í kofunum neðan við Suður- landsbraut, fluttar þangað og fleirum bætt við. með fé á bíl sátu fastir í heilan dag. Fundur Sjálf- stæðisfélagsins á Sauðárkróki SJÁLFSTÆDISFÉLAGIÐ á Sauðárkróki hcldur almennan fé- lagsfund næstkomandi mánudag kl. 8:30 í félagsheimilinu Bifröst. Fundarefni: 1. Skólamál, fram- sögumaður Björn Daníelsson skólastjóri. 2. Bæjarmál, fram- sögumaður Rögnvaldur Finnáoga son bæjarstjóri Sjálfstæðisfólk er hvatt til að fjölmenna. í gær var kveikt í bálkest- inum í Laugarnesi, og er þetta ekki í fyrsta skipti, sem slíkt ódæði er framið hér í borg. Börnin, sem standa að þess- um bálköstum hafa lagt í þá mikla fyrirhöfn, tíma og pen- inga og skyndilega standa þau yfir rjúkandi öskunni af þess- um köstum, vegna þess að skemmdarfýsn einhvers ó- >okka gat ekki fengið útrás á annan hátt. í þetta skipti mun barn eða unglingur hafa verið að verki, en ef upp kemst, eins og oftast er reynd in, að fullorðinn maður hafi framið þetta ódæði ber að refsa fyrir það harðlega. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) Þrólót norðanátt NORÐANÁTTIN er þrálát og sást ekkert lát á henni í gær. Á Norðausturlandi gekk á með dimmum éljum, en sunnaniands var bjart veður. Mildast var á Daiatanga Ó°, en 12 stiga frost á Hveravöllum. Matreiðsliimeim FÉLAG matreiðslumanna hefir boðað vinnustöðvim bjá Skipa- útgerð ríkisins frá og með 5. desember hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Flugfél.menn kynna sér þoturekstur í Þýzkalandi NOKKRIR Flugfélagsmenn eru um þessar mundir í heimsókn hjá þýzka flugféiaginiu Lufthansa, í Hamborg. Eru þeir að kynna sér ýmislegt í sambandi við rekst ur þota, svo sem flugreksturinn, viðhald vélanna og fleira. Fyrir hópmum eru forstjóri Flugfélags ins, Öm Joihnson, og varaformað- ur stjómarinnar, Bergur Gísla son. Þeir, sem fóru utan, eru aðal- lega þeir menn, sem voru í nefnd unum er unnu að athugun á þotu kaupum félagsins: Jóhann Gísla- son, yfirmaður flugrekstursdeild ar; Jóhannes Snorrason, flugstj., Bjöm Guðmundsson, flugstjóri; yfirflugvirkjarnir Brandur Tóm- asson og Jón M. Pálsson; Birgir Þorgiisson, deildarstjóri sölu- deildar og Einar Helgason deild arstjóri umferðardeildar. Þess má geta að Lufthansa hef ur á sínum flugleiðum, á milli- vegalengd, þotur af gerðinni Boing 727. Örn Johnson og Birgir Þor- gilsson faæa siðan áfram á fund Evrópuflugfélaganna í Múnehen, en þeir eru haldnir 1—2svar á ári. Kíjartan Thors helðraður FREDERIK IX Danakonungur héfur sæmt Kjartan Thors, framkvæmdastjóra, kommand- þrkrossi Dannebrogorðunnar. Sendiherra Dana afhenti honum heiðursmerkið. (Frá danska sendiráðinu). Líklegt að togararnir geti hagnýtt sér þýzku síldarvörpuna — en mikilla tilrauna er þörf áður, segir Marteinn Jónasson, framkvæmdastjóri MARTEINN Jónasson, annar framkvæmdastjóri Bæjarút- gerðar Reykjavíkur, var fyrr í vikunni einn sólarhring nm borð í vestur-þýzka skuttog- ara á miðunum út af Aust- fjörðum til þess að kynna sér veiðar á síld með flotvörpu af nýrri gerð, sem Þjóðverjar hafa tekið í notkun hér við land fyrir skömmu. Mor-gunblaðið hefur snúið sér til Martekis, sem er reynd ur togaraskipstjóri, og beðið hann að segja frá þessium veið um. Hann sagði: — Fyrir atbeina Friðlþjófs Jóhannessonar, þýzka ræðis- mannsins á Paitreksfirði, fékk óg og Kristinn, sonur Frið- þjófs, að fara um borð í iþýzka verksmiðjutogarann Carl Osc ar Kemp, sem er 1430 tonn að sfcærð, til að Æylgjasit með veiðum síldarinnar í flotvörpu. Við fórum fyrst til Seyðisfjarð ar og þangað kom togarinn til að sækja hluit úr ratsjánni sem hafði verið til viðgerðar í Reykjavík. — Carl Oscar Keimp lagði aftur úr höfn um M. 10 á mánudagskvöld og hélt áleiðis á miðin, sem voru í þetta sinn 54 sjómíliur réttvísandi austur af Gerpi. — Þegar þangað kom var þar fyrir geysimikiil floti, að mestu rússneskir reknetalbát- ar. Munu það hafa verið yfir 400 skip. Ljósahafið var Mkast því, er blasir við þegar siglt er að kvöld- eða næturlagi inn Éngeyjarsiund á leið til Reýkjavíkur. Þar var strax löðað á síild, en þar sem fcog- arinn hafði veitt svo mikið daginn áður að ekki var búið að vinna upp aflann og vegna þess að erfifct var að átta sig á hvernig reknetin lágu í sjón um, þorði skipstjórinn ekki að kasta fyrr en í birtingu. — Um 10-leytið um morg- uninn var búið að finna all- góðar síldarlóðningar niðiur á 30^0 metra dýpi. Þá var vörp- unni kastað og sökkt þangað sem síldin var. Það er gert með hjálp sérstaks mælis, sem sýnir (hversu stórt opið er á vörpunni og hversu djúpt hún er í sjónum. — Vandinn við veiðarnar er fynst og fremst fólginn í því að hafa vörpuna í því dýpi, sem síldin mælist á dýpt anmæilinuim, sem kaliast vönpudýptarmælir. — Við vorum einn sólar- hring um borð og var hann einn hinn lélegasti hvað afla- brögð snerti um langit skeið, enda komin mi'kil bræla, 6-7 vindstig. Togarinn fékk frá þremur og upp í tólf tonn í hali og togtíminn var frá 15 og upp í 30 mímútur. — Flotvarpa þessi er árang- ur af geysimiklum ransóknum ©g tilraumum Þjóðverja und- anfarin ár, en í Hamlborg hafa þeir fiskirannsóknarstofnun og ein deild hennar vinrtur ein göngu að rannsóknum á því, hvaða veiðarfæri gefa beztu raun á hverjum tíma. — Það má segja ,að það sé fyrst múna í þessum mánuði, sem sí'ldarvarpa þessi er not- uð við fslamd. Netagerðarverk smiðjan Engel í Kiel hefur framileitt þær fjórar vörpur, sem teknar hafa verið í notk- un á íslandsmiðum. Þær eru um borð í fcogurunum Johann Kemp Cirius og Husum, auk Cari Oscar Kemp. — Togarinn var búinn að vera hér í 17-18 daga og hafði aflað mijög vel. Síldin er flök- uð og fryst um borð, en úr- gangurinn bræddur. Hann fer nú heim með 500 fconn a£ fryst um silldarflökiuna, auk mjötls og mun það samsvara þvd, að tog Framh. á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.