Morgunblaðið - 27.11.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.1965, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 27. nóv. 1965 Knútur IlaUsson, Otto Pick, Robert Abdesselam og Ólafur Egilssoa á Reykjavíkurflugveili t gærkveldi. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Tveir erlendir fyrirlesarar ræða Atlantshafssamstarfið NÆSTÚ daga hefur Mæðra- styrksnefnd ' starfsemi sína,. en þa'ð er venja hennar að byrja söfnun sína fyrstu dagana í des- ember. Á íundi með fréttamönn- um í gær skýrði forstöðukona nefndarinnar frá því að nú hefði að venju verið sendur iisti til verzlana og fyrirtækja, og kváð- ust þær vonast eftir gó’ðum und- irtektum. Þær sögðu ennfremur, að í ár myndi Mæðrastyrksnefnd- in ekki hafa samvinnu við Vetrarhjálpina, eins og verið hefði undanfarin ár, hún nyti ekki neins framlags og hefði nú ekki skáta til þess að safna fyrir sig. Þess vegna yiði hún að HifasfigiS mælt Akranesi, 26. nóv. BÆJARSTJÓRNARFUNDUR var haldinn hér í dag og hófst kl. 4. Fundarefni var reikning- ur bæjarins fyrri umræða. Jarðborunarme.nnirnir á Still- holtinu mældu í morgun hitastig vatnsins á botni holunnar á 25 metra dýpi og reyndist vatnið 7 J/2° heitt. treysta algjorlegá á góðviíd borg arbúa. Skrifstpfa Mæðrastyrks- nefndatinnar yrði að Njálsgötu 3 og hún yrði opnuð á fimmtudag n.k. Yrði hún opin daglega frá kl. 10.30—6, og yrði ■ þar tekið á móti peningaframlögum og fatnaði, sem alltaf væri vel þeginn. Forstöðukonurnar sögðu enn- frmur, að þeir sem æsktu hjálp- ar Mæðrastyrksnefndarinnar, skyldu senda umsóknir sínar til skrifstofunnar að Njálsgötu 3. Þær kváðust vilja undirstrika það, að þær treystu því nú, að sem flestir létu eitthvað af mörk um ti! þess að gleðja bágstadda um jó!in og vildu um leið þakka þeim, er styrkt hafa Mæðra- styrksnefndina á liðnum árum. Að lokum gerðu þær grein fyrir starfseminni fyrir sl. jól, en þá söfnuðust 400 þús. krónur. Var úthlutáð til um 7—800 fjöl- skyidna, þar af voru um 500 gamlar konur og gömul hjón, um 110 einstæðar mæður með 1—3 börn, 120 ekkjur með 2—7 börn og 54 heimili með 6—13 börn, en auk þess til um 120 sjúklinga á öllum aldri. TVEIÍt erlendir fyrirlesarar komu til landsins í gærkvöldi til þess að flytja fyrirlestra á helgarráðstefnu Samt.aka um vestræna samviirinu, sem hefst í dag kl. 14 í Tjarnarbúð (Odd- fellow-húsinu). Efni ráðstefnunnar er „fram- tíðarsamstarf Atlantshafsríkj- anna“ og verður fjallað um það bæði af innlendum og erlendum sjóniarhóli. Annar hinna erlendu fyrirles- ara er Robert Abdesselam, mál- flutningsmaður og fyrrverandi þingmaður, sem kemur frá París. Hann hefuir haft náin afskipti af allþjóðamálum um árabil, meðal annars setið fimm til sex alls- herjaíþing Sameinuðu þjóðanna og gegnt trúnaðarstörfum innan V-Evrópubandalagsins (WEU). Mun Abdesselam m.a. fjalla um afstöðu de Gaulles til Atíantshafs bandalagsins. Hinn fyrirlesarinn er Otto Pick, aðstoðarfram- kvæmdastjóri „Atlantic Informa tion Center for Teachers" í Lund- únum, sérfræðingur um aiþjóða- mál. Hefuir hann m.a. starfað við brezka útvarpið (BBC), flutt fyrirlestra víða og ritað fjölda tímaritsgreina. Hinir erlendu gestir munu flytja fyrirlestra sína í dag, fyrri dag ráðstefnunnar, og að fyrir- lestrunum loknum munu þeir svara fyrirspurnum. Fundars'tjórl verður Ásgeir Pétursson sýslum. Á morgun (sunnudag) munu þeir dr. Gunnar G. Schratn, rit- stjóri, Jón Skaftason hrl. og alþm. og Benedikt Gröndal ritstjóri og alþm., flytja stutt erindi. Að þeim loknum verða almennar umræður. Ráðstefnunni lýkur svo með síðdegisboði. Heigarráðstefnan hefst kl. 14 báða dagana. Við setninguna i dag munu flytja ávörp foirmaður Samtaka um vestræna samvinnu, Knútur Hallsson deildarstjóri og Emil Jónsson, utanríkisráðhera. Þátttakendur í ráðstefnunni verða félagsmenn í Samtökum. um vestræna samvinnu og Varð- bergi, félagi ungra áhugamanna um vestræna samvinnu ,auk ali- margra gesta. Tal og Spassky tefla 11. skákina. Spassky sigraði í einvíginu við Tai Vann elleftu skákina i gær Moskvu, 26. nóv. — Einkaskeyti til Mbl. frá AP — BORIS SPASSKY sigraði í einvígi þeirra Mikhail Tals um áskorunarréttinn á heimsmeistarann í skák. Tefldu þeir elleftu skák einvígisins í dag og vann Spaasky í 41 leik. Eru þannig fengin úrslit í skákeinvíginu, 7 : 4 fyrir Spassky, sem unnið hefur þrjár síðustu skákirnar í röð, en eftir átta skákir voru keppendurnir jafnir. Skákir einvígisins var áformað að yrðu 12, en telja má nær fullvíst, að hin síðasta þeirra Verði ekki tefid, þar sem úrslit eru fengin. Spassky mun nú heyja einvígi snemma á næsta ári við heimsmeistarann í skák, sovézka skák- manninn Tigran Petrosjan um heimsmeistaratitilinn, en Petrosjann hefur verið heimsmeistari frá 1963. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær er ráðgert, að Spassky komi til Reykjavíkur í janúar n.k. og taki hér þátt í alþjóðlegu skákmóti. Hann er 29 ára gamall og búsettur í Leningrad. Sigur hans gegn Tal nú er mesta skákafrek hans til þessa, en Tal er fyrrverandi heimsmeistari í skák. Morgunblaðið sneri sér, er fréttin hafði borizt um úrslit einvígisins, til skákmannanna Friðriks Ólafssonar og In-ga R. Jóhannssonar og spurði þá um álit þeirra á einvíginu. — Fara svör þeirra hér á eftir. FRIBRIK ÓLAFSSON: Sé það komið á daginn, að Spassky hafi borið sigurorð af Tal, þá er það í samræmi við þá skoðun, sem ég hafði í upphafi myndað mér um gang einvígisins. Spaasky stendur um þessar mundir á hátindi getu sinnar. Það ber jöfn og örugg taflmennska hans að undanförnu ljóslega vott um og þá sérstaklega úrslitin í einvígjum hans við Keres og Geller. Aftur á móti hefur Tal ekki náð að sýna þá tafl- mennsku, sem hann sýndi hér á árunum, þegar hann hreppti heimsmeistaratitilinn og mið að við þann styrkleika, sem hann sýndi þá, má segja, að hann sé í eins konar öldudal nú. Ef til vill er skýringin á því sú, að hann hefur ekki verið líkamlega hraustur að undanförnu. Satt að segja bjóst ég við því, að yfirburðir Spasskys myndu verða meiri en á dag- inn hefur komið. Ég bjóst við því, að hann myndi ná smá- forskoti fljótlega og síðan auka það hægt og sigandi, en Framhald á bls. 27. trastyrksnefnd að fíefja starfsemi sína Hýr bankaútibús- stjóri ú Blönduósi Á BANKARÁÐSFUNDI Búnað- arbanka íslands hinn 25. þ.m. var samþykkt að ráða Guðmund Hrafn Sverrisson, bankafull- trúa til þess að vera útibússtjóri Búnaðarbankans á Blönduósi. Guðmundur Hrafn er 28 ára að aldri fæddur 24. okt. 1937 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- í vík 1957 og réðst það ár til t starfa í Búnaðarbankanuni. Guð mundur hefur gegnt ýmsum störfum innan bankans og áunn- ið sér það trajist, að honum er falin forsjá útibúsins á Blöndu- ósi i stað Hermanns heitins Þór- arinssonar, sem lézt í október- mánuði sl. Guðmundur hefur undanfarið gegnt störfum aðalfulltrúa í hlaupareikningsdeild Búnaðar- bankans. Kvæntur er hann Elísa betu Guðmundsdóttur, Þing FFSÍ hafið TUTTUGASTA og ANNAÐ þing Faraianna- og fiskimannasam- bands íslands var sett kl. 10 í morgun í fundarsal Slysivarna- félagsins á Grandagarði. Forseti sambandsins, Örn Steinsen, setti þingið með ræðu. 1 upphafi máls síns minntist hann þeirra manna er látizt hafa á sjó, frá því síðasta sambands- þing var haldið fyrir tveimur árum, en þeir eru 39 talsins. Risu fundarmenn úr sætum í virðing- arskyni við hina látnu. Örn Steinsen gat í ræðu sinni þeirra mála, er rædd yrðu á þinginu, og þau er helzt varða öryggismál og kjaranaál, auk þess sem lagt yrði fram nýtt lagafrumvarp fyrir sambandið. Að ræðu forseta lokinni flutti Eggert G. Þorsteinsson, félags- og sjávarútvegsmálaráðherra, á- varp og flutti kveðjur og árnað aróskir ti! þingsins frá ríkisstjórn inni og árnaði FFSÍ allra heilla í starfi sínu. Þeir Kristján Thorlacíus, form. Bandalags starfsmanna ríkis- og bæja, og Jón Sigurðsson, formað ur Sjómannasambands íslands, fluttu ávörp fyrir hönd samtaka sinna og fluttu þinginu árnaðar- óskir og kveðjur. Þá var þingfundi frestað til kl. 1,30, og hófst á þeim tíma þingfundur í boðstofu FFSÍ að Bárugötu 11, en þar verður þing ið haldið. Að tillögu kjörbréfa- nefnaar voru samþykkt kjörbréf 51 fulltrúa frá 15 sambandsfélög um. Síðan fór fram kosning þing forseta, var Þorsteinn Árnason vélstjóri kjörinn þingforseti; 1, varaforseti var kjörinn Böðvar Steinþórsson bryti ,og 2. vara- forseti Sverrir Guðvarðsson, stýri maður. Rætt var um skýrslu stjómar FFSÍ og hafði Örn Steinsen fram sögu um hana. Síðan fór fram fyrri umræða um nýtt varp og hafði Böðvar Steinþórs- son framsögu um það af hálfll milliþinganefndar. Að loknum umræðum um skýrslu stjórnar og lagafrumvarp ið var þeim málum vísað til þingnefnda og kl. 18,40 var fundx frestað til kl. 20,00. Guðmundur Hrafn Sverrisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.