Morgunblaðið - 27.11.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.11.1965, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐID Laugardagur 27. nóv. 1965 Nýstárleg keiming í sagnfræði !FYRIR skömmíu barst mér í ihendur ný bók, „ísraelsmenn og íslendingar“, eftir Hilmar Jóns- son, bókavörð í Keflavík.. Er (þet'ta þriðja bók höfundar. Hinar tvær eru: Nýjar hugvekjur útg. í Rvík 1954 og Rismá'l, útg. í Rvíik. 1964. f hinni nýju bók sinni setur Ihöfundur fram næsta nýstárlega Ikenningu í sagnfræði. Hann ger- ir ýtarlegan samaniburð á lögmáli Móse annars vegar, en hins vegar á siðum, háttum og trú forfeðra okkar, landnámsmannanna. Af þessum samanburði kemur það í Ijós, að ótrúlega marga sam- eiginlega drætti má finna með jþessum tveimur þjóðum, Hebre- um og íslendingum. Eitt af því, •em mér finnst allra mest slá- andi, er hinn augljósi skyldleilki Hávamála hinna fornu og Síraks- ~ Ibókar sem er ein af hinum svo- mefndu „apokryfu“ ritum Gamla testamentisins. Hávamá'l telur höfundur ort fyrir kristni og dregur af því þá ályktun, að Síraksbók hafi verið landnem- unum áður kunn. >á bendir hann á hliðstæð hátíðahöld Hebrea og landisnámsmanna, og ýmsa siði, sem voru sameigimlegir þessum itveimur þjóðum og einlkennandi fyrir þær. Og að lokum leiðir hann svo í ljós þá staðreynd að í íslendingasögunum úir og grúir af hebrezkum mannanöfnum. Margt er það fleira, sem hölfund ur minnist á, skoðun sinni til stuðnings. Vitnar hann óspart í kunna fræðimenn, innlenda og erlenda, eldri og yngri. En sjálf- ur telur hann sig standa í mestri þakkarskuld við frænda sinn Runól'f Pétursson, sem lézt árið 1963. Runólfur hafði hinn mesta áhuga á spumingunni um upp- runa fslendinga. Hann var al- sannfærður um, að Hebrear og íslendingar væru af sama ætt- stofni. Lét hann eftir sig allmikil drög að þessum athugunum sín- um, og telur Hilmar þau vera kjarnan í bók sinni. Á vísindalegt gildi umræddrar bókar skal enginn dómur lagður hér. En hitt er víst, að hún hefir feikna mikinn fróðleik að geyma. Hún er rituð á kjarngóðu máli og borin uppi af sannfæringar- hita, án þess þó að rökvísi sé þar misboðið á nokkurn hátt. Enginn, sem hefir áhuga á sagn- fræði eða mannfræði, ætti að láta undir höfuð leggjasí að lesa þessa bók og kynna sér hana vandlega. „ísraeismenn og fslendingar“ er prentuð í prentsmiðjunni „Oddi hf.“ í Reykjavík. Fráigang- ur hennar er góður að öðru leyti en því, að kaflaskipting er ekki nógu greinileg. Prentvillur eru hverfandi fáar. Bjöm Jónsson, Keflavík. EFTIRFARANDI skákir eru númer 4 og 5 í einvígi þeirra Spasskys og Tals. Fjórða skákin er mjög til- breytingalítil og uppskipti urðu snemma á mestöllu liðinu. Byrj- unin er Nimzoindversk vörn. Hvítt: B.-Spassky. S.vart: M. Tal. 1. d4, Rf6. 2. c4, e6. 3. Rc3, Bb4. 4. e3, 0—0. 5. Bd3, d5. 6. Rf3, c5. 7. 0—0, dxc4. 8. Bxc4, Rbd7. 9. a3, cxd4. 10. exd4, Bxc3. 11. bxc3, Dc7. 12. Dd3, e5. 13. Rxe5, Rxe5. 14. dxe5, Dxd5. 15. Dg3, Dxg3. 16. hxg3, Be6. 17. Bxe6, fxe6. 18. Hel, Kf7. 19. Hbl, b6. 20. a4, Hfc8. 21. a5, Rd5. 22. axb6, axb6. 23! Be3. Jafntefli. FIMMTA SKÁK Hvítt: Tal. Svart: Spassky. Spánski leikurinn. 1. e4, e5. 2. Rf3,Rc6. 3. Bb5, a6. 4. Ba4, Rf6. 5. 0—0, Be7. 6. Hel, b5. 7. Bb3, 0—0. 8. c3, d5. 9. exd5, Rxd5. 10. Rxe5, Rxe5. 11. Hxe5, c6. 12. Bxd5, cxd5. 13. d4, Bd6. 14. He3, Dh4. 15. h3, Df4. 16. He5, Df6. 17. Hel, Dg6. 18. Df3, Bf5. 19. Be3, Be4. 20. Dg4, h5. 21. Dxg6, Bxg6. 22. Rd2, f6. 23. Rb3, Bf5. 24. Rc5, Bxc5. 25. dxc5, Bd7. 26. Hadl, Bc6. 27. h4, Hfe8. 28. f3, Kf7. 29. Kf2, Hh8. 30. Hd2, Hae8. 31. Hde2, He6. 32. Bf4, Hxe2f. 33. Hxe2, He8. 34. Hxe8, Bxe8. 35. g4, g6. 36. b4, Bc6. 37. Ke3, Ke6. 38. Kd4, Kf7. 39. Bc7, Ke7. 40. Bxd6f, Ke6. — Hér fór skákin í bið, en síðar sömdu keppendur um að skipta með sér vinningnum. Staðan eftir 6 skákir er þannig að Spassky hefur hlotið 3 vinn- inga gegn 3 Tals. í DAG LAUGARDAG verður hlutverk em sem kunnugt er í leikrit Arthur Millers, ,,Eftir leikin af Rúrik Haraldssyni * syndafallið“ sýnt í 18. sinn í og Herdísi Þorvaldsdóttur og | Þjóðleikhúsinu. Aðsókn að hlutu þau mjög góða dóma i leiknum hefur verið góð. fyrir túlkun sína á þessum J Ákveðið er að hætta sýn- hlutverkum. Myndin er af J ingum á leiknum fyrir jól, og Rúrik Haraldssyni og Bríeti 1 eru því aðeins eftir fjórar Héðinsdóttur í hlutverkum i sýningar á þessum leik. Aðal- sínum. [ Samb. Dýraverndunar- félagsins skorar á Alþingi STJÓRN Sambands dýravernd- unarfélaga fslands samþykkti ein róma á fundi sínum laugardag- inn 20. nóvember 1965 eftirfar- andi áskorun: Stjórn Sambands dýraverndun arfélaga íslands leyfir sér að ■beina þeirri áskorun til háttvirts Alþingis varðandi frumvarp það til laga um fuglaveiðar og fugla- friðun, sem nú er til umræðu á Alþingi: 1. Að lög nr. 50/1965 um eyð- ingu svartbaks verði felld úr gildi eins og lagt er til í frum- varpinu. 2. Að inn í 2. málsgr. 11. gr. verði bætt „. .. . enda verði ekki komið í veg fyrir tjón með öðru móti“. Önnur málsgrein orðist þá þannig: „>ar sem grágæsir valda mikl- um og almennum spjöllum á nytjagróðri, getur ráðuneytið, að fengnum tillögum Fuglafriðunar- nefndar, veitt hreppstjórum fyr- ir hönd veiðiréttanhafa í um- dæmum sínum undanþágu frá friðunarákvæðum laga þessara, að því er veiði grágæsa varðar, enda verði ekki komið í veg fyr- ir tjón með öðru móti. >á skal taka grágæsareggja heimil, þrátt fyrir ákvæði 8. gr., án þess að sækja þurfi um leyfi til eggja- tökunnar. Greinargerð: 1. Rök fyrir niðurfellingu laga nr. 50/1965 um eyðingu svartbaks hafa verið mjög ræki- lega sett fram af formanni Fugla- friðunarnefndar. Umfram það, sem hann gerir að meginatrið- um, árangursleysið og kostnað- inn, leyfir stjórn SDÍ sér að benda á þá staðreynd, að umferð með skotvopn á víðavangi á þeim tíma, sem fuglar njóta alfriðun- ar, verður til þess að stórauka deyðingu fugla yfirleitt. Fugla- dráp aðvífandi skotmanna á frið- unartíma fugla hefur farið vax- andi með ári hverju, og yrðu á- kvæði umræddra laga til að auka það enn frekar. Vörzlu- menn veiðiáa og veiðivatna telja fugladrápið af völdum skot- manna orðið svo gegndarlaust, að á sumum landssvæðum hafi algengum fuglum stórfækkað. kveður svo rammt að þessum á- gangi skotmanna úr ýmsum átt- um, að til orða hefur komið, að umráðamenn eða vörzlumenn á- kveðinna landssvæða fái heimild til að leita í farartækjum og far- angri þeirra, sem ferðast vilja um þessi svæði. 2. Út af ráðstöfunum til þess að hefta tjón af völdum grágæsa, leyfir stjórn SDÍ sér fyrst og fremst að benda á, að dr. Janet Kear lagði í ritgerðum sínum um íslenzku grágæsirnar höfuð- áherzlu á ýmsar varnarráðstaf- anir aðrar en þær að deyða gæs- ir með skotum eða smala þeim NÆSTKOMANDI sunnudag, h. 28. þ. m„ efnir Skógræktarfélag Hafnarfjarðar til kynningarfund- ar um skógrækt og gróðurvernd. Fundurinn verður haldinn í Góð- templarahúsinu í Hafnarfirði og hefst hann kl. 4 e. h. Á fundinum mun Hákon Guð- mundsson, formaður Skógrækt- arfélags íslands, flytja ávarp. Ingvi >orsteinsson, magister, ræðir um gróðurvernd og sýnir litskuggamyndir og Hákon Bjarna son, skógræktarstjóri, flytur loka orð. Kvikmyndasýning. Um þessar mundir stendur yfir í Hafnarfirði gluggasýning á veg- um Skógræktarfélags íslands. Er þetta farandsýning, sem áður hef ur verið í Reykjavík, á Akur- eyri og Húsavík. í Hafnarfirði hefur sýningunni verið komið fyrir að Vesturgötu 2, í húsa- í sárum, þegar þær eiga sér enga leið til undankomu. >á benti hún einnig á og færði að því sterk rök, að ekki væri unnt að stórfækka — hvað þá eyða — gæsum með skotum frekar en öðrum fuglategundum, t.d. svart- bak. Hver sá, sem setti fram þá skoðun, að slíkt mætti takast, kynnum Kaupfélags Hafnfirð- inga. Stjórn Skógræktarfélags Hafn- arfjarðar vill hvetja Hafnfirð- inga til þess að koma á kynning- arfundinn nk. sunnudag og hún væntir þess einnig að sem flestir Hafnfirðingar leggi leið sína að Vesturgötu 2 til þess að skoða gluggasýninguna, en þar gefur m. a. að líta litskuggamyndir frá starfi skógræktarinnar. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað 25. október 1946 og hefur nú því starfað í nær 20 ár. Til þessa hefur aðalverkefni fé- lagsins verið það að friða þær skógarleifar, sem eftir eru í Undirhlíðum, auk þess sem fé- lagið hefur unnið að gróðursetn- ingu og að uppgræðslu lands, í Undirhlíðum og í næsta nágrenni Hafnarfjarðar: Gráhelluhrauni og við Hvaleyrarvatn. Girðingar félagsins eru nú 5 að tölu og eru innan þeirra röskir 100 ha. Nú þegar hefur gróður innan elztu girðinganna tekið. miklum stakkaskiptum. Blómplöntur og annar gróður er nú meiri og fjölbreyttari en áður og trjágróður er víða farinn að prýða landið. Að undanförnu hefur félagið gróðursett um 10 þúsund trjá- plöntur árlega og við plöntunina hafa unnið sjálfboðaliðar og ungl ingar, en vinnu unglinganna hef- ur bæjarfélagið kostað að mestu. Auk bæjarfélagsins hafa og aðrir veitt félaginu fjárhagslegan stuðning, svo sem Kaupfélag Hafn firðinga, Lýsi og mjöl hf. o. fl. Stjórn félagsins færir þeim, sem hafa lagt því liðsinni, sínar beztu þakkir. Með kynningu þeirri, sem fé- skorti raunhæfa þekkingu í þess- um efnum. Stjórn SDÍ vill ennfremur vekja athygli á því, að einnig ferðir manna með skotvopn úti á víðavangi til eyðingar grágæs- um á friðunartíma fugla hafa í för með sér dráp annarra fugla- tegunda. (Stjórn Sambands dýra- , verndunarfélaga Islands). lagið gengst nú fyrir, vill það vekja fólk til umhugsunar um gróðurverndar- og skógræktar- mál, um leið og það leitast við að auka félagatölu sína. í stjórn félagsins eru: Ólafur Vilhjálmsson, formað- ur; Garðar >orsteinsson, varafor- maður; Páll V. Daníelsson, ritari; Guðmundur >órarinsson, gjald- keri; Haukur Helgason og Jón Magnússon. Magnús G. Jdnsson, form. AUinnce Frnncnise AÐALFUNDUR var haldinn I Frakklandsvinafélaginu Alliance Francaise 4. þ.m. Tveir menn úr stjórn félagsins báðust undan endurkosningu formaðurinn, Al- bert Guðmundsson, ræðismaður Frakka, og varaformaðurinn Björn L. Jónsson, yfirlæknir. Stjórn félagsins er nú svo skip uð: Formaður: Magnús G. Jóns- son, menntaskólakennari; vara- form.: Halldór Hansen yngri, yfir læknir; gjaldkeri: Geir G. Jóns- son, stórkaupmaður; ritari: Jón Gunnarsson skrifstofustjóri; —• bókavörður: Thor Vilhjálmsson, rithöfundur. Félagsmenn eru nú nálægt tveimur hundruðum. Kennt er í vetur á námskeiðum félagsins í fjórum flokkum. Bókasafn félags ins sem er til húsa að Hallveigar stíg 9, er nú opið tvisvar í viku. Ákveðið er að fyrsti fundur í félaginu verði \aldinn snemma í desember. íbúðir í Vesturbænum Til sölu eru nokkrar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir í glæsilegu fjöl- býlishúsi, sem verið er að reisa við Reynimel 80—84. — íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk og málningu með allri sameign úti sem inni fullfrágenginni. Sér hitaveita er fyrir hverja íbúð. Við hend ina eru öll helztu þægindi borgarinnar, verzlanir, skólar, leikvellir, sundlaug. strætisvagnar, malbikaðar götur o. s. frv. — Allar nánari upplýsingar veittar í síma 14594 og á skrifstofu minni. BJARNI BEINTEINSSON, HDL. Austurstræti 17 (Silli og Valdi). — Sími 13536. Kynningarfundiir skógræktar- manna í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.