Morgunblaðið - 15.01.1966, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.01.1966, Qupperneq 19
Laugardagur 15. janúar 1966 MORGU NBLAÐIÐ 19 Þórlaug Bjarnadóttir — Minning HINN 14. desember sl. andaðist merkiskonan frú Þórlaug Bjarna dóttir fyrrum húsfreyja í Gaul- verjabæ. Hún hafði um þriggja vikna skeið legið rúmföst á heim ili sínu en var síðan flutt á Sel- foss-spítala þar sem hún andað- ist innan fárra daga. Útför henn- ar var gjörð frá Gaulverjabæj- arkirkju 21. des. að viðstöddu mikiu fjölmenni. Frú Þórlaug Bjarnadóttir var fædd að Sviðugörðum í Gaul- verjabæjarhreppi 28. apríl 1880, dóttir Bjarna Þorvarðarsonar toónda þar og konu hans, Guð- rúnar Pálsdóttur prests í Gaul- verjabæ Ingimundarsonar. — Þriggja ára að aldri missti Þór- laug föður sinn en ólst eftir það upp í skjóli ömmu sinnar, Þór- laugar Bjarnadóttur í Sviðu- görðum, eða þar til að hún var lun sextán ára að aldri að hún fluttist að Stóra-Núpi til þeirra sæmdarhjóna frú Ólafar og séra Valdimars Briem, þar sem hún var allt til þess að hún gekk út í búskap með manni sínum, Dag Brynjúlfssyni frá Minna- Núpi. Þórlaug minnist æfinlega með mi'killi hlýju og virðingu þeirra hjóna, séra Valdimars og frú Ólafar og blessaði veru sína hjá þeim. Er og engin vafi á því að þar hefir hún fengið gott veganesti sem hin greinda unga stúlka hefir kunnað að notfæra sér. • Árið 1904 giftist Þórlaug Dag Brynjúlfssyni, sem þá þegar var orðinn þekktur maður meðal bænda vegna búnaðarlærdóms síns frá Ólafsdal og starfa við jarðabætur á Suðurlandi. Þau toófu búskap í Þjórsárholti en fluttust þaðan að Gerðiskoti við Eyrarbakka og árið 1914 flytja þau á föðurleifð Þórlaugar Sviðu garða og búa þar til ársins 1920 að þau flytja að Gaulverjabæ þar sem þau bjuggu samfellt til ársins 1947, að þau brugðu búi og fluttust að Selfossi. Þórlaug og Dagur eignuðust sex börn: Bjarna, er lézt í bernsku, Sigrúnu er lézt á feg- ursta æskuskeiði, Brynjúlf, er síðast var héraðslæknir í Kópa- vogi. Hann lézt árið 1963 fyrir aldur fram, og var öllum harm- dauði, er til þekktu, sakir mann- kosta hans og margþættra hæfi- leika. Ingibjörgu, póstvarðstjóra á Selfossi, Bjarna, bankaritara á Selfossi, Dag kaupmann á Sel- fossi. Dóttir Brynjúlfs læknis, Hulda, ólst og upp hjá þeim hjónum og hefir mér löngum virzt hún vera ein úr systkina- hópnum. Þetta sem ég hefi hér að of- an sagt, er aðeins mjór rammi um lífssögu frú Þórlaugar Bjarna dóttur og gefur eitt út af fyrir sig litla hugmynd um þá merki- 'legu sögu, er hún með lífi sínu og margþættu starfi skóp. Ég veit og vel að ég ‘er ekki maður iil þess að segja þá sögu svo að góð skil á verði, þó ég af innri þörf finni mig knúinn til þess að rita þessi orð við fráfall þessarar ágætu vinkonu minnar og merkis húsfreyju í Gaulverja- bæ um margra ára bil. Bið ég og hennar nánustu vel- virðingar á eftirmælum mínum, þau verða eigi svo grunduð sem hennar mikla og merkilega lífs- starf hefði verðskuldað. En flytja vil ég henni þakkir fyrir trausta vináttu hennar við foreldra mína, óverðskuldað með læti í minn garð, og óbrotgjarna tryggð til sveitar sinnar, sem hún blandaði geði og starfi við sem barn og fulltíða kona, lengst sem aðalhúsfreyja hennar. Fyrir mér er við andlát frú Þórlaugar margs að minnast frá viðskiptum og kynningu við hana. Ég minnist hennar úr bernsku minni sem bjartar og svipmikillar við guðsþjónustur í Gaulverjabæjarkirkju þar sem ég horfði á hana með mikilli and agt syngja með söngfólki í sæti sínu, því hún hafði mikla og fagra söngrödd. Þetta hlaut að vera sérstök kona. Alla tíð síðan meðan þess var von, fannst mér að helgiathöfn í kirkjunni gæti ekki byrjað fyrr heldur en Þór- laug væri gengin til sætis síns. Ég minnist hennar sem hús- freyju í Gaulverjabæ, þegar ég sat á mínum eina skólabekk, minnist þess með virðingu hversu hún lét okkur ungmenn- in skilja að við ættum að ganga vel um hvað eina er okkur væri til trúað, en skólahúsið var í hlaði hennar, og ekki trútt um nema að við vildum stundum gleyma að við áttum ekki all- an heiminn, þá fremur en nú. Æfinlega vísaði hún okkur hinn rétta veg með skynsamlegum fortölum og ótrúlegu umburðar- lyndi, ef einhver leitaði til henn- ar vegna þess að hann hafði af öðrum verið órétti beittur. Ég minnist hennar úr félagsmála- störfum í Gaulverjabæjar- hreppi. Hvar sem niður er drep- ið. Alls staðar var Þórlaug hið hvetjandi afl. Ekki vegna þess að hún væri skráður félagi í öðrum félögum en kvenfélagi sveitar- innar, þar sem hún gegndi lengst af trúnaðarstörfum og var þar raunar hið lífgandi afl til starfa og stórræða. Annan félagsskap lét hún sig og miklu varða, og þá ekki sízt ungmennafélags- skapinn, sem hún kunni vel að meta sem góðan skóla ungu fólki og næsta nauðsynlegan um þjálf- un huga og handar þeirra, er þar vildu af einlægni starfa. — Börn Þórlaugar og Dags voru og hvert á sínum starfstíma í félag- inu þess mesta lyftistöng, enda til þess dregilega studd af sín- um mikilhæfu foreldrum. í fræðslunefnd Gaulverjabæjar- skólahéraðs átti frú Þórlaug sæti um nokkurt skeið og var þar hið hvetjandi afl er undan gekk. Átti hún ,eða þáu hjónin Þór- laug og Dagur, einn mestan og farsælastan þáttinn í því að skólahús var reist og það tekið í notkun nokkru áður en þau fluttust burt úr sveitinni. í því máli urðu þó mörg ljón á vegi þeirra er að framkvæmdum þeim stóðu, en þau trúðu á nauðsyn málsins og létu aldrei niður falla að hvetja til áframhaldandi starfs, enda komst málið heilt í höfn og þótti flestum farsællega hafa ráðizt. Rétt er sama hvar upp er rifj- að úr sjóði minninganna um starf Þórlaugar. Alls staðar hvatti hún til aukinna framfara — raun- hæfra framfara er ekki væru á sandi byggðar og hjóm eitt til næsta dags, heldur byggðar á bjargi með framsýni og trú á getu og vilja fólks til þess að bæta og fegra umhverfi sitt. Lengst og bezt verður henn- 'ar þó minnst sem húsfreyju. Húsfreyjunnar í Gaulverjabæ, þar sem hún ríkti með reisn og höfðingsskap í nærri þrjá tugi ára. Ég á frá þeim tíma margar góðar minningar, sem ég nú þakka og blessa fyrir að hafa eignazt. Ekki vegna þess að við Þórlaug værum alltaf á sama máli, er við ræddumst við, held- ur þrátt fyrir það og jafnvel þeg- ar ræða hennar féll ekki að mínu skapi, var hún stærst í mínum huga, því þá var ekki talað með neinni hálfvelgju, ekki í hálf- kveðnum vísum. Skoðanir henn- ar höfðu jafnan upphaf og endi. Hún hafði sínar skoðanir á mönn um og málefnum og sagði þær á skilmerkilegan hátt sem hverjum og einum mátti skiljast og skipti þá ekki máli hvar í þrepi mann- félagsstigans áheyrandinn stóð. Hún gekk hreint til verks í þeim efnum sem öðrum. Hún var hreinlynd og um leið stórlynd svo að vart verður til jafnað. Stór í starfi sínu að 'hverju sem það annars hneig. Starfsöm, hyggin, nýtin, gjaf- mild og listfeng svo að lengi mun verða við brugðið. Hefir hún látið eftir sig svo einstaka og fagra handavinnu að mér þykir líklegt að fyrir slíkt væri marg- ur opinberlega viðurkenndur listamaður. Og nú er þessi merka og mik- ilhæfa kona gengin á fund herra síns. Horfin sjónum vorunrf, horfin með sitt svipmikla og fast mótaða fas, er hvarvetna vakti eftirtekt hvar sem hún fór. En hennar sérstaka framkoma sam- einaði allt í senn, virðingu, dugn að, trúmennsku og augljósan vilja til þess að hopa ekki fyrir því er á móti kynni að blása. Lengst af gekk hún ekki heil til skógar en stóð samt í stafni og stýrði fari sínu. Mér fannst oft sem á skjöld hennar væri letrað: Aldrei að glúpna. Heilsubrestur og ástvinamiss- ir sneyddi ekki hjá hennar garði. Á ýmsum tímum ævi hennar bar manninn með ljáinn að garði og hreif í burtu von hennar og ellistoð. Ekkert beygði Þórlaugu. Með mikilli stillingu og nærri óskiljanlegri skynsemi tók hún því sem að höndum bar. Varð stærri og sterkari eftir því sem forsjóninni þóknaðist að reyna hana meira í lífsins skóla. Ef slíkar persónur eru ekki fyr- irmynd annarra, hvar er þá þeirra að leita? Um frú Þórlaugu má og sannarlega segja, að hún „bognaði ekki en brotnaði í byln um stóra síðast.“ Allt fram til síðustu stundar fékk hún að halda fullri sálarró og skilningi á því sem var að verða. Þess var hún verð, og það var í fögru samræmi við hennar kraftmikla langa líf. — SUS s/ðo Framh. af bls. 17 þjóðlegri og víðsýnni framfara- stefnu í landsmálum til hags- bóta öllum þegnum þjóðfélags- ins, þar sem byggt sé á frelsi og sjórlifstæði þjóðar og einstaklings, séreignars'kipulagi og jafnrétti allra þjóðtfélagaþegna. Undir- staða þessarar stefnu sé íslenzk menning, einstaklingsihyggj a hennar og réttsýni. Síðar er m.a. undirstrikað sér- staklega: Að þjóðfélagsréttindi til handa ungu fólki verði aukin eftir mætti t.d. með læfckun kosninga aldurs. Að atihugað verði ,hvort ekíki sé tknabært að skipaður verði sérstakur „umboðsimaður Al- þingis“ sem hafi með höndum eftirliit með handhöfum fram- kvæmdavaldsins. Að stórefila hagnýtar rannsókn i ' í þeim tilgangi að örva tækni framfarir. Heimdalilur heifur ávallt litið á iþað sem eitt sitt stærsta hlutverik að auka áhuga ungs fól'ks á stjórnmálaim. í því skyni hefur fólagið lagi mikila áherzlu á hvers konar fræðslustarfsemi með útgáfu fræðslurita um stjórnmál, sérstökum námskeið- um og fundahöldum í margvís- legu formi. Þessi starfsemi hefur miðað að því að kynna ungu fólki grundvallanstefnur í þjóð- málum og geri það þannig fær- Guð blessi sveitina þeirra Þór- laugar og Dags, sem þeim var svo lengi trúað fyrir, og gefi hverjum þeim er í starfi þeirra stendur, vit, vilja og orku til þess að vinna í anda þeirra, um samvinnu og samhljáp sveitar- félagsins. Ég sendi börnum Þórlaugar innilegar samúðarkveðjur frá heimili mínu. Gunnar Sigurðsson Seljatungu. ara en el-la, að velja, er að kjör- borðinu kemur. Heimdellingar gera sér grein fyrir, að það er ungu kynslóð- arinnar að efla baráttuhuginn. Að það er ungu kynslóðarinnar að leiða stjórnmálafilokkanna inn á nýja tíma, aðhæfa stefnu þeirra breyttum aðstæðum og viðhalda þrótti þeirra. Enginn ísilenzkur stjórnmiálaflokkur hef ur notið trausts æskunnar í jafn ríikum mæli og Sjálfstæðisflokk- urinn og enginn íslenzkur stjórn málaflokkur hefur veitt æsku- fólki slíikt traust sem hann. Æskulýðssíðan vill hér leitast við að gefa lesendum sínur.i svip mynd af starfi Heimdallar. Því starff sem nú er framundan Kemur það helzta fram í viðtaili við framkvæmdastóra félagsins er birtist annars staðar á síð- unni. að auglýslng í útbreiddasta blaðTnu borgar sig bezt. KEFLAVIK - SUÐURIMES Ú T S A L A IVIánudaginn 17. janúar hefst okkar árlega utsala Gerið góð kaup Hefst k manuda^ Herraföt frá kr. 1500.— Herrafrakkar frá kr. 800— Stakir jakkar frá kr. 600— Stakar buxur frá kr. 650— Nælonskyrtur frá kr. 225— Herrasokkar frá kr. 35— □ □ Drengjaföt frá kr. 900— Terylenebuxur frá kr. 425— Skyrtur frá kr. 100— Náttföt frá kr. 60— □ □ Kvenkápur frá kr. 700— Nælonblússur frá kr. 50— Kvensokkar frá kr. 15— Úlpur frá kr. 750— Peysur frá kr. 120— Barnaúlpur frá kr. 295— o. m. fl. Terylene bútar ullar bútar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.