Morgunblaðið - 06.02.1966, Síða 31

Morgunblaðið - 06.02.1966, Síða 31
Sunnurdagttr 6. febrúar 1966 MORGU NBLAÐIÐ 31 Ríkisskip Má ströndina64 Mbl. fékk í gær fréttir af skip um Skipaútgerðar ríkisins hjá forstjóra hennar, Guð'jóni Teits- syni. Ms Hekla er nú tilbúin eftir viðgerðina á skrúfunum, sem bilun varð á, og átti hún að fara frá Reykjavík kl. 20 í gærkvöldi austur um. Héfur þá fallið úr ein ferð hjá skipinu vegna veð- urofsans og viðgerðarinnar. Ms Esja er tvo daga á eftir áætlun vegna veðursins. Fyrir hádegi á föstudag kom hún til Þórshafnar á austurleið og hafði þá farið framhjá Raufarhöfn, þar sem tólf farþegar biðu skips ferðar, og auk þess var skipið með mjólk og annan varning til Raufarhafnar frá Húsavík. Var því ákveðið að bíða fram eftir nóttu, þar sem ófsert var að auki á Vopnafirði, og aðfaranótt laugardags fékk skipið fulla af- greiðslu á Raufarhöfn. í gær- morgun gat skipið lokið farþega afgreiðslu á Vopnafirði, en ekki tókst að afgreiða smávöruslatta vegna ókyrrðar í höfninni. Ms Esja átti að koma til Seyðis- fjarðar kl. 15 í gær á suðurleið. Ms Herðubreið hefur legið á Fáskrúðsfirði síðan á fimmtu- dag og bíður þess, að fært verði inn á Hornafjörð, en skipið er með um 60 tonn af umhleðslu- vörum, sem teknar voru úr milli landaskipi á Reyðarfirði og eiga að fara til Hornafjarðar. Ms Herjólfur missti úr eina Vestmannaeyjaferð í vikunni vegna óveðursins. Skipið hefur undanfarið flutt vatn til Eyja, en það hefur ekki, átt sér stað síðan í fyrra. Vatnsflutningarn- ir hófust 28. janúar vegna vatns- skorts í Vestmannaeyjum. Skólasýning í Ásghmssafni Bætur k — Ný bækistöð Framhald af bls. 32. en 50 m og engar byggingar nær en 300 m. Tóku Fáksmenn það fram, að bráðabirgða hesthús þau, sem til umræðu hafa verið, eru á vestari bakkanum og Fáki elveg óviðkomandi. Á þessu nýja svæði verða hest Jiúsasamstæður með garði og á- fastri hlöðu, líkt og á svæðinu við Elliðaárnar. Eru þarna fjög- ur hús fyrir 112 hesta, en auk Iþess ein samstæða fyrir hesta- menn, sem vilja hirða hesta sína Bjálfir. Eru þá 4-6 menn saman um 16 hesta hús (nr. 7 á teikn- ingunni). Er byrjað á þessu húsi og húsasamstæðunni lengst til vinstri, sem er öll komin undir þak. Á að verða rúm fyrir 600 hesta í húsum á þessu svæði. Húsið efst íhorninu til vinstri (nr. 8) er sjúkrahús, baðhús og fleira. 1 vor verður byrjað á skeið- velli á flötinni neðan við hús- in, en áætlað er að hægt verði að taka hana í notkun fyrir kapp- reiðar félagsins 1967 og síðustu kappreiðar á gamla vellinum verði næsta sumar. Þessari fyrstu braut verður síðan breytt í hringvöll með 1200 m. hlaupa- braut, og sést hluti af honum á meðfylgjandi- teikningu. En hann má stækka í 1600 m. braut. Verður þetta grasi vaxin hlaupa- braut, en malarborn æfingabraut meðfram henni. Innan hringsins kemur stór flöt, sem ætluð er til íefinga og síðar meir sem póló- völlur. Upp af vellinum er áhorfenda svæði (nr. 2), sem á að taka allt að 15 þús. áhorfendur í stæði eða 7500 manns í sæti. Þar upp af er félagsheimili (nr. 3). Þá eru skipulögð bílastæði og margar hestagirðingar, misstór- ar. Bílastæði á þessu svæði (nr. 5) eru fyrir 2400 bíla. Ein hesta- girðingin (nr. 9) er ætluð fyrir hesta gesta í félagsheimili, og á annarri stærri girðingunni er jafnvel áformað að reisa reið- skólabyggingu. Lengst til hægri á teikning- unni er hús fyrir umsjónarmann (nr 12) og gegnum mitt svæð- ið liggur akvegur (nr. 13) og samsíða reiðvegur (nr. 14). Þá eru til prýðis á svæðinu litiir garðar (nr. 4). Þess má geta um leið, að nú þegar endanlega verða ákveðin mörk hins gamlá svæði Fáks við Elliðaárnar, þá ætlar Fákur að taka til við að snyrta þar í kring, klæða það grasi og trjágreinum. — Með því að láta Fáki í té þetta framtíðarsvæði, sem hægt er að skipuleggja, hefur Reykja víkurborg séð fyrir aðstöðu fyr- ir hestaíþróttina í borginni, eins og þegar er í öðrum Norðurlanda borgum, sögðu Fáksmenn og er j mikill hugur í þeim að gera svæðið og byggingarnar sem best úr gaiði. j Framhald af bls. 32. fylgt, og neitaði ráðuneytið alger lega um leyfið. Örninn væri frið- aður fugl eftir landslögum, og yrðu engar undantekningar veitt ar frá því. Jón hélt að sér hönd- um, en örninn hélzt við í varp- inu nokkurn tíma og gerði þar usla. Svo sem menn minnast, urðu talsverð blaðaskrif um mál þetta á sínum tíma. Jón Daníelsson krafðist síðan skaðabóta úr hendi menntamála- ráðuneytisins, en fékk synjun. Höfðaði hann þá skaðabótamál gegn fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og krafðist 75 þús. kr. bóta. í héraðsdómi var ríkissjóður sýknaður, meðal annars á þeirri forsendu, að friðunarlög fælu í sér almenna takmörkun eignar- réttarins, og í þeim væri ekki gert ráð fyrir neins konar skaða- bótum vegna tjóns, er friðaðir fuglar kynnu að valda. Hæstiréttur komst að annarri dómsniðurstöðu og dæmdi Jóni 15 þús. kr. bætur. Segir svo í dóminum m.a.: „Lög nr. 63/1954 gera eigi ráð fyrir því, að tjónþolendum séu bætt spjöll, sem friðaðir ernir valda. Verða áfrýjanda því eigi dæmdar skaðabætur samkvæmt beinum ákvæðum laga þessara. Eggver æðarfugla í varplönd- um áfrýjanda njóta friðhelgi sam kvæmt upphafsákvæði 67. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, 8. gr. og 9. gr. laga nr. 63/1954. Áfrýjanda var því rétt sam- kvæmt undirstöðurökum 12. gr. laga nr. 19/1940 að verjast árás- um þeim, sem örn gerði á æðar- fugl í varplöndum hans vorið 1957 •með öllum tiltækilegum ráðum, sem sannanlega færu eigi lengra en nauðsyn krafði. Áfrýjandi hlítti banni yfirvalda við því að verjast erninum, svo sem hann taldi duga. Má gera ráð fyrir að tjón áfrýjanda af völdum arnar- ins hafi orðið meira fyrir þá sök, að hann af hlýðni við bann yfir- valda hélt að sér höndum. Þykir eðlilegt, að ríkissjóður bæti á- frýjanda það tjón af völdum arn- arins, sem áfrýjandi beið, vegna þess að hann beitti eigi varnar- rétti sínum .Nokkuð er á huldu um þetta tjón áfrýjanda, enda voru eigi dómkvaddir menn til að meta það, þrátt fyrir það að SKÓLASÝNING Ásgríms- safns að þessu sinni er hin þriðja í röðinni. Sú tilraun safnsins að halda sýningu sem einkum er ætluð skóla fólki hefur gefizt mjög vel. Hafa ýmsir skólar sýnt mikinn áhuga á þessum sýningum, og stuðlað að því, að nemendum gefist kostur á að kynnast lista- verkagjöf Ásgríms Jóns- sonar, húsi hans og heimili. Ásgrímur Jónsson var mikill unnandi þjóðlegra fræða, og er aðaluppistaða þessarar sýningar, eins og hinna fýrri skólasýninga, myndir úr þjóðsögum, Is- lendingasögum og ævin- týrum. Sýndar eru m. a. myndir úr Njálu, Grettis- sögu, Sturlungu og Egils- sögu, flestar málaðar með vatnslitum. Ákveðið var nú að sýna einnig tvær ófullgerðar olíumyndir, önnur er af eldhúsi Ásgríms, en hin frá Þingvöllum. í hana var Ás- grímur að mála skömmu fyrir andlát sitt. Til saman- burðar er lítil vatnslita- mynd frá sama stað. Vill safnið með þessu gefa nem- endum örlitla innsýn í vinnubrögð listamannsins. Líka gefst nemendum kost- ur á að skoða kol- og pennateikningar. Ásgrímssafn, Bergstaða- stræti 74, er opið almenn- ingi þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga frá kl. 1.30—4. Skólar geta pantað sértíma hjá forstöðu- konu safnsins í síma 14090. Að- gangur ókeypis. Ásgrims-herbergið í ganila bæn- um á Húsafelli. Vatnslitamynd, máluð um 1945—50. áfrýjandi beiddist slíkrar dóm- kvaðningar í bréfi til sýslumanns 8. ágúst 1957. Hér er og þess að minnast, að svartbakur herjar mjög á eggver æðarfugla. Að öllu athuguðu, þar á meðal sönn- unaraðstöðu í máli þessu, þykir rétt að meta bótaskylt tjón á- frýjanda kr. 15.000.00. Ber að dæma stefnda til að greiða hon- um þessa fjárhæð ásamt 7% árs- vöxtum frá 1. júlí 1957 til greiðsludags“. — Feðgar Framhald af bls. 1. inu, en það var sonurinn, sem fór inn í bankann og framdi ránið. Það sem varð ræningjunum að falli,. var að faðirinn keypti sér nýlega bifreið daginn eftir ránið, og það vakti grunsmedir ná- granna, sem svo gerðu lög- reglunni viðvart Ránsféð er fundið, nema 12,000. kr. sem þeir feðgar höfðu eytt í skemmtanir. Samkvæmt dönsku refsilögunum er refs- ing við afbrotum sem þessum frá 6 mánaða upp í 16 ára fangelsi, og fer það eftir því hve alvarlegum augum dóm- stóllinn lítur á brotið. Þetta rán er eitt af stærstu banka- ránum, sem framin hafa ver- ið í Danmörku, en lögregl- unni hefur tekizt að upplýsa þau öll. munið fnn'B'tiMMtði iinn * i nnnsii.... suvunnu-Éríóið skemmtir í kvöld Vandlátar nota hið óviðjafnanlega s wish naglalakk MEÐ NAGLAHERÐI 8 tizkulitir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.