Morgunblaðið - 13.02.1966, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 13. feb'rúar 1966
IVfAGNÚSAR
SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190-21185
eftir fokun simi 21037
s,HI3-f1-G0
mfííf/m
Volkswagen 1965 og ’66.
E
25 ! 22
1 RAUÐARÁRSTÍG 31 flw SÍMI 22022
BÍLALEIGAN
FERD
Daggjald kr. 300
— pr. km kr. 3.
SÍMI 34406
SENDU M
LITL A
bílaleigan
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Bilaleigan
VAKUR
Sunllaugaveg 12.
Sími 35135 og eftir lokun
símar 34936 og 36217
Daggjald kr. 300,00
og kr. 3,00 pr. km.
Fjaðrir, fjaðrablóð, hljóðkútai
pústrór o. fL varahlutir
margar gerðir bifreiða
Bilavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168. — Sími 24180.
Höfum flutt verzlun vora og
verkstæði að
LÁGMÚLA 9
Símar:
38820 (Kl. 9—17)
38821 (Verzlunin)
38822 (Verkstæðið)
38823 (Skrifstofan)
Bræburnir Ormsson hf.
Vesturgötu 3, Lágmúla 9.
Sími 38820.
Að undanförnu hafa Velvak-
anda borizt mjög ört bréf og
þess vegna ætla ég ekki að
taka neitt rúm sjálfur í dálk-
unum í dag. Ég gef bréfritur-
um orðið.
Vinstri eða hægri
Hér kemur bréf um um-
ferðarmálin:
Það hefur mikið að segja að
vera sólarmegin götunnar í líf-
inu. Það hefur líka sitt að
segja hvort maður er vinstri
eða hægri sinnaður. En það
skiptir ekki nokkru máli hvort
maður ekur bifreið á vinstri
eða hægri vegarkanti á íslandi.
Þar sem það hefur mikið verið
rætt um það, hvort oklcur beri
að taka upp hægri handa akst-
ur og þar sem ég las um það
nýlega í bláði, að þetta mál er
fanð að stöðva stórfram-
kvæmdir i vegamálum okkar
íslendinga, samanber Hafnar-
fjarðarveginn, þá er komirin
tínu til að menn viti í hvorn
þeir eiga að stíga. Ég vil rök-
færa niál mitt með því, að við
búum á eylandi og enginn
kemur akandi inn í okkar land.
Þetta horfir allt öðru vísi við
víða í Evrópu, þar sem ekið er
úr einu landinu inn í annað,
og frá Canada til Bandarikj-
anna t. d. Ég persónulega hef
ekið um Danmörk og einnig í
Canada, og það er jafn auðvelt
og að renna niður einum Carls
berg. Ef það er verið að gera
þetta fyrir þá útlendinga sem
heimsækja þetta land, þá held
ég að það sé alveg óþarfi. Það
mætti sjá t. d. af skýrslum
hvað Ameríkumenn hérna af
Keflavíkurvelli og aðrir útlend
ingar, sem hafa ekið hérna eru
vanir hægri handar akstri,
hafa valdið mörgum árekstrum
hérna. Ég hugsa að þeir hafi
ekki hærri prósentutölu en við
íslendingar. En þar sem þetta
fyrirtæki á að kosta 50 milljón
ir og við skattborgarar góðir
ekkert að fá í staðinn nema
það, að við vöknum einn
morguninn, og það eina sem
við sjáum er að umferðarmerk
in eru komin hinu megin við
götuna og komnar nýjar hurð-
ir á strætó. Það er mitt alit, að
við gerum eitthvað annað við
þessar 50 milljónir. Það bíða
allir okkar þjóðvegir holóttir
og slæmir, það væri nær að
steypa eitthvað af þeim fyrir
50 milljónirnar. Það er auðvelt
fyrir sérfræðinga að reikna
þetta út í krónum, en vildu
þeir ekki reyna að reikna út
hvað þetta mundi valda mörg-
um slysum strax fyrsta daginn.
Þetta er breyting sem ekki er
hægt að koma á smátt o g
smátt.
Þetta þarf að gerast á sömu
mínútunni um allt land, og það
er engin smábreyting, þó það
sé ekki nema yfir götuna. Það
getur verið dauðadómur fyrir
marga menn. Þess vegna finnst
mér það vera skylda mín sem
skattborgara þessa lands, og ég
og þú, lesandi góður, komum.
til með að borga hluta af þess-
um 50 milljónum, að við mót-
mælum þessu ævintýri og skor
um á Alþingi að það haldi lýðn
um vinstra megin í þessu til-
felli.
Albert Wathne."
★ „Fortov“ og
„Bíslag“
Hér er bréf um sjón-
varpsmálið:
„Kæri Velvakandi,
Það er að bera í bakkafull-
an lækinn að skrifa frekar um
sjónvarpsmálin, — stúdentar
hafa tekið málið að sér og
nokkrir þeirra vilja „loka fyrir
hættuna“. Þó má lengi hækka
barmana og halda áfram að
þrasa, en það er einmitt það,
sem mér er efst í huga og bið
þig vinsamlegast að birta eftir-
farandi hugleiðingar:
BlÖðin segja frá því að 600
háskclastúdentar veki athygli
Alþingis á nauðsyn þess, að ís-
lenzkt þjóðerni verði verndað
um ókömin ár. Stúdentarnir
álíta að rekstur sjónvarps-
stöðvarinnar á Keflavíkurflug
velli, sem er tiltölulega orku-
lítil, stofni þjóðerni allrar ís-
lenzku þjóðarinnar í hættu og
þess vegna beri að banna þess-
ar sendingar út fyrir flugvall-
arsvæðið.
Fréttatilkynning undir-
skriftanefndar stúdentanna er
all löng og að langmestu leyti
nokkurskonar afsökun á því,
hvers vegna að undirskriftirn-
ar voru ekki fleiri. Stúdentar
eru eins og aðrir menn, ekki
allir alltaf sammála.
Söfnunarmenn hefðu gjarn-
an mátt skýra, þótt ekki hefði
verið nema með nokkrum orð-
um, í hverju þessi voðalega
þjóðernishætta væri fólgin. Að
eins nokkur þúsund lands-
manna hafa nú möguleika á að
horfa á erlent sjónvarp, sem að
dómi þeirra flestra flytur oft
ágætt sjónvarpsefni. Ef vænt-
anlegt ísl. sjónvarp fetar í fót-
spor sjónvarpsstöðva frændþjóð
anna, þá eigum við einmitt
eftir að sjá suma af þessum
þáttum í ísl. sjónvarpinu, því
að þar þykja þeir úrvals efni.
Annars finnst mér ekki nein
ástæða til að taka álit þessara
stúderita neitt alvarlegar en
annars fólks yfirleitt. E.t.v.
halda þeir að íslenzkri tungu
alþýðufólks sé ógnað vegna
þessa erlenda sjónvarps, en
maður líttu þér nær. Sjaldan
heyrir maður eins mörgum er-
lendum orðum slett og blandað
saman við móðurmálið en ein-
mitt meðal háskólafólks, þeir
kunna sem nema. Og mér er
nær að halda, að við sem bú-
um innan langdrags Keflavík-
ursjónvarpsins, tölum ekki
verri íslenzku en almennt ger-
ist .annars staðar á landinu í
dag.
Það eru ekki mörg ár síðan
að í daglegu tali voru notuð
orð eins og „fortov“, „kames“,
„bíslag", „margarín“, „pólití“,
„adjö“ o. fl. o. fl. en ég efast
um að unglingar skilji þessi
orð í dag því að nú notum við
íslenzk orð í þeirra stað. Auð-
vitað eigum við að vanda dag-
legt mál og reyna að forðast
erlend tökuorð, sé það gert inn
an eðlilegra takmarka. Sum
erlend orð eru orðin alþjóðleg,
og þau finnst mér sjálfsagt að
taka í málið ef þau falla við
eða eru beygjanleg eins og ís-
lenzk orð.
Að endingu vil ég ekki
gleyma „stud. jur.-unni“, sem
skrifaði í dálki þínum í gær,
m.a. um væntanleg skítverk og
heimasetu á heimili sínu, að
hún notaði orðið „hjemmegá-
ende“ um þær húsmæður, sem
eingöngu annast heimili sín og
uppeldi barna sinna. Mér
finnst að aðeins þessar konur
geti borið húsmóðurnafnið
með réttu Og eins og „stud.
jur.-an“ lýsir högum sínum
núna, mætti e.t.v. kalla hana á
nýyrðis íslenzku „útigángs-
freyju", mér er ókunnugt um
danska orðið, ef hún skilur
ekki þetta."
Kr.
Þrjú stórmál
„Kæri Velvakandi,
Eftirtalin þrjú málefni eru
rædd það mikið um þessar
mundir — og verða væntan-
lega frarnvegis — að óhætt
mun vera að nefna þau STÓR-
MÁL:
1) Bjórmálið
2) Sjónvarpsmálið
3) Hægri handar akstur.
Væri ekki rétt að gefa al-
menningi, kjósendum, kost á
því að segja sitt álit á öllum
þessum málum við næstu al-
mennu kosningar? Væri ekki
hægt að láta kjósendur taka
ákvörðun um framkvæmdir f
þessum málum jafnframt þv£
sem kosið verður til borgar-
stjórnar hér í Reykjavík — og
í bæjar- og svéitarstjórnir úti
á landi? — G. Þ.“
jkr Hinir 600
Hér kemur stutt bréf
um sjónvarpið:
„Kæri Velvakandi,
Mikið var ég vond, þegar ég
las um þessa 600, sem vildu
takmarka sjónvarpssendingar
frá Keflavík. Ég gæti bezt trú-
að því, að enginn þeirra hefði
fylgzt með sjónvarpinu. Þeir
eru alltaf niðursokknir í lest-
ur. Til hvers er verið að láta
börnin læra ensku? Spillir það
þeim ekki jafnmikið og sjón-
varpið? Hvers vegna að
leyfa okkur ekki að horfa á
sjónvarpið? Enginn er neydd-
ur til þess — og þessir 600
þurfa þess alls ekki — og ættu
ekki að vera í neinni hættu
sjálfir. — Gamall lesandi Mbl“.
{
jkr Gunnar og Bessi
Borgfirðingur skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Má ég biðja þig að koma á
framfæri þakklæti mínu, til
hinna framúrskarandi góðu
listamanna, þeirra Bessa
Bjarnasonar og Gunnars Eyj-
ólfssonar, fyrir hinn bráð-
snjalla og skemmtilega gaman-
þátt, sem þeir fluttu á 20 ára
afmælishátíð Borgfirðingafé-
lagsins s.l. laugardag.
Ég heyrði hina góðu leik-
konu Nínu Sveinsdóttur halda
því fram í þætti hjá Jónasi
Jónassyni í útvarpinu á
þrettándakvöld, að nú væri af
sem áður var, engir þeir menn
til, sem skrifað gætu humor,
og ef þeir á annað borð fynd-
ust, þá væri það lítil sem engin
fyndni.
Þess vegna kom það mér
skemmtilega á óvart, þegar ég
heyrði þá félagana Bessa &
Gunnar, flytja sinn snjalla og
afbragðs þátt, því það sann-
færði mig um, að ennþá eru þó
til menn sem eiga í sér
„humor“, já og koma honum
á framfæri. Sem sé, hver sá
sem höfundurinn er, þá hafi
hann þökk, svo og þeir Bessi &
Gunnar og ættum við að fá
meira að heyra.
Vinsamlegast
„Gamall Borgfirðingur."
Nýr DAF 1965
Af sérstökum ástæðum er til sölu DAF fólksbifreið
árgerð 1965 — ekin 3000 km. Upplýsingar í síma
13900 frá kl. 1 til 5 e.h. sunnudaginn 13. febrúar.
Bifreiðin er til sýnis að Flókagötu 25.
8 þeliktustu spámenn heimsins segja 1966 ÁR ERFIÐLEIKANNA!
ÞEGAR KONAN er EIN. Þrjár ógiftar konur í Reykjavík segja
hug sinn allan um einlífið.
FER SIÐGÆÐINU HRAKANDI? Sex þjóðkunnir menn segja
álit sitt.
IFÁLKANUM Á MORGUN