Morgunblaðið - 13.02.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.02.1966, Blaðsíða 17
$unntldagur 13. febrúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 Draumur ÞEGAR Sir Winston Churchill andaðist fyrir rösku áxi, voru flestir eða allir sammála um, að »neð honum hyrfi merkasti mað- urinn, sem þá var á lífi. Hann var hvort tveggja í senn mik- 111 stjórnmálamaður og einn mesti ritsnillingur sinnar samtíð- ar. Nú fyrir hálfum mánuði, hinn 30. janúar, birtist í Sunday Tele- graph smásaga, Draumurinn, sem Churchill hafði látið eftir sig, sennilega skrifað um 1947 og síð- an geymt. Efni sögunnar er það, að hinn aldni stjórnmálamaður, þá 72 ára gamall, er að mála eftir gamalli mynd af föður sínum, sem hafði andast 46 ára gamall, þegar Winston var enn á ungum aldri. Winston hafði ætíð mikið dálæti á föður sínum, saknaði þess að hafa ekki notið fulls trún- aðar hans og skrifaði ævisögu hans í einni af sínum fyrstu bók- um. Þegar Churchill er í elli sinni að föndra við andlitsmynd- ina, þá birtist faðir hans honum sjálfur, og segir sagan frá sam- tali hins 46 ára gamla föður og 72 ára gamla sonar. Randolph _ kéA Séð úr Arnarvogi yfir til Kópavogs. REYKJAVÍKURBREF Laugard. 12. febrúar yngri, sonur Sir Winston Churc- hill, birtir söguna og skrifar að henni formála. Hann vekur at- hygli á því, að þó að Sir Winston segi föður sínum margt, þá geti hann þess ekki, sem föðurinn mundi hafa undrað mest, að son- urinn skyldi verða nafnkenndasti Stjórnmálamaður sinna daga og eigurvegari í geigvænlegri heims- styrjöld. Randolph Churchill hinn yngri segir í inngangi sínum: „Sumir, sem hafa lesið þessa sögu, hafa látið sér detta í hug að hún lýsi djúpum vonbrigð- um hans yfir kosningaósigr- inum 1945; dregið af því þá álykt un, að faðir hans hafi haft rétt fyrir sér, er hann hélt að sonur sinn væri misheppnaður“. Randolph hinn yngri fellst ekki á þessa skýringu. Hann telur hina einkennilegu þögn vera list- bragð. Á þessu veltur, hvort sag- an veitir ómetanlega vitneskju um skilning hins mikla stjórn- málamanns á hans eigin ævi. Ekki er rúm til þess að birta alla söguna, enda er margt í henni einungis miðað við brezka les- endur, en lítum á þessa kafla, í lauslegri þýðingu: „Heimurinii orð- inn stærri um- liverfis okkur44 Faðirinn segir: „Segðu mér meira af þessum «tríðum“. „Það voru stríð milli þjóða, sem komið var af stað af lýðæs- ingamönnum og harðstjórum", „Unnum við?“ „Já, við unnum öil okkar stríð. Allir óvinir okkar voru barðir niður. Við létum þá meira að segja gefast upp skilyrðislaust“. „Til þess ætti engan að neyða. Miklar þjóðir gleyma hörmung- um en ekki auðmýkingu“. „Jæja, en þannig fór það nú, pabbi“. „Hvernig gekk okkur eftir allt þetta? Erum við enn ofan á í heiminum, eins og við vorum á dögum Viktoríu drottningar?“ „Nei, heimurinn er orðinn miklu stærri allt umhverfis okk- ur“. „Hvert er nú voldugasta rík- ið?“ „Bandaríkin'*. „Það er allt í lagi. Þú ert hálf bandarískur sjálfur“. j Af annarri ætt ! Síðan spyr faðirinn enn: „Segðu mér af stríðunum, ég á Við þau, sem urðu eftir Búastríð- Ið. Hvað varð um hin miklu ríki Evrópu? Stafar enn hætta af Rússlandi?" „Við höfum allir mikla áhyggj- ur af því“. „Þær höfðum við einnig á mín- um dögum og á dögum Disraeli á undan mér. Hafa þeir enn Zar þarna fyrir austan?“ „Já, en hann er ekki af Róman- off-fjölskyldunni. Það er önnur ætt, sem nú er við völd. Þessi er miklu voldugri en hinn og miklu meiri harðstjóri“. „Hvað er um Þýzkaland? Hvað um Frakkland?“ „Þau eru bæði í rústum. Eina von þeirra er, að þau hjálpi hvort öðru til að komast á fæt- ur aftur.“ „Ég man“, sagði hann, „að ég fór með þig um Concord-torg- ið (í París) þegar þú varst barn, aðeins 9 ára gamall, og þú spurð- ir mig um Strassburg-minnis- merkið. Þú vildir fá að vita, af hverju á því voru blóm og sorg- arslæða. Eg sagði þér um héruð- in, sem Frakkland hafði misst (Elass-Lothringen). Hvaða fáni blaktir nú yfir Strassburg?“ „Franski fáninn blaktir þar?“ „Nú, svo þeir urðu þá ofan á. Þeir hafa fengið sína „revanche“ (hefnd). Það hlýtur að hafa orð- ið mikil sigurhátíð". „Þeim hafði nærri blætt út við að vinna þann sigur“, sagði ég. „En stríð eins og þetta hljóta að hafa kostað milljón mannslífa. Þau hljóta að hafa verið eins blóðug og bandaríska borgara- styrjöldin“. „Mundi aldrei hafa trúað að slíkt gæti skeð" „Pabbi“, sagði ég, „í hvorri þessara styrjalda voru hér um bil 30 milljónir manna drepnir í or- ustum. í hinni seinni voru sjö milljónir manna myrtir með köldu blóði, aðallega af Þjóðverj- um. Þeir útbjuggu sláturhús fyrir menn eins og sláturhúsin miklu í Chicago. Evrópa er í rústum. Margar borgir hennar hafa verið sprengdar í loft upp. Tíu höfuð- borgir í Austur-Evrópu eru í höndum Rússa. Þeir eru komm- únistar núna, þú veizt — Karl Marx og allt það. Verið getur að til nýrrar styrjaldar dragi, jafn- vel enn verri en hinar fyrri. Stríð Austurs gegn Vestri. Stríð frjálsrar menningar gegn hjörð- um Mongóla, Tímar Viktoríu drottningar eru löngu liðnir og þar með föst heimsskipun. Það er bara vegna þess, að við höf- um orðið að ganga í gegnum svo margt, að við örvæntum ekki.“ Hann virtist lamaður af undr- un, og fitkaði við eldspýtustokk- inn mínútu eða lengur. Þá sagði hann: „Winston, þú hefur sagt mér ægilega sögu. Ég hefði aldrei trú- að að slíkir atburðir gætu skeð. Ég er feginn að ég lifði ekki svo lengi, að ég sæi þá. Þegar ég hlust aði á þig segja frá þessum ógnar- legu atburðum, þá virtist þú vita heilmikið um þá. Ég bjóst aldrei við, að þú mundir þroskast svona vel og alhliða. Auðvitað ert þú orðinn of gamall ti'l þess að fara að hugsa um slíka hluti, en þegar ég heyri þig tala, þá er ég alveg hissa á, að þú skyldir ekki ger- ast stjórnmálamaður. Þú hefðir getað gert heilmikið gagn. Þú hefðir jafnvel getað getið þér orðstír“. Hann brosti vingjarnlega til mín. Síðan tók hann eldspýtuna til að kveikja í sígarettu sinni og það kom smálogi. Um leið var hann horfinn. Stóllinn var auður. Imyndunin var hjá liðin. Ég setti pens- ilinn í málninguna og sneri mér að því að ljúka við efrivarar- skeggið. En hugarburður minn hafði verið svo lifandi, að mér fannst ég vera of þreyttur til að halda áfram. Það hafði líka slokknað í vindlinum hjá mér og askan hafði blandast saman við litina“. Vonbrigði mikil- mennis Þessár málsgreinar verða trú- lega oft hugleiddar af þeim, sem áhuga hafa á ævi og störfum Churchills. Sannast að segja er heldur ólíklegt það, sem Rand- olph Churchill hinn yngri telur, að þögn gamla mannsins um eig- in afrek sé einungis listbragð. Hann var aldrei fyrir það gefinn, að setja ljós sitt undir mæliker og vissi fullvel, hvílík afrek hann hafði unnið. í fyrri hluta sögunn- ar sendir hann og örvar til sujnra þeirra, sem þeim feðgum höfðu reynzt þungir í skauti. Hitt er rétt, að engar likur benda til, að þarna gæti vonbrigða út af kosn- ingaósigrinum 1945. En er ekki skýringin sú, að þegar Churchill leit yfir líf sitt, þá hafi honum fundizt að sér hafi misheppnazt það, sem mest á reið? Hann hafði eitt sinn sagt, að hann ætlaði sér ekki að standa fyrir upplausn brezka heimsveldisins. Þegar hann komst fyrst til valda og á- hrifa, var heimsveldið öflugra en nokkru sinni fyrr, Á árinu 1947 var það hinsvegar í örri upp- lausn. Enginn efi er á að Churc- (Ljósm. Ol. K. M.) hill taldi þetta ekki einungis ó gæfu fyrir Breta, heldur fyrir allan heiminn. Upplausnin var bein afleiðing heimsstyrjaldanna tveggja, og þá ekki sízt hinnar síðari, þar sem Churchill hafði öllum öðrum fremur orðið sigur vegarinn. Um þá styrjöld hafði Churchill fyrirfram sagt, að hún væri ónauðsynleg. Hann var sann færður um, að ef Bretar hefðu sýnt meira þrek á árunum fyrir 1939, hefði verið hægt að komast hjá styrjöldinni. Er ekki mögu- legt, að Churchill hafi gert sér grein fyrir, að ef stjórnmálasnilli gáfa hans hefði verið víðfeðmari, svo að h'ennar hefði orðið full not einnig á friðartímum, þá hefði hann getað komið í veg fyrir styrjaldirnar tvær, a.m.k. þá síð ari? Þögn Churchills í þessari litlu sögu um sín eigin stjórn- málaafrek vekur mann a.m.k. til bollalegginga um, að innra með Churchill hafa búið rík vonbrigði yfir því að takast ekki að vernda friðinn, koma ekki í veg fyrir dráp 60 milljón manna og þar með halda við brezka heimsveld- inu, a.m.k. um hans daga. En ef það er rétt, að þessi saga lýsi sár- um vonbrigðum þess manns, sem mestur stjórnmálamaður er tal- inn okkar daga, hvað þá um alla hina, sem engin afrek unnu? „Tilvcia almenn- ings tekið stakka- skiptumu Þjóðviljinn og Tíminn fjarg- viðrast yfir því, að í þessum dálk um skuli sl. sunnudag hafa verið sagt 'satt frá því, sem ber fyrir augu islenzks ferðalangs erlendis. Þessir kumpánar telja, að með slíkum frásögnum sé verið að rök styðja það, að ráðizt skuli í stór- iðju hérlendis. Á það mál var raunar ekki minnzt. En rétt er það, að þeim mun betur sem menn kynnast fordæmi annarra þjóða, því fráleitari hljóta þeir að telja, ef fslendingar óttast að hagnýta sér allar auðlindir lands- ins. Þess vegna má það til sanns vegar færa, að réttar frásagnir um hátterni annarra þjóða snú- ist oft upp í rökstuðning fyrir stóriðju á íslandi, þó að á hana sé ekki minnzt, þegar sagt er frá. Eða hvað segja menn t.d. um þessa frásögn Skúla Skúlasonar í Morgunblaðinu þriðjudaginn 8. febrúar: „Undanfarin tuttugu ár hafa það verið iðnaður og siglingar, sem borið hafa norsku þjóðina yfir brim og boða breytilegrar framvindu tímans. Það má að vísu segja, að þjóðin hefði ekki orðið hungurmorða, þó þessar greinar hefðu verið tiltölulega kyrrstæðar, en hitt má fullyrða, að ef þær hefðu ekki eflzt jafn stórlega og raun er á orðin, væri Noregur ekki það „velferðarríki“ og hann er í dag. Þó að lífsþæg- ihdin hafi ekki aukizt jafn mikið I Noregi og á íslandi síðasta mannsaldurinn (því að fyrir mannsaldri voru þau enn minni á íslandi en í Noregi þá) hefur tilvera norsks almennings tekið algerum stakkaskiptum, og þau eru fyrst og fremst að þakka framförum í iðnmálum og sigl- ingum. En eitt mikilsverðasta at- riði í þróun iðnaðarins er það, að norsk fallvötn framleiða yfir 131 milljarð kw.-stunda raforku á ári, sem að mestu leyti þjónar iðnaðinum. Og yfir 60 þúsund manns starf- ar á norsku skipunum, sem að langmestu leyti sigla um fjarlæg höf, og ekki koma í norska höfn á margra ára fresti. En þessi skip færðu þjóðarbúinu gjaldeyristekj ur, sem námu 2,7 milljörðum n. krónum á liðnu ári“. Lykill að fram- tíðarvelferð Það ec rétt hjá Skúla, að breyt- ingin hefur orðið enn meiri á ís- landi en í Noregi. Spyrja mætti: Úr því að þessi breyting hefur orðið svona mikil, af hverju er þá ástæða til þess "áð taka upp stór- iðju? Því að fyrst og fremst er breytingin hér fiskveiðunum að þakka. Hér kemur fleira til. Fram farirnar hér eiga rætur sínar að rekja til tækninnar. Hún hefur valdið gjörbreytingu í öllum at- vinnugreinum. Rafmagnið hefur haft sín áhrif. Þess gætir einnig í öllum atvinnugreinum. Að því leyti er fyrirhuguð stóriðja ein- ungis framhald þess, sem þegar er orðið. Andstæðingar hennar halda því nú einkum á lofti, að í hana megi ekki ráðast, af því að hún sé svo mannaflsfrek. En nýja rafmagnsvirkjun verðum við að framkvæma, hvort sem hér verð- ur lagt í stóriðju eða ekki. Hag- kvæmasta virkjunin, sem jafn- framt þarf þá tiltölulega minnst- an mannafla til byggingar, fæst, ef við getum tryggt sölu á um- framorkunni um alllangt árabil. Ella yrði almenningur og at- vinnuvegir að borga árum saman milli 50—100% meira fyrir raf- magnið en ef svona verður farið að. Með þvílíkri sölu á rafmagn- inu opnast leiðin til stórvirkj- ana, sem síðan verður hægt að ráðast í hverja eftir aðra, eftir því sem þörf okkar og vilji segir til um. Þarna er því um að ræða lykil að framtíðarvelferð. Ekki svo mjög vegna þess, að margir menn muni fá atvinnu af sjálfri stóriðjunni. í sjálfu sér er það naumast umtalsvert, þó að eftir tíu ár eigi að vinna við hana milli 400 og 500 manns. Notum o;æði lands- ins Afköst þessara hundruða valda ekki úrslitum um afkomu íslenzka þjóðarbúsins. Hitt getur valdið úrslitum, að við höfum bolmagn til að ráðast í hinar hag- kvæmustu virkjanir. Því fer svo fjarri, að þessi skoðun lýsti van- trú á íslenzkum atvinnuvegum eða fslandi, að með þessu er ver- ið að greiða fyrir því, að gæði landsins séu nýtt þjóðinni til heilla. Sumir hafa talað um, að með þessu væri verið að sóa raf- magni. Slíkt tal fær með engu móti staðizt. Þó að afkoma þjóð- arbúsins velti ekki á afrakstri vinnu þeirra 400 til 500 manna, sem starfa mundu hjá alumínverk smiðju, þá mundu þeir afla meiri tekna í þjóðarbúið, en nokkur annar jafn stór hópur. Ennfrem- ur er á það að líta, að u.þ.b. þeg- ar allar okkar stórár verða full- virkjaðar, þá mundi samningstím inn við hina erlendu aðila liðinn, og þá gætum við notað rafmagn- ið til hverra þeirra þarfa, sem við sjálfir teljum mikilvægastar. —• Hinir erlendu aðilar hefðu þá greitt aflstöðina upp, og við get- um síðan ráðstafað orkunni eins og okkur þykir henta. Það er fávísleg sóun að halda áfram að láta stórfljótin renna til sjávar öllum til óþurftar og einskis gagns, þegar hægt er að láta þau mala auð handa þjóð, sem óneit- anlega býr í einu harðbýlasta landi á þessum hnétti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.