Morgunblaðið - 13.02.1966, Blaðsíða 12
12
MORGU NBLAÐIÐ
Sunnudagur 13. febrúar 1966
Sigurbjörn Einarsson, biskup:
M LESTUR BIBLÍUNNAR
BIBLÍAN er ekki auðveld af-
lestrar, ekki aðgengileg, margt í
henni er tormelt. Þetta heyrist
oft sagt.
Engin góð bók er auðveld á
sama hátt og prentað léttmeti.
Staðgott efni rennur ekki niður
eins og flautir dagblaða, sætindi
reyfara eða inngjafir eitur-
ritlinga. Ég veit ekkert verk, rit-
verk eða annað, er talizt geti
veigamikið og meðal andlegra
afreka, sem viðstöðulaust og án
allrar fyrirhafnar Ijúki sér upp.
í>að er löngum svo, að iþví meira
sem að kveður um tilþrif, anda-
gift og auðlegð slíks verks, því
meira leynir það á sér og yndið,
sem af því fæst, notin, sem af því
verða, byggist á varanlegum,
stöðugum og oft nokkuð áreynslu
sömum kynnum.
Biblían er ekki undantekning
1 þessu. í>að er margt í henni,
sem skírskotar þegar í stað til
hverrar heilbrigðrar hugsunar,
sakir fegurðar, sakir vizku og
djúpsæis. Þar er margt, sem
barnið skilur, tær og gagnsær
vísdómur. Raunar getur það hið
sama orðið ævilangt hugleiðing-
arefni og vakið þroskuðustu spek
ingum endurtekna undrun, frjóar
spurningar og aðdáun.
Kunnur nútíma rithöfundur
skrifar: „Hverju sinni sem ég tek
litlu vasabiblíuna mína verð ég
Jostinn furðu þeirrar staðreynd-
ar, að svo mikið skuli rúmast
innan spjalda hennar. Allt mann-
legt er þar að finna, hið lægsta
sem hið hæsta. Engin er sú mann
tegund, enginn sá glæpur, engin
reynsla, enginn draumur, engin
hetjudáð, sem ekki hafi verið
færð í sístæðan búning í Biblí-
unni Hún er hafsjór af mann-
þekkingu, fegurð og kímni, já,
einnig kímni. Allt, sem skáldin
ákapa, verður þegar bezt lætur,
aðeins tilbrigði yfir það, sem
þegar hefur verið sagt í Biblí-
unni á skýrari hátt og með fyllra
ómi“. (Harry Blomberg).
Hér eru fáeinar, einfaldar leið-
'beiningar, sem gætu e.t.v. orðið
einhverjum að notum við lestur
Biblíunnar.
1. Þegar ég lýk upp Biblíunni
minni hef ég hugfast, að ég er
að ganga til fundar við Guð. Ég
ætla að hlusta á hann, ekki sjálf-
an mig, kynnast hans hugsun,
beygja mig fyrir hans athuga-
semdum við mig og mitt líf en
ekki að gera athugasemdir við
orð hans. En til þess að heyra
það, sem Guð vill við mig tala
í orði sínu, er ekki nóg að sjá
orðin eins og þau standa á blað-
síðum bókarinnar. Ég þarf að
Ijúka upp huga og sál. Og það
gerist með bæn. Bænin er lykill
að Drottins náð .. „Tala þú
Drottinn, þjónn þinn heyrir".
Með þeirri bæn skal hefja lestur
Biblíunnar hverju sinni og sú
bæn skal búa í hjarta meðan
lesið er. Og það, sem ég les, geri
ég að bænarefni. Ég skil e.t.v.
ekki all't, sem ég les. Það gerir
ekkert til. Ef ég tek til mín allt,
sem ég skil, þá er nóg, Vitur
maður sagði: Fólk er alltaf að
tala um það, sem iþað segist ekki
skilja í Biblíunni, Ég fyrir mitt
'leyti er einlægt í mestum vanda
með það, sem ég skil.
Ég þanf ekki öðruvísi BibMu.
En ég þyrfti að vera öðruvísi
sjálfur. Biblían þanf að breyta
mér, ekki ég henni. Oss vantar
ekki nýjar opinberanir né ritn-
ingar. Oss vantar nýja menn. Og
í Biblíunni talar sá, sem einn
getur sagt: Ég gjöri alla hluti
nýja. Ég þarf ekki að hreinsa
Biblíuna. En ég þarf að biðja
daglega með orðum hennar:
Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð,
og veit mér nýjan, stöðugan
anda.
Ef ég hnýt um eitbhvað í Bibl-
íunni, sem vel getur komið fyrir,
Iþá minnist ég þess, að Bi'blían er
ekki sniðin eftir mínum stakki,
mínurn tíma, skilningi eða að-
stæðum. Hún er gefin 'kynslóð-
um, óteljandi einstaklingum með
miismunandi tþarfir, þroska og
og kjör. Hún hetfur eittlhvað
'handa öllum, líka mér. Ég leita
þess, sem varðar mig og mér er
æblað. Ég fylgi reglu William
Booths: „Ég les Biblíuna ná-
fcvæmlega eins og ég borða fisk
— ég legg beinin til hliðar en
borða fiskinn".
2. Ég reyni að lesa Biblíuna
daglega, einhvern katfla hvern
dag, eftir vissri reglu þannig að
ég lesi ákveðin rit í samhengi.
að ætti heizt aldrei að bregðast,
að Guðs orð fiái sína á'kveðnu
stund á deginum, skemmri eða
lengri etftir aðstæðum. Stund að
morigni, jafnvel stutt, sem verð-
ur föst venja, ber blessunarríkan
ávöxt.
3. Það er gömul og gi'ld regla
handa þeim, sem vilja hetfja bibl-
íúlestur, að byrja ekki eins og
venjulega er byrjað á bókum,
þ.e. á fyrsta blaði, heldur á guð-
spjöllunum. Biblían er ekki ein
bók, heldur ritsafn. Og guðspjöll-
in eru hinn eðlilegi inngangur
að því öllu. „Ég er dyrnar“, seg-
ir Jesús. Um þær dyr verður að
ganga inn í sali Biblíunnar.
4. Þegar ég les guðspjöllin
hugsa ég mér, að ég sé meðal
þeirra, sam leituðu Jesú og
hlýddu á hann, þegar hann var
sýniiegur hér á jörð, einn þeirra,
sem komu á fund hans með 'bæn
um hjálp, sjáifum sér eða öðrum
til banda. Og hann segir við mig,
eins og hann sagði við þá: „Hvað
viltu að ég gjöri fyrir þig? Þann,
sem til min kemur, mun ég alls
ekki burt reka“.
5. Ég heyri Jesúm flytija orð
lífsins, sé hann ganga um kring
og gjöra gott og græða alla, sé
'hann otfsóttan, handtekinn, kross
tfestan, sé hann vinna sigur á
syndinni og dauðanum. Og í
•ljósi páskanna fylgi ég vinum
hans og les önnur rit Nýja
testamentisins. Ég finn hvernig
þeir verða uppteknir atf mætti
Ihins upprisna Drottins og hönd'l-
aðir atf anda hans. Ég sé hvern-
ig þeir taka að vitna um konung-
dóm hans og flytja öllum heim
fagnaða rboðin um sigur hans og
þá framtíð, sem fyriibúin er í
tfylgd hans. Ég les um þetta og
kynnist því í Postulasögunni og
brétfunum. Ég tek undir með
þeim, sem þar vitna. Ég á Jesú
Kristi jatfnmakið að þakka og
Iþeir. Ég bið um þann heilaga
anda, sem gáf þeim sýn, sivo að
þeir gá’tu sagt: „Vér sáum dýrð
'hans", og eignuðust lítfið í hon-
um. A bak við þeirra stenku trú
og mína veiku, er bæn hans: Ég
bið fyrir þeim .... Ég bið ekki
einungis fyrir þessum heldur
einnig þeim, sem á mig trúa fyr-
ir orð þeirra .... Ég vi'l, að þeir
séu hjá mér þar sem ég er og sjái
dýrð mína“.
6. Gamla testamentið les ég
með Jesú Kristi og í hans nafni.
Það var hans Biblía. Hann las
það stöðugt, lagði útatf því í sam-
komuhúsum þjóðar sinnar, hann
litfði og dó með orð þess á vör-
um, varðist freistingum með orð
um þess í hinztu angist sinni og
í andlátinu. Hann sagði að það
vitnaði um sig. Ljósið í Gamla
testamentinu birtist í mörgum lit
forigðum, eins og árdegisbjarmi,
sem roðar ský og fooðar komu sól-
ar. Kristur er sólin. Gamla testa
EBENEZER Henderson — Doctor in Philosophie. — Theo-
logical Tutor of The Missionary College. — Huxton. —
Printed 1836.
Ebenezer Henderson
STOFNANDI Hins íslenzka
Biblíufélags, Skotinn Ebenez-
er Henderson, dvaldi hér á
landi 14 mánuði, 1814—T5.
Hann gaf út í Edinborg 1818
ferðabók mikla og vandaða
frá íslandi. Af íslandslýsing-
um erlendra manna hefur ef-
laust engin hlotið meira lof
hér en sú bók.
Það var þvi ekki vonum fyrr
að hún var gefin út í vand-
aðri þýðingu íslenzkri, 1957. Á
Ólafur Bergmann Erlingsson
þakkir skildar fyrir að hann
fékk Snæbjörn Jónsson til að
þýða bókina og kostaði síðan
útgáfu hennar.
Þrem árum eftir að bókin
kom út, fékk þýðandinn bréf
frá Jónasi lækni Rafnar á Ak-
ureyri og í því mynd þá af
Henderson, sem Morgunblaðið
birtir nú í fyrsta skipti.
Með myndinnl skrifaði Jón-
as Rafnar m.a. þetta:
„Þegar séra Jón lærði flutt-
ist frá Möðruvöllum að Dun-
haga vorið 1839, skildi hann
eftir á kirkjuloftinu á Grund
talsvert bóka- og blaðarusl,
sem lá þar svo í óhirðu og fún-
aði. Fyrir einum 70 árum hirti
faðir minn heitinn þaðan all-
stóran böggul af stólræðum
séra Jóns og þessa mynd af
Henderson, og tók ég hvort-
tveggja í mínar vörzlur eftir
hans dag. Ræðunum kom ég
til Jóns biskups Helgasonar,
en myndin liggur enn hjá
mér“.
Og enn skrifar læknirinn:
„Henderson hefur sent séra
Jóni myndina fyrir 1839, svo
að hún er orðin yfir 120 ára
gömul. Ég tel hana merkilega
að því leyti, að hún hefur ver-
ið handleikin .af þessum tveim
ur merkismönnum, en nú eru
að líkindum fáir hlutir til, sem
svo stendur á um. Mér er því
hugleikið, að myndin glatist
ekki, heldur komist í góðs
manns hendur, helzt þess, sem
bezt hefur haldið uppi minn-
ingu hins ágæta enska mann-
vinar“.
— Myndin er 140 ára gömul.
Undir henni stendur ártalið
1926. Henderson var þá 42 ára
gamall en 11 ár liðin síðan
hann kvaddi fsland. Hann er
miklum mun eldri á þeirri
mynd, sem oft hefur verið birt
hér í bókum og blöðum.
Ólafur Ólafsson.
mentið lýsir að sama skapi sem
maður vill ganga í birtu Krists
og láta dögun hans renna upp
yifir lítfi sínu og játast honum
sem Drotni sínum og frelsara.
Þessi atriði er gott að hatfa í
huga við lestur Biblíunnar.
Lútlher sagði: „Biblían er stór
skógur með allskyns trjám. Þar
má finna margskonar aldin. Ég
foetf aldrei til einskis hrist neina
grein í þeim skógi“.
Ólafur Ólafsson, kristniboði:
DAGUR BIBLÍUNNAR
Síðan útgáfa íslenzku Biblíunnar flutti heim 1956 eftir nálega
heillar aldar útlegð, hafa þessar bækur komið út í Reykjavík
á kostnað Hins islenzka Biblíufélags: 1. Stóra Biblían 1957. —
2. Vasa-testamenti ljósprentað 1956. — Nýja testamenti með
stóru letri og myndskreytt 1956, — 4. Litla Biblía 1961.
GUÐSPJALL dagsins er dæmi
sagan um fernskonar sáðjörð.
„Sáðmaður fór út að sá sæði
sínu .... Sæðið var Guðs orð“.
Því er þessi dagur, annar
sunnudagur í níuviku föstu, dag-
ur Biblíunnar. Hann er helgað-
ur starfi þess félags, sem lengst
befur unnið að útgáfu hennar O'g
útbreiðslu hér á landi.
Nokkuð er seint orðið að koma
nú með framhald greinar, sem
Morgunblaðði birti undir árs-
lok 1964, og nefndist „Á að-
fangadegi stórafmælis". En nú er
afmælið um garð gengið, 150
ára afmæli Hins íslenzka Biblíu-
félags, og í frásögur færandi að
nýr áfangi er hafinn, ný bless-
unarrík verkefni blasa við söfn-
uðum og einstaklingum sem
vilja eflingu trúar og siðgæðis
í landinu.
Á degi Biblíunnar væri þó
naumast forsvaranlegt að geta
að engu sögu hennar, fortíðar
hér og í heiminum yfirleitt.
Sú saga var sögð á hrífandi
hátt í jólatölublaði ameríska
mánaðarblaðsins Life, 1964. Blað
ið var tvöfalt, 140 síður, og fjall-
aði aðalefni þess, lesmál og mynd
ir, um Biblíuna að fomu og
nýju. Lesendur Lifes eru taldir
vera 15 til 20 milljónir.
í forustugrein jólablaðsins stóð
m.a.:
„Biblían er áhrifarikust og út-
breiddust allra bóka. Hún á
meiri sögu en nokkur önnui
bók“.
Eru nokkur sönnunargögn um
að Biblían hafi haft mikil áhrif
hér á landi? Já, þau eru ótelj*
andi. Eitt hinna helztu þeirra
verður lesið og sungið 50 kvöld
í röð í ríkisútvarpinu. Enginn er
kominn til að svara því til fulln-
ustu hver áhrif Passíusálma Hall
gríms hafa verið í þrjúhundruð
ár, — hvað þá Biblíunnar sjálfr
ar.
Vegna afmælisins hefur þesa
verið minnzt að nokkru að hér,
á okkar afskekkta litla landi, hef
ur gerzt eigi ómerkur þáttur
Framhald á bls 18