Morgunblaðið - 13.02.1966, Síða 32

Morgunblaðið - 13.02.1966, Síða 32
Langstærsta og íjölbreyttasta blað landsins fhBlTTOHii iim mwiwniow i n wmdiiiiih h whmw— ih— mmmm\ iKgttstltfftfrife 36. tbl. — Sunnudagur 13. febrfar 1966 Helmingi utbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 'U I offlBf IÍ % m«íi4í§ Kápusíða afmæíisrits Varðar. Afmælisrit Varðar Þrjár yfirlýsingar um Hamrafellsmálið Frá forstjára Esso, víðskiptamálaráðu- neytinu og fyrrv. skipstj. á Hamrafetli OLÍUFÉLÖGIN, nefnir Vilhjálm ur Jónsson forstjóri OlíuféJags- ins h.f., yfirlýsingu sína, er hijóðar svo: í framhaldi af yfirlýsíngu allra olíufélaganna, sem birtist í dag- blöðunum í dag (12. febrúar), tel ég rétt að skýra frá eftirfar- andi svo öll sagan sé sögð. 1. Við gerð olíusamninga haust ið 1&64 var talið peningalega hag stæðara fyrir oiíufélögin að semja við Rússa um flutninga, en taka tilboði útgerðar Hamra- felis. Þar sem ljóst var, að hér var einnig um að ræða íslenzka hagsmuni, sem ekki snerti öll olíufélögin, var málið lagt fyrir viðskiptamálaráðuneytið og ósk- að fyrirmæla. Svar ráðuneytisins að lokinni athugun var, að sam- ið skyldi við Rússa um alla flutninga. 2. Hamrafell flutti ávallt meginhluta bilabenzins' til lands- ins án óhappa. Nú hefur það skeð á siðustu þrem mánuðum, að tjón á förmum skipa, sem flutt hafa saman benzín og gas- olíu frá Rússiandi nema ca. kr. 4.400.000,00. Þetta stafar af lé- legum skipum og áhöfnum, en skip þessi hafa Rússar á leigu. Það er vorkunnarmál fyrir mig og aðra þó við sæjum þetta ekki fyrir. Hins vegar sýnii það m.a. rangt mat allra þeirra, er hlut áttu að máli á mikilvægi þess að hafa öryggi um forsvaran lega flutninga. Það er vandalaust að vera vitur eftir á, en meiri vandi að hagnýta á réttan hátt þá reynslu, sem fengizt hefur. Að síðustu er rétt að benda 5, að það ætti að vera umhugsunar efni fyrir íslenzk stjórnarvöld og ilíufélögin, að landið verði ekki framvegis háð veivilja góðra manna í Ameríku um það, hvort olía er til í landinu á kald asta tíma ársins og þegar vertíð stendur sem hæst. Vilhjálmur Jónsson Athugasemd. 1 tilefni af yfirlýsingu Vil- hjálms Jónssonar, forstjóra Olíu- féiagsins sem hann hefur í dag sent blöðum til birtingar, tekur viðskiptamálaráðuneytið þetta fram: Það eru að sjálfsögðu olíufélög in, sem annast samninga um olíu flutninga til landsins. Ráðuneytið fylgist þó jafnan með samnings- gerðinni, enda eru olíuviðskiptin við Sovétríkin gerð samkvæmt viðskiptasamningi milli ríkj- anna. Haustir 1064 varð ágrein- ingur milli olíufélaganna og út- gerðar Hamrafells um flutnings- gjöld. Viðskiptamálaráðuneytinu var' að sjálfsögðu skýrt frá þess- um ágreiningi. í yfirlýsingu allra olíufélaganna, sem birt hefur Framhald á bls. 31 í matstofu starfs- matstofunnar var bjargað undan eldinum í tíma og skemmdust iþau ekkert. Eins og fyrr er getið rann vatn niður á neðri hæðir verzlunar- hússins. Komst það meðai annars í véfnaðarvörulager á annarri hæð hússins og var vefnaðarvör- unum af þeim sökum komið á öruggan stað annars staðar í verziuninni. Á hinum hæðum Kjörgarðs voru segl breidd yfir vörubirgðir þær, sem taldar voru í hættu af vátninu. Ekkert tjón varð því að ráði á vörunum, en til frekari öryggis var þess farið á ieit við slökkviliðsmenn, að þeir notuðu eins lítið vatn og þeir teldu sig komast af með. Þess má geta, að ung stúlka, Gréta Sigurðardóttir að nafni, lokaðist inni í lyftu hússins, sem stanzaði milli hæða, er rafmagns tafian brann. Náðu s-lökkviliðs- menn og lögregla Grétu úr lyft- unni eftir fimmtán mínútur. Var hún þá talsvert farin að ugga um sinn hag, þar sem hún fann reykjarlyktina inn í lyftuna. Slökkviliðsmenn og lögregla vöktu yfir brunastaðnum fram- eftir degi, ef ske kynni að enn leýndist neisti í töflunni eða þiíjum. Rafmagnstaflan, sem eldurinn kom upp í. (Ljósm. Sv. Þorm), manna Kjörgarðs AIEntiklar skemmdrr urðu EI.ÐTDR kom npp í gær á efstu jhæð' Kjörgarðs við Laugaveg 59. Mafð’i kviknað þar í rafmagns- töflu í kaífi- og matstofu starfs- jnanna Kjörgarðs og læsti eld- urinn sig von bráðar í veggi, gólf teppi og loft. Starfsmenn Kjör- garðs, sem voru að vinna í klæð- skerastofu hússins á efstu hæð- inni fundu brátt reykjarlyktina og gerðu lögreglu og slökkviliði samstundis aðvart. Fldurinn kom upp um hádeg- isbiiið í gærdag og tók það slökkviliðið skamma stund að ráða niðurlögum hans, en hann var um tíma orðinn talsvert magnáður. Miklar skemmdir urðu í þessum bruna, meðal ann- ars gjöreyðilagðist gólfteppið og klæðning á þeim hlutum veggja og lofts sem eldurinn komst í. Rann vatnið úr slöngum slökkviliðsmanna niður á hæðirn ar fyrir neðan en skemmdir af því munu hafa orðið tiltöiulega litlar. í eldinum skemmdist mikið stórt málverk eftir Hafstein Aust mann, en menn sem þarna voru nærstaddir töldu að hægt væri að gera við það með sérstökum aðferðum. Tveimur öðrum mál- verkum, sem héngu á veggjum Eldur LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður hefur gefið út veglegt afmælis- rit i tilefni af fjörutíu ára af- mæli félagsins, sem sagt er frá annars staðar í Mbl. í dag. Ritið er um 100 bls. að stærð og hið fjölbreyttasta að efni. Framan á kápu er Ijósmynd í litum, sem tekin er úr lofti.yfir Reykjavík. Myndin er furðulega skýr, svo að greina má hvert hús í mörgum borgarhverfum. Rafn Hafnfjörð tók myndina. Af efni ritsins má nefna ávarp forsætisráðherra, dr. Bjarna Benediktssonar, ávarp formanns Varðarfélagsins, Sveins Guð- mundssonar, og afmæliskveðjur frá formönnum S.U.S., Heimdall- ar, Hvatar og Óðins. „Á vegamótum stóriðjanna og stórvirkjana á íslandi“, heitir rnjög ýtarleg* og fróðleg grein eftir Jóhann Hafstein, iðnaðar- málaráðberra, um Landsvirkjun og alúmínvinnslu. Kemur margt nýtt og athyglisvert fram i þess- ari grein. Minningargrein um Ólaf Thors er eftir Birgi Kjaran, um Thor Thors eftir Gunnar Thoroddsen, um dr. Magnús Jónsson eftir Sigurð Kristjánsson, um Bjarna Sigurðsson eftir Gpðmund Bene- diktsson, og að auki er 21 minn- ingarþáttur um fallna framberja Varðarfélagsins. Saga félagsins er rifjuð upp í viðtölum við þrjá fyrrverandi formenn þess, þá Guðmund Bene diktsson, Stefán A. Pálsson og Ragnar Lárusson. Rætt er við Geir Hallgrimsson, borgarstjóra, um þróun Reykja- vikur síðustu fjörutíu ár. Margt fleira er í ritinu, svo sem skrá yfir ráðherra og ríkis- stjórnir íslands frá 1904, borg- arstjóratal Reykjavíkur frá upp- hafi og úrslit bæjarstjórnarkosn- inga í Reykjavík frá 1918. Ritnefnd afmælisritsins skip- uðu Eyjólfur Konráð Jónsson (formaður), Ragnar Lárusson og Bjarni Beinteinsson, en Magnús Þórðarson sá um útgáfuna. — Kristín Þorkelsdóttir sá um upp- setningu. — Afmælisritið verður sent heim til félagsmanna nú næstu daga. Togarafélagið kærir ekki háseta Admetus * — fyrir að hafa gengið af sliipinti á Islandi Einkaskeyti til Mbl. Hull, 12. febrúar — AP. HENRIKSEN & Co. Ltd., eigendur Hulltogarans Admet us, munu ekki sækja til saka þá átta háseta, sem gengu af skipinu á íslandi 31. janúar s.I., að því er talsmaður fé- lagsins sagði í dag. Talsmaðurinn sagði, að átta hásetar hefðu gengið af skipinu og neitað að sigla með þvi áfram eftir að einn hásetanna hafði tekið út í fár- viðri og stórsjó. Hásetinn, sem út tók, var George Cook, 56 ára gamall Breti, sem siglt hafði hjá félaginu í sex ár. Talsmaðurinn sagði, að tveir aðrir brezkir togarar heíðu komið til aðstoðar Admetus, og hefði annar þeirra lent í árekstri við Admetus og hafi komið gat á síðu togarans yfir sjávar-, máli. Hásetarnir átta, sem gengið hefðu af skipinu, hefðu komið flugleiðis til Hull, en skipstjóri Admetus hefði siglt togaranum þangað með 11 manna áhöfn í stað 19. í morgun var unnið að því að leggja síðustu hönd á við- gerðina á Admetus, og er ráð gert að skipið fari út á veiðar á morgun, sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.