Morgunblaðið - 13.02.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.02.1966, Blaðsíða 31
Surmu3agur 13. febrúar 1966 MORGU NBLAÐIÐ 31 — Þrjár yfirlýsingar Framhald af bls. 32. verið í blöðum og Vilhjálmur Jónsson skrifar m.a. undir, segir svo um þetta atriði: „Það var ágreiningslaust af hálfu íslenzku olíufélaganna að hafna bæri tilboði útgerð arstjórnar m.s. Hamrafells og taka tilboði Rússa um > olíuflutningana“. 1 Af hálfu útgerðar Hamrafells var engin málaleitun borin fram við ráðuneytið um, að það gerði tilraun til þess að fá olíufélögin til þess að breyta þessari af- stöðu sinni. Ráðuneytið taldi því að sjálfsögðu ekki koma til greina að nota vald sitt sem form legur samningsaðili til þess að fyrirskipa olíufélögunum að semja um ca. 30% hærri flutn- ingsgjöld en þau, sem þau vildu greiða. 12. febrúar 1966. Yfirlýsing Sverris Þór. Sverrir Þór, fyrrum skipstjóri á Hamrafellinu kvaddi blaða- xnenn á sinn fund í gær í tilefni yfirlýsingar olíufélaganna og fréttar, sem birtist í Mbl. í gær, tim olíuflutninga og Hamrafells- mál. í fréttinni er vitnað til upp lýsinga gamalreynds skipstjóra, sem um langt árabil sigldi bæði til Batumi og Aruba. Skipstjóri 6á, er borinn er fyrir fréttinni, er Sverrir Þór. í tilefni hennar óskar hann eftir að gefa um mál ið yfirlýsingu. Hann kveðst hafa verið skip- Stjóri á Hamrafellinu í 7 ár, en síðustu tvö árin tryggingastarfs- maður hjá Samvinnutryggingum. í fyrrakvöld hefði Hreinn Páls- son forstjóri B.P. hringt til sín og beðið sig um upplýsingar um vegalenglir til Batumi annars vegar og Aruba hins vegar. Nokkru áður kvaðst hann hafa verið á fundi út af farmtrygg- ingu með Hreini og fleirum, er annast innflutning á olíum. Kvaðst Sverrir hafa álitið upp- lýsingar þessar í sambandi við þann fund, en ekki til birtingar í blöðum. (Mbl. vill í þessu sam bandi upplýsa að það fór fram á að fá fyrrgreindar upplýsing- er hjá forstjóra B.P.). Sverrir Þór sagði svo frá sam- talinu, en hann og Hireinn Páls- son eru gamalkunnugir. „Er Hreinn spurði mig um vega lengdina til Batumi sagði ég, að ég ætti að muna það, en væri ekki alveg viss, taldi vegalengd- ina rúmar 4000 mílur, kannske allt að 4200 mílum. í annan stað spurði hann um vegalengdina til Aruba og sagði ég hana um 3800 mílur eða þar um bil. Ég sagði einnig að þótt vegalengdin til Aruba væri styttri munaði kannske ekki miklu á siglinga- tíma til þessara staða, þar sem leiðin til Aruba er lengur háð úthafsveðrum en leiðin til Batumi. Að loknu þessu samtali fór ég að athuga einkadagbók um sigi- ingar skipsins o.fl., sem er unnin upp úr skýrslUm og leiðabókum Hamrafells, er ég var þar skip- stjóri. Samkvæmt athugunum mínum á heilu siglingaári til beggja þessara staða, er niður- staðan þessi, er meðaltal er te"k- ið á siglingalengd og siglinga- tíma miðað við vegmæli (logg). Til Batumi 4360 sjómílur, sigl- ingatími 14 dagar og 18 klst. — Til Aruba 3730 sjómílur, siglinga tími 13 dagar og 6 klst. Ég vil hins vegar taka fram, að ekki er rétt á þessum leiðum að miða við vegalengdina eina“. Sverrir tók einnig fram, að afgreiðslutími væri yfirleitt lengri í Batumi en Aruba. Mbl. vonar að með þessum upp lýsingum séu staðreyndir máls- ins leiddar í Ijós. Afli Ólafsvíkur- báta tregur Ólafsvík, 10. febrúar. BÁTAR eru óðum að tínast á veiðar, og mun láta nærri að héðan verði gerðir út um 20 bátar, stærri og smærri. F’lestir munu veiða í þorskanet. Aflinn hjá þeim, sem eru þegar byrjað- ir hefur verið heldur tregur, enda hafa gæftir verið stirðar. Hafa bátarnir fengið mest átta tonn í lögn. Hingað er komið talsvert af aðkomufólki, bæði íslenzku og útlendu til þess að vinna að vertiíðarstörf úm. — Hinrik. Hlutur fiskafurða í útflutningi — hefur farið vaxandi alla öldina í verzlunarskýrslum, sem út komu fyrir áramótin er að finna verðmæti útfluttrar vöru á ís- landi á árunum 1901-1964, flokk- að í afurðir af fiskveiðum, hval- veiðum veiðiskap og hlunnind- um, landbúnaði og dálk fyrir ýmislegt. ' Þar sést m.a. að afurðir af fiskveiðum hafa árið 1964 selzt fyrir 4330 millj. kr. og var 90,7% af útflutningsframleiðslunni. Til samanburðar sést að fyrstu 5 ár- in af þessari öld gerðu fiskafurð- ir að meðaltali 59,3% af útflutn- ingi íslendinga og var þá flutt út árlega fyrir nærri 6,2 millj. kr. Síðan hefur hlutur fiskaf- urða alltaf farið vaxandi, var orðinn 304 millj. árega 1946-50 eða 87,2% og hefur síðan verið um og yfir 90%. Afurðir af landbúnaði seldust árið 1964 fyrir tæpar 290 millj. kr. og eru þá 6,1% af útflutn- ingnum. Fyrstu 5 árin eftir alda mót gerðu landbúnaðarvörur 21% af útflutningnum g seld- ust að meðaltali á ári fyrir 2,2 millj. kr. Fer hlutur þeirra hæst up í 22,7% af útflutningnum á árunum 1911-1915, en síðan minnkandi hlutfallslega við aðra útflutningsframleiðslu. 1946-50 eru landbúnaðarafurðir seldar fyrir 21,7 millj. kr. og gera 7,9% af útflutningnum. Síðan hef ur hlutfallstalan verið 4,5-7,9% Afurðir af hvalveiðum seld- ust 1964 fyrir 63,5 millj. kr. og gerðu þá 1,3% af útflutningn- um. Fyrstu 5 ár aldarinnar seld- ist hvalkjföt fyrir svipaða upp- hæð eða 1,9 millj. árlega, sem þá voru 17,9% af útflutningnum. Árin 1946-50 er hvalkjöt selt árlega út fyrir 4,7 millj. kr. og er þá 2,9% af útflutningnum, en hefur síðan verið 1-2% af út- flutningnum. Afurðir af veiðiskap og hlunn- indum seldust fyrstu 5 ár aldar- innar árlega fyrir 149 þús. kr. sem voru 1,4% af útflutningn- um, en hefur síðan 1910 farið niður fyrir 1%. Var 1964 0,3% af útflutningnum, en þá seldust afurðir af veiðiskap og hlunn- indum fyrir 15 millj. kr. Tilrann Frnkha mistókst Hammaguir, Alsír, 12. feb. — NTB. FRAKKAR gerðu í dag mis- heppnaða tilraun til þess að skjóta gervitungli á braut um- hverfis jörðu. Varð bilun í þriggja þrepa eldflauginni, sem flytja átti gerfitunglið á braut frá Hammaguir-tilraunastöðinni í Alsír. Bilunin er þó ekki talin alvarleg, og búizt er við að önnur tilraun til að koma eld- flauginni á loft verði gerð á morgun, sunnudag. Nú er lokið við að skipa út 250 tonnum af hvítu Iakki, 200 þús. dósir, sem málningaverksmiðjan Harpa hf. sendir til Rússlands með ms. Lagarfossi, er fer nú um helgina. Verksmiðjan framleiddi þetta magn á tæpum mánuði. Kaupandinn er V/O. Sojusehimexport, Moskvu. Þetta er í fyrsta sinn, sem nokkuð magn að ráði er flutt út af málningarvörum frá Islandi. Tegund sú, sem hér um ræðir hefur verið á markaði hér í tíu ár og ber vöruheitið „Sígljái" og helzt það nafn óbreytt þótt allt lesmál á leiðarvísi sé á rússnesku. 7/? ~5'/zr // % Um kl 3 í fyrradag fór flug- vél Landhelgisgæzlunnar, Sif, í ískönnunarflug. Flaug hún norður frá Kolbeinsey og með ísröndinni í vestur. Var ísinn eða um 60 mílur þar frá landi. Virtist hann heldur hafa f jar- lægst landið frá því var, er Sif fór síðast í ísl J innunar- flug fyrir um hálfum mán. næst landi út af Straumnesi uði. Stjórn HÍP sjálfkjörin Jón Kr. Ágústsson kjörinn formaður FRAMBOÐSFRESTUR til stjórn arkjörs í Hinu íslenzka prentara félagi var útrunninn laugardag- inn 5. þ.m. Aðeins einn listi kom fram. Að loknum næsta aðal- fundi verður stjórn félagsins þannig skipuð: Aðalstjórn: Formaður: Jón Kr. Ágústsson, ritari Stefán Ögmundsson, gjald Potreksijarðar- bótor iiska vel Patreksfitði, 13. febrúar. NETABÁTAR fiska hér ágæt- lega, og í gær fékk Jón Þórðar- son 28 tonn. Helga hefur verið með um 20 tonn í róðri. Línu- bátar fiska einnig ágætlega, en eru nú að fara að skipta yfir á net. Veður er hér ágætt, sunnan kuldi, en frostlaust. — Trausti. Stangaveiði- iélogið á Akronesi 25 óra Akranesi, 12. febrúar. 26 ÁRA er gtangaveiðiféla-g Akraness í dag. Afmælishóf held ur félagið kl. 8.30 í kvöld í Hótel Akranesi. Þar verða ræður, Savanna-tríóið og annáluð reyk- vísk hermikráka. Öllum áreig- endum í Dalasýslu, sem leigt ihafa Akurnesingum ár sínar um áratugi er boðið. Mi'kil tilihlökkun er hjá félags mönnum að rétta úr sér andlega og líkamlega við laxastöngina á komandi sumri eftir harðan vetur . — Oddur. • TOKYO — Froskmenn og kafarar náðu í dag 15 líkum úr Tokyoflóa til viðbótar þeim sem áður hefur tekizt að ná. Eru þá alls heimt 98 lík af þeim 133 sem fórust með Boeing 727 vélinni yfir flóan- um fyrir viku. keri: Pjetur Stefánsson, 1. með- stjórnanii: Pálmi A. Arason og 2. meðstjórnandi: Ragnar Magn- ússon. — Varaformaður: Óðinn Rögnvaldsson. Varastjórn: Baldur Aspar, ritari; Jón M. Þorvaldsson, gjaldkeri; Þorsteinn Marelsson, 1. meðstj. og Sverrir Kjærnested, 2. meðstj. Formaður Kvennadeildar HÍP sem á sæti í aðalstjórn hefur enn eigi verið kjörinn. (Frá HÍP). — Verkfalli aflýst Framh. af bls. 1. manna til þess að koma fram málamiðlun þessari. Hermt er, að stjórnin haldi enn fasi við tilboðið frá því á fimmtudag, ea það fjallar um 3,5% launahæbk- un, sem ganga skal í gildi í sept- ember í stað október. f gær kröfðust járnbrautarverkamenn þess, að launahæMkunin tæiki gildi 1. apríl. Stjórnin er talin óttast, að ef látið verði undan kröfum járn- brautarverkamanna, muni það ógna allri efnahagsmálastefnu hennar. Mastors Stærðir 45—265 cm. Kristján Siggeirsson hf. Laugavegi 13. S. 13879 -17172. Bíll - Skuldabréf Til sölu er Wauxhall Viktor árg. 1961. Bifreiðin er í góðu ásigkomulagi og hefur aðeins verið ekið 62.000 km. og að mestu leyti erlendis. Útb. kr. 30.000 og eftirstöðvar meiga greiðast með 2—5 ára fasteignatryggðum skuldabréfum. Til sýnis að Kampsveg 32 eftir kl. 2:00 í dag og náestu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.