Morgunblaðið - 13.02.1966, Page 10
10
MORGUNBLADID
Sunnudagur 13. feb'rúar 1966
Landsmálafélagið Vðrður 40 ára í dag
Núverandi stjórn Landsmálafélagsins Varffar, kosin á affalfundi 29. nóvember 1965.
Frá vinstri talið: Jón Kristjánsson, Benóný Kristjánsson, Ágúst Hafberg, Jón Jónsson, gjald-
keri, Sveinn Björnsson, varaformaffur, Sveinn Guðmundsson, formaffur, Einar Guffmundsson,
skrifstofustjóri Varffar, Þórffur Kristjánsson, ritari, Eyjólfur Konráff Jónsson og Bragi Hann-
esson.
Landsmálafélagið Vörð-
ur er fjörutíu ára í dag,
13. febrúar, er þess
minnzt með veglegu af-
mælishófi í Sjálfstæðis-
húsinu í kvöld og útgáfu
myndarlegs afmælisrits.
Þegar félagið var stofnað,
var framboð borgaralegra
afla í kosningum hér í Reyk ja
vík mjög í molum. Fyrsti
formaður félagsins, dr. Magn-
ús Jónsson, prófessor, hefur
lýst þessu svo: „Venjulega
aðferðin var sú, að einhver
hópur áhugamanna kom sam-
an án nokkurs umboðs. Þessi
hópur tók sig til og skrifaði
svo sem 150 — 200 mönnum
og bað þá að koma saman
á fund og ræða máli. Af
þessum mönnum komu svo
einhverjir á fundinn, en ann-
ar álíka stór hópur manna
var .móðgaður af því, að þeir
höfðu ekki verið boðaðir. Þá
vantaði flokkinn miðstöð hér
í bænum þar sem menn gætu
komið saman, sagt skoðanir
sínar, leitað álits flokks-
manna og komið að nauðsyn-
legri pólitískri fræðslu um
þau mál, sem á döfinni voru.“
★
Hin beinu tildrög að stofn-
un Varðar voru svo þau, að á
fundi, sem Jón Þorláksson og
Magnús Jónsson boðuðu til í
húsi K.F.U.M. 2. febr. 1926,
Dr. Magnús Jónsson, fyrsti
formaður Varðarfélagsins.
til þess að ræða væntanlegt
landskjör, hóf Magnús máls
á því, að rétt væri að efna
til nýs landsmálafélags í bæn-
um. Fundarmenn tóku vel í
málið, og var sjö manna und-
irbúningsnefnd kosin, sem
bauð til stofnfundar í húsi
K.F.U.M. að kvGldi hins 13.
febr. Þessir boðuðu til fund-
arins: Sigurbjörg Þorkelsdótt-
ir, Steinunn Bjarnason, Björn
Ólafsson, Gísli Jónasson,
Guðmundur Ásbjörnsson, Jón
Guðnason og Magnús Jóns-
son. Þegar gengið hafði ver-
ið frá stofnun félagsins og
samþykkt félagslaga, var
fyrsta stjórn þess kosin. For-
maður var kjörinn sérstak-
lega, og hlaut Magnús Jóns-
son kosningu. Aðrir í stjórn-
inni voru Sigurbjörg Þorláks-
dóttir, kennslukona, Guð-
mundur Ásbjörnsson, kaup-
maður, Björn Ólafsson, kaup-
maður og Sigurgísli Guðna-
son, verzlunarmaður, en í
varastjórn sátu Haraldur Jo-
hannessen, bankamaður, frú
Guðrún Jónasson og Kristj-
án Albertsson, ritstjóri.
Varðarfélagið fylgdi íhalds-
flokknum að málum, en eft-
ir sameiningu hans og Frjáls-
lynda flokksins árið 1929 og
stofnun Sjálfstæðisflokksins
varð félagið öflugasta vígi
Sjálfstæðisflokksins hér í
borg. Verkefni félagsins voru
þríþætt: 1) að afla stefnu
félagsins og Sjálfstæðis-
flokksins fylgis, 2) að skipu-
leggja kosningastarf hér í
borginni og 3) að efna til
almennra félagsfunda. þar
sem helztu þjóðmál og borg-
armál voru rædd. Kosninga-
starfið hefur nú færzt í hend-
ur Fulltrúaráðs Sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík, en við
hin verkefnin hefur nú bætzt
ýmiss konar skemmti- og
fræðslustarfsemi.
Vörður hefur frá stofnun
verið f Jölmennasta stjórn-
málafélag landsins og telur
nú tæplega fjögur þúsund fé-
lagsmenn. Hann hefur haft
mikil áhrif í stjórnmálalífinu
hér í Reykjavík með funda-
höldum sínum og kosninga-
starfsemi.
★
Ólafur Thors komst svo að
orði í 25 ára afmælisriti fé-
lagsins;
„Síðasta aldarfjórðunginn
hafa öll meiri háttar stjórn-
mál íslendinga verið rædd á
fundum Varðarfélagsins í
Reykjavík. Á þann vettvang
hafa forystumenn Sjálfstæð-
isflokksins jafnaðarlega hald-
ið með hugarfari málfærslu-
mannsins, sem gengur fyrir
réttinn, og Varðarfélagar
hafa langoftast líkzt hinum
lögfróða, víðsýna og góðvilj-
aða dómara.
Varðarfélagar hafa aldrei
þurft að óttast, að framsögu-
menn á Varðarfundum færu
vísvitandi rangt með stað-
reyndir eða reyndu að villa
mönnum sýn. En þeim er
ljóst, að öllum getur yfirsézt.
Þeim nægir því ekki að vita,
að forystumenn flokksins
þurfi, eða hafi þurft, að taka
ákvörðun í stóru máli. Þeir
krefjast jafnt fyllstu upplýs-
inga um öll málsatriði sem
tillagna í málinu. Síðan fella
þeir dóminn. Þeir fagna því
heilhuga, ef þeir geta fallizt
á til’/ögur forystumannanna.
Ella segja þeir einarðlega en
þykkjulaust sínar skoðanir.
Séu málalokin þegar ráðin,
breiðir persónulegt traust og
velvild oftast yfir það, sem
mönnum kann að hafa þótt
misráðið af hendi forystu-
liðsins.
Þannig eru Varðarfundirn-
ir, og þannig eru sameigin-
legir fundir Sjálfstæðisfélag-
anna í Reykjavík. Gömul
vinaandlit. Nýir, ungir sam-
herjar, e.t.v. upprennandi for-
ystumenn flokksins. Konur
jafnt sem karlar. Flest fólk,
sem kann glögg skil á íslenzk
um stjórnmálum, a.m.k. síð-
ustu áratugina, og sumt, eða
raunar margt, svo að af ber.
Fróðleiksfúsir, velhlustandi,
gagnrýnandi en góðviljaðir á-
heyrendur og logandi af á-
huga. Sá, sem aldrei talar
sæmilega fyrir slíkum söfn-
uði, er ekki mælskumaður.
Sagt er, að þingmenn neðri
deildar brezka þingsins séu
öllum öðrum betri áheyrend-
ur. Ekki skal það vefengt,
heldur aðeins mirtnt á, að
sá, sem það staðhæfði, þekk-
ir ekki Varðarfundina".
★
1 árnaðarorðum til Varðar-
félagsins, sem dr. Bjarni
Benediktsson, forsætisráð-
herra, ritar í hið nýútkomna
afmælisrit, segir meðal ann-
ars:
„Á vettvangi Varðarfélags-
ins verður náð til fleiri kjós-
enda en í nokkru öðru stjórn-
málafélagi. Þar fara fram
þær umræður um stjórnmál,
sem geta ráðið um velfarnað
íslenzku þjóðarinnar. En á-
hrif félagsins fara að sjálf-
sögðu eftir áhuga félags-
manna. Megi sá áhugi ætíð
verða vakandi, svo að Vörð-
ur haldi forystu sinni í sókn
til heilla og hamingju lands
og þjóðar“.
Hér er ekki rúm til þess að
rekja nánar í|i>gu félagsins
og ræða starfsemi þess, held-
ur vísast um það til afmælis-
rits Varðar.
Þessir menn hafa verið
kosnir formenn félagsins frá
upphafi (miðað við heil kjör-
tímabil):
Magnús Jónsson 1926-1927
Jón Ólafsson 1927-1928
Guðm. Jóhannsson 1928-1932
Gústaf A. Sveinss. 1932-1933
Gunnar E. Bened. 1933-1935
Guðm. Benediktss. 1935-1940
Árni Jónss. fr. Múla 1940-1942
Stefán A. Pálsson 1942-1943
Eyjólfur Jóhannss. 1943-1945
Bjarni Benediktss. 1945-1946
Ragnar Lárusson 1946-1952
Birgir Kjaran 1952-1955
Davíð Ólafsson 1955-1956
Þorv. G. Kristjánss. 1956-1960
Höskudur Ólafss. 1960-1963
Sveinn Guðifiundsson 1963 —
Bjarni Sigurðsson var skrif
stofustjóri félagsins frá 1930
til 1957. Núverandi skrifstofu-
stjóri er Einar Guðmundsson.
Stjórn félagsins skipa nú:
1. Sveinn Guðmundsson,for-
Stjóri, formaður.
2. Sveinn 3jörnsson, kaup-
maður, varaformaður.
3. Þórður Kristjánsson, kenn
ari, ritari.
4. Jón Jónsson, fulltrúi,
gjaldkeri.
5. Eyjólfur Konráð Jónsson,
ritstjóri.
6. Jón ■ Kristjánsson, verk-
stjóri.
7. Benóný Kristjánsson,
pípulagningameistari.
Varastjórn:
8. Ágúst Hafberg, fram-
kvæmdastjóri.
9. Ólafur Jónsson, málara-
meistari.
10. Bragi Hannesson, banka-
stjóri.
Konso - kynning
í Hafnarfir&i
Vinna við hafnar-
gerð ■ Dyrhólaey
KRISTNIBOÐSSAMBANDIÐ
gengst fyrir almennri sam-
komuviku í Hafnarfirði dagana
13.—20. febrúar, og verða sam-
komurnar haldnar í húsi KFUM
og K við Hverfisgötu. Eins og
kunnugt er, stendur Kristniboðs
A sambandið fyrir kristniboði í
Konsó í Eþíópíu. Hafa íslenzkir
kristniboðar verið þar að verki
síðan 1954, er sr. Felix Ólafsson
hóf þar starf ásamt konu sinni.
Kristniboðsstarfið hefur verið í
mjög örum vexti, og berast sí-
fellt fréttir af auknum verkefn-
um þar syðra. Fjölmennur barna
skóli er rekinn á stöðinni og í
tveim þorpum á vegum kristni-
boðsins, og miklar annir hafa
verið í sjúkraskýli kristniboðs-
ins, enda enginn læknir í
Konsó. Margt manna hefur tekið
kristna trú.
Eins og fyrr segir, verða sam-
komur kristniboðsvikunnar
haldar í húsi KFUM og K, og
hefjast þær hvert kvöld kl. 8,30.
Almennur söngur verður mikill
á samkomunum, kórsöngur og
einsöngur. Meðal ræðumanna
má nefna kristniboðana sr. Felix
Ólafsson, Höllu Bachmann, sem
hefur starfað á Fílabeinsströnd-
inni, Ólaf Ólafsson og Jóhannes
Ólafsson, lækni. Jóhannes hefur
dvalizt fimm ár í Eþíópíu. Mun
hann m. a. sýna myndir af starfi
sínu, en myndasýningar verða
þrjú kvöld í vikunni.
Á fyrstu samkomunni sunnud.
Halla Bachmann
13. þ.m. tala þau Halla Bach-
mann, kristniboði, og Þórir S.
Guðbergsson, kennari. Allir eru
velkomnir á samkomurnar.
Aðrir, sem ræður flytja á
kristniboðsvikunni verða t. d.
Gunnar Sigurjónsson, Ólafur
Ólafsson, Felix Ólafsson, Jó-
hannes Ólafsson, Jóhannes Sig-
urðsson, Ástráður Sigurstein-
dórsson.
UNDIRBÚNIN GSNEFND Dyr-
hólaihafnar kom saman til fyrsta
fundar í Skógaskóla sl. sunnu-
dag. Þessi nefnd var s-kipuð af
sýslunefndum Vestur-S'kafta-
fellssiýalu og Rangárvall'asýslu,
og er hlutverk hennar að vinna
að þvá að 'höfn verði gerð við
Dyi'hólaey.
Nefndin kaus sér formann,
Einar Oddsson sýslumann í Vík.
Á þessum fyrsta fundi var sam-
þykk-t að senda áskorun til Vita-
og hafnarmálastjórnarinnar uim
að hraðað verði rannsóknum á
hafnarstæði við Dyrfhólaey.
Nefndina skipa auk Einars
þeir Jón Gíslason í Norðurhjá-
leigu og HJálfdán Guðmundsson
verzlunarstjóri í Vík frá Skaft-
feHingum og Rangæingarnir
Björn Fr. Björnsson, sýslumaðu
á Hvolsvelli og Gissur Gissurar-
son í Selkoti.
Gnndhi til USA
í mnrz
Nýju Delhí, 12. febrúar — NTB.
FRÚ Indira Gandhi, forsætisráð
herra Indlands, mun heimsækja
Bandaríkin síðari hluta marz-
mánaðar, að því er góðar heim-
ildir sögðu hér í gærkvöldi. Bú-
izt er við að frúin verði í Banda-
ríkjunum í fimm daga. Þetta
verður fyrsta utanlandsferð frú-
arinnar eftir að hún varð for-
sætisráðherra.