Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. marz 1966 Kínverjar yfir- gefa Indónesíu Allir starfsmenn sendirdðsins halda þaðan — Rólegt í Djakarta Cerbreyfing á hlutföll- um finnsku flokkanna Talið að jafnaðarmenn muni faka við stjórnartaumunum VIÐ finnsku þingkosningam- ar sl. sunnudag og mánudagf, varð gerbreyting á flokks- skipun finnska þingsins. — Flestir höfðu reyndar búizt við að kosningaúrslitin myndu valda vissum breytingum á hlutföllum flokkanna, en eng- inn hafði búizt við að breyt- ingarnar yrðu jafnmiklar og raun ber vitni, og að sigur Jafnaðarmanra yrði sá staersti sem finnskur þingflokkur hef- ur nokkru sinni unnið við þingkosningar þar í landi. Jafnaðarmenn fengu skv. úrslitunum, en þau geta breytzt er öll utankjörstaða- atkvaeði hafa skilað sér, 56 þingsæti, og það þýðir að flokkurinn hefur aukið þinig- sæti sín um næstwn 50%. Það virðist sem flokkurinn hafi nú sigrazt á klofnings- mönnum sem í mörg ár hefur markað spor sín í stjórn- mála- og verkamannahreyf- ingu hans, og sem varð þess valdandi, að jafnaðarmenn fengu aðeins 38 þingsæti í kosningunum 1962. Kommúnistar töpuðu tals- verðu atkvæðamagni til Sim- oníta, sem er klofningsflokk- ur frá Jafnaðarmönnum. Þess ir tveir flokkar höfðu að vísu sett upp sameiginlegan lista um allt landið, en það er áreiðanlegt, að kommúnistar hafa alls ekki gert ráð fyrir að þeir myndu tapa 5 sætum til þessara bandamanna sinna. Samanlagt halda þessir flokkar þó óbreyttum þing- sætafjölda, og þar með verða sósíalistískir flokkar í meiri hluta á næstkomandi þingi, með 105 þingsæti á móti 95 þingsætum borgaraflokkanna, en fyrir kosningar höfðu borg araflokkarnir 113 sæfi gegn 87. Álitið er að þessair breyt- ingar hafi í för með sér, að Jafnaðarmenn taki nú við stjórnartaumunum aftur, í fyrsta skipti síðan 1958. Forystumaður Jafnaðar- manna, Rafael Paasio, hefur gert það ljóst, að ekki verður um að ræða hreina sósíalist- iska stjórn, og því er spurn- ingin nú. hvaða flokkar muni taka þátt í stjórnarsamsfarf- inu. Allmikið er um það rætt í Helsingfors, að úrslit kosning- anna séu að vissu leyti mót- mælaaðgerðir gegn hinni margira ára stjórnarforystu Miðflokksins, og að hann hef- ur ráðið mestu í finnskum stjórnmálum undanfarin ár, þrátt fyrir að hann hafði að- eins að baki fjórða hluta at- kvæðamagnsins og þingsæt- anna. Sterkar líkur eru álitnar á því að Miðflokkurinn muni ganga til stjórnarsamstarfs við Jafnaðarmenn, og að þann ig verði endurlífguð hin svo- nefnda „rauð-græna sam- steypa“ Jafnaðarmanna og Miðflokksins. Flokkarnir tveir fá skv. kosningaúrslitunum 105 sæti gegn 95. Kommúnistar hafa þegar látið greinilega í það skína, að þeir muni leggja megin- áherzlu á að koma á svo- kallaðri „Folkefrontregering“ með þátttöku allra stóru flokkanna, og undir þetta hef- ur verið tekið í sovézkum blöðum. 1 Helsingfors er þess nú beðið með eftirvæntingu að Rússar láti í ljós álit sitt á kosningunum. Búizt er við að þeir muni gefa í skyn, að þeir setji það sem skilyrði fynr traustsyfirlýsingu af hálfu Rússa, að kommúnist- ar eigi sæti í rikisstjórninni. Jafnaðarmenn hafa ekki átt sæti í ríkisstjórn síðan 1958 er Rússar lýstu því yfir, að stefna þeirra í utanríki.smál- um væri óáreiðanleg, og fjand samleg Sovétríkjunum. En í raun og veru þarf finnsk rik- isstjórn að hljóta viðurkenn- ingu Rússa, til að vera starf- hæf. Það er og álitið, að jafn- aðarmenn muni að meira eða minna leyti skylda sig til að fylgja þeirri stefnu í utanrík- ismálum er góð sambúð við Sovétríkin krefst. Það er emn ig á það bent, að möguleiki sé á því, að hinir nýju sov- ézku leiðtogar hafi ákveðið að halda öðruvísi á málunum gagnvart finnskum jafnaðar- mönnum, en Krúsjeff gerði á sínum valdaárum, eða þeir hafi ákveðið að gera svo eftir að þeir sáu hver kosningaúr- slitin urðu, og hve kiþftug- lega blés. Finnski forsætisráðherrann Johannes Virolainen, sem er úr Miðflokknum, sagði í dag: „Finnska þjóðin hefur valið stefnu stjórnarandstöðuflokk- ana og veitt þeim hreina traustsyfirlýsingu, og jafn- framt lýst yfir vantrausti á stjórnarstefnu núverandi rík- isstjórnar. Það er því ljóst, að völdin færast nú í hendur þeirra flokka sem nú hafa náð meirihluta á þingi, þ.e.a. s. vinstri flokkanna. Ég vil fyrir mína hönd og flokks míns óska sigurvegurunum i kosningunum, „jafnaðarmönn um til ihamimgju“. Það vakti athygli í kosn- ingunum, hve margir af ráð- herrum stjórnarinnar féllu í kjördæmum sírium. Má þar nefna T.A. Wiherheimo við- skipta og iðnaðarmálaráð- herra og Jussi Saukkonen kennslumálaráðherra, báðir úr íhaldsflokknum, og J.O. Söderhjelm dómsmálaráð- herra úr Sænska flokknum. Einnig féllu margir þekktir í- þróttamenn sem flokkarnir höfðu sett á lista sína. Kekkonen Finnlandsforseti mun væntanlega fela Jafnað- armönnum stjórnarmyndun, en það verður ekki fyrr en hið nýkjörna þing kemur sam an um miðjan apríl n.k. Á rrieðan munu verða uppi miklar samningaviðræður að tjaldabaki um stjórnar- myndun flokkanna. 1 dag getur enginn sagt til um árangur þessara viðræðna. Það getur orðið „rauð-græn samsteypa“, „Folkefrontreg- ering* ‘eða samsteypustjórn margra sósíalistískra fflokka og borgaraflokka. Chalfont lávarður fer til Moskvu — xæðir afvopnunarmdlin við leiðtoga í ICreml Djakarta 22. marz — NTB. Starfsmenn kinverska sendi- ráðsins í Djakarta ákváðu í dag að fara að dæmi sendiherra sins og yfirgefa Indónesíu, en Kin- verjar hafa verið skotspænir um- fangsmikilla og f jandsamlegra mótmæiaaðgerða að undanförnu. Sendiherrann, Yao Ching-Miug, og hópur æðstu starfsmanna sendiráðsins, fóru frá Indónesiu s.l. föstudag, og i dag gengu aðr- ir starfsmenn sendiráðs Kina frá nauðsynlegum gögnum til heim- ferðar um Burma. Þeir, sem með málum fylgj- Boeing 727: ■« Orugg og skín- undi góð Washington, í marz AP: SÉRSTÖK nefnd bandaríska flugráðsins (CAB) hefur sent frá sér skýrslu þar sem segir að Boeing 727 þotan sé örugg og skíandi góð flugvél, og marki framfaraspor í gerð flugvéla. -— Fjórar slíkar þot- ur hafa farizt síðan í júlí sl. og með þeim 264 manns. CAB skýrslan gefur til kynna, að slys þessi kunni að hafa stafað af ónógri þjálfun flug- manna, varðandi þá hæfileika 727 að geta lækkað flugið hraðar en aðrar flugvélar. — Sérfræðingar CAB segja, að í þotunni séu engir alvarlegir veikleikar eða dularfullir gall ar. í skýrslunni er þess getið, að flugmenn vitni til Boeing 727, sem „flugvélar flugmannsins", en þau orð séu oftlega notuð af flugmönnum „til þess að lýsa flugvélum með yfirburða kosti“. Ummæli áhafna á 727 voru yfirleitt „sérstaklega hag stæð, allt frá „bezta flugvél. sem ég hefi nokkru sinni flog ið“, til „bezta farþegaþotan““, segir í skýrslunni. Ólafur Blöndal skrifstofustjóri • er látinn ÓLAFUR BLÖNDAL, skrifstofu- stjóri, Hringbraut 45, andaðist sl. mánudag, 77 ára að aldri. Hann var landsþekktur fyrir störf sín við sauðfjárveikivarnirnar, sem hann vann við frá því þær tóku til starfa. Einnig stundaði hann verzlunar- og skrifstofustörf ó- slitið í rúm sextíu ár. Andaðist hann við skrifborð sitt á vinnu- stað. ast í Djakarta, segja að líta verði á þessa brottför Kínverja úr landinu í ljósi þeirra staðreynda, að eignir Kínverja hafi verið eyðilagðar og að dr. Subandrio hefur verið vikið úr embætti ut- anríkisráðherra Indónesíu, en hann var talinn mikill Peking- sinni. Kínverjar telja að skipan Adam Malik í embætti utanrík- isráðherra samræmist ekki ósk- um Kínverja. Fréttastofan Antara skýrði frá því í dag, að samtals hafi 12 verkalýðsfélög sem mynda Verkalýðsfylkinguna (KABI) á- kveðið að styðja að stjórnmála- sambandi við Kína verði slitið. Þá hafa mörg verkalýðsfélþg krafizt þess að fregnriturum fréttastofunnar Nýja Kína verði vísað úr landi. Sukarno forseti átti í dag við- ræður við fimmmannaráð það, sem Suharto hershöfðingi til- nefndi s.l. föstudag, og tekið hef- ur við af 100 manna ríkisstjórn Sukarnos. Einn fimmmenning- anna sagði eftir fundinn að ætl- unin væri að mynda nýja stjóm, sem teldi 24 ráðherra. Rólegt var í Djakarta í dag, og fór kennsla fram með eðlilegum hætti í skólum borgarinnar. Blöð í Indónesíu héldu áfram árásum sínum á dr. Subandrio í dag. Hann situr rji í fangelsi á- samt 15 fyrrverandi ráðherrum. Slys I Japan Tókíó, 22. marz. — NTB: 21 MAÐUR hefur grafizt í tveim ur skriðuföllum í Japan, að því er tilkynnt var í Tókíó í morg- un. Annað slysið varð, er skriða féll í námu í N-Japan. Tveir verkamenn fórust en 10 eru lok aðir inni ca. 25 m undir yfir- borði jarðar. — Hitt slysið varð, er skriða féll í, Mið-Japan. 11 menn lokuðust inni, en tveimur þeirra tókst að bjarga. Vonlítið er talið um björgun hinna níu. Ðe Gaulle til Póllands París, 22. marz — NTB. GÓÐAR heimildir greindu frá því í París í dag, að de Gaulle, Frakklandsforseti, mundi fara í opinbera heimsókn til Póllands í september. 10. júní nk. hefst hin opinbera heimsókn de Gaulle til Sovétríkjanna, en það verður fyrsta heimsókn hans þangað eftir heimsstyrjöldina. Borhola mæld AKRANESI 19. marz. — Þeir mældu alveg nýverið hitastigið á botni borholanna þriggja sem boraðar hafa verið hér í bæn- um og í nágrenni hans og mæld- ist það sem hér segir: Á Stilliholtinu 18.5 stig, á Innra-Hólmi 19.5 stig og á Hvíta- nesi 19 stig. Jarðborunarmenn- irnir þeir Sigurður Sigfússon og Sigurgeir Ingimundarson eru fiuttir héðan með jarðborinn fyr ir alllöngu suður í Straumsvík á Reykjanesi og hafa verið að bora þar síðan. — Oddur. Leiðrétting í gær misritaðist nafn Ijós- myndarans sem flestar mynd- irnar tók á pressuballinu. Ljós- myndarinn var Rúnar Gunnars- son, ljósmyndari Fálkans. Er beðið velvirðingar á mistökun- I um. Genf. 22. marz. — NTB — AP. CHALFONT lávarður, afvopn- unarmálaráðherra Breta, greindi Norðan stórhríð með 6 til 9 stiga frosti var á Vestfjörð- um og Norðurlandi í gær, en sunnan og austan lands var frá því í Genf í dag að hann mundi halda til Moskvu á fimmtudag þeirra erinda að bjartviðri og frostið vægara. Gert var ráð fyrir áfram- haldandi N-átt í dag og öilu meira frosti en í gær. halda áfram viðræðum þeim ura afvopnunarmál við Sovétleið- togana, sem Wilson, forsætisráð- herra hóf í febrúar. Chalfont láv arður var í för með Wilson er hann heimsótti Sovétríkin í s.l. mánuði. Þessi óvænta tilkynning Chal- fonts kom fram skömmu eftir að Sovétrikin höfðu gersamlega hafnað tillögu Bandaríkjanna um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna. Tillaga þessi kom fyrir afvopunarráðstefnu ríkjanna 17 í Genf í dag. Á blaðaamnnafundi sagði Chal font lávarður að hann mundi að follurn líkindum mest hafa sam- band við Andrei Gromyko, ut- anrikisráðherra, á meðan á Moskvudvölinni stæði. Fulltrúi Sovétríkjanna á af- vopnunarráðstefnunni í Genf, Semjon Tsarapkin, mun halda til Moskvu sama dag og Chal- font, þeirra erinda að sitja flokksþing Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Chalfont lávarð- ur vildi hvorki staðfesta eða vísa á bug að för Tsarapkins stæði í sambandi við Moskvuferð hans sjálfs. ATHUGIB Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.