Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 14
14 Miðvikudagur 23. marz 1966 fghKgttnfrJð&tfe Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Áskriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 5.00 eintakið. ÚRSLIT FINNSKU KOSNINGANNA rslit þingkosninganna sem fram fóru í Finnlandi um síðustu helgi eru tvímæla- laust mikill ósigur fyrir rík- isstjórn borgaraflokkanna, sem farið hefur með völd í Finnlandi undanfarið. Þegar þetta er ritað virðist Mið- flokkurinn, sem áður kallaði sig Bændaflokk hafa tapað fjórum þingsætum, Hægri flokkurinn hefur tapað sjö þingsætum, Sænski þjóðflokk urinn tveimur og Finnski þjóðflokkurinn sex. Af þess- um tölum virðist mega ráða það, að borgaraflokkarnir fjórir, sem höfðu á síðasta kjörtímabili 113 þingsæti muni nú fá 95 þingsæti. vegar er ekki óhugsandi að Miðflokkurinn léði máls á slíkri stjórnarmyndun, sem kommúnistar tækju þátt í. Allt er þetta mjög á huldu á þessu stigi málsins, og erfitt að fullyrða um hvað ofan á kann að verða. En önnur höf- uðstaðreynd þessara finnsku kosninga er sú, að kommún- istar eru á verulegu undan- haldi. Þeir töpuðu þremur þingsætum í kosningunum 1962, og nú fimm þingsætum. Þróunin í finnskum stjórn- málum gengur því að því leyti í rétta átt, að áhrif kommúnista fara þar minnk- andi. Jafnaðarmenn eru tví- mælalaust sigurvegarar þess- ara finnsku kosninga. Þeir hafa, að því er horfur eru á, bætt við sig 18 þingsætum og verða nú stærsti þingflokk- urinn, í staðinn fyrir það að þeir voru þriðji stærsti þing- flokkurinn. Hafa nú jafnað- armenn, kommúnistar og klofningsflokkur jafnaðar- manna samtals 105 þingsæti, en Smábændaflokkurinn, sem •^engan fulltrúa átti á þingi á síðasta kjörtímabili, fær nú eitt þingsæti. Þessi kosningaúrslit eru að sjálfsögðu mikill sigur fyrir jafnaðarmenn. En á þessu stigi málsins, er ekki öruggt, að það leiði til aukinnar festu í finnskum stjórnmálum. Fremur er ólíklegt að jafnað- armenn hafi áhuga á stjórn- arsamstarfi við kommúnista. Kommúnistar hafa ekki tekið þátt í ríkisstjórn í Finnlandi síðan árið 1948. Rússar hafa þó gert ítrekaðar tilraunir til þess að hafa áhrif á innan- landsmál Finna á þá lund, að koma kommúnistum í stjórn. Sovétmenn hafa jafn- framt sýnt jafnaðarmönnum beinan fjandskap og reynt að setja þeim stólinn fyrir dyrn- ar á ýmsa lund. Vitað er að finsk ríkisstjórn, sem hefur á sér andúð eða beinan fjand skap Rússa mundi eiga mjög arfitt uppdráttar. Samsteypu- itjórn undir forustu jafnað- irmanna, sem kommúnistar ;ækju ekki þátt í væri Rúss- jm áreiðanlega ekki að skapi. Hins vegar má gera ráð fyr- ir því að Sovétmenn reyni nú að beita áhrifum sínum til þess að kommúnistar verði teknir í ríkisstjórn í Finn- landi. En þrír borgaraflokk- anna hafa lýst því yfir að þeir muni ekki ganga til stjórnar- samstarfs við kommúnista. Eru það Hægri flokkurinn, Sænski þjóðflokkurinn og Finnski þjóðflokkurinn. Hins FUMKEND STJÓRNARAND- STAÐA C|tjórnarandstöðuflokkarnir ^ á íslandi, Framsóknar- menn og kommúnistar, vita ekki sitt rjúkandi ráð. Fyrir síðustu helgi óskuðu Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn að fram færi út- varpsumræða fyrir páska í Neðri deild um væntanlegt frumvarp um staðfestingu á samningi um byggingu ál- verksmiðju. — Stjórnarand- stöðuflokkarnir urðu mjög ókvæða við þessari beiðni. Þeir óttuðust málefnalegar umræður um virkjunar- og stóriðjumálin. Þess vegna rjúka þeir nú upp til handa og fóta og krefjast almennra rifrildisumræðna um van- trauststillögu, sem þeir kasta inn í þingið í óðagoti. En Framsóknarmenn og kommúnistar mega gera sér það ljóst, að þeir munu ekki komast hjá málefnalegum um ræðum um. hin miklu fram- faramál, sem ríkisstjórnin og flokkar hennar beita sér hú fyrir. Óðagots-vantrauststil- laga þeirra mun engu breyta þar um. FULLTRÚIHVERRA VAR EINAR? ¥Tm síðustu helgi var haldin ^ í Osló ráðstefna nokk- urra vinstri flokka á Norður- löndum í boði SF-flokksins norska. Kommúnistablaðið skýrði frá því síðastliðinn fimmtudag að Alþýðubanda- lagið sendi fulltrúa á þessa ráðstefnu, og væri það Ein- ar Olgeirsson. Mörgum þótti það undar- legt að formaður Sósíalista- fiokksins skyldi sitja fund MORGUNBLAÐIÐ * i Reykvískt skí&afólk stó& sig ágætlega í Noregi /ESTURNORSKA skíðamót- ið í Voss fór fram sl. laugar- dag og sunnudag. Voru kepp- endur alls 116 frá Vestur- hyggðum Noregs og frá ís- landi (Reykjavík og Akur- eyri). Kom reykvíski flokkur inn heim í gærmorgun og lét liiff bezta af vikulangri æfinga lvöl í Voss, keppnisaðstæffum >g móttökum í hvívetna. y Sveitakeppni. Reykvíska skíðafólkið -.áði ágsetum árangri á þessu móti. í bæjarkeppni milli Bergen og Reykjavíkur sigr- aði sveit Bergen með litlum mun þó í svigi og í stórsvigi. í sviginu var tími Bergens- sveitarinnar 454 sek., en Reykj a víkursveitar innar 461,6. í sveit Reykjavíkur voru Leifur Gíslason, KR; Marta B. Guðmundsd., KR; Haraldur PálsSon og Ásgeir Christiansen, Víking. í stórsviginu var tími Berg ensmanna 265,5, en Reykvík- nga 268,4. í sveit Reykjavík- rr voru Bjarni Einarsson, Ás- eir, Leifur og Marta. Samanlögð stigatala í bæjar keppninni er því Bergen 718,5 en Reykjavík 730,0 sek. Árangur reykvíska skíða- fólksins var yfirleitt mjög góð ur eða sem hér segir: A Einstaklingar Laugardaginn 19. marz, Svigkeppni í Bavallen (skíða- landi Voss-búa). A-flokkur kvenna, 46 hlið nr. 5 Marta B. Guðmundsd., Reykjavík, 112,1 sek. — 6 Karólína Guðmundsd., Akureyri, 112,7 sek. A-flokkur karla, 49 hlið nr. 8 Magnús Ingólfsson, Akureyri, 111,1 sek. Karlaflokkur, keppendur eldri en 35 ára (Old Boys) nr. 1 Haraldur Pálsson, Reykjavík, 115,1 sek. C-flokkur karla, 44 hlíð, (keppendur 20) nr. 4 Eyþór Haraldsson, Reykjavík, 106,4 sek. Stórsvig, sunnudaginn 20. marz A-flokkur kvenna, 36 hlið nr. 7 Marta B .Guðmundsd. Rvík, tími ókunnur. — 8 Karólína Guðmundsd Akureyri, tími ókunnur B-flokkur kvenna, 32 hlið nr. 4 Hrafnhildur Helgad., Rvík, tími ókunnur. A-flokkur karla, eldri en 25 ára (Old Boys) nr. 2 Haraldur Pálsson, Rvík, tími ókunnur. A-flokkur karla, 38 hlið nr. 5 Ásgeir Christiansen, Rvík, 61,0 sek. — 5 Bjarni Einarsson, Rvík, 61,0 sek. — 11 Reynir Brynjólfsson, Akureyri, 64,0 sek. — 12 ívar Sigmundsson, Akureyri, 65,0 sek. — 15 Leifur Gíslason, Rvík, 67,9 sek. — 17 Georg Guðjónsson, Rvík, tími ókunnur. Drengir, 13 ára gamlir: nr. 1 Tómás Jónsson, Árm. Drengir, 12 ára gamlir: nr. 2 Haraldur Haraldss., ÍR Alf Oppheim hinn kunni norski skíðakappi lofaði frammi- stöðu Reykvíkinga í viðtali við skíðaráðið, og þá sérstaklega ungu drengjanna. (teykviska skíffafólkiff, sem heim var komið í gær frá Noregi. — Sitjandi: Hrafnhildur Helga dóttir og Hlín Daníelsdóttir. Standandi frá vinstri: Haraldur Pálsson, Haraldur Haraldsson, Georg Guffjónsson, Eyþór H araldsson og Leifur Gíslason. — Á myndina vantar Tómas Jóns son, Þóri Lárusson og Ásgeir Christiansen. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. Mag.) I ' I ! 1 I ! ! ! þennan fyrir hönd Alþýðu- bandalagsins, þar sem Sósíal- istaflokkurinn er engan veg- inn sambærilegur við SF- flokkana á Norðurlöndum. í viðtali við Morgunblaðið í gær, skýrði Hannibal Valdi- marsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, frá því að Al- þýðubandalaginu hefði ekk- ert boð borizt frá norska SF- flokknum, en hins vegar hefði „einhver starfsmanna“ þess flokks haft samband við Einar Olgeirsson um að koma til þessa f u-ndar. Alþýðu- banöalagið hefði hins vegar fengið vitneskju um ráð- stefnu þessa frá formanni danska SF-flokksins, og þing- flokkur þess ákveðið að senda einn þingmanna til ráðstefn- unnar, en hann hefði ekki getað komið því við. Greinilegt er því að enginn fulltrúi frá Alþýðubandalag- inu hefur sótt ráðstefnu þessa, og allt er mjög á huldu um það, hvernig þátttaka Einars Olgeirssonar á ráð- stefnunni er til komin. En það sýnir glögglega ástandið í Alþýðubandalag- inu, að Þjóðviljinn skuii halda því fram að Einar Ol- geirsson hafi verið fulltrúi Alþýðubandalagsins á þessari ráðstefnu, en formaður Al- þýðubandalagsins neitar því afdráttarlaust að svo hafi ver ið, og skýrir frá því að rétt- kjörinn fulltrúi Alþýðubanda lagsins hafi ekki getað farið til ráðstefnunnar! Þá er spurningin ,fulltrúi hverra var Einar Olgeirsson á þess- ari ráðstefnu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.