Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2S. marz 1966 Vilhjálmur K. Lúövíksson - Minning F. 24. júní 1926 d. 16. marz 1966. AÐ kvöldi miðvikudags síðast- liðins var ég hastarlega minntur á fallvaltleik þessa lífs, er mér voru færð þau válegu tíðindi, að vinur minn og skólabróðir Vil- hjálmur Lúðvíksson væri látinn. Mér fór sem fleirum vinum hans að við vildum í fyrstu eigi trúa, að samfylgd okkar við hann væri um sinn á enda. Svo vel þekkti ég Vilhjálm, að ég veit, að sízt hefði það verið að hans skapi, að harmtölur væru raktar við brott för hans af þessum heimi, enda var hann karlmenni mikið og bar eigi tilfinningar sínar á torg. Fyrir sakir órofa vináttu okkar um rúmlega 20 ára skeið svo og fjölskyldutengsla tel ég mér þó skylt að minnast hans örfáum kveðju og þakkarorðum við' skyndilegt og ótímabært fráfall hans. Vilhjálmur var fæddur í Reykjavík 24. júní 1926, sonur hjónanna Lúðvíks Vilhjálmssön- ar og Steinunnar Vilhjálmsdótt- ur, en þau eru nú bæði látin. Foreldrar Vilhjálms slitu sam- vistir, er hann var enn barn að aldri, og ólst hann þá fyrst upp hjá ömmu sinni Regínu Helga- dóttur, en síðar eftir að móðir hans giftist Sigurði Waage for- stjóra, á heimili þeirra hjóna. Reyndist Sigurður honum ávallt sem hinn bezti faðir. Vilhjálmur hóf nám í Menntaskólanum á Akureyri en fór síðar í Mennta- skólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1948. Að því loknu innritaðist hann í lagadeild Háskóla íslands og lauk þaðan lögfræðiprófi í jan- úar 1954. Að loknu lögfræðiprófi gekk Vilhjálmur í þjónustu hins opin- bera. Varð fyrst fulltrúl sýslu- manns Norður-Múlasýslu og bæj- arfógeta Seyðisfjarðar um nokk- urra mánaða skeið. Hinn 1. jan, 1955 var hann skipaður fulltrúi sýslumanns Snæfellsnes og Hnappadalssýslu og gegndi því starfi til 31. marz 1957, er hann var ráðinn lögfræðingur Lands- banka íslands, . en því starfi gegndi hnn til dauðadags og var hin síðari ár forstöðumaður lög- fræðideildar Landsbankans. Vilhjálmur kvæntist 28. októ- ber 1954 Svövu Þórðardóttur. Eignuðust þau þrjá syni, Steinar sem nú er 10 ára, Hilmi 9 ára og Sigurð 3 ára. Þau hjón slitu samvistir Unnusta Vilhjálms var Ása Andersen, og áttu þau eina dóttur nú 4 mánaða gamla. Vilhjálmur var afburða góð- um gáfum gæddur og snjall lög fræðingur. Honum var einkar sýnt um að komast að kjarna hvers máls vafningslaust, enda voru honum falin hin vandasöm- ustu.trúnaðarstörf, sem hann að allra dómi leysti af hendi svo sem bezt varð á kosið. Skap- mikill var hann og á stundum þykkjuþungur og lét aldrei sinn hlut fyrir ójafnaðarmönnum. Hann var manna sáttfúsastur og lagði jafnan gott til, ef menn deildu. Hann unni mjög útilífi, var ágætur skíðamaður og veiðimaður meiri en flestir er ég hef kynnzt. Gleðimaður var Vilhjálmur og jafnan hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Er þess skemmst að minnast, er við bekkjarsystkin hittumst nú fyrir örfáum vikum til þess að gera okkur glaðan dag svo sem vandi okkar hefir verið undanfarin ár. Var hann þar sem jafnan glaður og reifur og naut þess að rifja upp minningar skólaáranna í glaðra vina hóp. Þykir okkur það illt hlutskipti og næsta ótrú- legt að þurfa nú í dag að fylgja honum síðasta spölinn. Að leiðarlokum eru okkur vinum hans efst í huga minn- ingarnar um samveru skólaár- anna í blíðu og stríðu, gleðifundi á heimilum okkar eða á ferða- lögum um vegi og vegleysur og við veiðar í ám og vötnum. Kærust verður okkur þó minn- ingin um góðan dreng og vamm- lausan mann. Börnum hans og venzlafólki öllu biðjum við bless unar og sálu hans friðar. Björn Þorláksson. F. 24. 6., 1926. D. 10. 3., 1966. MIG setti hljóðan er mér var tilkynnt andlát vinar míns og frænda Vilhjálms K. Lúðvíks sonar, eða Villa eins _ og við ávallt kölluðum hann. Ég hafði verið hjá honum á skrifstofu hans í Landsbankanum nokkrum dögum áður og spjölluðum við saman um heima og geima. Það lá vel á okkur báðum og rifjuð- um við upp okkar gömlu góðu daga, þegar við vorum litlir strák ar og lékum okkur saman á tún- unum að Keldum við Grafarholt í Grafarvoginum, en þar áttu faðir minn og fósturfaðir hans sumarbústaði. Við töluðum um margt skemmtilegt er á daga okk ar hafði drifið, en nú er hann allt í einu farinn yfir móðuna miklu, tæplega fertugur að aldri og fullur af starfsorku og þrótti. Já, þetta líf okkar mannanna hér á jörðu er oft óskiljanlegt. Hann, sem átti eftir að gera svo margt, og honum sem hafði verið falið svo mörg mikilvæg störf ungum að aldri en er svo allt í einu hrifsaður í burtu frá okkur öll um. Mér komu þessi orð skálds- ins í huga. Grimmur dauði garð þinn rændi Gleðisnautt er húsið þitt, Hugur minn er hjá þér frændi Hjartað lika særðist mitt. Vilhjálmur var fæddur í Reykjavík þann 24. júní 1926, og hefði því orðið fertugur sumar, en hann andaðist að heimili sínu miðvikudaginn 16. marz s.l., og fer útför hans fram í dag. Foreldrar hans voru þau Lúð- vík Vilhjálmsson, skipstjóri og Steinunn Vilhjálmsdóttir og eru þau nú bæði látin. Systur átti Vilhjálmur er Jakobína hét og er hún einnig látin fyrir nokkr um árum. Er Vilhjálmur var 4ra ára gamall, slitu foreldrar hans samvistum, eftir það- ólst hann upp hjá móðurömmu sinni frú Regínu Helgadóttur er bjó heimili yngstu dóttur sinnar Ingibjargar og manns hennar Matthíasar Waage. Árið 1941 giftist Steinunn móðir hans Sig urði Waage, forstjóra, og gekk SigurðUr Vilhjálmi þá í föður- stað og reyndist Sigurður honum hinn ástríkasti faðir í alla staði. Vilhjálmur hóf nám í Mennta- skólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi árið 1948. Innritaðist hann þá í Háskóla íslands og lauk þaðan prófi í lögfræði árið 1954. Þá gerðist hann fulltrúi sýslumannsins í Norður-Múla- sýslu og jafnframt bæjarfógeti á Seyðisfirði um stuttan tíma. Þann 1. jan. árið 1955 varð hann fulltrúi sýslumannsins í Snæ- fells- og Hnappadalssýslu til 31. marz 1957, en á sama tímabili var hann settur sýslumaður í Norður-Múlasýslu og bæjar- fógeti á Seyðisfirði í forföllum sýslumanns. Vilhjálmur varð lögfræðingur Landsbanka ís- lands 2. apríl 1957 og var nú síðustu þrjú árin forstöðumaður Lögfræðideildar Landsbankans. Hann lét félgsmál bankamanna nokkuð til sín taka og var í fjög- ur ár formaður Starfsmannafé- lags Landsbankans. Hann var skíðamaður ágætur, naut þess að ferðast um landið sitt og þá sér- staklega óbyggðir þess. Stundaði hann einnig lax- og hreindýr- veiðar og þótti snjall veiðimað- ur. í vinahópi var hann hrókur alls fagnaðar, hafði skemmtilega kímnigáfu og gat sagt skemmti- lega frá ýmsu er á daga hans hafði drifið. Árið 1954 giftist Vilhjálmur Svöu Þórðardóttur og áttu þau þrjá drengi, Steinar 10 ára, Hilmar 9 ára og Sigurð 4 ára. Þau slitu samvistum fyrir tæp- um tveim árum. Vilhjálmur hafði stofnað heimili með unnustu sinni Ásu Andersen og áttu þau eina dótt- ur sem nú er 4ra mánaða gömul Með Vilhjálmi er fallinn í val- inn einn af vormönnum Islands einn þeirra allt of fáu af yngri kvnslóðinni sem vita hvað þeir vilja og koma skoðunum sínum hiklaust á framfæri, slíka menn þyrfti ísland að eiga miklu fleiri á yfirstandandi tímum okkar. Skarð Vilhjálms verður ekki fyllt að sinni, hann er kvaddur með sárum söknuði af öllum þeim er mátu hann. Ég votta unnustu hans, börnum, fóstur- föður og hans nánustu ættingj- um mína dýpstu samúð. Birgir Þorvahlsson. Það var í æskunnar árdagssól, er auðnan lét velta hin kviku hjól. Hér varð okkur vordagskynning. (EB). ÞAÐ er táknrænt, þegar ég nú sezt niður til að skrifa minn- ingargrein um Vilhjálm Kristin Lúðvíksson, þá byrja ég á því að stoppa tifið í klukkunni. Alla í bankanum setti hljóða þegar andlátsfregn hans barzt. í kyrrð- inni finnst vel hvað mikið við höfum misst. Hann var fæddur 24. júní 1926 í Reykjavík og andaðist að heimili sínu 16. þ.m. Vilhjálmur var ráðinn lögfræðingur hjá Landsbanka íslands 2. apríl 1957 og síðar aðallögfræðingur banW- ans og gegndi því starfi tll dán- ardægurs. Árið 1961 var hann kosinn for- maður Félags starfsmanna Lands banka íslands og eftir það ein- róma endurkjörinn formaður þar til hann sagði af sér 19. nóvem- ber 1964. Fyrir Samband ísl. banka- manna voru honum falin vanda- söm trúnaðarstörf. Hann var í nefnd þeirri er fjallar um ágrein ingsmál er upp kynnu að koma í sambandi við launareglugerð S.Í.B. f byggingarnefnd S.Í.B. Formaður laganefndar S.Í.B. Sjálfkjörinn fulltrúi á sambands þingum. Fór sem fulltrúi sam- bandsins til Köngálv og síðar til Hindsgalv í Danmörku. Kjara- mél bankamanna voru honum hugstæð. Hann starfaði í nefnd- inni sem kom því til leiðar að ný launareglugerð fyrir bankastarfs menn var samþykkt 1963. Framhald á bls. 16 Séra Pétur Jónsson Séra Jón Pétursson Suðursveitungar heiðra fyrrv. sóknarprest sinn ÞANN fyrsta þessa mánaðar var hér í sveit saman komið fjöl- menni í fundarhúsi hreppsins að Hrollaugsstöðum við Kálfafells- stað, til að taka á móti séra Jóni Péturssyni, fyrrum presti á Kálfa fellsstað og prófasti hér í sýslu, og konu hans, Þóru Einarsdótt- ur, til að minnast 70 ára afmælis hans, því þennan dag fæddist hann 1896 að Kálfafellsstað. Foreldrar hans voru þau hjón- in séra Pétur Jónsson, prestur þar, sonur'Jóns Péturssonar, há- yfirdómara, og frú Helga Skúla- dóttir, Kristjánssonar, bónda á Sigríðarstöðum í Ljósavatns- skarði. Þeir feðgarnir séra Pétur og séra Jón voru prestar okkar Suðursveitunga um hálfarar ald- ar skeið, og nutu mikilla vin- sælda. Okkur sóknarfólki séra Jóns þótti þá súrt í broti, að hann þurfti, vegna heilsubrests, þá svona snemma, að hverfa héðan úr sveit og sýslu, eða eftir 17 ára starf. En við því varð ekki gjört. Prestaköll séra Jóns voru mjög víðlend, frá Hornafjarðarffljótum að Skeið- ársandi, og fyrir kom að hann þurfti að þjóna allri sýslunni. - Engar voru þá brýr ,engir bíl- ar, svo ætíð þurfti að ferðast á hestum. Margar voru stórárnar á þeirri leið, auk fjölda smærri Það er því í raun og veru vart að undra þótt heilsa hans þyldi ekki slik ferðalög til langframa. og þegar þess er jafnframt gætt að hann var mj)>g skylduræk- inn. Mú eru mjög orðnir breytt- ir tímar til batnaðar frá því sem þá var. Nær allar ár brúaðar, bílar á flestum heimilum og veg- ir víða góðir. — Séra Jón ólst upp með sínum rnætu foreldrum og þrem glæsilegum systrum, er allar voru eldri en hann, og mörgu heimilisfólki, sem þá var svo altítt á prestsetrumun. Þá var nú margt og mikið að vinna, þegar séra Jón var að vaxa upp á sínu góða heimili. Var hann snemma vel að manni, frískur og snarpur og þótti snemma gaman að glíma við jafnaldra sína þegar þeir voru að koma til kirkju eða spurninga. Ég man vel þá gbmlu góðu daga. Ætíð var glímt af fullum drengskap og í glöðu sinni. Þá voru fráfærur hér í sveit í full- um gangi, og sat hann oft yfir og þótti þá stundum gaman að bregða sér snöggvast til strák- anna í grenndinni og taka þátt í ýmsum leikjum. Þá var séra Jón snemma harð- gerður sláttumaður og laginn við það verk, enda var hann sem unglingur ágætlega vel hraustur. Og í þá gömlu og góðu daga varð hver ungur og upprennandi mað ur að leggja sitt bezta til allrar daglegrar vinnu. Nú er öldin orðin önnur, margvíslegar vélar hafa tekið við erfiðustu sllörf- unum, reynir nú ekki eins mik- ið á krafta manna og áður var, en þó finnst mér fólkið yfirleitt ekki vera eins vinnuglatt yfir vel unnu verki og áður, því þá urðu allir að láta sér vel nægja að hafa minna yfir að ráða og lifa samt. Kálfafellsstaðarheimil- ið var eitt af þeim velstæðustu hér í sveit efnalega, og stendur ætíð í minni manns með miklum blóma, bæði úti og inni. Þangað komu líka margir, inn- lendir og útlendir og var öllum tekið þar með svo mikilli ljúf- mennnsku og gestrisni að lengra verður varla jafnað, að öllum ólöstuðum, og hélst sú rausn við í tíð séra Jóns og konu hans. Nú eða eftir 1929 að síminn kom, þá sér maður glöggt, hvílíkt feikna umstang og erfiði fólikið á heldrl bæjum hefur þurft að hafa bæði á nóttu sem degi, til að vera ætð viðbúið að taka á móti langferðamönnum þreyttum og syfjuðum og oft illa til reika. — Að Kálfafellsstað var öllum vel tekið eins og maður kæmi í for- eldrahús. Ég man það lengst af öllu, hve okkur 5 spurningar- börnum leið ágætlega hjá séra Pétri og konu hans. Og ég sé það alltaf betur og betur að ekki hefðu þau getað verið okk- ur betri þó þau hefðu verið for- eldrar okkar allra, og stundum vorum við 13 til spurninga, og höfðu þá 8 bætzt við okkur 5, sem fermdumst. — Þessi tími hefur mér ætíð fundizt hafa ver- ið mínir beztu dagar, því prest- ur uppfræddi okikur þannig að okkur mætti að sem mestu og beztu gagni koma á okkar ó- Jornu ævileiðum. Og þá voru húsvitjunardagarnir okkur sann- ir hátíðisdagar og miðlað mikl- um fróðleik. Blessuð veri minn- ing allra þesara löngu liðna ára. Ekki skal mig því undra þó minn gamli og góði vinur séra Jón hefði ánægju af að koma og dvelja hjá okfkur hér í sveit á þessu merkisafmæli sínu. Því rétt er hið forna spak- mæli „Römm er sú taug sem rekka dregur föður'lina til“. Eins og séra Jón lagði svo snilld arlega út af í snjallri ræðu, er hann flutti í afmælishofinu. Þessi sem hann flutti okkur gömlum sóknarbörnum sínum var svo snilldarleg og viturleg að ég bygg að hún verið .öllum þeim er á hlýddu ógleymanleg. Það er innileg von mín og ósk, að séra Jóni muni auðnast heilsa og líf að geta komið hingað sem oftast til sinna gömlu sóknar- barna. — Svo að endingu þakka ég mín- um gamla og góða presti séra Jóni Péturssyni og konu hans frú Þóru Einarsdótur hjartan- lega fyrir komuna og fyrir þá höfðinglegu og fögru gjöf, sem þau færðu kirkjunni okkar. Guð launi ykkur gjöfiina góðu hjón og gefi ykkur góða ferð og góða heimkomu, og sem allra beztu líðan á ókomnum æviárum. 4. marz 1966 Gamall Suðursveitungur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.