Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 21
MORCU N BLAÐIÐ Miðvi&u<íagur 23. marz 1966 zi Grein Finnboga Guðmundssonor um sjávnrútvegsmól ÞAU mistok voru í blaðinu í gær að kafli féll niður úr grein Finruboga Guðmundssonar út- gerðarmanns um sjávarútvegs- mál. Er höfundur beðinn afsök- unar á því. Fer þessi kafli greinar hans hér á eftir, en hann átti að koma í lok kaiflans, þar sem undirfyrirsögn bar heitið Samdráttur línuveiðanna og afla- möguleikar á línu miðað við sóknareiningu. „Ég hefi fært tölfræðileg rök að því, að afli á línu hefur minnkað, og reyndar aukist mið- að við sóknareiningu niú á síð- ustu árum, eða það, sem af er þessum áratug, frá því, sem var á árunum 1950-—1960. Ég hefi að vísu aðeins tekið til athugunar tvo fyrstu mánuði áranna, eða síðari hluta þess tímabils, sem lánuveiðar eru stundaðar, en það er frá september til marz, eða 3 síðustu og 2—3 fyrstu mánuð- irnir. Ef haustvertíðirnar hefðu verið athugaðar á sama hátt, hefði þessi þróun komið enn greinilegar í ljós. T. d. var mjög góður afli á línu hjá Vestfjarða- bátum síðastliðið haust. Ég gat Iþess í viðtali við dagblaðið Vísi sl. haust, að ekki væri hægt að stunda veiðar á véllbátaflotanum með neinum árangri, nema rneð línu á tímabilinu frá september til marz, og er það fyrst og fremst vegna þess, hve veðráttan er óstöðug á þessu tímabili. Eini möguleikinn til að fá fisk é land á þessu tímabili, er því að stunda línuveiðar, þar sem úthafstogararnir sigla með afla sinn á þessum árstímium. Sem ifyrr segir, eru liínuveið- arnar eins og þær nú eru reknar, mannfrekar, og störf við þær erf- ið og vandasöm. Þar við bætist svo að tekjuvon sjómanna, sem þær stunda, hefir ekki haldizt í hendur við tekjurnar við önnur störf, hvort heldur er á sjó eða landi, þar eð fiskverðið hefir ekki hækkað til samræmis við aðra verðlagningu í landinu, hvort sem miðað er við markaðs- verðsvísitölu tekjuvirðisvísitölu eða framfærsluvísitölu. Það er vel kunnugt, að línu- fiskurinn er langverðmætasta h r á e f n i fiskvinnslustöðvanna, bæði hvað snertir nýtingu og gæði, og er undirstaðan í fram- leiðslu fyrir kröfuharða markaði. En einmitt framleiðsla fyrir þessa markaði hlýtur að vera hagstæð fyrir þjóðfélagsheildina, svo sem framileiðsla fisks í neyt- endaumlbúðum fyrir U.S.A. En aftur hér verkar verðbólgan sem hernill, þar sem hún kemur harð- ast niður á þeim vörum, sem mest þarf að vinna, og hefir því hin hagstæða verðþróun á þess- um framleiðsluvörum ekki getað notið sín með hærra verði á línu- fiski, en horfið í verðbólguhit- ina. . Það er nauðsynlegt, að allir aðilar fiskvinnslustöðvarnar, út- gerðarmenn og hið opinbera, geri samstillt átak til að efla línu- veiðarnar, bæta tækni við línu- veiðar og alla aðstöðu við þær. í fyrsta lagi verður fiskverðið að hækka til samræmis við ann- að verðlag í landinu, þannig að tekjuvon sjómanna á línuveið- um verði í 'samræmi við tekju- von annarra launþega. í öðru lagi, að styðja að iþvi að tæknin í línuveiðum verði bætt, með fullkomnustu veiðarfærum, meiri vélvæðingu og vinnuhagræðingu. Má í þessu sambandi benda á það, að síðastliðin 15 ár hafa orðið sáralitlar framfarir á þessu sviði, hvað línuveiðar snertir. Hér má nefna sem dæmi: Enn hefiir ekki almennt verið tekin upp nælonlína. Meðan ekki er til nothæf beitingavél, en sjálfsagt er að styðja það af fremsta megni, að nothæf beit- ingavél verði framleidd. A með- an sá vandi er ekki leystur verð- ur að koma upp í landi hag- kvæmum beitingastöðvum, þar sem öll aðstaða sé eins góð og mögulegt er, og ætti þar jafn- framt að fara fram kennsla og þjálfun unglinga í beitingu á Mnu. Frá þeim verstöðvum, sem liggja svo langt frá veiðisvæð- unum, að dagróðrum verður ekki haldið uppi, verður að stunda þær á stærri bátum, 150—200 tonn, sem ættu að vera útbúnir með frystiklefa, sem rúmaði 150—200 línubala. Bátair þessir gætu verið allt að 5 daga vi9 veiðar, og ísað aflann í sig. Ennfremur kemur til greina, að hafa sameiginleg eldhús í hverri verstöð, sem matreiði fyr- ir mörg skip, sem þá taka mat- inn tilbúinn með sér, og spara þannig skipshöfninni alveg mat- reiðsluna." ATHUGIB Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. SIGURÐAR SAGA FOTS * Teikningar: ARTHUR OLAFSSON IAi vV nii'' y\ 5. ÁSMUNDUR BÝÐUR SIGURÐI KOSTI En af Ásmundi og Ólafi er það að segja, að þeir koma heim til Húnalands með Signýju konungsdóttur og létu vel yfir sinni ferð. Litlu síðar sendir Ásmundur JAMES BOND ~>f-. ' James Bond B1 IAN FLEMINE Ólaf skósvein sinn til Vallands með fríðu föruneyti og svofelldum erindum, að hann skyldi bjóða Sigurði konungi fót Ásmund- ar vegna sáttir í svo máta, að Ásmundur mundi unna Sigurði svo mikils fjár í gulli og brenndu silfri sem sjálfur hann vildi ~>f —>f- haft hafa, en Asmundur ætti Signýju. En ef hann vildi eigi þenna kost, þá skyldi Sigurður eignast allt Húnaland, en Ás- mundur þó Signýju sem áður. Vildi hann hvorigan þenna ,þá skyldi Sigurður kon- ungur gefa allt Valland, en eiga Signýju. Eftii IAN FLEMING í hinum dimmu göngum berst Bond við klórandi og bítandi veru . . . en það er ekki um að villast hver þetta er, á hinum mjúka, þrýstna líkama, sem berst um í fangi hans. Honye! Hættu! Það er ég! James? Elskan! Ég hélt þú værir stein- dauður . . . ég ætlaði einhvernveginn að drepa Dr. No . . . ! Ég náði honum fýrst — guði sé lof. Hvað skeði? Hvernig gaztu . . ? Ég hef heilmikið af spurningum í poka- horninu líka — en við skulum tala saman seinna, Honey. JÚMBÖ Teiknari: MOR A Álfur fann strax út, hvert skipstjórinn var að fara — fjárkúgun. Það var nefni- lega svolítið, sem hann kunni, eins og venjulegir menn kunna Faðirvorið, og hann bað þennan gamla vin sinn og fang- elsisfélaga að greina frá því nánar. Og nú varð skipstjórinn að leiða þá í allan sannleikann. — Ég hef grun um, að SANNAR FRÁSAGNIR 2. 1840 var Chicago orðin að ið- andi, óskipulagðri borg með íbúafjölda nálægt 5000. Þrátt fyrir, að svín og kvikfénaður legðu oft undir sig forargöturn- ar, hafði borgin þegar orðið mikilvæg miðstöð í miðvestr- inu. Um leið og íbúafjöldinn í hinu auðuga landi í nágrenni borgarinnar, þannig óx að sama skapi mikilvægi hennar. Fyrsta járnbrautin var lögð til Chicago 1848 .Næstu ár voru járnbrautir lagðar í vaxandi mæli um öll Bandaríkin og Chicago varð miðstöð þeirra, en þær gengu þaðan í allar áttir. 1850 var íbúafjöldi borg- arinnar orðinn 30.000. 1871 eyddist Chicago af eldi. Samkvæmt þjóðsögunni byrj- aði eldurinn þannig, að kú, sem þeir hafi fundið allverulegan fjársjóð á þessari eyju. Álfur hafði ráð á reiðum höndum. Hann kom einfaldlega með þá uppástungu, að þetr fleygðu bara Júmbó og félögum hans fyrir borð, og skiptu fjársjóðnum á milli sín. Þessi uppástunga hafði það aðeins í för með sér að skipstjórinn missti stjórn á skapi sínu. Hann hafði að vísu á sínum yngri árum fengizt við svona sitt af hverju, en siðar bætt ráð sitt. — Ekki til þess að tala um, svaraði hann, — bara fjárkúgun, en ekki neitt stórvægilegra afbrot. *-K" Eftir VERUS var í eign frú Leary sparkaði ljóskeri um koll. Þetta varð einn mesti bruni sem sögur fara af, a.m.k. 300 manns fór- ust í honum og 90.000 manns urðu heimilislausir. Ekkert var eftir af hinni blómlegu borg nema rjúkandi rústirnar einar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.