Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 23. marz 1966 MORGUNBLAÐIÐ 15 - EFTA Framhald af bls. 10 bandi, heldur lýsa almennum viðhorfum iðnaðarins til aðildar- innar. Þegar rætt var um ísland og markaðsmál Evrópu árið 1962, markaði ársþing iðnrekenda af- stöðu iðnaðarins til aðildar fs- lands að evrópsku markaðs- bandalagi, eins og málið horfði þá við. Mælti þingið með því, að sótt yrði um aðild að EBE, til þess að fá úr því skorið ,á hvern hátt sú aðild yrði. í álykt- un, sem þá var gerð, segir, að iðnrekendur séu hlynntir aðild, ef athuganir leiði í Ijós, að slík aðild sé hagkvæm frá þjóðhags- legu sjónarmiði, jafnvel þótt það hefði í för með sér ákveðna annmarka fyrir sumar iðngrein- ar. Síðan sagði Gunnar: „Nú munu vafalaust margir telja, að viðhorf iðnaðarins til þessara mála hljóti að vera svip- uð eða hin sömu og árið 1962. Svo er hins vegar ekki, og mér er óhætt að segja ,að miðað við þær aðstæður, sem iðnaðurinn býr við í dag, getur hann ekki fallizt á aðild íslands að EFTA. Og sama gildir um afstöðu iðn- aðarins til fyrirhugaðra áætl- ana um stighækkandi tolla, óháð því, hvort ísland gerðist aðili að eða tengdist á einhvern hátt þeim markaðsbandalögum, sem mynduð hafa verið í Evrópu“. — Ástæðan væri þróun efnahags mála hér sl. 4 ár, sem ylli því, að aðstaða iðnaðarins til að mæta aukinni samkeppni væri öll önn- ur en 1962. Framleiðslukostnað- ur hefði farið stórum vaxandi á þessum tíma, t.d. hefðu samn- ingsbundnir kauptaxtar iðnverka manna hækkað um ca 70% og kauptaxtar iðnverkakvenna um rúm 100%. Raunverulegar hækk anir hefðu jafnvel orðið meiri. — Spyrja megi, hvort iðnað- urinn þurfi sérstaklega að setja þessar hækkanir fyrir sig, þar sem þær hljóti að hafa bitnað á öðrum firamleiðslugreinum einnig, svo sem landbúnaði, sjáv- arútvegi og fiskiðnaði, en því sé til að svara, að ráðstalanir hafi verið gerðar til styrktar þess- um atvinnugreinum á timabil- inu. ✓ — Landbúnaðurinn sé alger- lega útilokaður frá allri sam- keppni utanlands frá, þar eð irinflutningur landbúnaðarafurða sé með öllu bannaður. Því hafi hann verið í þeirri aðstöðu að geta hækkað verð á vörum sín- um til að vega upp á móti kostn- aðarhækkun, auk þess sem hon- um sé tryggð sala á allri fram- leiðslunni á ákveðnu verði. T.d. hafi landbúnaðurinn hækkað mjólkurverð til bóndans fyrir lítrann úr kr. 4.94 árið 1962 í kr. 7,68 árið 1965, eða um 55%. Þá hafi bein útgjöld ríkissjóðs til landbúnaðarmála verið auk- in úr 86 millj. kr. árið 1962 í 204 millj. kr. 1966, eða um 237%, og séu þá ótaldar aðrar Gunnar J. Friðriksson fjárhæðir i þágu landbúnaðar- ins, svo sem niðurgreiðslur á vöruverði og útflutningsuppbæt- ur. — Varðandi sjávarútveg og fiskiðnað hafi margvíslegar ráð- stafanir verið gerðar, sagði ræðumaður, og nefndi, að útgjöld ríkissjóðs vegna nýjustu ráð- stafananna (uppbætur á línu- fiskverð, framlög til frystihúsa og verðbætur á útflutta skreið) mundu kosta ríkissjóð um 80 millj. kr. á þessu ári. „Um iðnaðinn gegnir hér allt öðru máli“, sagði ræðumaður. „Á áðurnefndu tímabili hefur stöðugt verið að því stefnt að auka innflutningsfrelsið, og munu nú 86% innflutningsins vera frjáls, miðað við innflutn- ingsverðmæti á árinu 1965. Verð- lag innfluttrar vöru hefur á þessu tímabili verið tiltölulega stöðugt og jafnvel farið lækk- andi, sökum hagstæðari inn- kaupa innflytjenda. Þéssu hefur verksmiðjuiðnaðurinn orðið að mæta á sama tíma sem fram- leiðslukostnaður hefur stórlega hækkað, og ósamræmi hefur myndazt í verðhlutfalli hér inn- anlands og erlendis, sem ólíklegt má telja, að haldizt geti til lengd ar, nema við höldum áfram að setja ný met í aflabrögðum. Það hljóta því allir að sjá, að að- staða iðnaðarins og þá fyrst og fremst þeirra iðngreina, sem engrar eða lítillar tollverndar njóta, hefur tekið róttækum breytingum frá árinu 1962, og hjá sumum greinum er tollvernd algjörlega uppurin, og hjá öðr- um hefur hún minnkað verulega. Iðnaðurinn hefur því að vissu leyti gengið í gegnum aðlögun- artímabil, og á hann erfitt með að sætta sig við frekari stór- breytingar á aðstöðu sinni, sem aðild að EFTA og almennar tollalækkanir hefðu í för með sér, miðað við allar aðstæður í dag. Éf gengið yrði út frá því, að iðnaðurinn fengi svipaða leið- réttingu á aðstöðu sinni og land- búnaður, sjávarútvegur og fisk- iðnaður hafa fengið og til álita komi aðild að EFTA eða almenn- ar tollalækkanir, munu málin að sjálfsögðu horfa öðru vísi <S>við“. Guðmundur H. Garðarsson: EFTA-mólin í athugun hjú fiskiðnuðinum - Afstuðu tekin í junibyrjun? Guðmundur H. Garðarsson*®" sagði í erindi sínu á ráðstefnu Varðbergs, að samtök sjávarút- vegs og fiskiðnaðar hefðu fylgzt vel með þróuninni í átt til sam- einingar Evrópu ,sem átt hefði sér stað síðasta áratug. Sölustjór- ar útflutningssamtakanna hefðu fylgzt með þróun markaðanna og hinum beinu áhrifum á við- skiptaaðstöðu íslands vegna til- komu Fríverzlunarbandalags Ev rópu, og sölustefna hefði verið mörkuð í samræmi við breyttar aðstæður, auk þess sem sérstök- um fulltrúa hefði verið falið að fylgjast með þessum málum sér- staklega allt frá 1960. Forystu- menn sjávarútvegs og fiskiðnað- ar hefðu því jafnan tiltækar all- ar upplýsingar um þróun EFTA og EBE auk annarra markaða, þannig að þeir gætu brugðið skjótt við og hagað framleiðslu- og sölumálum sinum eftir því, sem bezt hentaði hagsmunum út- flutningsframleiðslunnar. Ræðumaður sagði m.a.: Á ár- unum 1960—1962 voru miklar umræður hérlendis um það, hvort æskilegt væri, að ísland geriðst aðili að EFTA .Þá yar talið nauðsynlegt til þess að fá fullnægjandi upplýsingar um þátttöku-skilyrði og möguleika, að ákveðinn vilji um hugsan- lega umsókn af hálfu útflutn- ingssamtaka, að Island sækti um upptöku í EBE. — Eftir þessa samþykkt lágu allar upplýsing- ar fyrir, og að þeim athuguð- um varð sjávarútvegur og fisk- Guðmundur H. Garðarsson iðnaður fráhevrfur aðild Islands að EBE. Samtök þessara atvinnugreina hefðu enn ekki tekið opinbera afstöðu til þess, hvort ísland ætti að gerast aðili að EFTA. Málið hefði verið rætt í stjórn- um samtakanna, og nú stæðu y£- ir enn ýtarlegri rannsóknir á stöðu útflutningsverzlunarinnar, annars vegar gagnvart EFTA og hins vegar gagnvart öðrum markaðssvæðum. „Er þess að vænta“, sagði Guðmundur, „að niðurstöður þessara athugana liggi fyrir í skýrsluformi í maí/júní n.k. og verði lagðar fyrir m.a. félags- menn Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna á aðalfundi, sem hald- inn verður í byrjun júní. Þar sem stór hluti forystumanna fiskiðnaðarins mun þá fyrir sitt leyti væntanlega marka ákveðna stefnu gagnvart EFTA, mun ég ekki ræða þessi mál nánar út frá, því sjónarmiði, hver muni verða hugsanleg afstaða fiskframleið- enda í málinu“. Þá ræddi Guðumndur þau atriði, sem þýðingu hefðu fyrir útflutningsframleiðsluna, ef ís- land gengi í EFTA, og athuga þyrfti gaumgæfilega, og drap m.a. á betri tollakjör fyrir fryst fiskflök, síldarlýsi og fiskimjöl. Sérsamninga þyrfti að gera um Framhald á bls. 16 Sigurður Líndal hæstaréttarritari skrifar Vettvanginn í dag. — Hann fjallar um eftirfarandi spurningu: „Á að snúa sjálfstæðisbaráttunni við?“ SVOKALLAÐIR sjónvarpsáhuga menn, sem eru andvígir því, að hermannasjónvarpið í Keflavik verði takmarkað við herstöðina, kalla einkum á frelsið sér til fulltingis í baráttunni gegn slíkri takmörkun. Til rökstuðnings er m.a. dreg- ið til samlíkingar, að ekki séu hömlur lagðar á hlustun erlends útvarps, innflutning lestrarefnis, kvikmynda eða leikhúsverka, og af því leidd sú niðurstaða, að frelsi. eigi einnig að ríkja í sjón- varpsmálum. En hvaða frelsi er hér verið að verja? Frelsi til þess eins að geta opnað eða lokað fyrir sjón- varpstæki, sem aðeins ná til einnar stöðvar, og í stöð þessa skammta erlend hernaðaryfir- völd efni hermönnum til uppeld- is og skemmtunar. Á efnisval stöðvar þessarar hafa hinir „s j álfsskipuðu" (svo að notað sé eitt eftirlætisorðtak þeirra) frelsisverjendur engin áhrif, né heldur nein rétt kjörin eða skip- uð innlend stjórnvöld. Ef enn er tekin samlíking af út- varpi, lestrarefni, kvikmyndum og leikhúsverkum, þá þætti það tæpast mikið freLsi, ef erlendum hernaðaryfirvöldum væri falið að skammta þjóðinni þessi gæði án .þess að njótendur ættu ann- arra kosta völ. Fralsi í sjónvarpsmálum — hliðstætt því, sem ríkir um þá fjölmiðlun, sem áðan var nefnd, er ekki tií af þeirri einföldu á- stæðu, að tækniþróun sjónvarps leyfir það ekki enn sem komið er. Vel má hreyfa þeirri skoðun, að í sjónvarpsmálum „eigi að ríkja fullt og óskorað valfrelsi“, eins og þingmaður einn hefur sagt, en um slíkt frelsi er sam- kvæmt framansögðu alls ekki tímabært að ræða. Þá er einnig algerlega út í bláinn að safna undirskriftum til mótmæla gegn hvers konar „takmörkunum á móttöku sjónvarpsefnis". Sjón- varp er takmarkað af tæknileg- um áátæðum og getur ekki öðru- vísi verið eins og málum er nú háttað. Breytir þar engu um, hversu margir sem kunna að skrifa undir „mótmæli“ gegn því. Af sömu ástæðum er það auðvitað út í hött að ætla sér að standa „vörð um frjálsa sjón- varpsnotkun.“ Allt brambolt „sjónvarpsáhuga- manna“ og undirskrifenda-fylgi- fiska þeirra felur því í sér, að þeir eru raunverulega að krefj- ast erlendrar einokunar mesta stórveldis heims á áhrifamesta fjölmiðlunartæki nútimans í ís- lenzku þjóðfélagi. Vanmáttugt íslenzkt sjónvarp mun ef til vill formlega létta af þessari einok- un, en ekki vinna bug á henni í raun og veru, eins og margsinn- is hefur vetið rökstutt. Það mun miklu fremur þéna sem beita fyr ir hið erlenda sjónvarp og um leið réttlætingaryfirklór tU að dylja raunverulegt ástand. Þegar margumtalað alþjóðlegt sjónvarp (hliðstætt t.d. útvarpi) verður að veruleika, er fyrst tímabært að halda þvj fram, að í sjónvarpsmálum „eigi að ríkja óskorað valfrelsi", að mótmæla „hverskonar takmörkunum á móttöku sjónvarpsefnis", eða standa „vörð um frjálsa sjón- varpsnotkun“, en fyrr ekki. Því má loks bæta við, af því að ýmsir virðast hafa dálítið undarlegar hugmyndir um frelsi, að vitanlega verður frelsi til út- sendinga og móttöku efnis í al- þjóðlegu sjónvarpi takmörkunum háð — eins og allt frelsi — og þær takmarkanir verða settar með allþjóðlegu samkomulagi. □ Eins og sakir standa er í sjón- varpsmálum aðeins um tvennt að velja hér á landi, — að íslend- ingar hafi sjálfir ráð yfir þessu fjölmiðlunartæki — eða feli þau t erlendum hernaðaryfirvöldum. Ef svo er komið, að eitthvert álitamál sé, hvorn kostinn kjósa 'skuli, virðist timabært að taka til íhugunar, hvers vegna barátta hafi verið háð fyrir því, að þjóð- in heimti yfirráð málefna sinna í eigin hendur, þannig að hún gæti ráðið þeim án íhlutunar annarra, en sú viðleitni var kjarni þess, sem kallað er sjálf- stæðisibarátta. Hún var háð vegna illrar reynslu af því að lúta forsjá og stjórn útlendra manna, sem hvorki höfðu þekk- ingu á málefnum Islands né áhuga á þeim og voru að auki misjafnlega velviljaðir. Með sjálfstæðisbaráttunni heimti þjóð in ráð málefna sinna í eigin hend ur, bæði sjórnvald, en einnig yfirráð þeirrar atvinnustarfsemi, sem var í höndum útlendra manna, svo sem verzlunar og siglinga. Ef fjölmiðlunartæki hefðu lotið erlendri einokun, er enginn vafi á því, að einri þáttur sjálfstæðisbaráttunnar hefði ver- ið að heimta yfirráð þeirra. 0 Nú stendur fyrir dyrum stofn- ún íslenzks sjónvarps og með því verður réttur þeirra, sem tæki eiga, tryggður á þann hátt, sem þeir frekast geta átt kröfu á sem þegnar íslenzks þjóðfélags, enda þótt við því megi búast, að það verði framan af rekið af van- efnum og geti ekki staðizt sam- keppni við hið erlenda hermanna sjónvarp. Þetta sjónvarp verður undir íslenzkri stjórn og efnis- vál þess verður væntanlega mið að við íslenzk sjónarmið. Að sjálfsögðu eiga notendur kost á að hafa áhrif á efnisval þess og aðra starfrækslu. En þessari tækninýjung eiga íslendingar ' að ráða sjálfir án íhlutunar annarra í samræmi við þau sjónarmið og þá meginvið- leitni, sem ráðandi hefur verið, jafnan síðan íslendingar vökn- uðu til vitundar um þjóðlega til- veru sína og sjálfstæði. Þegar alþjóðlegt sjónvarp verð ur að veruleika, munu íslending- ar að líkindum fá notið þess í samræmi við þær reglur, sem þar um verða settar og ætla má, að þeir gerist aðilar að. En vitan lega á slíkt alþjóðasjónvarp ekk- ert skylt við þá einokun erlendra hernaðaryfirvalda á sjónvarpi, sem nú ríkir hér á landi. □ Kjarni þessa sjónvarpsmáls er því eins og málum nú er háttað ekki sá, hvort svipta eigi tækja- eigendur rétti eða ekki, heldur hver skuli ráða þessu áhrifa- mikla fjölmiðlunartæki — inn- lend stjórnvöld eða erlend hern- aðaryfirvöld. Ef þjóðin (eða hluti hennar) kýs fremur, að erlendir aðilar hafi hér raunverulega einokun. — kýs fremur að láta erlena hernaðaryfirvöld skammta sér sjónvarpsefni og taka um leið við verulegum þætti í uppeldi þjóðarinnar — en lúta forystu þeirra innlendu aðila, sem hún hefur sjálf kosið og hún sjálf getur haft áhrif á, felur það raunverulega í sér, að sjálf- stæðisbarátta hennar hafi verið markleysa — skrípaleikur til þess eins að angra Dani — eða þá að sjónarmiðin, sem voyu grundvöllur hennar, séu úrelt. Um fyrri kostinn þarf vænt- anlega ekki að fjölyrða. Síðari kosturinn stenzt ekki heldur, enda virðist ríkjandi stefna með- al þjóða heimsins vera sú, að þær taki æ meira öll málefni sín í eigin hendur. Á hverju ári öðl- ast margar þjóðir sjálfstæði, — oft eftir harða baráttu. Haggar ekki þessu, þótt samskipti þjóða vaxi og þeim beri að taka meira tillit hver til annarrar en áður. Þegar þetta er haft í huga, verður að telja það athyglisvert, að nú — rúmum 20 árum eftir stofnun lýðveldis á fslandi — skuli risinn upp hópur manna, er ber fram kröfur, sem fela í sér einokun erlends stórveldis á svo áhrifamiklu fjölmiðlunar- tæki sem sjónvarpi í íslenzku þjóðfélagi. í þessum kröfum er raunverulega fólgið, að horfið skuli frá þeirri grundvallar- stefnu, sem hingað til hefur ríkt — að íslendingar ráði málum sínum sjálfir án íhlutunar ann- arra — með öðrum orðum, — að sjálfstæðisbaráttunni skuli snúið við. — Athyglisverðast er þó ef til vill það, að frelsið skuli einkum kallað til fulltingis þess- ari viðleitni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.