Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 3
? Miðvíkuðagur 23. marz 1966 MORCUNBLAÐIÐ 3 Yfirlýsingar bændasamtakanna varðandi sölu Hótel Sögu SVO sem frá var skýrt hér í Mbl. kom fram tillaga á Bún- aðarþingi, nú fyrir skömmu frá Ingimundi Ásgeirssyni, um að leitað skyldi tilboða í þann hluta Bændahallarinnar þar sem Hótel Saga er til húsa. Vegna þessarar tillögu bárust Mbl .í gær yfirlýsing- ar bæði frá stjórn Búnaðarfé- lags íslands og stjórn Stéttar- sambands bænda. Fara þær hér á eftir. Stjórn Búnaðarfélags fslands leyfir sér hér með, að gefnu til- efni að lýsa yfir því, að tillaga sú, sem borin var fram af einum búnaðarþingsfulltrúa á síðasta Búnaðarþingi, er lauk 18. þ. m., um sölu á Hótel Sögu, var flutt án vilja og vitundar stjórnar- innar, og er hún í fyllsta máta ósamþykkt tillögunni. Vitað er, að tillaga þessi átti engan hljóm- grunn á Búnaðarþingi, enda fékkst hún ekki afgreidd frá nefnd. Það skal tekið fram, að rekst- ur Bændahallarinnar, þar með talin Hótel Saga ,gefur síður en svo tilefni til slíkrar ráðstöfunar á þessari verðmætu eign. Reykjavík, 22/3 1966, Þorsteinn Sigurðsson Gunnar Þórðarson Einar Ólafsson varam. Péturs Ottesen. Stjórn Stéttarsambands bænda viU af gefnu tilefni lýsa yfir því, að tillaga sú ,sem flutt var á ný- afstöðnu Búnaðarþingi um sölu á Hótel Sögu, er algjörlega til- efnislaus. Hún nýtur einskis stuðnings innan stjórnarinnar, hefur aldrei verið rædd á aðal- Ferðamannastraumur eykst enn í sumar GERT er ráð fyrir að ferða- mannastraumur fari enn vax- andi hingað til lands á kom- andi sumri. Þegar hefur verið leitað um fyrirgreiðslu hing- að í sambandi við ýmsar ráð- stefnur og svo munu erlend- ar ferðaskrifstofur stefna hingað hópum ferðamanna, bæði einstaklingum og eins hópferðum. Morgunblaðið hefur átt tal við Ferðaskrifstofu ríkisins og spurzt nokkuð fyrir um þessi mál. Ekki liggja enn fyrir ná- kvæmar áætlanir um ferða- mannastrauminn, en hins vegar þykir sýnt að hann muni aukast á sumrinu frá því sem var í fyrra. Þá er þess að geta að hið nýja Loftleiðahótel mun bæta aðstöð- una til að taka á móti ferða- mönnum hér í höfuðstaðnum og munu þegar liggja fyrir miklar pantanir í gistirúm þar í hótel- inu. Aðrar stórvægilegar breyt- ingar munu ekki verða á hótel- kostinum í landinu, nema hvað stöðugt er verið að vinna að endurbótum á eldri hótelum sem fyrir eru víðsvegar um land. — Mest mun að vanda haldið til Þingvalla og til Gullfoss og Geysis og austur undir Eyjafjöll með ferðamenn og svo vestur á Snæfellsnes um Borgarfjörð og norður til Akureyrar og Mý- vatns, en þetta eru sem fyrr vin- sælustu staðirnir til að sýna út- lendingum. Þá er verið að gera tilraunir með að bjóða útlendum ferða- mönnum til veiða hér á landi, en þá er eingöngu um að ræða veiði ferðir í veiðivötn og silungsár, því allar laxár eru uppteknar, og þótt oft sé hægt að fá veiðileyfi í þeim er það jafnan með svo stuttum fyrirvara að ekki er kostur að bjóða þau útlending- um. Sem fyrr segir eru fyrirhugað- ar ýmsar ráðstefnu hér í sumar, svo sem barþjónamót um mán- aðamót maí-júní, 'hljómlistarhá- tíð, sem hefst 17. júní, kóramót norrænna lögreglukóra 22.—24. júní, mót skurðlækna um mán- aðamót júní-júlí og síðan stór læknaráðstefna, sem byrjar 10. júlí. Þá verður mót ungtemplara í júlí og ráðstefna á vegum Atlantshafsbandalagsins í júlí- byrjun. Þá verður fræðslumót slökkviliðsmanna í sama mánuði og kvenstúdentamót í byrjun ágúst. Enn mun eitthvað fleira af mótum í undirbúningi, en þar mun um að ræða smærri mót og ráðstefnur. fundum sambandsins og ekki er vitað að hún njóti neins stuðn- ings meðal bænda almennt. Þá gefur rekstur hótelsins eigendun- um heldur ekkert tilefni til þess að selja það. Reykjavík, 19. marz 1966, Gunnar Guðbjartsson Einar Ólafsson Bjarni Halldórsson Páll Diðriksson Vilhjálmur Hjálmarsson STAKSHINAR -<& Sigurður Kristjánsson Sigurður Kristjánsson talar um Hannes Hatstein NK..FIMMTUDAGSKVÖLD mun Sigurður Kristjánsson fyrrum al þingismaður ræða um Hannes Hafstein og stjórnmálastörf hans í Félagsheimili Heimdallar. Er þetta liður í kynningu Heimdall- ar á liðnum stjórnamálaskörung um en þegar hafa tvö erindi verið flutt um Jón Sigurðsson og Benedikt Sveinsson eldri. Ekki er að efa, að marga félagsmenn Heimdallar mun fýsa að hlýða á hinn reynda baráttumann Sig- urð Kristjánsson ræða um fyrsta ráðherra íslands. — Fundurinn hefst kl. 8:30. I ^#%UNrnLKS'NS AKUREVRI OPIÐ í kvöld, miðvikudag, frá kl. 20 í Sjálfstæðishúsinu niðri. I kvöld verður kvikmyndasýn- ing og Geislar leika fyrir dansi og þá ætlar Jónas Jónasson að skemmta. Fjölbreyttar veitingar verða á hóflegu verði. FÉLAGSHEIMILI Opið hús i kvöld HEIMDALLAR Alþjóðlegi veiurdagurinn í DAG 23. marz, á afmælis- degi Alþjóðaveðurfræðistofnun- arinnar minnast menn um allan heim alþjóðlegs samstarfs á sviði veðurfræði og veðurþjónustu og halda hátíðlegan aliþjóðlegan veðurdag, hinn sjötta í röðinni. Allir vita, að veðrið þekkir engin landamæri, hæðir og lægð- ir hreyfast yfir lönd án tillits til þess hverjir byggja þau, og sí- breytilegir vindar blása frá einu landi til annars, stundum flytj- andi hlýju og gróðurregn, en stundum valdandi tjóni og dauða. Frumskilyrði þess að geta sagt fyrir um veðrið er því ekki aðeins að þekkja það í sínu eigin landi heldur einnig að fá skjótar og öruggar upplýsingar um veðrið í öðrum löndum. Sjófarendur eiga flestum meira undir veðri og vindum og þeir urðu því öðrum fyrri til að gera sér gfein fyrir þessu. Efndu þeir til fyrstu alþjóðaráðstefnu um veðurfregnir skömmU eftir miðja síðustu öld, en síðan hefur alþjóðlegt samstarf á þessu sviði farið sívaxandi. Merkur áfangi var stofnun alþjóðlegrar veður- fræðistofnunar árið 1873, en skipulags- og nafnbreyting var gerð á samtökunum árið 1951, þegar Alþjóðaveðurfræðistofnun in tók til starfa sem ein af sér- stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Má geta þess, að íslaad varð fyrst allra rikja til að fullgilda stofnskrá hinnar nýju stofnunar. Að þessu sinni er aliþjóðlegi veðurdagurinn öðru fremur helg aður risavöxnum áætlunum, sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin vinnur nú að um alþjóðlega veðurgæzlu. Nákvæmar veðurathuganir eru undirstaða allrar veðuriþjónustu og veðurfræðilegra rannsókna. Eln því miður hagar svo til, að mikill skortur er enn á veður- athugunum. Gildir þetta bæði um háloftaathuganir og athugan- ir við yfirborð jarðar, einkum á suðurhveli jarðar og hinum víð- áttumiklu hafsvæðum. Þessi skortur á athugunum er þeim mun bagalegri sem komið hefur í Ijós við vélreikning á veðurspám í rafeindareikum að taka verður tillit til athugana á mjög stóru svæði, jafnvel á jörð- inni allri, ef von á að vera til að geta gert sæmilega nákvæmar veðurspár, sem ná þrjá til fjóra daga eða lengra fram í tímann. Á síðustu árum hafa hins veg- ar opnazt nýir möguleikar til að bæta úr þessum skorti, m.a. vegna tilkomu eldflauga, gerfi- tungla og sjálfvirkra veðurat- hugunarstöðva á sjó og landi. Nú má þannig fylgjast með skýjafari úr gervitunglum og fá einnig margháttaða aðra vitn- eskju svo sem til dæmis um víð- áttú snæviþakinna svæða og haf- íss, með sjálfvirkum veðurstöðv- um má fá vitneskju um veður á byggðum haf- og landsvæðum, fylgjast má með hreyfingu felli- bylja njeð geí-vitunglum og veðurratsjám á jörðu niðri og flugvélar og loftbelgi má að sjálf sögðu nota til margvíslegra at- hugana á lofthjúpi jarðar. Svo virðist þannig, að það sé í mun ríkara mæli en áður að verða spurning um fjármagn og skipu- lag að bæta úr skortinum á veð- urathugunum. En ejtki er nóg, að víðtækar at- huganir liggi fyrir á athugunar- stöðvum. Það þarf að koma þeim á skömmum tíma til veðurstofa um allan heim. Til að safna og dreifa veðurfregnum hefur Al- þjóðaveðurfræðistofnunin því uppi ráðagerðir um nokkrar stórar fjarskipta- og veðurfræði- miðstöðvar, sem m.a. gætu notað rafeindareikna til þess að leita að og leiðrétta villur í veður- skeytum og til að velja leiftur- hratt út það, sem senda á áfram til mismunandi staða. Slíkir raf- eindareiknar, sem tengdir væru saman í mismunandi heimshlut- um, gæt» og skipzt mjög hratt á upplýsingum eða margfalt hrað- ar en unnt er með venjulegri fjarskiptatækni. Þá eru og uppi raddir um að nota gervitungl til f jarskipta, og gætu þau m.a. safn að veðurathugunum frá sjálf- virkum veðurstöðvum á sjó og landi og sent þær áfram til mið- stöðvanna. Loks er þess að geta, að í áætl- unum Alþjóðaveðurfræðistofnun arinnar er gert ráð fyrir, að í veðurfræðimiðstövunum mætti nota hraðvirkustu rafeindareikna til að gera ýmiss konar spár og útreikninga, sem sendir yrðu til veðurstofa hinna ýmsu landa, en þar yrðu þessi mikilvægu hjálpargögn notuð við veðurspár fyrir viðkomandi landssvæði. í miðstöðvunum yrði einnig unnið að ýmsum ' veðurfræðilegum rannsóknum. Alþ j óða veður f ræðistof nunin vinnur nú að tillögugerð um al- þjóðlega veðurgæzlu eins og rak ið hefur verið hér að framan. Má telja víst að framundan séu miklir þróunartíma í veðurfræði og veðurþjónustu, ef fé fæst til til að hrinda þessum áætlunum í framkvæmd 'í nægjanlega stór- um stil. Ekki má þó gleyma því, að áfram verður þörf á að bæta og efla þá veðurþjónustu hinna einstöku landa, sem fyrir er. Auka þarf venjulegar veður- athuganir, bæta veðurspár og aðra þjónustustarfsemi, efla rann sóknir og stuðla að því, að veð- urfræðileg þekking sé hagnýtt í sem ríkusfcum mæli í atvinnu- lífi þjóðanna. - (Frá Veðurstofu fslands) Kynlegur mdlílutningur Málflutningur fulltrúa minní- hlutaflokkanna í borgarstjórn e* oft harla kynlegur. Líklega kemst þó enginn þeirra með . tærnar þar sem frú Adda Bára hefur hælana. Á fundi borgar-* stjórnar síðastliöinn fimmtudag flutti Adda Bára tillögu un» byggingu mæðraheimilis í Heykjavík. í ræðu þeirri, sem borgarfulltrúinn flutti fyrir þess ari tillögu, fullyrti hún, að til- Iagan væri í samræmi við vilja forystu kvennasamtaka í land-t inu. Frú Auður Auðuns, horgar- fulltrúi, rakti ítarlega afstöðu kvennasamtaka og skýrði frá því, að forystukonur, bæði Kven- réttihdafélags fslands og Banda- lags kvenna, sem átt hefðu við- ræður við borgarstjóra og aðra aðila um þetta mál, hefðu fallizt á þá lausn, að komið yrði á fót dagvöggustofu í háhýsi því, sem Reykjavíkurborg byggir nú við Austurbrún. Jafnframt yrði ein- stæðum mæðrum gefinn kostur á leiguíbúðum í því húsi. En Adda Bára lét sér ekki segjast, jafnvel þótt þessi afstaða forystu kvennasamtakanna væri skjalfest, heldur tók hún sér fyr- ir hendur að fullyrða um af- stöðu nafngreindra forystu- kvenna í þessum samtökum. Sagðist hún bara vita það, að afstaða þeirra væri önnur en sú, sem fram kæmi í gögnum borgarinnar. Sendi Öskaii tóninn En Adda Bára lét sér ekki nægja þetta, heldur æstist hún mjög og sendi ýmsum borgar- fulltrúum tóninn, sem þó voru ekki búnir að lýsa afstöðu sinni til málsins. Þannig sagði hún til dæmis borgarfulltrúa Alþýðuflokksins, -4 að honum væri nær að kynna sér afstöðu Alþýðuflokkskvenna til málsins. Og hafði þessi borg- arfulltrúi þó ekki, þegar hér var komið sögu, tekið til máls til þess að lýsa afstöðu sinni. — Taldi Adda Bára augljóst, að karlmennirnir í borgarstjórn væru fegnir stuðningi kvenna, þegar baka þyrfti kökur fyrir flokkssamkundur, en öðru máli gegndi þegar um væri að ræða áhugamál kvenna á borð við mæðraheimilið. -' _ Afstaða flokkssystuiinnar Og jafnvel þótt þessum borgar fulltrúa kommúnista væri bent á að hafa tal af Margréti Sigurðar- dóttur, fulltrúa kommúnista í barnaheimila- og leikvallanefnð, sem tekið hefur afdráttarlausa af stöðu til þess að koma eigi á fót dagvöggustofu í háhýsinu við Austurbrún og veita einstæðum mæðrum íbúðir í því húsi á leigu, tók þessi borgarfulltrúi sér fyrir hendur að fullyrða, að afstaða þessarar flokkssystur sinnar væri allt önnur en fram hefði komið í barnaheimila- og leik- vallanefnd. Málflutningur minnihlutafull- trúanna í borgarstjórn er eins og fyrr er sagt harla kynlegur. — Ýmsum mun þó þykja, sem Adda x- Bára hafi gengið flestum öðrum lengra í óskammfeilnum mál- flutningi. Afstaða ákveðinna að- ila liggur fyrir skjalfestur í gögnum borgarinnar. Samt sem áður heldur þessi borgarfulltrúi því fram, að afstaða þeirra sé allt önnur. Borgarbúar geta svo sjálfir dæmt um frammistöðu kjörinna trúnaðarmanna sinna og hvort hún sé í samræmi við það sem eðlilegt og heiðarlegt getur talizt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.