Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLADIÐ j ii $ | . ( í j 5 *, > r í <, * IVÍiSvikudagur 23. marz 1966 ÁHERZLA VERÐILÖGÐ Á LENDA STÁLSKIPASMÍDI — Frumvarpið um Fiskveiðasjoð til umræðu Á mánudag mælti Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegsmála- ráKSherra fyrir stjórnarfrumvarp- i>mi um Fiskveiðasjóð fslands. Rakti ráðherra efni fruimvarps- ins, en með því er gert ráð fyr- ir að Fiskveiða- sjóður íslands i og Stofnlána- í deild sjávarút- vegsins verði sameinuð í einn * sjóð. Sagði ráð- herra m.a. í ræðu sinni að sam- eining þessarra sjóða í einn mtmdi hafa í för með sér að auð veldara yrði að koma við hag- kvæmri skiptingu ráðstofunar- fjársins milli hinna ýmsu greina sjávarútvegsins. Að lokinni ræðu ráðherra var umræðu um máiið frestað, en það tekið fyrir á kvö'ldfundi í deildinni. Tók þá fyrstur til máls Björn Pálsson (F) og kvaðst vilja benda á ! nokkur atriði i sem að sínu á- i liti ætti að haga : á annan hátt. Það væri t.d. | ekki hagkvæmt fyrirkomulag, að 3 bankar skip- [ uðu fulltrúa í sjóðsstjórnina. Miklu betra væri fyrir lánþega að tala við einn mann er réði. Þá mætti og segja, að miklu nær væri að útvegsmenn hefðu full- trúa í sjóðstjórninni heldur en umræddir bankar. Þá gerði frum varpið einnig ráð fyrir of mikl- um dráttarvöxtum, þar sem þeir gætu náð 18% ef það drægist í mánuð að greiða af láninu. Nær væri að lækka þessa vexti, og mætti benda á að dráttarvextir hefðu ekki verið lækkað síðan 1960 þrátt fyrir aðrar vaxtalækk anir. Hannibal Valdimarsson (K) sagðist vera andvígur því að Seðlabankanium yrði fengin auk in völd, en með því væri stefnt með írumvarpi þessu. Frumvarp þetta hlyti að vera borið fram, vegna framkominna óska ein- hverra aðila og spyrja mætti hverjir þeir væru. Næstir töluðu þeir Gísli Guð- mundsson (F) er m.a. rakti nokk uð sögu Fiskveiðasjóðs, og Þór- arinn Þórarinsson (F). Sverrir Júlíusson sagði að frumvarp þetta yrði að skoða í ljósi þeirra breytinga sem ríkis- stjórnin hefði lagt til að gerð yrði á stofnlánasjóðnum og hag- ræðingu í því sambandi því sam- bandi. Sverrir gat síðan um þings ályktunartillögu sem hann hefði flutt á næst liðnu þingi, en í nefndará'liti er skilað hefði verið með tillögunni hefði m.a. komið fram að nefndin hefði fengið umsögn um hana frá Framkvæmdabanka íslands, Seðlabanka íslands, Landsamb- andi ísl. útvegsmanna, Fiskveiða sjóði íslands, Sölusambandi isl. fiskframleiðenda. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Samlagi skreiðarframleiðenda. Hefðu allir þessir aðilar mælt með sam- þykkt tillögunnar, enda hefði hún verið samþykkt samhljóða. Frumvarp þetta gerði ráð fyr- ir því að opna möguleika fyrir því að lána fleirum heldur en Fiskveiðasjóður hefði gert áður. Hann hefði að vísu haft heimild til að lána fiskvinnslustöðvum á undanförnum árum, en hinsveg- ar hefði hann ekki getað nýtt þá heimi-ld nema að litlu leyti, þar sem mikil eftirspurn hefði verið eftir lánum til kaupa og innflutn- ings á fiskiskipum. Sverrir kvaðst vilja undir- strika það að það væri von sín að frumvarp þetta væri byrjunin á því að öll stofnlán til sjávar- útvegsins færi í gegnum Fisk- veiðasjóð. Það væri eðlileg skip- an þessara mála. Með því móti mundi féið nýtast betur heldur en verið væri að veita lánsupp- hæðir sem síðan væru látnar í framkvæmdir sem ekki kæmi því að gagni. Því miður væri hægt að benda á ýmis fyrirtæki, sem hefðu fengið of lítið fjár- magn. Einnig yrði það til mikils hægðarauka fyrir þá er þyrftu að leita eftir lánum að þurfa ekki að fara í marga staði. Nú væru dæmi þess að stofnlán kæmu frá allt að 9 aðilum. Stofn lán til sjávarútvegsins hefðu t.d. komið frá ræktunarsjóði og Ekknasjóði íslands. Allir sem fylgst hefðu með þessum málum vissu, hversu hvað göngu þeir hefðu þurft að ganga sem leita hefðu orðið eftir lánum. Að lokum sagði Sverrir að framleiðendur hefðu stutt hugs- un þá er fram kæmi í frumvarp- inu, —að stofnlánasjóðir yrðu færðir saman, en það byggðist vissulega verulega á framkværnd þeirri um Framkvæmdasjóð ís- lands og ýmsa aðra sjóði er hann kæmi til með að veita fé til þessa hluta og það fé þyrfti .að vera sem mest, því að þessi atvinnu- vegur þyrfti vissulega á mjög miklu fjármagni að halda. Jóhann Hafstein iðnaðarmála- ráðherra, sagði að segja mætti, að ríkisstjórnin hefði verið beð- Framhald á bls. 27 Tollar d húsum og hús- hlutum lækkaðir — Tollalöggjöfin verbi endurskoðuð Á fundi í efri-deild í gær mælti Magnús Jónsson fjármála- ráðherra fyrir frumvarpi um breytingu á lög- um um tollskrá og fl. Sagði ráð- herra m.a. í ræðu sinni, að meiginatriði frumvarps þessa væri það, að lagt væri til, að lækkaðir yrðu tollar af húsum og húshlutum. Á sviði húsbygg- inga væri við mörg vandamál að glúna og gætu þessar ráðstafan- ir átt sinn þátt í að sporna gegn þeirri miklu þenslu og spennu er væri á húsbyggingamarkaðin- um og einnig gætu þær stuðlað að lækkuðum byggingarkostnaði. Nauðsynlegt hefði verið að hafa hliðsjón af því hver tollur- inn væri á hráefni til bygginga, þ.e. byggingavöru. Með hliðsjón asf því hefði ekki verið talið ráð- legt að lækka tollinn meir en niður í 46% af húsum og húsihlut um. Hann hefði hinsvegar verið 50—60%, en húshiutar hefðu verið í mjög mismunandi toll- flokkum eftir gerð þeirra, en nauðsyn bæri til þess að hafa allt í sama flokki. Tollalækkun- in yrði enn meiri varðandi inn- réttingar á hús, eða lækkaði úr 90% í 60%. Þá væri einnig gert ráð fyrir með frumvarpi þessu, að lækkað ur yrði tollur á sementi. Hefði tollur á því verið hækkaður við heildarbreytingu á tollskrá frá 1962. Segja mætti að þessi tol'l- vernd til handa Sementsverk- smiðju ríkisins væri óeðlilega mikil og ætti það ekki að vera nein hindrun fyrir hana þótt toll arnir yrðu lækkaðir. Miklu frem ur mundi það reynast sem að- hald. Aðrar breytingar er frum- varpið fæli í sér kvað ráðíherra frekast vera til samræmingar og útskýringa. Ráðherra vék síðan að nokkr- um þáttum tollskrárinnar er þörfnuðust lagfæringar. Nefndi hann þar til toll á visinda og kennslutækjum. Sagði ráðherra að tæki þessi væru víðast hvar undanþegin tolli og svo þyrfti einnig að vera hér. Hinsvegar hefði komið fram við athugun þessa máls, að það væri mjög víðtækt og hefði því ekki verið mögulegt að taka tillit tit þess nú. Einnig væri nauðsynlegt að korna á lagfæringu á öðrum svið um og mætti þar t.d. nefna bæk- ur og pappír og einnig umbúðir utan um vöru, sem væru nú .í mörgum tollflokkum. Mál þessi væru þó þess eðlis, að ekki hefði verið auðið að koma þeim inn í þetta frumvarp. Ráðherra sagði að sjáanlegt væri að taka þyrfti allt tolla- kerfið til rækilegrar athugunar. Það yrði að athuga það með til- liti til þess að lækka hina háu tolla, til þess að við gætuim tal- izt viðræðuhæfir við aðrar þjóð- ir, er legðu toll á okkar vöru. Það væri vilji ríkis9tjórnarinnar að mörkuð yrði heildarstefna í tollamálum og aðstöðu ökkar varðandi lækkun innflutnings- tolla. Vandamálin innanlands myndi einkum verða tvíþætt, annars vegar iðnaðurinn og hins vegar fjáröflun ríkissjóðs. Allir vissu að tollar væru mjög stór þáttur í fjárlögun rikisins og hefðu aðflutningsgjöld t.d. num- ið 40,7% af tekjum ríkissjóðs. Vissulega væri það stór spurning hvernig ætti að mæta þessum tekjumissi ef tii tollalækkana kæmi. tbúbir til sölu 2ja herb. toppíbúð, tilbúin undir tréverk og málningu. 3ja herb. jarffhæð við Laugar nesveg. 5 herb. mjög góð íbúð við Kambsveg. 4ra herb. íbuð við Þórsgötu. 5 herb. íbúð við Alfhólsveg. 6 herb. íbúð við Kópavogs- braut. Höfum kaupendur 200 ferm. iðnaðarhúsnæði á götuhæð á góðum stað i bænum eða Kópavogi. 2ja herb. íbúðum. Einbýlishúsum. Verzlunarhúsi utan Hring- brautar. Upplýsingar í símum 18105—16223, og utan skrifstofutíma í síma 36714. FVRIRGREIDSLU SKRIF5TOFAN Hafnarstræti 22, Gefafoto- húsinu við Lækjartorg. Iðnaðarbýli til sölu í nágrenni Borgarness. Gott íbúðarhús með baði, vatnsleiðslu og rafmagni, 20 ha. eignarland. Verkfæra- geymsla og fleiri útihús. • Rannveig Þorsteinsdóttir hrL Málflutningur - Fasteignasala Laufásvegi 2. Símar 19960 og 13243. Ms •% Mðk vW oBro baHt V * Jfiti u H1' c:s \ Imnh I r _ fu m h | Fr || 4!4 'T t ! ]••• fa 'ÍÍÍlll 1 1 hCv^V\-Wv: FASTEIGNAVAL Skólavörðustíg 3 A, 2. hæð. Símar 22911 og 19255. Til sölu m.a. 2ja herb. íbúðir við: Löngu- fit, Fögrubrekku, Asibraut, Bólstaðahlíð, Rauðarárstíg, Austurrbún og Freyjugötu. 3ja herb. íbúðir við: Glað- heima, Freyjugötu, Hverfis götu, Drafnarstíg og Ránar- götu. 4ra herb. íbúðir við: Kamlbs- veg, Skipasund, Þinghóls- braut/ Barmahlíð o.v. 5 herb. íbúðir við: Kársnes- braut, Bogahlíð, Njörva- sund, Mávahlíð, Rauðalæk, Hofteig, Goðheima og Stóra gerði. í smiðum Við Hraunbæ, 2ja, 3ja og 5 herb. íbúðir. Seljast tiltoún- ar undir tréverk og miáln- ingu. öll sameign fullfrá- gengin. 3ja herb. fokheld íbúð við Borgarholtsbraut. Einstaklingsibúðir við Klepps veg. Seljast tiibúnar undir tréverk og málningu. Jón Arason hdL ATHUGIÐ Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrar.a að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Skrifstofumaður og skrifstofustúlka óskast. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og/eða starfsreynslu sendist sem íyrst. Skipaútgerð ríkisins ROKDREIFARINN fyrir húsdýraóburcí * ' * , - •• e'- * • Rokdreifarinn dreifir jafnt þunnrl mykju setrt skán. í áburðarkassanum er ás með. áfestum keðjum,sem tæta áburðinn úr kassanum og fíndreifa honunn Við eigum fyrirliggjandf tvær stærðlr af þessum ágætu dreifurum á nýjum eða notuð-' um hjólbörðum eða án hjóla. Rúmtak áburðakassa 1300 — 1650 L og 1750 — 2200 I. Upplýsingar: Ármúla 3. Reykjavík sími 38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.