Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 16
16 - Miðvikudagur 23. marz 1966 MORGUNBLAÐIÐ Hilmar Fenger torm. Fél. ísl. sfórkaupm. jHÍ Aðild að EFTA mundi skopa aðhald í kaapgjalds- og veiðlagsmólum - EFTA Framhald af bls. 15 ísfisk úr togurum og heilfrystan fisk, sem seldur yrði í Englandi, hvort sem ísland vseri í EFTA eða ekki. I Tollatap fslands, samanborið við Noreg og Danmörku, sem njóta EFTA-kjara, var árið 1965 (miðað við f.d.b .verð) 30 millj. króna vegna útflutnings á fryst- um fiskflökum ,fiskimjöli og síldarlýsi til Bretlands. — Guð- mundur sagði, að neikvæð tolla- áhrif, miðað við heildarútflutn- ing framangreindra afurða, væri litil eða frá 0,5% í rúmlega 2%. Þá sagði Guðmundur, að Aust- ur-Evrópuviðskiptin hefðu enn mikla þýðingu fyrir útflutnings- framleiðslu íslendinga, og gerði samanburð á útflutningsaðstöðu íslands gagnvart Austur-Evrópu. Guðmundur taldi, að ekki væri nægilega skýrt, hvernig atvinnu- rekstrarréttindum útlendinga, þ.e.a.s. þegna annarra aðildar- ríkja EFTA, væri háttað í fram- kvæmd, og sagði, að í þeim efn- um þyrftu að vera skýrar lín- ur. Ræðu sinni lauk Guðmundur á þessa leið: „Að lokum: Það er mín per- sónulega skoðun, að íslendingar eigi að flýta sér hægt að sækja um eða gérast aðilar að erlend- um hagsmunabandalögum, og er ■sérstaklega þýðingarmikið að bíða átekta og sjá, hver verður árangur hinna svónefndu Kenn- edy-viðræðna“. — Minníng Framhald af bls. 12 Ýmis fleiri félagsstörf vann Vil hjálmur, en þar fyrir utan leit- uðu samstarfsmenn í bankanum til hans með vandamál sín til úrlausnar og hjálpar. Það sem hér hefur verið minnst á er ærið eukaálag fyrir mann sem veitir forstöðu lögfræðideild í stærstu og virðulegustu peningastofnun landsins. Samt gerði Vilhjálmur meira fyrir starfsfélaga sína í Lands- bankanum. Austur við Álftavatn í Grímsnesi var ógirt sumarbúða land, er Selvík heitir, eign Fé- lags Landsbanka íslands. Við þennan fallega stað hafði hann tekið ástfóstri. Þarna er friðsælt og fagurt og hægt að íhuga hversvegna fjöllin eru svo fagur blá. En Vilhjálmur vildi ekki vera einn um mikilleik staðarins, til þess var hann of félagslyndur. „Nú þarf bara hendur til þess að byrja, svo kemur þetta“, eagði hann þegar rætt var um væntanlega byggingu sumarhúsa í Selvík. Þetta reyndist rétt. Nú er búið að girða landið, skáli kominn á staðinn og verið að vinna að aðal framkvæmdaáætl- un staðarins. Hann var fyrsti for maður framkvæmdanefndar Sel- víkur og síðan formaður hennar meðan hann lifði. í önn dagsins kynntumst við etarfsmanninum Vilhjálmi Lúð- víkssyni. En mér er líka í muna margar ferðir með honum austur í Selvík og ferðir í Þórsmörkina. Eina sumarbjarta júnínótt 1964 gekk fámennur hópur að upp- tökum Krossár. Þá nótt sá ég Vilhjálm glaðastan og ávallt vildi hann bera hópinn yfir ár- kvíslarnar. Vilhjálmur dáði ör- æfaferðir. Hann beinlínis þráði óbyggðirnar. fslenzka hálendið var honum líka ætíð gott. Nú er vorar munu margir sakna Vil- hjálms austur í Selvík. Öll börn- in sem hann leiddi og léku sér við hann munu líka sakna hans. Trúa þau því, að næsta sumar siglir hann ekki með þeim á hrað bátnum sínum um „Álftavatnið bjarta“. Það #var gott að kynnast Vil- hjálmi* í starfi og leik. Mann- skaði að hann féll frá langt um aldur fram. Okkur starfsfélög- um hans er nú efst í huga þakk- læti fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir okkur og við vottum ástvinum hans innileg- ustu samúð. Þorkell Magnússon. Hilmar Fenger sagði meðal annars: „Aðild að EFTA mundi vafa- laust gera óhjákvæmilegt, að hvers konar iðnaði, öðrum en náttúrulega vernduðum iðnaði, yrði sköpuð starfsskilyrði, sem væru þjóðhagslega mun hag- stæðari en verið hefur. Og með hliðsjón af nýgefnum upplýs- ingum fiskifræðinga um veiðiþol fiskstofnanna ,virðist varla fara milli mála, að hvers konar iðn- aður, annar en fiskiðnaður og náttúrlega verndaður iðnaður, muni hafa vaxandi hlutfallslega þýðingu, og það án tillits til þess, hvað verður gert í EFTA- málinu, og hver stefna stjórn- valdanna gagnvart iðnaðinum v«rður. En það er vissulega heillavænlegt, að stjórnarvöldin geri sér sem skýrasta grein fyr- ir framtíðarhlutverki þessa iðn- aðar og veiti lífvænlegum iðn- greinum þá aðhlynningu, sem hagkvæm er. Það er ljóst, að af aðild EFTA hlytist mikil röskun á tekjuöfl- un ríkissjóðs, svo mikilvægar, sem tollatekjur hafa verið fyrir ríkisbúskapinn. En hér getur eng an veginn verið um óyfirstígan- lega erfiðleika að etja. Við gæt- um vafalaust lært eltthvað af athugun á þeirri skipan, sem er á innheimtu ríkistekna í EFTA- ríkjunum. Ýmsir möguleikar blasa . við. Fyrir utan lækkun niðurgreiðslna neyzluvara er að sjálfsögðu vel. hugsanlegt, að hafin verði sköttun þeirra „fram- færslutekna“, sem að undanförnu hafa verið undanþegnar tekju- skatti. Svo virðist, sem laun- þega megi einu gilda ,hvort hann greiði engan tekjuskatt, en hátt verð fyrir neyzluvörur vegna innflutningstolla, eða einhvern tekjuskatt, en lægra verð fyrir vörurnar. Áður en ákvörðun er tekin um afstöðuna gagnvart EFTA, má okkur ekki sjást yfir að kanna, hver áhrif aðild er líkleg til að hafa á verðlagsþróun hér á landi. Allir, sem tjá sig opinberlega um verðbólgu, eru sammála um, að verðbólga hafi verið þjóðar- böl. Með því að gerast aðilar að EFTA, mundum við, að því er mér virðist, verða að sætta okk- ur við, að úr höndum okkar yrðu tekin ýmis tæki, sem til þessa hafa gert okkur kleift að búa við skilyrði mun meiri verð- bólgu heldur en hefur verið í Hilmar Fenger viðskiptalöndum okkar. Hér er um að ræða afnám, ef til vill hægfara afnám, möguleikana á að hafa áhrif á utanríkisverzlun með breytingum á viðskiptahöft- um, styrkjum og tollum. Við hefðum að vísu óskert vald yfir gengisskráningunni, en þessar breytingar, sem ég nefndi, mundu einmitt verða til þess, að við yrðum frekar að bregð- ast við verulegum röskunum á greiðslujöfnuðinum með gengis- breytingum, heldur en ella mundi vera. En einmitt vegna þess, hve gengisbreytingar, rétt- ara sagt gengislækkanir, eiga litlum vinsældum að fagna með- al ráðamanna hér, er þess að vænta, að aðild að EFTA mundi skapa nokkurt aðhald í kaup- gjalds- og verðlagsmálum hér innanlands. Um nokkurn tímabundinn vanda verður sjálfsagt við að glíma fyrir heildsölu og verzlun yfirleitt, þegar tollalækkanir eiga sér stað, og er þá nauðsyn- legt að verzlanir séu vel á verði, til þess að komast hjá tapi á vörubirgðum þegar varan lækk- ar. Einnig þarf að gæta sín þeg- ar tollar á vörum frá EFTA- löndum lækka, en ekki að sama skapi á vörum frá löndum utan EFTA. Þá mun í mörgum til- vikum breytast hefðbundin verzlunarsambönd og verða ó- samkeppnisfær. Þetta hvort tveggja eru vandamál, sem geta verið erfið viðfangs fyrir ein- staka heildsölur, en ættu að vera yfirstíganleg í góðri samvinnu við viðkomandi yfirvöld. Ég vildi að lokum geta þess, að mér hefur skilizt, að í aðild að EFTA fælist ekki almenn 'heimild til handa útlendingum til atvinnurekstrar í öðrum með- limaríkjum. Þess vegna er hér ekki tilefni til þess, að ég geri grein fyrir viðhorfum mínum til slíkrar heimildar. En það var í trausti þess, að ég lýsti því yfir áðan, að væntanleg áhrif á hagvöxt ættu að ráða úrslitum um viðhorf okkar til aðildar". Við óskum eftir innflytjanda fyrir ísland HEIMSNÝJUNG SÓLIN — vinur vor og óvinur. — Ár- lega eyðileggst fyrir milljónir króna af y vefnaðarvöru vegna upplitunar. Þús- undir góðra vinnutíma tapast í skólum á sjúkrahúsum, skrifstofum og í yerk- smiðjum vegna öflugra hitageisla frá sólinni. SOLAR - FLEX grundvallast á „Cyasorbs" frá amerísku „Cyanamid“. Solar-Flex minnkar upp- litun ailt að 99,5%, blindun allt að 91% og hitageislun allt að 82% — SOLAR- FLEX einangrar gegn hita og kulda og lækkar hitakostnað 4—-12% vegna minna hitataps gegnum rúðugler. Frá sama framleiðanda getum við boðið GILL ICE - BAN ís- og snjó bræðiefni sem verkar 35 sinn- um hraðar en salt. Gill Ice-Ban verndar gegn ryði, en er annars alveg hlutlaust í verkan sinni. Góðar ábatavonir. Skriflegar fyrirspurnir á dönsku eða ensku til Aksjeselskap Waldemar Thranes gt. 84 B, Oslo 1. Norge. Lokað Höfum lokað á laugardögum fyrst um sinn. Gler og Listar hf. Dugguvogi 23 — Sími 36645. larry S3taines LINOLEUM Parket gólfflísar Parket gólfdúkur — Glæsilegir htir — GRENSÁSVEG 22-24 (HORNI MIKLUBRAUTAR) SlMAR 30280 & 32262 JárnsmiBir og laghentir menn óskast við málmiðnað strax. Létt og hreinleg vinna. Aluminiðjan Ármúla 14 — Sími 37920. KjÖrskrárstotn Til bæjarstjórnarkosninga í Keflavík 22. maí 1966 liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu Keflavíkurbæjar Hafnargötu 12 dagana 22. þ.m. til 19. apríl n.k. Kærur yfir kjörskránni skulu hafa borizt skrifstofu bæjarstjóra eigi síðar en 2. maí n.k. Bæjarstjórinn í Keflavík. Rafvirkjar Staða skoðunarmanns raflagna hjá Rafveitu Akra- ness er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur til 15. apríi nk. Nánari upplýsingar á skrifstofu Raf- veitunnar sími 1242. RAFVEITA AKRANESS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.