Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 18
— ísl. menning Framhald af bls. 17. son". En hugljúft látleysi og næmt fögurðarskyn er yfir bernskuminningum skáldkonunn ar Huldu, auk þess sem sú bók er allmerkileg heimild um það umhverfi, sem hún ólst upp í. Loks vil ég geta tveggja binda ritverks hins unga og áhuga- sama bókmenntafræðings, Sveins Skorra Höskuldssonar um Gest Pálsson. Útkoma þess er einn merkasti viðburðurinn á vett- vangi íslenzkrar bókaútgáfu á siðasta ári. Höfundur hennar hef ur lagt sig fram um að viða að sér sem mestu efni um ekáldið og það, sem mótaði skáldskap þess og persónuleika, og virðisf mér, að þeir, sem um bókina hafa skrifað, hafi dæmt hana mjög ómaklega. Hún er stór- fróðleg og um manninn og skáld ið Gest Pálsson, og vinnubrögð hans að flestu vel gerð, enda beinlinis skeimmtileg á köflum, en sízt er að undora þótt þar megi teljast einhvers vant og segja megi, að eitthvað fljóti með, sem frekar hefði átt niður að fella. En auk þess er þetta rit, ásamt bók Hannesar skáids Péturssonar, gleðilegt vitni þess, að íslenzkum bókmenntum síð- ustu alda verði vaxandi sómi sýndur á næstu áratugum, — lærisveinar Steingríms prófess- ors Þorsteinssonar feti í þau fót spor, sem hann markaði ungur með sínu mikla riti um Jón Thoroddsen. Merkar og nauðsynlegar hand- bækur komu nokkrar út á liðnu ári, Lagasafn, sem Ármann Snæ- varr háskólalektor hefur tekið saman, ný útgáfa og stórum auk in af Ríkishandbókinni, fyrra bindi Samtíðarmanna, höfundar Jón Guðnason og Pétur Haralds- son, og loks Lögfræðingatal Agnars Kl. Jónssonar, vandlega u. 'ið og geysifróðlegt rit. Margt íslenzkra skáldrita kom út á árinu 1965. Ritsafn Bólu- Hjátenars var endurprentað, og út kom nýtt bindi af rímum Sig- urðar Breiðfjörðs, ný útgáfa af Illgresi Arnar Arnarsonar og af Úr landsuðri — eftir Jón pró- fessor Helgason, en sú bók sejst flestum ljóðabókum fremur og er þegar orðin sígild í augum þeirra, sem ljóðum unna. Loks kom út úrval úr kvæðum og kviðlingum Káins, og hefur Tóm as skáld Guðmundsson annazt val efnisins og séð um útgáfuna. Þá var prentuð í þremur bind- um heildarútgáfa af sögum og ljóðum Þóiis Bergssonar — með aHýtarlegri ritgerð um ævi og skáldskap höfundar eftir Guð- mund Gíslason Hagalin, en Þór- ir Bergsson varð áttræður á ár- inu, sem leið. Sem þriðja bindi í ritsafni Guðmundar skálds Dan íelssonar kom út skáldsaga hans Gegnum lystigarðinn. Þessar end urútgáfur merkra íslenzkra skáld rita, eldri og yngri, bera bók- menntahneigð íslendinga slíkt vitni, að þar má vel við una. Þá mun og vart verða annað sagt en að hin nýja uppskera á akri skáldskaparins á liðnu ári vitni um allmikla gróðursæld. Nýjar ljóðabækur, sem vert er að geta, voru sex, — þar enginn nýgræðingur í hópnum, en all- mikil fjölbreytni er í framsetn- ingu, viðhorfum og viðfangsefn- um skáldanna, enda aldursmun- ur mikill á yngri og elzta manni þessara sexmenninga — eða um það bil þriðjungur aldar. Bæk- urnar eru: sérstætt ljóðasafn eftir Guðmund Böðvarsson, Ágústdag- ar, eftir Braga Sigurjónsison, Maurildaskógur, eftir Jón úr Vör, Limrur, eftir Þorstein Valdimars- son, Vísur um drauminn, eftir Þorgeir Sveinbjarnarson, og Mig hefur dreymt þetta, eftir Jóhann Hjátenarssðn. Veigur eru í öllum þessum Ijóðabókum, en vænzt þótti mér um bók Þorgeirs Svein- bjarnansonar, því að auk þess, sem hún sker úr um, að hann eigi sér framtíð sem mjög per- sónulegt ljóðskáld, staðfestir ihann með formi Ijóðanna, að mik ið megi læra af framsetningar- hætti skáldanna, sem látt eða MORGUNBLAÐIÐ niður í dauniilan sveim dægur- flugna á þeim haugi, sem er löngum útsýnishóll og ræðustóll hinna svokölluðu djörfu ritsóða á vettvangi opinberra umræðna. Smásagnasöfn komu frá ekki færri en sex áður kunnum höf- undum, ærið misjöfn að gildi, svo sem vænta mátti. Þau eru Svip- myndir Elínborgar Lárusdóttur, Ljóst og leynt, eftir ólaf Jóhann Sigurðsson, Mannþinig Indriða Þorsteinssonar, Tylftareiður, eft- ir Friðjón Sigurðsson, Blóm af- þökkuð, eftir Einar Kristjánsson og Vestanátt úr vitum Rósbergs G. Snædal. En svo kornu og tvö söfn frá nýjum höfundum, Tólf konmr Svövu Jakobsdóttur og í heiðinni, eftir Björn Bjarman. — Sögur Svövu eru allar örstuttar, en þær benda mjög ákveðið til þess, að hún sé glögg á merm og mannlíf og auk þess gædd gáfu, jafnvel óvenjulegri gáfu, til að forma stutta sögu þannig, að viðfangsefnið gæðist lífi. Björn Bjarman lætur aillar sínar sögur gerast í hinu margum- rædda sambýli við Keflavíkur- flugvöll. Þær eru lipurt ritaðar og formsetningin hófsöm. Hann dregur upp skýrar myndir af mönnum, atvikum og umhverfi og lætur þær tala sínu máli, en rekur ekki upp öskur eða rót- asf um eins og tarfur við torf- vegg. Skáldsögur ársins voiru all- margar, og hafa sumar þeirra vakið óvenjulega athygli. Guð- rún frá Lundi skersf ekki úr leik um sitt árlega framlag, og hvað sem annars má um hana segja, hygg ég, að hún sé fremur öll- um öðrum núlifandi rithöfund- um holdi klædd sú fu rðulega elja og árátta tii skáldskapar- iðkana og ritstarfa, sem á liðn- um nauðöldum virðist hafa ver- ið kynfylgja furðu margra Ís- lendinga og þjóðin á ærna þökk að- gjalda, og eru sögur Guðrún- ar eins konar rímur okkar tíma, enda eiga þær eins og rímurnar áður fyrrum ærið stóran hóp tryggra lesenda meðal al- mennings um land ailt, og þar á meðal margt vel greindra manna. Hins vegar m'Undu þeir ekki af sama tæi, lesendur hinn- ar líka árvissu Ingibjargar Sig- urðardóttur, — því að hún er af allt öðru sauðahúsL Hún er vaxin úr arfabing þeirra neðan- málssagna, sem Guðmundur skáld á Sandi kvað eiga sér þau sameiginleg einkenni, að þær hæfust með hýrum augnaskotum ekki hirða um rím, en þrátt fyrir það þurfi ekki að slíta öll tengsli við arfgengna Ijóðhefð okkar íslendinga. Bækur, sem í eru ný leikrit, urðu fjórar á árinu. Há er ekki talan, en samt minnist ég þesS ekki í fljótu bragði, að nokkurt annað ár hafi haft meira upp á að bjóða af því tæi. Bókin Tvö leikrit — eftir Jökul Jakobsson — flytur okkur methafann Hart í bak — og arftaka hans, Sjóleið- ina til Bagdað. Þá komu út Stormur í grasinu, þriggja þátta leikrit eftir Bjarna frá Hofteigi, og eftir sama höfimd I andófi, leikrit, sem flutt hafa verið í útvarp — og lokis Minkamir, Erling Halldórsson. Það leiikrit felur í sér harða ádeilu, en er og að form og orðfæri þess vert, að því sé sýnd almennari at- hygli en það hefur notið til þessa. Hneigð höfundar til ádeilu ber síður en svo að lasta, en fram- tíð haras sem leikritaskálds verð- ur undir því komin, hvort hann stenst þá raun að ná því jafn- vægi milli skaphita og beiskju annars vegar og listrænnar getu og þjálfunar hins vegar, að á- deilan gæði verk hans áhrifa- magni í stað þess að draga þau Miðvikudagur 23. marz 1966 og enduðu í glóðvolgri hjóna- sæng .... En kvemþjóðin íslenzka lagði til fleiri bóksögur en þeirra Guð rúnar og Ingibjargar á liðnu ári. Sveitakonan Jakobína Sigurðar- dóttir gaf út Reykjavíkursögu, sem er svo hagleg smíð og flytur svo sannar og öfgalausar mann- lýsingar, að telja má tíðindum sæta og lofar miklu um framtíð hennar. Þá eru það karlmennirn- ir: Óskar Aðalsteinn sendi frá sér glettna og skemmtilega sögu, Breyskar ástir, og Kristmann Guðmundsson skáldsöguna Torg- ið, sem ber greinileg merki hins þjálfaða sagnaskálds, en bæði frá hans hendi og harðdæmra ritdómara geldur þeirrar óvenju- legu aðstöðu, sem skáldið hefur komizt í gagnvart þefurum einka lífsins. Þá er að nefna hinar mikið umræddu skáldsögur, Svarta messu Jóhannesar Helga og Borgarlíf Ingimars Erlends Sigurðssonar, sem eru að nokkru hliðstæðar að göllum, en engan veginn að kostum. Jóhannes Helgi sannar með sinni sögu óvenjulega skáldgáfu sína, en Ingimar Erlendur uppfyllir ekki þau loforð, sem sumar smásögur hans gáfu. Ádeilur beggja rýra máttlaus fúkyrði og að þeir hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.