Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 10
K>
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 23. marz 196
Frá ráðstefnu Varðbergs um EFTA
20% upphaflegu tollana. 31. des.
nk. lækka þeir þá enn um 10%
og 31. des. 1967 ljúka þeir nið-
urfellingu tolla, en þeir fengu
heimild til að gera það ári síð-
ar en önnur aðildarríki. Finnar
fengu að vísu nokkrar undan-
þágur, þar eð þeir óskuðu lengri
aðlögunartíma fyrir iðnaðarvör-
ur, en niðurfellingu tolla á þeim
verður lokið 31. des. 1969. Finn-
ar fengu einnig heimild til að
ljúka afnámi innflutningshafta
ári síðar en aðrir, eða í árslok
1967 í stað 1966. Enn fengu
Finnar undanþágu til að við-
halda nokkrum innflutningshöft-
um vegna viðskipta við Sovét-
ríkin, til þess að vernda inn-
flutning þaðan á nokkrum vöru-
tegundum, aðallega á olíum,
benzíni, kolum og áburði.
• Aðlögunartími Fortúgala
Þrátt fyrir fulla aðild, sömdu
Portúgalar urn lengri aðlögunar-
tíma en Finnar, sem hafa auka-
aðild. Portúgal fékk 20 ára tíma-
bil fyrir tollalækkanir og lýkur
ekki tollaniðurfellingu fyrr en
1. jan. 1980. Þótti rétt, að Portú-
gal fengi lengri aðlögunartima
en önnur ríki, þar eð það er
skemmst á veg komið EFTA-
landa í atvinnulegri og efna-
hagslegri uppbyggingu.
• Gengur Júgóslavía í
EFTA?
Sl. haust óskaði Júgóslavía
eftir viðskiptalegri samvinnu
við EFTA, fyrst allra kommún-
istaríkja. Óvíst er, hvers konar
tengsl hér yrði um að ræða, en
viðræður um það hefjast nú í
apríl.
• írar og EFTA
Fríverzlunarsamningur ír-
lands og Bretlands gengur í gildi
1. júlí n.k., og gerir hann ráð
fyrir lækkun tolla og afnámi við-
skiptahafta. frar lækka tolla á
brezkum vörum um 10% á ári
fram til 1975, en þá verða þeir
algerlega felldir niður. Við-
skiptahöft verða að mestu af-
numin á þessu ári. Þessi samn-
ingur er talinn mikilvægur fyr-
ir vaxandi áhuga ríkja á frí-
verzlun og bendir til þess, að
írar muni síðar hafa hug á að
ganga í EFTA.
Auk íra og Júgóslava hafa fs-
lendingar sýnt áhuga á sam-
vinnu eða tengslum við EFTA,
þótt engar ákvarðanir hafi enn
verið teknar um það, hvort ís-
land sæki um aðild að Fríverzl-
unarsvæðinu.
• Góð áhrif EFTA á
Norðurlöndum
Norðurlandabúar eru mjög
ánægðir með árangurinn af
samstarfinu í EFTA. Viðskipti
Norðurlanda innbyrðis hafa auk-
izt meira en nokkru sinni áður,
síðan EFTA kom til sögunnar.
Áður en EFTA var stofnað, var
rætt um tollabandalag Norður-
landa, en aldrei náðist samkomu
lag um stofnun þéss. Frá stofn-
un EFTA hefur innbyrðis verzl-
un Norðurlanda aukizt til jafn-
aðar um 15,2% á ári á sama
tíma og útflutningur þeirra til
annarra viðskiptasvæða jókst
aðeins um 7% árlega. 1964 jókst
innbyrðis verzlun ■ Norðurlanda
um 19%. Þessi mikli og góði
árangur á sviði Norðurlandavið-
skipta á rætur að rekja til EFTA
samstarfsins, og hefur því að
verulegu leyti tekizt að ná þeim
árangri innan EFTA, sem átti
að ná með stofnun tollabanda-
lags.
• Reynsla Norðmanna af
EFTA mjög góð
Öll Norðurlandaríkin fjög-
ur, sem aðild eiga að EFTA, hafa
góða reynslu af þátttöku sinni.
Reynsla Norðmanna er t.d. sér-
staklega góð að dómi þeirra
sjálfra. Margir Norðmenn ótt-
uðust, að heimamarkaðsiðnaður
þeirra mundi skaðast við aðild
þeirra að EFTA, en þrátt fyrir
100% „liberaliseringu" og tolla-
lækkanir á vörum þeim, sem
féllu undir EFTA-samninginn,
er ekki unnt að benda á neitt
sérstakt dæmi um tjón, sem iðn-
aðurinn hefur orðið fyrir vegna
EFTA-aðildarinnar. Ekki hefur
orðið að leggja niður neinar
iðngreinar vegna þátttökunnar I
EFTA, heldur hefur hún þvert
á móti orðið iðnaðinum lyfti-
stöng. Nýjar útflutningsleiðir
hafa opnazt fyrir norskan iðn-
að, og upp úr heimamarkaðs-
iðnaðinutn hafa vaxið nýjar út-
flutningsgreinar. Þegar EFTA
var í undirbúningi ,ríkti enginn
efa hjá norskum stjórnarvöld-
um um það, að Noregur yrði að
vera með. Hinar mikilvægu út-
flutningsgreinar Norðmanna, svo
sem álframleiðslan, og sjávarút-
vegurinn gerðu aðild óhjákvæmi
lega.
• Pólitisk samstaða í Noregi
um EFTA
Aðild að Fríverzlunarbanda-
laginu var samþykkt samhljóða
í þinginu. Ekki var um neina
verulega pólitíska andstöðu að
ræða, meira að segja „Socialist-
isk Folkeparti“ lofsöng EFTA.
Nú eru allir stóru flokkarnir i
Noregi einhuga með EFTA-
samstarfinu, og engum kemur
til hugar að minnast á úrsögn
Noregs úr ÉFTA.
• Breytingar á starfi EFTA
ólíklegar í bráð
Ræðumaður rakti síðan,
hvernig innbyrðis verzlun að-
ildarríkja EFTA hefur aukizt
meira eftir stofnun EFTA en áð-
ur. Viðskipti við önnur Iönd
hafa einnig aukizt. Hann sagði
síðan að lokum:
„Bandalagið leggur nú á-
'herzlu á að styrkja innviði sína,
og ný ríki hafa óskað eftir sam-
vinnu við það. Spurningin er
þá þessi: Reiknar EFTA með þvf
að starfa um ófyrirsjáanlega
framtíð? Hafa menn gefið upp
vonina um samvinnu eða sam-
einingu þeirra tveggja markaðs-
bandalaga, er skipta Evrópu I
tvær heildir? Þessu er erfitt að
svara. Sjálfsagt vona flestir, að
einhvern tíma í framtíðinni
verði Evrópa einn markaður og
öll aðildarríki EFTA og EBE
verði í einu markaðsbandalagi.
En það getur dregizt í mörg ár,
að svo verði. Og á meðan mun
EFTA leggja á það áherzlu að
efla og styrkja starfsemi sína.
íbúatala EFTA-ríkjanna er tæp-
ar 100 milljónir. Meðaltekjur f
EFTA-ríkjunum á mann eru
mun hærri en í EBE og USA.
Þegar tollaniðurfellingu EFTA er
lokið, verður EFTA sterk við-
skiptaheild, sambærileg við EBE
og USA. — Nokkuð hefur ver-
ið um það rætt undanfarið, að
EFTA ætti að færa starfssvið
sitt út. Á Norðurlöndum hafa
komið upp raddir um það, að
EFTA ætti einnig að samræma
ytri tolla, þ.e. breytast í tolla-
bandalag, og einnig hefur verið
um það rætt, að EFTA léti efna-
hagslegt samstarf meira til sín
taka. Engin niðurstaða hefur
orðið af þessum bollaleggingum,
og heldur þykir það ólíklegt,
að grundvallarbreyting verði á
^starfsemi EFTA í bráð.“
Gunnar J. Friðriksson form. Fél. ísl. iðnr.
Iðnaðurinn og EFTA
MORGUNBLAÐIÐ hefur
þegar birt ávarp dr. Gylfa
Þ. Gíslasonar, viðskiptamála-
ráðherra, sem hann hélt sl.
fimmtudag á ráðstefnu Varð-
bergs, félags ungra áhuga-
manna um vestræna sam-
vinnu, um EFTA, Fríverzlun-
arbandalag Evrópu. Ávarpið
var birt sl. laugardag, og í
þriðjudagsblaði var sagt frá
erindi Þórhalls Ásgeirssonar,
ráðuneytisstjóra í viðskipta-
málaráðuneytiinu, á ráðstefn-
unni.
Á ráðstefnu Varðbergs um
EFTA, sem haldin var í Sigtúni
(Sjálfstæðishúsinu) fimmtudag-
inn 17. marz, hélt Björgvin Guð-
mundsson, viðskiptafræðingur,
deildarstjóri í viðskiptamálaráðu
neytinu, erindi, sem hann nefndi
„Þróun EFTA og. framtíðarvið-
horf“, og verður efni þess að
nokkru rakið hér.
Ræðumaður hóf mál sitt á að
rekja, hvers vegna Fríverzlunar-
bandalagið (Fríverzlunarbanda-
lag Evrópu, EFTA = „Europ-
ean Free Trade Association")
hefði verið stofnað. Stofnsamn-
ingur þess var undirritaður í
nóv. 1959, eftir að tilraunir til
þess að mynda stórt fríverzl-
unarsvæði í Norðurálfu höfðu
farið út um þúfur. Þegar sex
Evrópuríki, Frakkland, Þýzka
sambandslýðveldið (Vestur-
Þýzkaíand), Ítalía, Belgía, Hol-
land og Luxemborg, stofnuðu
EBE (Efnahagsbandalag Ev-
rópu) árið 1957, voru gerðar til-
raunir til þess að sameina flest
ríki V-Evrópu í eitt fríverzlunar-
bandalag, en þær tókust ekki.
Tilraununum var haldið áfram
án árangurs, unz sjö Evrópuríki
stofnuðu EFTA tveimur árum
síðar, og hafði V-Evrópa þar með
klofnað í tvær viðskiptaheildir.
Ríkin sjö voru Bretland, Dan-
mörk, Noregur, Svíþjóð, Portú-
gal, Sviss og Áusturríki.
• Munurinn i EBE og EFTA
EBE er ekki aðeins tolla-
bandalag, sem fellir niður inn-
byrðis tolla og samrærtiir ytri
tolla, heldur vinnur það og að
margvís'legu öðru efnahagssam-
starfi, svo sem frjálsum flutn-
ingi fjármagns og vinnuafls. EF
TA er hins vegar aðeins fríverzl-
unarsvæði, sem fellir eingöngu
niður innri tolla en breytir ekki
ytri tollum, og ekki er þar gert
ráð fyrir svo víðtæku efnahags-
samstarfi, sem felst í Rómar-
•áttmála EBE.
Upphaflega höfðu sjöveldin í
EFTA mikinn hug á að stofna
stór fríverzlunarsvæði, sem sex-
veldin yrðu einnig aðiljar að.
Er það tókst ekki, og ljóst varð,
að sexveldin mundu hefja inn-
byrðis tollalækkanir, vildu sjö-
veldin gera ráðstafanir til að
auðvelda sameiningu allra ríkj-
anna 13 í eina viðskiptaheild síð-
ar. EFTA var því í upphafi hugs-
að sem tæki til að ná samvinnu
eða sameiningu við EBE síðar,
en eftir því sem lengra hefur
liðið hefur EFTA hlotið sjálf-
stæðari sess, eflzt og styrkzt,
enda orðið ljóst, að það ætti um
langa framtíð sjálfstæðu hlut-
verki að gegna.
• Markmið EFTA
Skv. stofnsamningi er mark-
mið EFTA að fella niður inn-
byrðis tolla og viðskiptahöft,
örva framleiðslu á bandalags-
svæðinu og í hverju einstöku
aðildarríki, stuðla að fullri at-
vinnu, aukinni framleiðni og
skynsamlegri hagnýtingu fram-
leiðsluþátta, jafnvægi í efna-
havsmálum os stöðugt betri lífs-
Hér verður sagt frá erindi
Björgvins Guðmundssonar,
deildarstjóra í viðskiptamála-
ráðuneytinu, um „Þróun EF
TA og framtíðarviðhorf“ og
stuttum erindum þriggja for-
svarsmanna fiskiðnaðar, iðn-
aðar og heildsölu. Erindin
fluttu Guðmundur H. Garð-
arsson, viðskiptafræðingur,
Gunnar J. Friðriksson, for-
maður Félags íslenzkra iðn-
rekenda, og Hilmar Fenger,
formaður Félags íslenzkra
stórkaupmanna.
kjörum. Niðurfellingu tolla og
afnámi hafta skyldi lokið á tíu
árum. Þróun EFTA og starfsemi
hefur skýrt ýmis atriði stofn-
samningsins, sem óljós voru í
upphafi.
• Afnám hafta og tolla-
lækkanir
Ræðumaður rakti síðan sögu
EFTA og greindi frá því, að er
slitnaði upp ú rsamningum Breta
og EBE í ársbyrjun 1963, hafi
orðið ljóst, að EFTA ætti eftir
að gegna mikilvægu hlutverki
um langa framtíð og sameining
Evrópu í eina markaðsheild gæti
dregizt um langt skeið. Því var
mörkuð ný stefna í maí 1963, sam
þykkt að flýta afnámi viðskipta-
hafta og tollalækkunum, svo að
þeim yrði lokið í árslok 1966 í
stað 1970. Portúgalar fengu þó
undanþágu, og nokkrar norskar
iðnaðarvörur voru undanþegnar.
Einnig var ákveðið að hraða enn
meira niðurfellingu tolla á þeim
sjávarafurðum , er tollalækkun
EFTA. næði til, að freðfiskflök-
um undanteknum, og skyldu
felldir niður á niðursoðnu fisk-
meti, lýsi og mjöli. Þessi mikil-
væga ákvörðun um tolíalækkan-
ir á sjávarafurðum var tekin
vegna kröfu frá Norðmönnum,
sem ætíð hafa lagt líapp á, að
allar sjávarafurðir hljóti EFTA-
meðferð, þótt sú krafa hafi ekki
enn náð fram að ganga. Sú ósk
Dana, að tollalækkanir EFTA
næði almennt til landbúnaðaraf-
urða, hefur ekki náð fram að
ganga. Varðandi viðskipti með
landbúnaðarvörur hafa tvíhliða
samningar aðildarríkja EFTA
reynzt mikilvægari en hin al-
mennu ákvæði, og hafa slíkir
samningar verið gerðir milli
Dana annars vegar og Breta,
Norðmanna, Svisslendinga, Portú
gala og Svía hins vegar. Hafa
Bretar m.a. veitt Dönum fríðindi
á sviði smjörviðskipta.
• Efnahagssamstarf
í maí 1963 var og rætt um
víðtækara samstarf aðildarríkj-
anna og þá aðallega á sviði efna-
hagsmála. Var samþykkt að að-
stoða þau aðildarríki, sem
skammt væru á veg komin í efna
hagslegri þróun ,og var þá Portú
gal einkum haft í huga. Til að
stuðla að auknu ' efnahagslegu
samstarfi, buðu Bretar EFTA-
löndunum sama aðgang að fjár-
magnsmarkaðnum í Lundúnum
og Samveldislöndin brezku njóta.
Svíar auðvelduðu einnig EFTA-
ríkjunum aðgang að fjármagns-
markaðnum í Svíþjóð, en Sviss-
lendingar höfðu áður veitt EF
TA-löndum sérstakan aðgang að
fjármagni í Sviss. Efnahagslegt
samstarf hefur þó orðið lítið, því
að EFTA er fyrst og fremst frí-
verzlunarbandalag, sem lætur sig
tollalækkanir mestu skipta.
• Freðfiskinnflutningur Breta
Bretar voru fyrst tregir til
að fallast á, að tollalækkun
EFTA næði til freðfisks, og féll-
ust því aðeins á það, að inn-
flutningur freðfisks til Bretlands
frá Noregi, Danmörku og Sví-
þjóð væri bundinn við ákveðið
hámark. Var í upphafi samið um
24.000 tonna freðfiskkvóta á ári
fram til 1970, og Bretar lýstu
því yfir, að þeir samþykktu þenn
an freðfiskinnflutning, að þeir
teldu sig óbundna af samkomu-
laginu, ef aðstaða þeirra til fisk-
veiða breyttist, þ.e. ef t.d. Norð-
menn stækkuðu fiskveiðilögsög-
una. Þetta ákvæði er nú fallið úr
gildi, þar eða Bretar hafa ekki
Björgvin Guðmundsson
þrátt fyrir útfærslu fiskveiði-
takmarka Noregs síðar. Á sl. ári
fór það einnig svo, að freð-
fiskinnflutningur í Bretlandi frá
EFTA-löndum fór fram úr 24
þús. tonnum, án þess að sérstak-
ur tollur kæmi á umframmagnið.
Nú er því ekkert samband milli
freðfiskkvótans og fiskveiðilög-
sögunnar og ekkert útlit fyrir,
að Bretar verði harðir á því gagn
vart samstarfsríkjum sínum í EF
TA að halda kvótanum innan
þeirra marka, er upphaflega voru
ákveðin.
# Fr jálsleg túlkun
Þótt aðalatriðið sé afnám
tolla og hafta, fjallar stofnsamn-
ingur EFTA um margt fleira,
sem í framkvæmd hefur haft
lítið raunhæft gildi, svo sem
að afnema skuli útflutningshöft,
opinbera styrki og niðurgreiðsl-
ur, ef þau draga úr því viðskipta-
lega hagræði, sem fríverzlunin á
að skapa. Einnig skuli opinber
rekstur lagður niður, veiti hann
innlendri framleiðslu óeðlilega
mikla vernd. f framkvæmd hafa
þessi ákvæði þó ekki haft neina
þýðingu, og hafa hin einstöku
aðildarríki túlkað það nokkuð
frjálslega, hvort útflutnings-
styrkir og opinber rekstur
drægju úr hinu viðskiptalega
hagræði fríverzlunar EFTA, og
hagað sér eftir því.
# Efling EFTA
EFTA hefur eflzt mjög síð-
an ákvarðanir voru teknar vor-
ið 1963 um að flýta tollalækk-
unum, verzlun EFTA stóraukizt,
svo og hagvöxtur aðildarríkj-
anna. Ný ríki hafa sýnt á*huga
á að tengjast EFTA. Samruni
EBE og EFTA er ekki í sjón-
máli, þótt áhugi sé á brúarsmíði
milli markaðsbandalaganna.
# Aðild Finna og undanþágur;
lengdur aðlögunartími
iðnaðarins
Finniand gerðist auka-aðili
að EFTA 1961, og var það ein-
göngu vegna afstöðu Finna til
Sovétríkjanna, að þeir sáu sér
ekki fært að óska fullrar aðild-
ar, en ekki vegna þess að þeir
gætu ekki tekið á sig sömu kvað-
ir og aðrir aðiljar EFTA um
tollalækkanir, enda hafa þeir nú
náð jafnlangt og aðrir EFTA-
aðiljar í tollalækkunum. Miðað
við upphaflega tolla, lækkuðu
þeir innbyrðis tolla um 20%
1961, 1963 höfðu þeir lækkað
þá um 30% í viðbót, 1964 lækk-
uðu þeir þá um 10%, 1. marz
1965 um 10% og 31. des. 1965 um
10%, svo að tollarnir nema nú
Gunnar J. Friðriksson kvaðst
ekki á ráðstefnunni mundu gera
grein fyrir þeim áhrifum, sem
EFTA-aðild kynni að hafa á ís-
lenzkan iðnað, í jafnstuttu er-
indi, eða ræða hagsmuni ein-
stakra iðnaðargreina í því sam-
— Framhald á bls. 15
Björgvin Guðmundsson:
Þróun EFTA og Iromtíðnrviðhorf