Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 26
26 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. marz 1963 ' Ármann vann KFR 92:89 í góium og spennandi leik KR vann IKF með 100:47 stigum A MÁNUDAGSKVÖLD var leik inn að Hálogalandi einn allra mest spennandi og skemmtileg- asti leigur í körfuknattleik, sem sézt hefur hérlendis. Áttust þar við KFR og Ármann í 1. deild íslandsmótsins. Lyktaði þessari hörðu og jöfnu viðureign með sigri Ármanns 92:89, eftir að lið- in höfðu skipzt á um forystuna tvö tit þrjú stig allan tímann. Hittni beggja liða var mjög góð og var leikurinn mjög hraður og vel leikinn. Einnig léku þetta kvöld í 1. deild KR og ÍKF og lauk þeim leik með yfirburða- sigri KR 100:47. Ármann — KFR 1. deild, 92:89 KFR nær forystunni í byrjun og halda henni fram yfir miðj- an hólfleik en þá ná Ármenning ar góðum kafla og komast yfir 37:31. KFR ná að vinna upp for skotið og hafa yfir 1 hálfleik 49:47. Gífurleg hittni var hjá báðum liðum og áttu liðin hvað eftir annað upphlaup á víxl án þess að brenna af skoti, enda sést það á stigatöflunni hversu mjög hafa verið nýttar skottil- raunirnar. Bæði liðin léku mað ur mann vörn og gengur KFR lið inu sýnu betur þegar það beitir þeirri vörn fremur en svæðis- vörn. í síðari hálfleik helzt sama spennan, á töflunni sést 51:51, 61:61, 75:75 og ein og hálf mín. eftir og Ármann hefur yfir 88:86 en Marinó jafnar 88:88, Hallgrímur skorar fyrir Ármann 90:88, Rafn skorar úr víti 90:89, fimmtán sekúndur eftir rúllar á körfuhringnum, en útaf, Ármenn ingar í sókn, ein sekúnda eftir og brotið er á Davíð, staðan 90:89 fyrir Ármann og sigurinn þeirra, sama hvort Davíð hittir úr tveim ur vítaskotum. Hann hittir úr báðum og lokatölurnar verða 92:89. Naumur sigur Ármanns í æsispennandi leik. í annað sinn í þessu móti verður KFR að þola 3ja stiga tap gegn Ármanni. í fyrsta sinn í mótinu sýnir KFR að það stendur öðrum liðum bæj arins á sporði þegar það nær saman, og Reykjavíkurtitillinn ætti ekki að vera illa geymdur hjá þeim með sama áframhaldi. Ármannsliðið er betra nú en nokkru sinni fyrr og mega KR- ingar sannarlega vara sig á þeim þegar liðin mætast í síðari um- ferðinni, en KR vann í fyrri um ferð er Ármenningar léku án síns langbezta manns Birgis. Liðin: Ármannsliðið átti skín- andi leik og þó sér 1 lagi Birgir Örn, sem hitti frábærlega vel og hirti ótal fráköst. Leikur liðsins et vel skipulagður og hefur lið- inu farið fram undir stjórn hins nýja þjálfara þess Guðmundar Þorsteinssonar, fyrrverandi lands liðsmiðherja. Auk Birgis áttu Davíð, Ingvar og Hallgrímur góðan leik. KFR liðið sýndi sinn langbezta leik í þessu móti og var í fyrsta sinn í þeim ham er færði þeim Reykjavíkurbikarinn sl. haust. Hittni liðsins var mjög góð og leikuppbygging sömuleiðis og gekk mjög vel að seja upp hjálp arsókn (screen), og skapaði það fjölmörg tækifæri og körfur. — Liðið í heild átti mjög góðan leik og var helzt að vantaði meiri hörku í fráköstin. Dómarar í leiknum voru Guð- mundur Ólafsson og Agnar Frið riksson og voru því miður ekki starfi sínu vaxnir, og guldu bæði liðin fyrir. Stigin í leiknum Ármann: skoruðu: Birgir Örn 36 Davíð 16 Hallgrímur 15 Ingvar 14 Sveinn 11 92 ÞORSTEINN Hallgrímsson, hinn kunni körfuknattleiks- maður hefur keppt með danska liðinu SISU í vetur, en Þorsteinn er við nám í Kaup- mannahöfn. Danmerkurmeist aramótinu í körfuknattleik er Iokið og varð félag Þorsteins Danmerkurmeistari. Politiken segir frá því með stórri 2ja dálka fyrirsögn að „íslending urinn hafi tryggt SISU meist- aratitilinn“. Úrslitaleikurinn var milli SISU og ABC og vann SISU örugglega með 69 Marinó 17 Þórir 17 Sigurður 12 Ólafur 2 Rafn 1 89 KFR — ÍKF, 1. deild, 100:47 Leikurinn var frá upphafi ein- stefna að körfu ÍKF, svæðis- pressuvörn KR gafst vel, eink- um í fyrri hálfleik, en þá misstu ÍKF menn boltann hvað eftir annað í fumi. Staðan í hálfleik var 44:16. í síðari hálfleik léku KR-ingar stíft upp á að skora 100 stig og tókst það rétt fyrir leikslok. Þess má geta að úrslit leiksins 100:47 eru nákvæmlega_ þau sömu og í leik Finna og íslend inga í Stokkhólmi 1962, og skor- uðu Finnar sitt 100. stig einnig nokkrum sekúndum áður en flaut an glumdi. Hjá KR voru stiga- hæstir Einar með 28, Kristinn 23, Guttormur 15 og Gunnar 11. Hjá ÍKF átti Hilmar flest stig eða 24 og gamla kempan Ingi Gunnársson sem enn einu sinni klæddist körfuknattleiksbúningi skoraði 9 stig. Þess ber að geta að ÍKF vantaði tvo af sínum sterkustu mönnum, þá Friðþjóf sem hefur skorað flest þeirra stig á mótinu hingað til og bak- vörðinn Einar, en þeir slösuðust í bílslysi á leið frá keppni í Reykjavík fyrir skömmu. gegn 41. Sigurinn er rakinn til Þorsteins, sem hafi átt mjög góðan leik, dregið máttinn úr liði andstæðinganna og tryggt forskotið, sem nægði til sig- urs. Varð Þó Þorsteinn að fara af velli í síðari hálfleik vegna fimm villna. SISU varð efst með 24 stig í 14 leikjum skoraði 922 stig gegn 614ó ABC kom næst með 22 stig (893:741) og Efter- slægten í 3. sæti með 20 stig (895:709). KFR: Einar 40 Þorsteinn Hallgríms- son réð/ baggamuninn Skíðagöngumennirnir, sem kepptu í Noregi. Frá vinstri: Krist- ján, Gunnar og Þórhallur. Þrír Norðlendingar kepptu í göngu í Noregi ÞRÍR ísl. skíðagöngumenn fóru tii Noregs 11. marz og eru ný- komnir aftur. Dvöldu þeir á Danebu í Valdres en Danebu er skíðaskáli, sem Norðmenn gáfu Dönum í þakkarskyni fyrir að- stoð og samvinnu á stríðsárun- um. Var á þessum tíma efnt til göngukeppni „láglendisþjóða“ og þó íslendingar tilheyri þeinj ekki var SKÍ gefið tækifæri til að senda flokk og urðu fyrir val inu Gunnar Guðmundsson Siglu friði ,Kristján Guðmundsson ísa- firði og Þórhallur Sveinsson, SiglufirðL Þeir félagar létu mjög vel yfir dvölinni er við ræddum við þá í gær á heimili frú Ellen Sighvats son. Töldu þeir þó dvölina hafa verið allt of stutta. Hafði ísl. sveitin 2 daga til æfinga en danska sveitin hafði æft í 2 vikur og brezka sveitin verið þarna frá því í september. Eru í brezka hópnum sex göngumenn auk þjálfará. Allt eru það hermenn sem þjálfa með þátttöku í OL í Grenoble 1968 fyrir augum. í sveit Dana voru tveir Grænlend ingar m.a. sá er beztan tíma hafði í keppninni. Keppnin fólst í sveitakeppni 3x15 km. Urðu íslendingarnir í 5. 7. og 11. sæti áf 35, sem kepptu. Náði Gunnar beztum tíma okk- ar manna 1:03,14 klst. Kristján varð 7. á 1:04,16 og Þórhallur 1L á 1:07,20 klst. Þeir piltar rómuðu góðar mót- tökur ytra og sögðu forráðamenn Danebu skálans hafa allt vilja fyrir þá gera. Létu þeir í ljós von um að slík ferð gæti orðið árleg- ur viðburður og þá dvölin lengri til að njóta mætti góðrar æfinga aðstöðu og læra af reyndari mönnum. Duklo topoði | í Leipzig 10:153 LEIPZIG sigraði Dukla Prag 1 í fyrri Ieik landanna í undanl úrslitum um Evrópubikar V handknattleiksliða. Leikurinn 1 fór fram í Leipzig og lauk i með sigri A-Þjóðverja 15:10. U I hálfleik stóð 8:6. Sigurinn U er meiri en búizt var við. U Síðari leikurinn verður í ð Prag og er talið erfitt fyrir 1 Dukla-liðið að vinna upp 1 þetta forskot Þjóðverjanna og V tryggja sér sæti í úrslitaleikn u um um bikarinn. /j Á undan þessum leik fór 1 fram fyrri leikurinn í undan-1 rásum um Evrópul I ar ú kvenna i handknattleik. Leip ú zig vann Spartacus Budapest 1 með 10:4. Stóð 5:2 í hálfleik. 1 Dukla Prag sló sem kunn- ugt er FH úr keppni karla og u Leipzig liðið í kvennaflokki 1 sló íslandsmeistara Vals úr 1 kvennakeppninni. | Bandarísk list- kynning í bóka- safni USIS í KVÖLD klukkan 20:45 verður þriðja listkynningarkvöld á vegum Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna í ameríska bóka- safninu í Bændahöllinni við Hagatorg. Verður þá fluttur fyrirlestur, er nefnist „The City In Transition“. og fjallar hann um þróun útborga og breyting- ar á borgum svo sem Boston, Washington, Ohicago, San Francisco, o.fl.; ennfremur byggingaframkvæmdir fyrir lág- tekjufólk í Marin City í Kali- forníu. Sýndar verða 63 lit- skuggamyndir með fyrirlestrin- um. Einnig verða sýndar tvær kvikmyndir í litum, Sjónaukar-Sjónaukar ó d ý r i r . Heildsölubirgðir: EIRÍKUR KETILSSON Garðastræti 2 sími 23472 og 19155. Rauða myllan Smurt branð. heilar og hálfar sneiðar. Opið frá kl. 8—23,30. Sími 13628 Þorsteinn Júhusson hér aðsdómslögmað u r Laugavegi 22. Opið 2—5. Sími 14045. Benedikt Sveinsson lögfræðingur Austurstræti 3. Opið milli 2 og 5. Sími 10223 Rafvirki óskast nú þegar, upplýsingar frá kl. 6 —9 í síma 41805. Ögmundur Kristgeirsson rafvirkjam. Björn Sveinbjörnsson hæstaréttarlögmaður. Sölfhólsgötu 4. — 3. hæð. (Samibandshúsið) Símar 12343 og 23338. Leíðrétting NOKKRAR línur féllu niður úr frásögn Mbl. á þriðjudag af erindi Þórhalls Ásgeirssonar, ráðuneytisstjóra, á ráðstefnu Varðbergs um EIFTA. Fyrstu setningarnar eftir neðri greina- skilin í þriðja dálki á bls. 18 eiga að hljóða svo: „Áhrif þessara baixdalagstolla væru rnrrn alvarlegri fyrir út- flutning okkar, heldur en tolla- mísmunun EFTA-landa, og yrð- uim við að leita allra ráða til að vinna gegn þeim, fyrst í Kenn edy-viðræðunum, en síðan á öðr- um vettvangi. En afstaða okkar til EFTA hlyti að nokkru leyti að mótast af hinum slæmu horf- um fyrir útflutning okkar til KBE-landa og jafnframt af hugs- anlegu samstarfi eða samvinnu sumra EFTA-landa og E1BE“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.