Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNB LAÐIÐ Mi3viku<3agur 23. marz 1966 l^siM'3-11-6(1 m/UFim Volkswagen 1965 og ’66. BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 300 — pr. km kr. 3. SÍMI 34406 SENDUM LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1300 og 1300. Sími 1A ce 70 BÍLA LEIGA wmmm. 1 MAGIMÚSAR ■ SKIPHOLTl21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 Straumlokur í enska, þýzka og ameríska bíla. Varahlutaverzlun Jóh. Olafsson & Co. Brautarholti l Simi 11984. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. BO SC H fcOKULUKTIR BRÆÐURNIR ORMSSON Lágniúla 9. — Sími 38820. ■yhr Farið að snjóa Þá er hann loksins far- inn að snjóa. Algengt var að heyra þessa setningu á götum borgarinnar í gærmorgun, þeg- ar kunningjarnir hittust. Og ekki var að heyra að mönnum þsetti það miður, þvert á móti. Snjórinn getur verið bölvaður þar sem of mikið er af honum, hann skapar samgönguerfið- leika og tekur fyrir beit. En hann hreinsar loftið, og þegar birtir til léttir yfir öllu — skammdegisdrunginn víkur fyrir hreinviðrinu. Þótt snjókoman hafi ekki verið mikil ætti hún þó að nægja til þess, að þeir, sem hugsa til skíðaferða," ættu að komast til fjalla, — það er að segja, ef hann byrjar ekki að rigna á morgun. Hér í Reykjavík veldur snjór inn bíleigendum alltaf vandræð um og tjóni. Menn gæta sín ekki fyrir hálkunni og lenda í árekstri „án þess að geta nokk uð við því gert“. Það er að minnsta kosti venjulegasta við kvæðið, þegar skaðinn er skeð- ur. En þetta stafar eingöngu af því, bve latir menn eru við að setja keðjur undir bíla sína. Stafar sú leti kannski af því, hve fljótt veður skipast hér í lofti, þótt keðjufæri sé í dag eru allar götur auðar á morg- un og keðjurnar aðeins settar undir til að taka þær undan aft ur. En sú aukafyrirhöfn borgar sig, og þeir, sem koma með klesstan bíl heim, naga sig í handarbökin. i<- Snyrtisérfræðingar Velvakanda hefur borizt eftirfarandi bréf frá Margréti Hjálmtýsdóttur, formanni Sam bands íslenzkra fegrunarsér- fræðinga: „í pistlum Velvakanda síðast liðinn sunnudag er spurning frá einni, sem heima situr, um hvað sé snyrtisérfræði. Ég vil með ánægju reyna að svara því. Snyrtisérfræði er, eins og nafnið bendir til, lærdómur um snyrtingu. Snyrtisérfræðing ur er þess vegna manneskja, sem hefur lært að snyrta fólk. Atvinna „snyrtisérfræðinga“ og „fegrunarsérfræðinga“ (skön hedsexperta, beauty-specialista) er frjáls atvinna hér á landi og mun svo víðast vera. Erlendis eru margir og mismunandi skól ar þar sem kennd er fegrunar- sérfræði að meira eða minna leyti og á mislöngum tíma. I þeim skólum er veita bezta kennslu í fegrunarfaginu eru kennd þessi fræði: Líkams- fræði, (anatomi), sérstaklega um bein, vöðva og húð, að þekkja algenga húsjúkdóma og að leita álits læknis um alla húðkvilla og að gæta þess að fara aldrei út fyrir ákveðin mörk í sínum verkahring. Slík fræði eru kennd af læknis- menntuðum mönnum og próf- uð af lækni. — Nudd og- að gefa andlitsböð, um rafmagns- tæki í þágu fegrunarlistarinn- ar, snyrtingu alls líkamans, um þrifnað, heilbrigðisfræði, lík- amsæfingar, klæðnaðarlist, framkoma, umgengni á snyrti- stofum og fleira. Út úr þessum skólum koma svo nemendurnir mismunandi færir í sinni grein eins og geng ur. Starfið er mjög ábyrgðar- samt og náin þjónusta. Og er nauðsynlegt að fylgjast vel með nýjungum og má segja að í sam bandi við starfið sé fegrunar- sérfræðingurinn alltaf að læra. Ég vil ráðleggja fólki, sem hefur áhyggjur vegna útlits síns að leita ráða hjá sérmennt uðu fólki, helzt lækni persónu lega, ef þess er kostur áður en það gerir tilraunir með fegrun arlyfj auppskrif tir “. it Lokaðar úti „Tvær óánægðar“ skrífa; Kæri VelvakandL Þannig er mál með vexti, að ég og vinkona mín leigjum herbergi á fyrstu hæð í húsi hér í borg. Morgunn einn gleymd- um við lyklunum inni í her- berginu, vorum því miður ekki búnar að útvega okkur aðra lykla þar sem við vorum ný- lega fluttar, og gátum ekki náð í konuna sem leigði okkur, hún var ekki heima. Við þekktum ekki neinn þarna í nágrenninu, sem við gátum beðið um hjálp, og fórum þess vegna niður á lögreglustöð og ákváðum að biðja einhvern vörð laganna að hjálpa okkur með að opna lás- inn með einhverjum ráðum. — Gluggi var á herberginu, sem sneri út að götunni, og var hann ekki alveg lokaður. Ef við hefðum haft stiga, eða eitt- hvað til að standa upp á, mynd um við líklega hafa getað opn að gluggann. En nóg um það. Þegar við komum niður á lög reglustöð sat þar fyrir maður óeinkennisklæddur, sem virtist vera þarna til að veita fólki upp lýsingar. Við skýrðum honum frá erindi okkar, og báðum hann hjálpa okkur. En hann kvað nei við, og sagði að lög- reglan hefði engin tæki til að opna smekklása. Við sögðum honum frá glugganum, en hann sagðist ekki hafa neinn mann- skap, hann gæti ekkert gert fyrir okkur. Þetta þótti okkur dálítið skrýtið, við héldum að það væri í verkahring lögregl- unnar að hjálpa fólki sem lenti í svona vandræðum. Sem sagt: við urðum að leita eitthvað ann að ef við ætluðum að fá ein- hverja aðstoð. Látum nú vera að þeir hafi ekki tæki til að oþna smekklása, sem annars ætti ekki að eiga sér stað, en út yfir tekur að þeir skuli ekki gera heiðarlega tilraun til þess að reyna að opna, a. m. k. gluggann. Þess vegna langar okkur til að vita hvert maður eigi að snúa sér þegar svona lagað kemur fyrir, ef ekki til lögreglunnar'' -- XXX --- ' Þessi frásögn kemur Velvak- anda mjög einkennilega fyrir sjónir — og hlýtur um ein- hvern misskilning vera að ræða. — Ég veit einmitt til þess að lögreglan hefur aðstoð að marga við að opna læstar dyr eða verið mönnum hjálp- leg við að komast inn í læstar íbúðir sínar á annan hátt. Vágesturinn, sem dr. Jón Dúason var- aði við árið 1938 Hér kemur svo bréf um minkinn: „Velvakandi góður. Hvenær, sem ég hef lesið eitt hvað í blöðunum undanfarin ár, um minkinn, hef ég hrokkið við sem væri ég stunginn og allt af langað til að leggja þar orð í belg, en vanrækt það samt. Margir hafa varað við þessum vágesti, og nú kom í Morgun- blaðinu hið ágæta bréf Sigur- laugar Björnsdóttur. Áreiðan- lega hugsa margir eins og hún. Fyrir örfáum árum var í dag- blöðunum frétt á þessa leið: —■ „Búið að drepa á þriðja þúsund minka og refi á árinu. Kostnað urinn á þriðju milljón kr.“. Ár- ið 1951 sögðu blöðin frá því, að minkur hefði rifið svo hest, að honum varð að lóga. Sumarið 1938 skrifaði dr. Jón Dúason grein í Vísi, um mink- inn. Það var skýr rödd hróp- andans. Sú viðvörun var orð í tíma talað og hefði átt að nægja til að gera alla lands- menn óttaslegna við þennan skæða vágest. En hér fór sem ' oftar, menn tregir til að taka viðvörunum, sérstaklega ef pen ingur er annars vegar. Menn með krónuaugu eða dollaraaugu sjá aldrei annað en hagnaðinn, hversu miklu tjóni eða mörg- um slysum, sem áhugamál þeirra kunna að valda. Pening urinn blindar, fer þá líka stund um svo, að það sem á að verða gróði, verður aðeins tap. Við skulum heita á allar góð- ar landvættir að verja okkur fyrir ágangi meiri rándýra en við þegar höfum í landinu. — Hirðusémi okkar um fullkomna gát við minkarækt getum við alls ekki treyst. Tvær óánægðar" Pétur Sigurðsson, ritstj.“ iðarnavinafélagið Sumargjöfi Forstöðukonustaðan við leikskólann í Barónsborg er laus til umsóknar. Æskilegt er að forstöðukonan geti tekið til starfa upp úr miðjum maí. Umsóknir sendist skrifstofu Sumargjafar Fornhaga 8 fyrir 15. apríl n.k. i LITAVER hf. ÚTI - INNI MÁLNING 'I ÚRVALI Alltaf eru þeir fleiri og fleiri sem hagnýta sér hin hagkvæmu viðskipti í LITAVER, Grensásvegi 22 og 24. — SÍMAR 30280 — 32262 - LITAVER hf. Rafvirkjameistarar Óska að komast að við rafvirkjanám. Ég hefi gagn- fræðapróf, hefi unnið í vélsmiðju og er m. a. vanur bæði logsuðu og ráfsuðu. Aldur 19 ár. Verkamanna- kaup æskilegt. Upplýsingar í sima 38371 á kvöldin eftir kl. 20,30. Óskast til leigu Óskum að taka á leigu 2—3 skrifstofuherbergi, helzt í miðbænum. — Einnig óskum við að taka á leigu geymsluhúsnæði ca. 50 ferm. — Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Skrifstofuhúsnæði — 8801“. Lítið skrifstofu- eða verzlunarhúsnæði til leigu. Tilboð merkt: „Laufásvegur sendist afgr. Mbl. fyrir 26. þ.m. 9524*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.