Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 23. marz 1966 MORGU NBLAÐIÐ 17 f Guðmundur Gíslason Hagalín: Islenzk menntun og menning á árinu 1965 HÉR verður ekki lagður dómur ast mætti að það hefði nsesta lítil skilyrði tll að gera sér grein fyrir, — og sannarlega hef ég séð svo sem daga í svip manna, þegar þeir hafa allt í einu komizt að raun um, að lit- ir myndar, sem skynsemi- og reynslubundinn skilningur þeirra hefur neitað að viðurkenna, veita þeim allt í einu óskiljan- lega hugljómun. Á árinu sem leið hafa sem áður komið fram nýir myndlist- armenn og ýmsir hinna eldri sýnt myndir sínar á samsýning- um eða út af fyrir sig. Mikla athygli og undrun vakti hinn sérstæði Ferró, hugkvæmur, dintóttur, djarfur í þess orðs fyllstu merkingu — listfengur óróa- og umbrotamaður, kunn- áttusamur og leitandi jafnvægis milli hugsjóna og fegurðar ann- ars vegar — og bins nöturlegasta hvorki sé kotungsbragur á áhuga íslenzku þjóðarinnar á leiklist, né á skilningi stjórnarvalda rík- is eða höfuðstaðar á gildi henn- ar. f bandalagi íslenzkra leikfélaga, félagi áhugamanna um leiklist utan höfuðstaðarins — eru 35 leik félög og 25 önnur félög, og á síð- asta ári sýndu 40 félög úti á landi hvorki fleiri né færri en 50 löng leikrit, en auk þess voru sýndir mjög margir ein- þáttungar og misjafnlega v form- aðir heimagerðir leikþættir. Mörg af leikritunum, sem sýnd voru, munu teljast frekar létt- væg, en hins vegar voru þó sum þeirra erfið og veigamikil viðfangsefni. Og þessar leiksýn- ingár hafa verið sóttar af þús- undum manna og að þeim starf- að í sjálfboðavinnu mörg hundr- koma upp leikhúsi, enda hefur starfseminni verið kosið leikhús- ráð, þar sem fulltrúi frá horgar- stjórn skipar forsæti. Stendur nú til að hefja leikhúsbyggingu, strax og nauðsynlegum undir- búningi hefur verið lokið. Á leik árinu var og gengið frá ráðn- ingu níu leikara á árslaunum, fimm karla og fjögurra kvenna. Viðfangsefni félagsins voru 12, 7 heilkvöldsleikrit og 5 ein- þáttungár, 2 og 3 sýndir saman. Af leikritunum voru þrjú eftir íslenzka höfunda, Hart í bak — eftir Jökul Jakobsson, sem hlot- ið hefur einstæðar vinsældir, — Kolskógur — eftir Einar Páls- son, og ævintýraleikurinn Alman sor konungsson, — eftir frú Ólöfu Árnadóttur sem saminn er handa börnum. Innlendir leik- stjórar voru fjórir og einn er- lendur. Sum leikritin voru leik- Sinfóníuhljómsveitin. á þroska og þróun íslenzkra lista á liðnu ári. Til þess skortir mig raunhæfa þekkingu, og yfir- sýn á listum yfirleitt — og auk þess hefur mér ekki gefizt tóm til að fylgjast nægilega með því marga og margvislega, sem gerzt hefur undanfarið á sviði íslenzkrar listþróunar. Ég get því aðeins drepið á nokkur atriði, sem hníga að hneigð fslendinga til listiðkana og áhuga almennings á að njóta þess á sviði hinna ýmsu list- greina, sem hér er kostur á. Áhugi. á tónlist er svo mikill og almennur, að hann gegnir mikilli furðu, minnsta kosti frá sjónarmiði þeirra, sem komnir eru yfir miðjan aldur og minnast þess, hve fátæklegt var allt is- lenzkt tónlistarlíf í bernsku þeirra og allt fram til þess, að þeir voru orðnir fulltíða menn. Tónlistarskólum, sem orðnir eru til fyrir áhuga og fórnfýsi tón- listarunnenda, fer sífjölgandi, og eru þeir nú orðnir sextán úti um landið. Hefur mér verið tjáð, að starfsemi þeirra hafi verið með miklum blóma á ár- inu, sem leið. Af opinberri hálfu eru lagðar milljónir til tónlist- ariðkana hér á íslandi, og hafa framlög til slíkra mála stórum aukizt á síðari árum, enda er það af öllum viðurkennt, að sá maður, sem verið hefur mennta- málaráðherra mörg undanfarin ár, hafi sýnt óvenjulegan áhuga á þróun lista hér á landi — og þá ekki sízt tónlistarinnar. Hér koma árlega fram efni- legir tónlistarmenn, og tónleik- um innlendra og þá ekki síður erlendra listamanna fjölgar jafnt og þétt — en áhugi almennings af öllum stéttum og á öllum aldursskeiðum er það, sem gerir þessa þróun mögulega með jafn fámennri þjóð. f>á koma fram árlega ný verk frá íslenzkum tónskáldum, en ef ég sem leik- maður mætti leggja orð í belg um vöntun á rausn við tónlist hér á landi, virðist mér frek- ast skortur á slíkum stuðningi við íslenzk tónskáld, sem hafa vilja og getu til að færast mikið í £ang, að þeim gefizt kostur á að leggja sig fram um sköpun mikilla tónsmíða. Um vöxt og viðgang myndlist- arinnar gegnir mjög svipuðu máli og gengi tónlistarinnar. >ar koma fram nýir menn á ári hverju, sumir sýna nokkrar imyndir, eins konar sýnishorn listar sinnar — einir síns liðs og án þesis að þeir veki verulega athygli, og svo þykir þá ósýnt um, hvernig framtíð þeirra ráð- izt, — aðrir koma að myndum á samsýningum og hafa þar með hlotið nokkra viðurkenningu hinna eldri — en einnig ber það ósjaldan við, að nýir menn ráð- •ast í að halda stórar sýningar út af fyrir sig og hljóta stund- um örvandi dóma þeirra, sem kjörnir hafa verið til opinbers mats á myndlist, — en oft þaga þessir menn um slíkar sýningar eða taka allómjúkum höndum á viðleitni mýgræðinganna til list- sköpunar og spá engu góðu um framtíð þeirra.En hvað sem þessu líður, sýnir almenningur sýning- um þeirra sjaldnast tómlæti, og stundum er sú athygli, sem al- þýðu manna veitir þeim.'í öfugu hlutfalli við afstöðu kunnáttu- manna. Áhuga almennings á myndlist virðast lítil . takmörk sett — og það jafnvel á þeirri list, sem virðist ekki aðeins næsta nýstárleg, heldur og tormet in og tilraunakennd. Ég hef aft- ur og aftur sagt við sjálfan mig á myndlistarsýningum: Margt af því fólki, sem hingað er komið, kemur auðsjáanlega í þeim á- kveðna tilgangi að freista þess, hvort það fái ekki notið jafnvel þeirrar mymdlistar, sem virð- veruleika hins vegar. í>á var og mikið sótt hin hugljúfa, næst- um að segja draumljúfa afmælis sýning Magnúsar Árnasonar, — og þá ekki síður slík sýning þess málara, sem flestir eða allir hinir lærðu listdómendur dæma úr leik, Freymóðs Jó- hannssonar. . . En sá atburður á vettvangi íslenzkrar listar, sem vakti mesta og almennasta at- hygli á liðnu ári, var sýning á verkum Jóhannesar Kjarval, opnuð á áttræðisafmæli hans. Þessi sérstæði og margslungni töframaður, sem nýtur jafnra vinsælda alþýðu manna um land allt og þeirra, sem mest þekkja til myndlistar, var þá hylltur í ríkara mæli en ef til vill nokk- ur íslendingur fyrr eða síðar, og sannarlega virðist það ævin- týri iíkast, að inn komu í sam- bandi við sýninguna hvorki meira né minna en á níunda hundrað þúsund krónur. Og stór viðburður verður það að teljast í íslenzkri myndlistarsögu, að íslenzkur listmálari, sem í ára- tugi lifði eingöngu fyrir list sína hjá 100—150 þúsunda blásnauðri þjóð, án þess að hann virtist að neinu leyti leggja sig fram um að gera sér verk sín arðbær sér til þolanlegs lífsframfæris, gef- ur sér að meinalausu til mynd- listarhúss í höfuðstaðnum ellefu sinnum ' hærri upphæð en þau árlegu heiðurslaun, sem hann loks nýtur — og hart nær jafn- mikið fé og úthlutað var eftir síðustu áramót sem styrkjum frá ríkinu til allra íslenzkra mynd- listarmanna. . . . En um leið og þessi viðmiðun er hér notuð, ber þess að geta, að allhárri upp- hæð er árlega varið af hendi ríkisins til kaupa á íslenzkri myndlist, — þó að raunar muni það síðar sýna sig betur en hing- að til, hver stuðningur íslenzkri myndlist lögin um Listasafn ríkisins frá 1961 mun verða. Starfsemi og viðfangsefni ís- lenzkra lcikhúsa- og þá einkum Þjóðleikhússins, hefur sætt all- mikilli gagnrýni, en hinir sann- gjörnustu dómarar segja gjam- an, að varla sé von á betra hjá slíkri kotþjóð, sem við íslend- ingar séum. En ég fullyrði, að uð manns í öllum landshlutum. Það var skoðun margra, þegar rætt var um starfrækslu' þjóð- leikhúss í Reykjavík, að hún hlyti að verða þjóðinni ofvaxin, bæði fjárhagslega og menningar lega, og engum datt þá í hug, að tvö leikhús, hvort með sitt lið leikara og sitt leiksvið, þættu ekki geta fullnægt leiklistarþörf og leiklistargetu höfuðstaðar ís- lands á sjöunda tugi þessarar aldar. En nú er komið á dag- inn, að ekki er nóg með það, að annað þykir ekki koma til mála en að leikhúsin séu tvö — og hvort þeirra hafi samtím- is tvö leiksvið og tvo leiksali til umráða, en auk þess þykir það nauðsynleg leiklistarleg menningarbót, að ungir leikar- ar haldi uppi leiklistarstarfsemi í samstarfi við unga leikrita- höfunda, — og leiksýningar allra þessara þriggja aðila sækja ekki Seinni grein einungis íbúar Reykjavíkur og alls næsta nágrennis, heldur einstaklingar og heilir hópar manna úr nálægum og jafnvel allfjarlægum héruðum! Viðfangsefni Þjóðleikhússins hafa á leikárinu 1964—’65 verið alls 18. Þar hafa 5 íslenzkir leik- stjórar verið að verki, en auk þess nokkrir erlendir. Sýnd vom ailvarleg leikrit og gamansöm handa fullorðnu fólki og tvö handa börnum og auk þessa söngleikir og listdans. Sýningar í Þjóðleikhúsinu sjálfu og í minni sal í Lindarbæ voru 255, en auk þess í leikför út á land 48 — eða alls 303 sýningar, og leikhús- gestir voru 92,117 — þax af 7212 á sýningum úti á landi. Sýnd voru tvö leikrit eftir íslenzka höfunda, annað Sannleikur í gifsi — eftir Agnar Þórðarson, hitt Jáirnhausinn eftir bræðurna Jónas og Jón Árnasyni frá Múla. Leikfélag Reykjavíkur gerði á leikárinu samning við Reykja- víkurborg um fastan stuðning við starfsemi félagsins og við að in í Tjarnarbæ, en annars hefur Iðnó gamla orðið að duga hinni miklu starfsemi leikfélagsins, enda altítt, að hvert sæti væri skipað, því að aðsókn hefur yfir- leitt verið með ágætum. Hér að framan minntist ég á dóma um starfsemi þessara leik- húsa — og gat þess, að Þjóðleik- húsið hefði einkum sætt gagn- rýni. Ég efa ekki, að þar hafi átt sér stað mistök, jafnt í vali viðfangsefna sem í leikstjórn og kjöri léikenda í hlutverk, en ég vil leyfa mér að halda því fram, að ekkert af þessu verði nokk- urn tíma — hér eða annars stað- ar — með þeim furðulega frá- bæra hætti, að þar sé ekki ein- hvers vant og sitthvað vítavert frá sjónarmiði gáfaðs manns, sem er vel að sér í leiklistarbók- menntum, hefur allpersónlegan smekk, hefur margt séð í erlend um leiklistarheimi og hefur að baki langa reynslu sem leik- stjóri og sérstæður og snjall leikari. Starfsemi Leikfélags Reykjavíkur hefur sætt mildari dómum, og nýtur það þar alls í senn: aðstöðu sinnar, gamalla og gróinna vinsælda og raunar mjög farsællar stjórnar og starf semi. Loks er starfsemi Grímu, fé- lags ungra leikara. Hún hefur verið mjög vel metin, og ber að veita henni það öflugan stuðn- ing, að hún geti haldið áfram. Þar spreyta sig ungir leikendur, sem gjarnan kjósa sér nýstár- leg viðfangsefni, og gæti þetta litla leikhús orðið mjög þarfur tilrauna- og vermireitur íslenzkri leikmennt og leikrtun. Bókaútgáfa Útgáfa bóka var á árinu með svipuðum hætti og hún hefur verið um alllangt skeið. Margar bækur komu út, en flestar á seinustu þremur mánuðuim árs- ins. Út komu nokkur ritgerðasöfn merkra manna á sviði þjóðmála- fræðimennsku og menningar- mála. Almenna bókafélagið gaf út í tveimur stórum bindum úr- val ritgerða dr. Bjarna Bene- diktssonar, forsætisráðherra, og heitir safnið Land og lýðveldi. Dr. Bjarni er lærður fræðimað- ur, rökvís og með ágætum rit- fær, og ritgerðir hans, hvort sem þær fjalla um mál sem enn eru umdeild og viðkvæm, þó að þau hafi þegar verið útkljáð — eða um það, sem fjær hefur færzt, eru og munu jafnan þykja merki leg heimild um viðburða- og afdrifaríkt tímabil í sögu þjóðar- innar. . . Þá kom út hjá sama félagi fyrra bindi af ritgerða- safni dr. Þorkels Jóhannessonar, Lýðir og landshagir," og er þar fjallað um ýmis atriði úr ís- lenzkri sögu, en síðara bindið mun aðallega hafa að geymá ritgerðir bókmenntalegs efnis. Dr. Þorkell var mikill fræðimað- ur og snjall rithöfundur og frá- bærlega fróður um atvinnusögu íslendinga, en einnig um íslenzka menningarsögu og bókmenntir. . . Frá bókaútgáfunni Heimskringlu kom ritgerðasafn Jóhannesar skálds úr Kötlum, Vinaspegill, vel skrifað og ekki síður mótað af tilfinninga — en vitsmunalífi skáidsins — og loks frá. Helga- felli Upphaf mannúðarstefnu, safn ritgerða eftir Halldór Lax- ness, þar sem sá rithöfundur skrif ar, sem lýst hafði í Skáldatíma endurbornu sinni úr Austurvegi, en síðan hefur skroppið þangað við og við á vegum Tímarits máls og menningar. Loks vil ég nefna Lokasjóð Snæbjarnar Jónssonar. sem er í rauninni þriðja bindi af ritgerðum þess sérkennilega manns, sem hefur í áratugi skrif að um menn og menningu á 19. öld og á þessari, oft einsnýn og einförull, ýmist hrifinn eða reið- ur, en aldrei hálfvolgur eða með tilliti til þess, hvað öðrum kynni að líka, sérstakur persónuleiki í sjón og raun. Af öðrum bókum, sem ekki heyra til skáldritum, þykir mér hlýða að minnast nokkurra. Út kom XXXIV. bindi íslenzkra fornrita, og flytur það Orkney- ingasögu, og mun nú þess að vænta, að ekki dragist mjög lengi framhald þessarar stór- merku útgáfu. Merkileg heimild um atvinnu- og verzlunarsögu okkar er saga Tryggva Gunn- arssonar, en af henni er nú kom- ið lokabindi. Dr. Þorkeli Jó- hannessyni entist ekki aldur til að ljúka þessu mikla riti, en ungur fræðimaður, Bergsveinn Jónsson, hefur fullnað verkið. Þá er vert að nefna Ævintýri Marcellusar Skálholtsbiskups, eftir Björn sagnfræðing Þor- steinsson, þar sem fjallað er á forvitnilegan hátt um áður lítt rannsakað efni. Gömul Reykja- víkurbréf eru nýtt bindi í hinu skemmtilega bréfaáafni, sem dr. Finnur Sigmundsson er upp- hafsmaður að og velur í og gef- ur út í að nokkru samstæðum flokkum, og fimmta bindi kom af ævisagnaritinu Merkir íslend- ingar, sem er orðið ærið fróðleg og handhæg heimild. Árin, sem aldrei gleymast, II. bindi — eftir Gunnar M. Magnúss., eru mikið lesin, enda að mesth sneydd þeim vanköntum æsileika og ein- sýnis, sem voru á því ennþá stærra ritverki Gunnars, sem fjalLar um sama tímabil. Gríma hin nýja, þrjú stór bindi, er auk- in útgáfa af Grímu þeirra Þor- steins M. Jónssonar og Jónasar Rafnar, með löngum formála og skrám yfir efni, nöfn og atriðis- orð, með afbrigðum smekklegar og vandaðar bækur að frágangi öllum, svo sem allt annað sem kemur frá bókaútgáfunni Þjóð- sögu. Fallegar bækur og eigu- legar eru Steinar og sterkir lit- ir, svipmyndir 16 myndlistar- manna, — en frumkvöðull að þeirri bók er Njörður P. Njarð- vík, — og Skáldið frá Fagra- skógi“, endurminningar sam- ferðamanna um Davíð Stefáns- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.