Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 1
32 síðtir 53. árgangur. 76. tb). — Föstudagur 1. apríl 1966 írentsmiíji Morgunblaðsins. Kosningarnar í Bretlandi: Stórsigur Verkamannaflokksins Fær sennilega rúmlega þingsæta meirihluta Hafði unnið 41 þingsæti er meira an helmingnr atkvæða hofði verið taliran AF ÞEIM fregnum, sem klukkan tvö í nótt höfðu bor- izt af úrslitum í brezku þing- kosningunum var Ijóst, að Verkamannaflokkurinn hafði unnið mikinn sigur. Þegar úrslit voru kunn úr 460 kjör- dæmum hafði fiokkurinn un'nið 41 nýtt þingsæti, flest frá íhaldsflokknum. Var stað- an þá þannig að Verkamanna- flokkurinn hafði fengið 303 þingsæti, Ihaidsflokkurinn 150 þingsæti, Frjálslyndi flokkurinn 5 þingsæti, komm únistar ekkert en aðrir 2 þingsæti. Þegar svo var kom- ið hafði heildaratkvæðamagn Verkamannaflokksins aukizt um rúmlega 3% og var við því búizt, að flokkurinn fengi um eða yfir hundrað þing- sæta meirihluta. • Um ktukkan hálf eitt viffur- kenndi leiðtogi íhaldsflokksins, Edward Heath, ósigur flokksins. Var um svipað leyti haft eftir öðrum forystumanni flokksins, Edward Du Gunn, að flokks- menn myndu hefjast handa þegar á morgun um að búa sig undir næstu kosningar — sem verða árið 1971 ef svo fer sem horfir. Harold Wilson, forsætisráðherra, hafði ekki enn lýst yfir sigri, kvaðst ekki mundu gera það fyrr en flokkur hans hefði fengið a.m. k. 316 þingm. kjörna. Hinsvegar sagði hann í sjónvarpsviðtali, að horfurnar væru mjög góðar — nú myndu frambjóðendur Verka mannaflokksins bæta sér upp svefnleysi síðasta mánaðar en hefjast síðan handa um að leysa hin mörgu vandamál, er biðu. • Meðal frambjóðenda Verka- Kolaverkamenn óska Harold Wilson, forsætisráðherra Bretla nds góðs gengis í kosningunura. Myndin var tekin í gær, er Wilson var að heimsækja kjörstaði í kjördæmi sínu Huyten. mannaflokksins, sem kosningu hlutu nú, var Patriek Gordon Walker. Hann var skipaður utan ríkisráðherra er stjórn Harolds Wilson tók við 1964, svo sem kunnugt er, enda þótt hann hefði beðið ósigur í kjördæmi sínu, Smethwich. Þegar hann tap aði einnig í aukakosningum í Leyten í janúar 1965, neyddist hann til að segja af sér. Að þessu sinni sigraði Gordon Walker í Leyton með 8.646 atkvæða meiri hluta. Var talið víst í nótt, að hann taki nú við ráðherraem- bætti — þó sennilega ekki sem utanríkisráðherra, heldur muni honum falið að fjalla um mál, er varða Evrópu með tilliti til hugsanlegra viðræðna um aðild Bretlands að Efnahagsbandalagi Evrópu. P.S. Griffits, sem sigraði Gordon, Walker í Smethwich 1964 tapaði nú fyrir frambjóðanda Verkamannaflokksins, Shake- speare-leikaranum A. W. Fauld með 3.500 atkv. mun. • Edward Heath leiðtogi íhalds Framhald á bls. 2 Sovézk tunglflaug, Luna 10 — Senda Rússai mannað geimfai til tunglsins í tilefni 50 áia afmælis byltingaiinnai ... ? Kortið sem fannst í kjallara rikisskjalasafnsins danska, Moskvu, 31. marz. NTB-AP RÚSSNESKIR vísindamenn skutu í morgun á loft nýrri tunglflaug, er þeir nefna „Luna 10“. Er með þessari tilraun verið að reyna kerfi, sem á að gera Rússum fært, að sögn Tass fréttastofunnar, að senda á loft tunglfar, sem geti kannað geiminn um- hverfis mánann. Tæpir tveir mánuðir eru frá því Rússum tóks tað lóta tungl- flaugina „Lunu 9“ lenda mjúkri íendingu á tunglinu og taka af- bragðs skýrar myndir af yfir- borði tunglsins umhverfis lend- ingarstaðinn. Sir Bernard Lovell, forstöðu- maður Jodrell Bank stjörnuat- hugunarstöðvarinnar sagði í dag Nýtt mftaldakort finnst í Danmörk Sýnir Vesturheim, OrænKand, ísland og önnur lönd í EM-Atlantshafi Talið geit á íslandi fyiii miðja 16. öld □- -----------------------------n Sjá entnfremur grein iim Vín- liindskortið á 10 síöu. □- -□ Kaupmannaböfn. ENN hafa verið gerðar heyr- inkunnar fregnir um merk- an kortafund. Fundizt hef- ur í ríkisskjalasafni Dan- merkur miðaldakort, tciknað á pergáment, sem sýnir norð- vestur-Evrópu, Island, Græn- land og hluta af Vestur- heimi. Segja danskir vísindamenn, sem telja fund þennan stór- merkan, að kortið muni að öllum líkindum vera frá 16. öld og sennilegast að það hafi verið teiknað á tímabilinu frá 1520 til 1540 og sterkar likur séu einnig á því að það hafi verið gert á íslandi. Eins og kunnugt er, telja vísindamenn Vínlandskortið fræga, sem mestum úlfaþyt olli í fyrrahaust, um það bil einni öld eldra, en aftur á móti er kort Sigurðar skóla- meistara Stefánssonar í Skál- holti, sem er elzt íslenzkra korta af þessu tagi og ein- stætt í sinni röð, frá 1590. — Virðist því ekki fjarri lagi að álykta að hér kunni að vera komin í leitirnar ein af frum- heimildum skólameistara og ekki úr vegi að líta á kortið sem eins konar tengilið milli Vínlandskortsins og korts Sigurðar Stefánssonar. Framhald á bls. 3 að tækist tilraun þessi vel, gæti hún orðið til þess að Rússar sendu mannað geimfar til tungls ins þegar á næsta ári, Ef allt færi að óskum gæti Luna 10 tek- ið sjónvarpsmyndir af yfirborði tungisins úr lítilli fjarlægð — en siíkar myndir væru geysilega mikilvægar vísindalega, — þvi að samkvæmt þeim yrði bægt að velja heppilegan lendingar- stað fyrir mannað tunglfar. Sir Bernard taldi ekki ósenni- legt, að Rússar miðuðu að því að senda mannað geimfar til tungls ins árið 1967. Minnti hann á, að þá væru liðin fimmtíu ár frá byltingu kommúnista i Rúss- landi og tíu ár frá því þeir sendu fyrsta gervitunglið á loft, en það var 4. október 1957. Að sögn Tass fréttastofunnar íylgir „Luna 10“ stefnu, sem er mjög nærri hinni fyrirhug- uðu og öll tæki starfa með eðli- legum hætti. Rekiim írá Rhodesíu Salisibury, 31. marz. NTB. FRÉTTARITARA hins óháða brezka biaðs „The Observer“ í Salisbury, Roy Perrott að nafni, hefur verið tilkynnt, að hann sé „Persona non grata“ í Rhodesíu og beri honrjm að hverfa úr landi þegar í stað. Perrott er þriðji brezki Uaðamaðurina sem rekinn er frá Salisbury.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.