Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fðstudagur 1. api‘Tl 1966 Ýmsar blikur á lofti varðandi skreiðarsölu til Nígeríu Rætt við Braga Eiríksson, framkvæmda- stjóra Samlags skreiðarframleiðenda MORGUNBLAÐIÐ hefur snúið sér til Braga Eiríkssonar, fram- kvæmdastjóra Samlags skreiðar framleiðenda, og beðið hann að segja frá sölu skreiðar á síðast- liðnu ári. — Bragi sagði: — Alls keyptu 10 þjóðir skreið frá íslandi árið 1965. Þær eru Nígería, Ítalía, Kameroon, Banda ríkin, Ástralía, Holland, Bret- land, Grikkland, Færeyjar og Kanada. — Mest keyptu Nígería og ftal ía og því næst Bretland og Kam . eroon, en magnið, sem selt var til hinna þjóðanna var óveru- legt. — Við höfum ennþá getað selt til Nígeríu allar skreiðartegund- ir, sem við framleiðum, en skreið in er framleidd úr þorski, ýsu, keilu og löngu. Við höfum meira að segja getað selt herta þorsk- hausa til Nígeríu. — Til Ítalíu er hins vegar ein- göngu seld skreið úr þorski og hafa allar tilraunir til að selja þangað aðrar tegundir orðið ár- angurslausar. — ítalir greiða hærra verð fyr ir skreið en Nígeríumenn, enda eru gæði Ítalíuskreiðarinnar meiri og gildir þar um strangara gæðamat. — Mikil aukning hefur orðið á sölunni til Ítalíu á sl. 5 árum. Árið 1961 voru seld þangað 428 tonn, árið 1962 1092 tonn, árið 1963 2.850 tonn, árið 1964 3.355 tonn og árið 1965 um það bil 3.400 tonn. — Um tíma mátti svo heita, að Norðmenn væru einráðir á skreiðarmarkaðinum á Ítalíu. — Hlutur íslands var t.d. aðeins 3,6% af heildarinnflutningi á skreið árið 1961, en var orðinn 45,4% árið 1964. Hlutfallið hefur líklega orðið svipað á sl. ári, en endanlegar tölur liggja ekki fyrir um það ennþá. Eftirspurn er nú orðin meiri en unnt er að anna. — Á þessum tíma hefur flutn ingur til Nígeríu minnkað og eru ástæðurnar auknar sölur til 205 þús. torr.a olíuflutningaskip JAPANSKA skipasmíðastöð- in Ishikavajima-Harima hef- ur gert samning við japanska olíufélagið Idemitsu Kosan Kaisha um smíði 205 þúsund tonna olíuflutningaskips. Skipið á að vera tilbúið til sjósetningar í ágústmánuði á næsta ár og á að afhendast eigendum þrem mánuðum síðar. Það mun kosta yfir 600 milljónir íslenzkra króna að smíða þetta risaskip. Ítalíu og minnkandi framleiðsla eins og varð hjá okkur 1965. — Sé litið á útflutping fslend inga og Norðmanna til Nígeríu sl. 4 til 5 ár kemur í ljós, að skreiðarkaup Nígeríumanna hafa minnkað mjög. — Helztu ástæður fyrir þeirri þróun eru þessar: 1. Nígeríumenn hafa aukið eigin fiskveiðar. 2. Erlend veiðiskip hafa fengið leyfi til landana á nýjum fiski í höfnum í Nígeríu og ber mest á japönskum og rússneskum skipum. Síðastliðin 2 til 3 ár hafa þessar landanir á nýjum fiski aukizt úr 500 tonnum í 30000 tonn. 3. Kæligeymslur og frystihús hafa verið sett á stofn í helztu hafnarborgum Nígeríu. 4. Neyzla á nýjum fiski, kældum og frystum fer stöðugt vax- andi. — Það er því óhætt að segja, að ýmsar blikur eru á lofti varð andi sölu á skreið til Nígeríu. Þar var gerð stjórnarbylting í janúarmánuði og truflaðist við- skiptalífið um tíma, en er nú komið í eðlilegt horf . — Það hefir heyrzt,- að inn- flutningshöft kunni að verða sett á skreið í Nígeriu, en sá orðrómur er eldri en byltingin. Þess má geta, að Nígeríustjórn setti innflutningsbann á allar vörur frá Japan vegna þess að verzlunarjöfnuðurinn var óhag- stæður fyrir Nígeríu. — Til nóvemberloka á sl. ári flutti ísland út skreið til Nígeríu fyrir 220 milljónir króna, en flutti inn þaðan vörur fyrir að- eins 124 þúsund krónur. — Af þessu má vera ljóst, að nauðsyn ber til að þessi mark- aðsmál séu athuguð til hlítar. Það er enn ekki ljóst t. d., hver áhrif hinn aukni innflutningur Nígeríumanna á frystum og kældum fiski hefur á skreiðar- markaðinn. Norski skuttogarinn Ole Sætremyr. Ljósm.: Knut Höyer, Álasundi. Flökin til Englands saltfiskur til Noregs NORSMENN hafa nú eignazt annan verksmiðjutogara sinn. Hann heitir Ole Sætremyr og er 499 tonn að stærð, byggður hjá A. M. Liaaen í Álasundi. Þetta er einn af hinum svo- nefndu skuttogurum og verður áhöfnin 38 manns, þar af vinna 28 við veiðarnar og að verkun aflans. Ole Sætremyr kostaði um 30 milljónir íslenzkra króna. Togarinn er nú á leið til veiða við Grænland. Hraðfrystum flökum verður landað í Englandi, en fiskurinn, sem saltaður verð- ur um borð, verður fluttur til Noregs. — Mér dettur í hug í fljótu bragði, að ísland geti aukið inn- flutning sinn á timbri frá Ní- geríu, sérstaklega harðviði, og þaðan má einnig kaupa alls kon ar krydd. Þá er Nígería einnig orðin stór útflytjandi á olíum. — Ég vil hvetja alla aðila að vera vel á verði, því fslending- um er nauðsyn að halda Nígeríu- markaðinum eins lengi og unnt er. Um 60—75% af skreiðar- framleiðslunni verður að selja til Nígeríu. í því sambandi vil ég minna á, þann tíma vetrarver- tíðar, sem mestur afli berst á land, eru engin tök á að frysta hann allan eða salta. Bragi Eiríksson Aflinn til nóvember- ioka rúml. 1,1 millj. tonn — þar af var síld nærri 700 þúsund tonn HEILDARAFLINN til nóvember loka á sl. ári var 1.115.429 tonn, en var 932.191 tonn á sama tíma bili 1964. Er hér miðað við fisk upp úr sjó. Ráðstöfun aflans til nóvember loka á sl. ári var þannig: Síld, ísuð, 1.383 tonn, annar fiskur, ísaður 32.714 tonn, fiskur til frystingar 180.051 tonn, fisk- ur til herzlu 53.226 tonn, fiskur til niðursuðu 809 tonn, fiskur til söltunar 86.394 tonn, síld til sölt- unar 58.372 tonn, síld til fryst- ingar (þ. á. m. til beitu) 24.994 tonn, síld í verksmiðjur 656.452 tonn, annar fiskur í verksmiðjur 2.938 tonn, krabbadýr til fryst- ingar 3.831 tonn, krabbadýr til niðursuðu 233 tonn, annað 14.032 tonn. Fiskaflinn á fyrrgreindu tíma- bili skiptist þannig 1 tegundir: Skarkoli 7.023 tonn, þykkval- úra 769 tonn, langlúra 421 tonn, stórkjafta 227 tonn, sandkoli 68 tonn, lúða 932 tonn, skata 314 tonn, þorskur 236.629 tonn, ýsa 50.532 tonn, langa 4.923 tonn, steinbítur 7.527 tonn, karfi, 29.011 tonn, ufsi 24.918 tonn, keila 2.065 tonn, síld 692.367 tonn, loðna 49.612 tonn, rækja 893 tonn, humar 3.172 tonn og ósund- urliðað 3.976 tonn. Aflabrögð togar- anna ennþá léleg — eru þó skárri en fyrst eftir áramót og á st. hausti 'REMUR léleg aflabrögð hafa verið hjá íslenzku togurunum undanfarnar vikur, en þeir hafa að mestu verið að veiðum út af Jökli. Aflinn er þó skárri en í haust og fyrst eftir áramótin, en þá var næstum um ördeyðu að ræða. Einstaka togarar hafa gert ti'l- raun til veiða við Austur-Græn- land, en hafa alltaf orðið að snúa við fljótlega vegna íss og slæmra veðra. Mikið af afla togaranna, sem þeir hafa fengið út af Jökli og Breiðafirði, hefur verið karfi og fara þeir flestir með hann til Þýzkalands. Á leið þangað eru núna t.d. Þorkell máni og Sigurður með 160—170 tonn hvor og Víkingur, sem er með nálægt 230 tonn, en hann var einn þeirra, sem leitaði fyrir sér á Græníands- miðum og fékk þar einhvern reyting. Fáir togarar hafa landað afla sínum heima að undanförnu, en þó landaði Marz um 160 tonnum í Reykjavík í gær. Nokkrir tog- arar hafa verið í Reykjavíkur- höfn við lestarhreinsun og lag- færingar. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.