Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 6
6 MORCU NBLAÐIÐ i Fostudagur 1. apríl 1966 Húsmæður athugið Afgreiðum blautþvott og stykkjaþvott á þrem til fjórum dðgum. — Sækjum — Sendum. ÞvottahúsiB Eimir, Síðumúla 4. S. 31460 Skurðgrafa og loftpressa til leigu. Vanir menn. — Upplýsingar í síma 34475. Keflavík — Suðurnes Höfum fyrirliggjandi fitt- ings stærðir frá 14” til 3”. Maskínuboltar, stálboltar, steypust.járn. — Óðinn s.f. Hafnargötu 88. Sími 2530. Kemisk fatahreinsun fatapressun, blettahreinsun Efnalaugin Pressan Grensásvegi 50. Sími 31311. Góð bílastæði. Trjáklippingar Þór Snorrason garðy rk j umaður. Sími 18897. Kvenfélagskonur Keflavík. Athugið að apríl fundur félagsins fellur nið- ur. Fundur verður haldinn 3. maí nk. í Tjamarlundi kl. 9 e.h. Stjórnin. Starfsstúlkur óskast strax. Skíðaskálinn Hveradölum. Þjóðfrægu legubekkirnir með listadún og sængur- fatageymslu, Últíma áklæði Aðeins kr. 2.800,-. Allar stærðir legubekkja. Lauga- veg 68 (inn sundið). Blý Kaupum blý hæsta verði. Málmsteypa Ámwnda Sigurðssonar, Skipholti 23. Sími 16812. Ráðskona óskast til að sjá um matargerð í skíðaskála KR um pásk- ana. Upplýsingar í síma 10278. Ökukennsla Hæfnisvottorð. Kenni á hinn vinsæla Opel Record. Uppl. í síma 32508. Keflavík — Suðurnes Til fermingargjafa: Ungl- ingaskrifborð, veggskrifb., skrifborðsstólar, svefnbekk ir, svefnsófar Garðarshólmi Hafnargötu 88, sími 2450. Keflavík — Suðurnes Hjónarúm með dýnum, verð kr. 7600,-. Garðarshólmi, Hafnarg. 88. Sími 2450. Keflavík Sloppar, náttkjólar, náttföt, undirföt. Fallegar fermingargjafir. Verzlunin Edda. Keflavík Herbergi óskast til leigu, helzt með húsgögnum. — Uppl. í síma 7428, Sand- gerði. Er krían komin ? Jæja, þá er krían komtn, sagði konan, sem þessa mynd sendi okkur. Við vissum auðvitað, að þetta var ekkert annað en apríl- gabb hjá henni, því að Krían er stundvís og lætur ekki blekkjast af neinum fagurgala í náttúrunni, eða fleðulátum í vorinu. 14. maí er hennar flutningsdagur eins og margra annarra. Litla loðnan FORSPJALL: Fleira er ekki í fréttum að sinni. friðsæl er Borgin án vakandi manns. Það glittir á Loðnu á götunni minni úr gullfiska búri skaparans. i LÍTIÐ KVÆÐI UIVI LOÐNUNA: ' Loðan er lítill fiskur | og lifir við ótta og Kíf. i Það er sózt eftir henni I sjónum ' og setið um hennar líf. Á vorin er Loðnan litla f að leita sér skjóls upp við sand. | En bæði er það brimið og rokið 1 sem bera hana upp á land. I Börnin í f jöruna fara ' og fást þar við allskonar grúsk. ) Þar finnst oft litfögur Loðna sem liggur við þarabrúsk. j Þau bera hana heim í búið og brytja hana niður á disk. I Þá verður lítii Loðna I að Lúðu og allskonar fisk. | Þau hausa hana, fletja og flaka og fara þar hvert sína leið. Svo getur litla Loðnan I líka orðið að skreið. I Loðnan er fallegur fiskur , og færir víst þó nokkurn auð. Það leggur af henni ljómann l þó liggi hún á jörðinni dauð. * Aumingja litla Loðnan | sem lá þarna á götunni þinni. Gat ekki orðið að gulli og glamrað í buddunni minni. Marz 1966, Sólveig frá Niku. Brigader Henny E. Driveklepp yfinforingi Hjálpræðishersins á íslandi er 50 ára í dag. Hún starfaði á íslandi á árunum 1946 til ’49 og nú aftur síðastliðin 4 ár. Hún hafur unnið merkt starf á vegum Hjálpræðislhersins í Noregi og íslandi, m.a. með for- göngu sinni að stofnun stúlkna- heimilisins Bjargs. Nýlega hafa opinberað trúlotf- un sína ungfrú Ragnheiður Lára Ólafsdóttir, Holtsgötu 19, Reykja vik og Páll Fálsson, sjómaður, Vestmannaeyjum. Spakmœli dagsins Ástin er eins og fagnrt blóm, sem ég má ekki snerta, en ilm- ur þess gerir þó garðinn að yndis stað. — Helen Keller. Áheit og gjafir Gjafir til Kirkjunnar í Innri- Njarðvík. Bftirtaldar gjafir hafa kirkj- unni verið færðar árið 1965: Kristinn Pálsson yngri, Njarð- víkurbraut 32, áheit 1000, Jór- unn Jónsdóttir, Innri-Njarðvík, áheit 1000. Árið 1966: NN áheit 500, Guð- rún og Björn í Þórukoti gjötf 1000, H.K.N. áheit 100, Alla áh. 100. Frá Elliheimi'linu Grund, Gísla Sigurbjörnssyni forstjóra 3000 póskort (mynd tekin inni í kirkjunni) 20 áletraðar sálma- bækur, ásamt öðrum góðum Guðs orðabókum. Heimir Stígsson ljós myndari, Keflavík gatf Ijósmynd anir fyrir kirkjuna. 21. janúar, minningargjöf kr. 6000 ti'l minn- ingar um Antony Mercedy, Amer ískan varnarliðsmann, er drukkn aði í Reyðarvatni 13. júlí, 1963, gefin af vinum hins látna á af- mælisdegi hans. i Ég vil fyrir hönd sóknarnetfnd- ar færa öllum viðkomandi og óviðkomandi gefendum inni- legar þakkir fyrir allar gjatfirnar og góðan hug til kirkjunnar. Guð blessi ykkur öll, Guðmundur A. Finnbogason Hvoli, 20. marz, 1966. Vinstra hornið Enginn er ánægður með stöðu sína. Hins vegar eru allir ánægð- ir með hæfileika sína. — Franskt orðtak. mér barst bréf í gær, sem ég held að eigi erindi til fleiri en mín sjálfs og því læt ég það fylgja hér allt saman. Góði Storkur minn. Ég les alltatf greinar þínar, sem bæði eru fræðandi, skemmtilegar og mannúðlegar. En ertu hættur að gegna þínu mikilsverða embætti, að færa mæðrunum hvítvoðunga sdna? Engin börn, sem komin eru á legg nú til dags, kannast við að þú hatfir komið með litla bróðir. Það er vást af því að þroskinn er orðinn svo mikill hjá börnum og unglingum. Ég sá ekki betur í dag er föstudagur 1. apríl og er það 91. dagur ársins 1966. Eftir lifa 274 dagar. Árdegisháflæðl ki. 1:47. Siðdegisháflæði kl. 14:33. Eu óttast pú ekki pjónn minn Jakob — segir Drottinn — og hræðst þú ekki. ísrael, þvi ég frelsa þig (Jer. 30. 10). Upplýsingar um læknaþjon- ustu í borginni gefnar i sím- svara Læknafélags Reykjavikur, Símin er 18888. Slysavarðstofan í Heilsnve.rnd arstöðinni. — Opin alian sóUr- bringinn — símJ 2-12-30. Næturvörður er í Reykjavík- urapóteki vikuna 26. marz til 2. apríl. Næturlæknir í Keflavík 31. marz Guðjón Klemensson, sími 1567, 1 apríl Kjartan Ólafsson, sími 1700, 2. apríl til 3. apríl Jón K. Jóhannsson sími 1800, 4. apríl Kjartan Ólafsson símj 1700, 5. apríl Arinbjöm Ólafsson sími 1840, 6. apríl Guðjón Klemens- son, sími 1567. Næturlæknir í Hafnarfirði að- faranótt 2. apríl er Eiríkur Bjömsson sími 50235. Kopavogsapótek er opið alia virka daga frá kl. 9:15—20. laug- ardaga frá kl. 9:15—16, helgidaga frá kl. 13—16. Framvegis verbur teklð á mótl þelm, er ge/a vilja blóð ! Blóðbankann, sem hér segir: Mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9—11 f.h. op 2—4 e.h. MIÐVIKUDAGA tih kl. 2—8 eJi. Laugardaga fra kL 9—11 f-h. Sérstök athygli skal vakin á mitt- vikudögum, vegna kvöldtimans. Holtsapótek, Garðsapótek, Sogm veg 108, Laugarnesapótek og Apótek Keflavikur eru opin alla virka daga kl. 9. — 7., neraa laugardaga frá kl. 9 — 4 og helgi daga frá kl. 1 — 4. Bilanasíml Rafmagnsveitn Reykja- víkur á skrifstofutíma 18222. Nætur og helgidagavarzla 18230. Upplýsingaþjónusta AA samtak anna, Ilverfisg. 116, sími 16373« Opin alla virka daga frá kl. 6-7 Orð lífsins svarar 1 sima 10000. I.O.O.F. 1 = 147418^ = B.k. FRAMSÓKNARFLOKKURINN 0G STEFNA HANS Útgefandi S.U.F. Þannig birtist Framsókn „fróm“, í fáum dráttum sinna manna. Stefnan enginn, auðn og tóm inn í ranuna blekkinganna. K e 1 i . þarna á dögunum, en þú værir með bamunga bundinn í klút- tusku og hékk í nebbanum þín- um. Öðruvísi fluttir þú korna- börnin þín í garnla daga, — til mín komu tíu talsins, að mig minnir. Þau lágu á baki þínu í snjó- hvítum poka úr himnesku etfni, dregið fyrir opið með snúru úr englahári, er var bundin við þinn langa báls. Op var á pokanum svo að hægt væri að anda og gráta. Þú flaugst beina leið að glugganum á bænum hennar Ljósu, laust afar létt á rúðuna. Ljósa spratt uppúr fasta svetfni (væri nótt), þreif hvíta, stóra, heita ullarsjalið, er hún alltaf hafði við hendina, opnaði glugg- ann sinn, brosti og þú líka. Svo hallaðir þú þér að Ljósu, sem náði í pokann, dró frá op- inu, án þess að leysa alveg. Með mjúkum, vönum höndum tók hún bvítvoðunginn og vafði í sjalið, en pokinn varð eftir á baki þínu. Af stað flaugstu til himins til að sækja annað bam. En Ljósan hélt af stað, auð- vitað gangandi, mað barnið í fang inu, hún vissi alltatf hvert börn- in áttu að fara, eins vissu 511 börn í gamla daga, að Guð sendi þig með þessa stóm, góðu gjöf ti'l mömmu og pabba, sem varð þeim til gleði og blessunar, og og meiri aga og prúðmermsku sýndu þau en nútímabörn, þvi að þegar þau fengu „bálæti“ á „komediuna“, sem vom dýr, 25 aura, í þá daga, vom þau kom- in löngu áður en byrjað var, sátu þá gratfkyrr á mjóum baklausum trébekkjum fyrir framan tjald- ið og lásu (þó ekki upp hátt) Gaman og alvara, er þar var prentað á. Mikil gleði skein úr litlu skæm augunum, þegar .loks tjaldið var dregið frá. Já, tímarnir breytast og þú Storkur minn líka. Þannig endar brétfið, og ég vil aðeins bæta við: Beztu þakkir, kona góð! sá NÆST bezti Blaðið Dagur á Akureyri var að koma út með myndum atf fram- bjóðendum Framsóknarflokksins á Akureyri. Lá blaðið á borðinu í bókabúð einni þar nyrðra, þegar kona kemur inn í búðina, sér al'lar myndirnar í blaðinu, fómar höndum og hrópar upp ytfir sig: „Guð minn góður“. Er þetta nú eitt sjóslysið enn?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.