Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 23
Fðstudfagur 1. apríl 1966 MORCUNAÐIÐ 23 Páll Árnason fyrrverandi skólasfióri — Minning HINN 22. desember síðastliðinn var til moldar borinn frá Hofsóss kirkju góðvinur minn og sam- starfsmaður um 30 ára skeið, Páll Árnason, skólastjóri og kennari við barnaskólann á Hofs ósi. Hann var fæddur 9. júlí 1879 ©ð Hreiðarstöðum í Svarfaðar- dal, sonur Árna fsaks Runólfs- sonar og Önnu Sigríðar Björns- dóttur, sem bjuggu flest sín bú- 6kaparár að Átlastöðum, fremsta bæ í Svarfaðardal vestanverðum. Voru þau hjón komin af vel- gefnu og traustu bændafólki þar j dalnum. Páll ólst upp á heimili foreldra sinna, og snemma vandist hann allri algengri sveitavinnu ásamt mikillri reglu- og stjórnsemi í öllum -heimilisstörfum. Tvítugur að aldri innritast hann í Möðru- vallaskólann. Vorið 1902 útskrif- aðist hann með ágætum vitnis- burði. Skjótt beindist hugur hans inn é þá braut að verða barnakenn- ari. Haustið 1902 réði hann sig 6em heimiliskennara í Hóla- og Viðvíkurhreppum í Skagafirði. Á vetrum kenndi hann, en vann að jarðræktar- og heyskapar- störfum hjá bændum þar. Vorið 1907 fer hann að Kvíabekk í Ól- efsfirði og var kennari þar í firðinum í þrjú ár. Frá Kvía- bekk fluttist hann árið 1910 að Hofi á Höfðaströnd og tók hluta af þeirri jörð til ábúðar. Sama ár' um haustið varð hann skólastjóri og kennari við barnaskólann á Hofsósi. Flutti hann svo árið eftir niðrí kauptúníð. — Páll Ihafði gaman af búskap og átti dálítinn fjárstofn, sem hann hafði gaman af að dunda við í frístundum sínum. En þegar hann var fluttur í þorpið gekk treglega að afla fóðurs fyrir skepnurnar. Tók hann þá á leigu lítið kot skammt innan við Hofs- ós, Ártún, fluttist þangað, og bjó þar til vors 1948 að hann fluttist aftur til Hofsóss á heimili dóttur sinnar, frú Pálu, kennara, og manns hennar, Þorsteins Hjálm- arssonar, símstjóra, Hofsósi. Þar dvaldist hann og naut þar mik- illar nærgætni og ágætrar að- hlynningar og góðrar hvíldar eft- ir langan og erifðan starfsdag, unz andlát hans bar að höndum. Páll var sérlega vel- og traust- byggður maður, prýðilega vel greindur, gjörathugull og glögg- ur fjármálamaður. Hann var mikill í verkum sínum að hverju sem hann gekk. Hann hafði þrotlausan áhuga á velferð byggðarlagsins í hagsmuna- og menningarmálum þess. Það var því ekki óeðlilegt að á hann hlæðust með kennarastarfinu mörg trúnaðarstörf. Hann sat í hreppsnefnd í 12 ár, þar af 6 ár oddviti. Hann var um skeið í 6tjórn Kaupfélags Fellshrepps og endurskoðandi reikninga þess í 25 ár. Um skeið átti hann sæti í skatta- og sóknarnefnd og fleiri þýðingarmikil störf hafði hann á hendi fyrir sveitina. Kennarastarfið var honum allt af hugleiknast. Hann var ágætur kennari, allstrangur, stjórnsam- ur og hafði gott lag á nemend- um sínum. Honum var það kapps mál að börnin stunduðu vel nám ið, og kennsla hans næði tilætl- uðum árangri. Er ég þess full- viss, að þó skólaaginn hafi máske þótt strangur, þá beri nemenda- fjöldi hans virðingar- og velvild- arhug til síns góða og gamla kennara. Að tilhlutan Páls hóf ég söng- Icennslu við skólann veturinn 1910. Auk þess var ég lengi í 6kólanefnd og um skeið prófdóm ari, og var mér vel kunnugt um starf og starfshætti hans við barnaskólann. — Páll var mjög sönghneigður, hafði ágætt söng- eyra og laglega bassarödd. Hann var einn meðal stofnenda bland- aðs kórs 1910, er skjótt varð kirkjukór, og starfar enn undir stjórn frú Pálu, dóttur hans. Auk þess var hann meðal stofnenda karlakórs árið 1916, sem hlaut nafnið „Þröstur" og starfaði um 24 _ára skeið. Ég held að það hafi verið með mestu ánægjustundum í lífi nafna míns, er hann kom á fund með félögum sínum, féll til fóta hinnar tignu sönggyðju, og naut þar sannrar söngvagleði. Að þessum báðum félögum þótti mikill menningarauki fyrir byggðarlagið. Oft lágu á nafna mínum þung- ar áhyggjur, og oft átti hann erf- iða drauma. Yar það út af því, hvernig honum tækist að leysa þau mál, eða viðfangsefni, sem fyrir lágu, og þurftu skjótrar og góðrar úrlausnar. Átti hann þá stundúm með sjálfum sér við dálítið örðuga skaphöfn að búa. En þegar hann var kominn í hóp samstarfsmanna sinna létti yfir honum, gekk reifur og heill til starfs, heill í starfi og fór heill frá starfi. Páll kvæntist 14. júlí 1904 Halldóru Þóreyju Jóhannsdóttur, Ijósmóður, mikilli konu og á- gætri. Ljósmóðurstörf sín leysti hún af hendi með mikillri prýði. Hún studdi mann sinn með ráð og dáð í störfum hans. Hann var oft fjarverandi þeirra vegna, og þá tók hún við stjórn heimilis- ins, bæði úti og inni, með frá- bærum dugnaði. Þau eignuðust fjögur börn, þrjár dætur og einn son, en hann dó ungur. Dæturnar þrjár eru þessar: Unnur, búsett í Vestmannaeyj- um, húsfreyja. Anna, búsett í Vestmannaeyj- um, Ijósmóðir þar. Pála, kennari og organisti í Hofsóss- og Hofskirkjum, hús- freyja í Hofsósi. Eru þessar dætur allar mann- kosta fólk. Við Páll áttum sæti í skatta- nefnd og sóknarnefnd saman í mörg ár, auk þess sem við unn- um sameiginlega að ýmsum öðr- um sveitarmálum. Mér var það gagn og gaman að vinna með honum. Hann var alltaf hinn hreinskilni, trausti og heilbrigði maður, sama á hverju gekk, við- fangsefnin tekin föstum tökum, velt á ýmsa vegu þar til viðunan leg lausn var fengin. Nú ert þú, vinur Páll, allur. Ég þakka samstarfsárin mörgu, og ánægjulegar samverustundir, sem við áttum saman. Mér eru þessar stundir ógleymanlegar. Frá mér fylgir þér hugur minn, hlýr og fölskvalaus, yfir til þinna nýju heimkynna, landsins ljóss og friðar, og óska þess að þú eignist mörg hugðarefni til að fást við og lifa fyrir. í Guðs friði. Páll Erlendsson. SVEINN Ásmundsson, bygg- ingameistari, lézt að kvöld laug- ardags 26. febrúar. Andlátsfregn hans kom á óvart, þótt vitað væri að hann væri ekki heill heilsu, en lífskraftur hans og orka var svo mikil að vanheils- an gleymdist. En enginn má sköpum renna. Sveinn var Húnvetningur að ætt, frá Ásbúðum á Skaga. Hann nam trésmíðaiðn og átti fyrst framan af heima á Siglufirði. Þegar langvarandi aflaleysi á síldveiðum fór að hafa áhrif á bæjarlífið þar, leitaði Sveinn verkefna utan heimabæjar síns. Nánast fyrir tilviljun heyrðum við hér getið um Svein fyrir um 14 árum þegar hafin var bygging héraðsspítalans á Blönduósi. Það varð úr, að hann tók það verk að sér og síðan hefur Sveinn átt hugi og aðdáun Húnvetn- inga. Sveinn var afburða skipu- leggjari og raunsær í sínum útreikningum, þess vegna vant- aði aldrei neitt, þegar á því þurfti að halda. Meira að segja á haftatimunum þegar Héraðs- spítalinn var byggður, gat Sveinn alltaf fengið leyfi til þess sem þurfti. Sveinn flutti héðan, þegar hann hafði lokið byggingu Hér- aðsspítalans, en kom aftur 1961 og byggði fyrir okkur félags- heimili hér á Blönduósi. Verkin lofa meistarann. Báðar þessar byggingar setja sinn svip á kaup- túnið og engum einum manni er eins mikið að þakka, að það tókst að koma þessu upp eins og Sveini. Þegar nægir pening- ar eru fyrir hendi er allt hægt að gera, en þegar fjármagn er takmarkað en verkefnið stórt verður að beita fyllstu hagsýni. Sveinn var sérstæður persónu- leiki, oftast glaður og hress, nokkuð ör í lund, en var ekki að erfa smámuni, vinur vina sinna, en lét þá lönd og leið, sem ekki voru honum geðþekk- ir. Hann var hörku duglegur og hlifði sér ekki. Af dugnaði hans og áhuga spunnust margar sög- ur, sem gengu manna á meðal, sumar sannar aðrar tilbúnar eins og gengur, en allar eru þær Sveini til hróss, sýna snarræði, áhuga og dugnað. Slíkar sögur verða ekki til um neinn meðal mann. Þegar Sveinn lézt var hann kominn vel á veg með þriðja sjúkrahúsið hér norðanlands. Hann var ekki heill, þegar hann tók það að sér og var að velta því fyrir sér, hvort hann ætti að ráðast í verkið. Ef hann hætti, þá fannst honum, að hann væri að grafa sig lifandi og kaus þá heldur að starfa meðan hægt væri. Að starfa að byggja upp var hans hálfa líf. Erfiðleikar voru til þess að sigrast á þeim, en ekki til þess að buga menn. En Sveinn stóð ekki einn. Kona hans, Margrét, bjó honum athvarf og heimili, stundum við erfiðustu aðstæður, á þeim stöð- um, þar sem hann vann hverju sinni. Þar fékk hann þá hvíld og hlýju, sem gaf honum þrótt og kjark til þess að leysa aðkall- andi vandamál. Ég færi Sveini þakkir ættar- byggðar hans fyrir vel unnin störf. Konu hans, Margréti og börn- um þeirra og barnabörnum flyt ég samúðarkveðjur á þessari reynslustund. Tíminn læknar öll sár, én ljúfar minningar um ást- ríkan eiginmann, umhyggjusam- an föður og góðan dreng, munu lifa með þeim og hlýja huga þeirra um ókomin æviár. Jón fsberg. Borgarastjórn í Suðnr Vietnam KERSHÖFÐINGJASTJÓRNIN í Suður Vietnam gaf í dag út yfir lýsingu þar sem hún heitir því að fljótlega verði Skipuð nefnd til að vinna að nýrri stjómar- skrá fyrir landið. Er það fyrsta sporið í þá átt að koma á borg- arastjórn. En mikið hefur borið á mótmælaaðgerðum gegn her- foringjastjórninni að undan- förnu. Segja herforingjarnir að væntanleg tillaga um stjórnar- skrá verði borin undir þjóðar- atkvæði, áður en til fram- kvæmda kemur. Björn Jónasson Siglufirði — Minning F. 23. júní 1886. D. 19. febr. 1966 „Starfa því nóttin nálgast nota vel æviskeið.“ ÞAÐ er engin tilviljun að ég vitna til þessara kunnu ljóðlína, um starfið og gildi þess, þegar kvaddur er hinztu kveðjunni Björn Jónasson. Ég hygg, að óhætt sé að segja, að hann hafi í orðsins fyllstu merkingu verið maður starfsins og framkvæmd- anna um ævina, og ekki látið tækifærin líða ónotuð hjá. Ég hygg, að fátt hafi verið fjær eðli hans heldur en það að eiga starfslausar stundir, því að hann þekkti gildi starfsins og vissi af eigin raun, að enginn verður nýtur maður eða virtur, ef hann leggur hendur í skaut og eyðir ævinni í iðjuleysi. Þegar ég kynntist Birni Jónas- syni var starfsdagur hans að verulegu leyti á enda, þar sem hann var þá aldraður orðinn og heilsa hans tekin að bila. En það gat engum dulizt, sem kynntist honum, að þar var nokkuð sér- staéður maður á ferð, maður, sem hafði sterkan persónuleika, ákveðinn vilja og mikinn kjark, maður, sem hafði þorað að horf- ast í augu við erfiðleika lífsins og sigrað þá. Viðmót hans var einkar glað- legt, tilsvör hans hnyttin, og oft fylgdu þeim kímni og gaman- semi. Og ekki leyndi það sér, að þar talaði vel greindur maður. Það var alltaf hressandi og fersk- ur andblaer í kring um hann, hvort sem við hann var rætt á heimili hans eða í sjúkrastofu. Björn Jónasson var fæddur 23. júní 1886 að Ytra Hóli í Kaupangssveit í Eyjafirði. For- eldrar hans voru Jónas Einars- son og Guðrún Jónsdóttir. Ólst Björn upp með foreldrum sín- um og var elztur sjö bræðra, sem upp komust. Ungur fór hann að vinna fyrir sér, enda foreldr- ar hans fátæk og mörg börnin, sem fyrir þurfti að sjá. Átján ára að aldri fór hann til Reykjavík- ur og gerðist starfsmaður við bú frænda síns, Þórhalls biskups Bjarnarsonar í Laufási, og vann þar um tveggja ára skeið. Eftir það fór 'hann norður til æsku- stöðvanna og rak um skeið bú- skap og útgerð á Látraströnd. Á þeim árum réðst ráðskona til hans: Guðrún Jónasdóttir. Felldu þau hugi saman og gengu í hjóna band árið 1911 og fluttust sama ár til Siglufjarðar og stofnuðu heimili sitt hér. Um það leyti var Siglufjörður og vaxa úr litlu þorpi í kaupstað, og voru því verkefnin ærin, sem leysa þurfti. Björn tók sér fyrir hendur keyrarastörf, sem svo voru nefnd, þ.e.a.s. fólks- og vöru- flutningar á hestum og vögnum, lagning gatna og því um líkt. Var starf hans að sjálfsögðu mjög annasamt og umsvifamikið. Hesta átti hann marga og vagna, og jafnan fór hann mjög vel með hesta sína og þótti vænt um þá. Auk þessa rak hann nokkurn búskap á Hóli við Siglufjörð um árabil. Keyrarastörfin stundaði Björn allan vaxtartíma Siglu- fjarðar eða fram undir 1930, er bifreiðin leysti hann af hólmi. Þeim hjónum, Guðrúnu og Birni, varð fimm barna auðið. Fjórir synir komust til fullorð- insára, einn þeirra, Svavar, verz- unarmaður í Reykjavík, er lát- inn. Var sviplegt fráfall hans mjög þungt áfall fyrir Björn. Hinir synirnir: Þórhallur fram- kvæmdastjóri, Ásgeir verzlunar- maður og Jónas, skrifstofumað- ur, erm allir búsettir á Siglu- firði. Konu sína missti Björn árið 1954. Hafði hún reynzt honum hin ágætasta eiginkona um dag- ana, samhent og kærleiksrík. Fjölskylda Björns hefir jafnan verið mjög samhent. Synir hans, tengdadætur og barnabörn báru til hans ást og virðingu og vildu í í sameiningu létta honum þyngstu sporin, er aldur og sjúk- leiki sóttu hann heim. Björn andaðist á heimili sonar síns, Þórhalls og tengdadóttur, Hólmfríðar Guðmundsdóttur hinn 19. febrúar sl. • Björn Jónasson er horfinn úr hópnum en eftir lifir minningin um mætan samfylgdarmann. Hann var einn þeirra, sem settu svip sinn á Siglufjörð. Guð blessi minningu Björns Jónassonar. Ragnar Fjalar Lárusson. FERÐ ALEIKHU SIÐ hefur að undanförnu sýnt „Tónaspil og Hjónaspil" eftir Peáter Shatter, á nokkrum stöðum austanfjalls, við mjög góðar undirtektir áhorf- enda. Næsta sýning, sem er síð- asta sýning fyrir páska, verður föstudagskvöld 1. apríl í Bíó- höllinni á Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.