Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 5
♦Rstudagur 1. apríl 1966 MORGUNBLADID 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM 1 DAG er Karl Friðriksson, brúarsmlður og fyrruxn yfir- verkstjóri hjá Vegagerð ríkis- ins 75 ára. Karl er lands- þekktur maður, hefur margt brallað um æfina, hefur alltaf verið nokkuð upp á lífið og lystisemdir þess, er skemmti- lega hagorður og kann frá mörgu að segja, sem því miður er ekki hægt að taka allt í eitt stutt afmælisviðtal. Við brugðum okkur til hans að Stóragerði 34. — Eg er fæddur 1. apríl, svo ekki er nú von á góðu, segir Karl og hlær sínum þjóðfræga hlátri. — Það var árið 1891 að Hvarfi í Víðidal. Foreldrar minir voru Friðrik Björnsson, þá vinnumaður í Dæli, og kona hans Ingunn Elísabet Jónsdóttir vinnukona að Hvarfi. Faðir minn bjó síðar á Litlu-Borg í nokkur ár og síðan til dauðadags í Bakkakoti í Víðidal, sem nú heitir Bakki, og er bezt að láta þá skýringu fylgja, svo maður sé ekki sakaður um að falsa bæjarnöfn. Ég ólst upp hjá foreldrum mínum til 17 ára aldurs, en fór þá til ísafjarðar til að læra þar trésmíði. Þar átti ég skyldmenni, Jón Snorra Árnason trésmið, og var ég ráðinn til hans, en eftir tvö ár leystist verkstæði hans upp og hélt ég þar með heim aftur að Bakkakoti. Eftir það fór ég að gjökta við smíðar þegar færi gafst. Ég hafði verið ráðinn til þriggja ára og átti „að vinna fyrir dreng“, sem þá var kallað og útskrif- aðist þar með. Er það nú kallað sveinspróf. Ég hirti síðan ekki um að fá réttind- in. Næstu árin vann ég mest við baðstofubyggingar. Árið 1913 kvæintist ég fyrri konu minni Guðrúnu Sigurð- ardóttur. Hóf ég þá búskap með tengdaföður mínum á Efri-Þverá Og flyt þar með alfarinn frá foreldrum mín- um, þótt ég kallaði þeirra heimili jafnan „heima“. með- an þau lifðu. Ég stundaði svo búskap í þrjú ár, þar af tvé' á Efri-Þverá og eitt í Ennis- koti, sem var nánas't hús- mennska. Sumarið 1914 byggði ég fyrsta steinhúsið, sem ég byggði, að Kistu í Vestur- Hópi, og veit ég ekki betur en það standi enn. Haustið 1917 flyt ég á Hvammstanga. Þá skall á frostaveturinn mikli og var ég þann vetur mest við byggingu bæjarhúss að Syðri-Þverá. Það var oft kalsamt að klæða sig í 24 stjgia frosti í óupphituðum bænum. Kuldinn var svo mikill að ef maður stóð ein- hvers staðar útundan sæng lá við að mann kæli. 1 rúminu svellaði allt fyrir ofan mann af andardrættinum einum saman. Þennan vetur lá nærri að ég yrði úti. Var það í hríð- inni er ísinn rak inn. Ég hafði sieðahest á járnum þennan vetur og lagði fyrir mig flutninga, m.a. tók ég á sleðann hlass, sem átti að Karl Friðriksson, brúarsmiður 75 ára í dag: Þakkir geld ég guði þeim, sem gaf mér elda lífsins fara að Syðri-Þverá frá Hvammstanga. Varð ég sam- ferða tveimur bændum frá Stóru-Borg, Tryggva Guð- mundssyni og Ingólfi Jóhann- essyni. Að morgni þessa dags var blíðskaparveður, en töluvert frost og gekk ferðalagið snurðulaust þar tál komið var um dagsetur. Komum við þá heim að Bjarghúsum til að fá okkur kaffi. Þá var komin logndrífa mikil og lagði bónd inn í Bjarghúsum fast að okk- ur að fara ekki lengra. En við vildum ólmir áfram og viss- um að Vestur-Hópsvatn var á góðum ís og myndum við verða fljótir með iþví að fara vatnið. En þegar á vatnið kom var alveg komið kvöld og tekið að skyggja. Til þess að villast ekki létum við vera dálítið bil milli sleðanna, og átti ég, sem var með aftari sleðann að segja til ef mér fyndist fremri sleðinn beygja af leið. Þegar við höfðum ver- ið um fjórðung stundar á vatninu, fannst mér fremri hesturinn snarbeygja og stopp uðum við þá. Var þá stutt þar til hriðarhvinurinn skall yfir okkur. Fannst okkur hann í svipinn vera á vestan, en við nánari athugun vissum við að svo myndi ekki geta verið. Þarna var ekki um að villast að norðan stórhríð var skollin á. Varð þá að ráði að taka hestana frá sleðunum og setjast á bak á þá, því ill- stætt var á vatninu fyrir hálku en klárarnir náttúr- lega á sköflum. Ingól'fur var á mannbroddum og fékkst hann ekki til annars en hlaupa með hestunum. Við vildum hins vegar báðir taka hann á bak fyrir aftan, enda báðir hestamir svo öflugir að þeir gátu vel borið tvo. Eftir nokkurt ferðalag norður yfir vatnið verðum við þess varir að við erum komnir upp á land. Þóttust Stóru-Borgar bændur nú færir um að rata heim til sín, en það hafði orðið að samkomulagi að við skildum ekki undir neinum kringumstæðum. Fórum við nú mjög villir vegar, og það sem verra var. Ingólfur vildi heizt ekki fara lengra, heldur leggjast fyrir. Gekk þetta í dálitlu þófi þar til við ákváð- um að taka stefnu það sem við héldum vera í austur, í von um að rekast á túngirð- inguna á Stóru-Borg, sem Og varð. Náðum við þangað um síðasta háttatíma. Höfðum við þá verið á ferðinni á sjötta tíma, frá því við fórum frá Bjarghúsum, leið sem við hefð um getað komist óviiltir á tveimur tímum. 1 náttmyrkri og stórhríð var þetta hin versta ferð enda frostið nú komið upp í 6 stig. Stólparok var með hríðinni og vindur vestanstæðari en við höfðum egrt ráð fyrir og því villt- umst við. Á Stóru-Borg var ég hríðtepptur í tvo daga, en þegar við komum að sleðan- um aftur, úti á vatninu, sneru þeir að heita mátti í suðaust- ur í stað hánorðurs. Hefðu klárarnir fengið að ráða hefðum við lent aftur heima að Bjarghúsum. Engurn varð meint af volkinu. Þegar upp birti eftir þenn- an hvell var Húnaflói með öllum sínum fjörðum fullur af ís. Þennan vetur var gengið beint frá Vatnsnestá til Skagastrandar, austur yfir flóann. Vorið 1918 byggði ég yfir mig á Hvammstanga. Sumarið 1920 byggði ég íbúðarhúsið að Hrísum í Víðidal og sum- arið 1921 gamla íbúðarhúsið 1 Grímstungu í Vatnsdal. Hér skýt ég inn í frásögn Karls ofurMtilli athugasemd, sem ég heyrði fyrir nokkrum árum norður í Vatnsdal: — Lárus hefur treyst þessari byggingu þinni, því einu sinni mun hann hafa farið með reiðhestinn sinn alla leið upp Karl Friffriksson. á loft. — Já, Lárus karlinn. Hann vissi að stiginn var traustur. Þetta sumar missti ég föður mirm, en um haustið kelur mig svo á fótum að ég á það mínum gamla vini Ólafi lækrri Gunnarssyni að þakka, svo og nágranna foreldra minna Teiti heitnum Teitssyni í Víðidalstungu, að ég missti ekki báða fætur. I því kali lá ég rúmfastur í 6 vikur. Og þegar ég kom á fætur og fór aftur að vinna gat ég ekki gengið í neinum skóm, heldur varð ég að ganga í skinnsokkum allt þar til um vorið að tekin var af mér önnur litla táin og hálf stóra táin á hinum fætinum. Þetta skeði í fyrstu snjóum um haustið. Voru flóar og mýrar enn ófrosin á láglendi og óð ég í þeim. Var ég á leið frá Grímstungu vestur á Hvamms tanga og ætlaði yfir fjall og fór það. Uppi á fjallinu var hins vegar skari og 20 stiga frost og vegna skarans þorði ég ekki að skera af mér skóna og fraus því allt. Ég komst niður að Bakkakoti til móður minnar og þangað sóttu Víð- dælingar mig og fluttu til Hvammstanga rrndir forystu Teits og varð það til þess að ég gat verið undir stöðugu lœkniseftirliti, sem varð mér til bjargar. — Hvað áttir þú af systkin- um, Karl? — Einn al'bróður og eina alsystur og svo eina hálfsyst- ur, sem býr á Hvammstanga, en hin eru látin. — .Og hvernig heldur svo lífshlaup þitt áfram eftir að þú getur notað báða fætur á ný? — Árið 1923 byggði ég íbúð arhúsið að Brekku í Þingi, en er næstu tvö ár heima á Hvammstanga. Veturinn 1926 fer ég fyrst til Reykjavíkur, skömmu eftir áramótin, til að leita mér vinnu. Vinn ég fyrst í stað hjá Steindóri Ein- arssyni, en fer til Sigurðar Björnssonar brúarsmiðs um sumarmálin. Hann var þá ráð inn til að byggja brúna á Mið- fjarðará. Við byggðum þessa brú um sumarið og sömu- leiðis brúna á Hamarsá á Vatnsnesi. Eftir þetta var ég alls 17 ár við brúarsmíði og byrja verkstjóm við brúargarðirnar 1927 og er fyrsta brú mín á Hallá á Skagaströnd, síðan brúin á Víðidalsá og Gljúfurá í Húnavatnssýslu. Alls stjórn aði ég byggingu 100 brúa hér á landi, og stærsta brúin mín er brúin á Köldukvísl í Mos- fellssveit, en hún var síðasta brúin. sem ég byggði. Var það árið 1942. í þessum 100 brúm eru allar taldar, sem lengri em en 4 metrar, en sumt af þeim myndu verða kölluð ræsi í dag. Ég hef byggt brýr í öllum sýslum landsins nema Skaftafellssýslum og Mýra- sýslu og aðeins eina á Vest- fj arðakjálkanum. Árið 1942 ræðst ég til Reykjavíkurbæjar sem yfir- verkstjóri í gatnaviðhaldi og var húsbóndi minn þá Valgeir Björnsson bæjarverkfræðing- ur. Ég fluttist alfarinn hingað til Reykjavíkur 1929 og var búsettur hér þar til 1. júlí 1945 að ég tók við yfirverk- stjórastarfinu yfir vegum í Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjar sýslum. Fluttist ég þá til Akureyrar og hélt starfi mínu þar til 69 ára aldurs, en flutti hmgað til Reykjavíkur aftur 1962. — Hvað um fjölskyldu og börn, Karl? — Ég kvæntist aftur 1937, Guðrúnu Hannesdóttur, ætt- aðri úr Borgarfirði eystrai Ég hef eignast 9 böm um æfina, 7 með fyrri konunni og 2 framhjá. Og til þess ekki stæði á stöku ákváðum við hjónin að taka fósturbarn, sem við höfum alið upp. — Og þér er ekkert illa við að ég láti þessa getið í sam- talinu? — Nei, blessaður vertu. Þessu verður ekki breytt Og þetta er allt bókfest og öllum vitanlegt. Ég er svo sem ekki einn um það að verða fóta- skortur á vegi dyggðarinnar. Börnin eru öll á lífi og sæmi- legir borgarar og .ég á víst orðið ein 24 barnabörn. Elzt bama minna er Eva, gift Þóri Magnússyni að Syðri-Brekku í Húnavatnssýslu. Eiga þau 2 dætur. Þá Sigurður bíla- smiður, kvæntur Sveinbjörgu Davíðsdóttur. Eiag þau 4 börn. Öll börn mín nema Eva eru búsett bér í Reykjavík. Næst er Ingunn, gift Paul Bern- burg hljóðfærasala. Eiga þau tvo syná. Þá kemur Friðrik, kvæntur Guðrúnu Pétursdótt- ur, og eiga þau 2 börn. Baldur er kvæntur Vigfúsínu Daniels dóttur, en þau em barnlaus." Kristín er gift Axel Magnús- syni veitingamanni og eiga þau 2 dætur. ólafur prentari er yngstur hjónabandsbarna, kvæntur Rósu Guðjónsdóttur, og eiga þau 3 börn. Þá kemur Sigurður yngri, prentsmiðjustarfsm., kvæntur Kristínu Helgadóttur og eiga þau sex börn, og loks er Jón Vídalín, ókvæntur en á eitt barn. Og svo er það fóstur- sonurinn, Örn Arnar Ingólfs- son. Hann vinnur við korta- gerð en stundar nám við Há- skólann. Hanm er kvæntur Elsu Fiansdóttur og eiga þau tvo drengi. — Nú fýsir mig að spyrja þig um minnisstæða atburði úr starfsæfi þinni, Karl. — Það mun hafa verið árið 1935 að við fórum snemma út til brúarsmíðinnar um vor- ið. Við byggðum tvær brýr í Skagafirði og fórum þaðan austur á Fljótsdalshérað og byggðum þar 5 brýr, allar heldur litlar. Þegar við vor- um að enda við þær, var okk- ur tilkynnt, að við ættum að fara vestur í Bjarnarfjörð á Ströndum' og byggja þar brú á Bjarnarfjarðará. Áttum við að taka Esjuna, sem þó var búið að lesta með 100 torrn- um af brúarefni og áhöldum til okkar. Við kusum hins veg ar að fara landveg vegna þess að þá gátu menn komið við heima hjá sér og dvalið þar 1—2 daga. Við lögðum upp frá Reyðarfirði eftir kvöldmat og héldum í einum áfanga til Akureyrar með stuttri við- komu á Grímsstöðum á Fjöll- um og við Dettifoss. Þetta hef ur líklega verið í ágústbyrj- un eða seint í júlí. Við vorum 24% tíma til Akureyrar. Menm mínir tóku síðan Esjuna þegar hún kom á hafnirnar fyrir norðan, þeir fyrstu á Akur- eyri, síðan á Sauðárkróki, Blönduósi og ég fór síðastur um borð á Hvammstanga. Eins og gefur að skilja höfðu menn tekið lífinu létt og voru flestir í góðu skapi, en ekki allir eins vel út sofnir. Var ætlunin að allir færu að sofa er lagt var að stað frá Borð- eyri út með Ströndum. Ég var hins vegar svo óheppinn að ég hafði gleymt kaðli, er við nauðsynlega þurftum að nota, heima á Hvammstanga. Varð ég því að halda mér vakandi til Hólmavíkur og bjarga mál unum þar. Við komum svO inn á Kaldranavík klukkan um 4 um nóttina og var þá byrjað að vinna í uppskipun. Bæði var þarna bryggjulaust og upp skipunarbátar frekar litlir svo það var að ráði að við lögð- um allt timbur í flota við skipshlið og sömuleiðis steypu styrktarjárn ofan á flotana, en sementi Og mannflutningi varð að skipa upp við berar klappirnar. Gekk þetta furðu vel, því um klukkan 11 um kvöldið vorum við bunir að losa allt okkar dót úr skipinu. Fengum við síðan góðar við- tökur hjá Matthíasi hrepp- stjóra en pláss gátum við ekki fengið til að sofa í nema hlöðu, sem nokkur hiti var í. Við hjónin fengum rúm. Nú var um að gera að sæta fyrsta flóði til að koma timburflot- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.