Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fðstudasrur I. aprfl 1968 Jákvæð stefna eftir þrotabú vinstri stjórnarinnar Ræða Ingólfs Jónssonar, landbúnaðarróðherra við útvarpsumræðurnar á Alþingi VANTRAUSTIÐ hefur vakið furðu manna, einnig meðal liðs- manna Framsóknarflokks og Alþýðubandalags. Vitað er, að stjórnarandstæðingar hafa ekk- ert að bjóða þjóðinni. Sundur- lyndi og úrræðaleysi þessara flokka muna flestir, þótt liðin séu 8 ár frá því að þeir gáfust upp við að stjórna landinu. Þegar núverandi ríkisstjórn kómst til valda tók hún við þrotabúi vinstri stjórnarinnar. Allir sanngjarnir menn viður- kenna að stjórnarflokkunum hefur tekizt að leýsa ýmsa þætti efnahagsvandamálanna og vinna þjóðinni á ný traust og álit sem áður var glatað vegna skulda og vanskila erlendis. Höfuðverkefni núverandi ríkis- stjórnar hefur verið annars veg ar að bjarga fjármáluunum út á við og hins vegar að byggja upp atvinnulífið og bæta lífs- kjör almennings. Spurningin er þá sú hvort þetta hefur tekizt. Um fjárhaginn út á við þarf ekki að ræða, þar sem gjaldeyr- isvarasjóður yfir tvö þús. millj. kr. talar sínu máli. Atvinnuveg- ir landsmanna voru í strandi þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Framleiðsla landbúnaðar- vara hafði dregiztr saman svo að flytja varð inn smjör í árs- byrjun 1960. í Þingtíðindum frá 1959—1960 má lesa þingræður Framsóknarmanna þar sem því er haldið fram, að landbúnaður- inn hljóti að dragast saman, að- innflutningur á landbúnaðar- vörum verði varanlegur vegna þess að ríkisstjórnin muni búa illa að landbúnaðinum. Stað- reyndirnar eru aðrar. Nú hafa margir áhyggjur af þvi að landbúnaðarframleiðslan sé of mikil. Það er vitanlega á- stæðulaust að hafa áhyggjur af því, þótt rétt megi telja að færa nokkuð til milli framleiðslu greina eins og rætt hefur verið um af hálfu Bændasamtakanna. Sú tilfærsla þarf að fara skipu- lega fram með nákvæmri athug un, svo ekki verði mjólkurskort ur á aðalmarkaðssvæðunum. Ef lítil framleiðsla á landbúnað- arvörum stafar af því, að illa er búið að bændum, en tæplega þarf að efa að sú hlyti ástæðan að vera, þá er augljóst að mikil framleiðsla stafar af því að sæmilega hefur verið búið að landbúnaðinum. Ræktun mun hafa verið á sl. ári nærri því helmingi meiri en hún var 1958. Velakaup og ýmsar fram- kvæmdir í landbúnaðinum hafa aukizt að sama skapi. Þetta er lofsvert og kemur þjóðinni allri til góða nú þegar, en ekki sízt þegar frá líður, það mun sann- ast síðar. Bændunum hefur fækkað nokkuð vegna þess að lélegar jarðir og afskekktar hafa farið í eyði og smærri jarð ir lagðar undir aðrar til þess að gera skilyrðin betri til búrekstr ar. Verðlagsmál landbúnaðarins voru leyst með heppilegum hætti á sl. hausti, eftir að verð- lagslöggjöfin varð óvirk. Þing- menn Framsóknarflokksins reyndu að magna upp óánægju meðal bænda með búvöruverð- ið. Tilraunir í þá átt fengu ekki hljómgrunn hjá bændum. Ríkis stjórnin skipaði nefnd sl. haust til þess að vinna að endurskoð- un verðlagslöggj afarinnar, með það fyrir augum að endurvekja samstarf framleiðenda og neyt- enda um verðlagningu búvöru. Nefndin varð ekki sammála. Til lögur og álit meirihluta og rninnihluta eru nú í athugun hjá ríkisstjórninni. Oft er talað um samgöngu- málin og lélega vegi hér á landi. Til vegamála var varið á sl. ári um 400 millj. kr. en ekki nema 80 millj. kr. 1958. Vega og vísitala 1965 hafði hækkað um 86% frá þeim tíma. Þótt þetta sé miklu meiri hækkun heldur en nemur aukinni um- ferð og hækkuðum vegagerðar- kostnaði má segja að brýn nauð syn sé á að auka tekjur Vega- sjóðs frá því sem nú er. Vega- gerð í okkar strjálbýla landi er mjög dýr. Reykjanesbrautin var dýr en vitnar um hvað koma skal og hvernig vegir eiga að vera, þar sem umferðin er mest. í okkar stóra og strjál býia landi er erfiðara að leysa þessi mál með hraða, heldur en í hinum þéttbýlu löndum. Á ís- landi eru aðeins tæpir tveir menn á ferkílómetra. í hinum þéttbýlu löndum eru 50—100 manns á hvern ferkílómetra, í Danmörku um 80 manns. Það ’er ekki undarlegt þótt vegirnir séu að jafnaði betri þar sem margmennið er. Þótt stjórnar- andstæðingar og þá helzt Fram sóknarmenn tali oft af vandlæt- ingu um hversu litlu fé sé var- ið-til vegamála verður það tæp- lega tekið alvarlega þegar tekið er tillit til þess hvernig búið var að þessum málum þegar þeir höfðu völdin. Til flugvalla- gerða verður varið á árinu 1966 56 millj. kr. Mun það vera tólf sinnum meira heldur en veitt var til þessara mála 1958. Hef- ur mikið áunnizt í framkvæmd þessara mála. Þótt mikið sé ó- gert til þess að fullnægja þörf- inni til frambúðar. Stjórnarandstæðingar hafa oft rætt um góðæri sem verið hafi undanfarið og þess vegna hafi ríkisstjórnin lifað. Góðæri hefur vissulega verið og ber að þakka það og vona að svo verði áfram. Afiabrögð síðari árin hafa verið ágæt sérstaklega á síldveiðum. Reyndir sjómenn segja að síldin hafi því aðeins veiðzt, að til voru stór fiskiskip með nýtízku tækjum .Síldin hef ur oft verið langt frá landi og ekki mögulegt fyrir smærri skip að stunda veiðar á fjar- lægari miðum. Fiskiskipastóll- Xngolfur Jónsson inn hefur verið stóraukinn, bát ar um og yfir 100 brúttólestir voru aðeins 49 að tölu 1958 en hefur fjölgað um 123, en rúm- lestatalan þó ennþá meira eða um nærri 300%. Um verksmiðj ur og iðjuver má segja að aukn. ingin sé í samræmi við vöxt skipastólsins. Ef ekki hefði ver- ið skipt um stefnu í fjárhags- og gjaldeyrismálum var úti- lokað að þjóðin gæti aukið skipastólinn og byggt verk- smiðjur. Fyrir hendi var hvorki gjaldeyrir né lánstraust til þess að ná tækjunum heim. Þjóðin hefði orðið að vera án síldarinnar sem sótt var á djúp- mið og án þeirra tekna og gjald eyris sem fyrir þessi verðmæti hefur komið. í atvinnumálum þarf að vera raunsæi, hyggindi og framtak við aukningu vinnu aflsins í landinu. Þjóðinni fjölg- ar árlega um nærri 4 þúsund manns og það verður að tryggja atvinnu fyrir þá alla .Það verð- ur að efla þær atvinnugreinar sem eru fyrir í landinu eftir því sem unnt er. Vinnsla sjávar afurða og landbúnaðarvara get- ur tekið við auknu vinnuafli. Þótt að þessu sé unnið og hag- ræðing og hvers konar viðleitni til aukinnar tækni og nýtingar hráefna verði notuð, er nauð- synlegt eigi að síður að taka upp nýjar atvinnugreinar ef þær reynast hagkvæmar. Virkj un stórfljótanna gefur þá raf- orku sem þjóðin þarf til venju- legra nota og aukins iðnaðar. Nú stendur fyrir dyrum stór- virkjun í Þjórsá. Er það vissu- lega gleðiefni. Miðað við aðrar þjóðir nota íslendingar mikið rafmagn. Rafknúin heimilistæki eru notuð hér á flestum heimil- um, þar sem aðeins efnaðri heimili leyfa sér slíkt víða er- lendis. Rafvæðing landsins er v-el á veg komin. Eftir að 10 ára áætluninni lauk hefur verið unnið að lagningu rafmagns til bæja með meðal fjarlægð 1— 1.5 km. Síðar verður sennilega tekin fyrir vegalengdin 1.5—2 km. Þess verðvr ekki langt að bíða að allir íslendingar hafa rafmagn. Frá Þjórsárvirkjun fær stór hluti landsmanna raf- orku. Með því að virkja á hag- kvæman hátt verður raforku- verðið 62% lægra fyrstu árin heldur en ef virkjunin væri smærri og eingöngu miðað við venjulega notkun landsmanna. Með því að leyfa bvggingu ál- verksmiðju er mögulegt að virkja á ódýrasta máta og tryggja almenningi hagkvæm- ara raforkuverð. Verksmiðja er einnig spor í þá átt að gera at- vinnuvegina fjölbreyttari og skapa gjaldeyristekjur í þjóðar- búið. Stjórnarandstæðingar segja að ekki sé tímabært að byggja verksmiðjuna hérlendis. Norðmenn hefðu gjarnan tekið við henni. Þeir taka við erlendu fjármagni og selja erlendum aðilum raforku til stóriðiu. Norska þjóðin hefur notið góðs af því. Stjórnarandstæð- ingar vilja með andstöðu sinni við hagkvæmari virkjun við Þjórsá leggja þungar byrðar á almenning með 62% hærra raf- orkuverðr en vera þarf. Stefna ríkisstjó.rnarinnar hef- ur verið sú að efla atvinnuveg- ina. Að tryggja öllum lands- mönnum nægilega vinnu og bæta lífskjör. Til þess að fá svör við því hvort þetta hefur tekizt er auðveldast að spyrja menn úr öllum stéttum hver reynslan er í þessum efnum. Ég hef rætt við marga um þessi mál. Verkamaður með 5 manna fjölskyldu segir m. a.: „Það hef ur aldrei verið mögulegt að komast af með 8 stunda vinnu- dag, ef menn vildu veita sér margt umfram brýnustu nauð- synjar. Áður var oft atvinnu- Eyða þarf misræmi í skóla- málum dreif- og þéttbýlis Rætt við Andra Isaksson, sálfræðing SEM KUNNUGT er af frétt- um, hefur menntamálaráðuneyt- ið ráðið Andra ísaksson sálfræð- ing til að véita forstöðu fræði- legri rannsókn á íslenzka skóla- kerfinu. Blaðamaffur Mbl. náði tali af Andra og fékk hann til að segja frá þessari rannsókn í storum dráttum, en sem skiljanlegt cr, þá er máliff enn á frumstigi og engar meiri háttar ákvarðanir um framkvæmd rannsóknarinn- ar hafa verið teknar enn sem komið er. Andri lauk stúdent.sprófi frá M.R. vorið 958 og fór að því loknu til Grenoble í Frakklandi þar sem hann stundaði undir- búningsnám í eitt ár. Síðan fór hann til Parísar og lagði þar stund á almenna sálarfræði, barnasálarfræði, félagssálarfræði og þjóðfélagssálarfræði. Lauk hann Licence es lettres prófi í þessum greinum vorið 1965, en það próf samsvarar kandídats- prófi á Norðurlöndum. Honn kom svo til íslands sl. sumar og hóf störf við sálfræðideild skóia og hefur starfað þar síðan. — Vildirðu byrja á þ-ví að segja frá tildrögum þessarar rannsóknar? —■ Tildrögin eru þau að fræðslulöggjöfin sjálf orðin nokk uð íjömul, eða frá 1946, og það hafa verið upp raddir um það endurnýja löggjöfina í heild vegna þeirra stórkostlegu breyt- inga sem hafa orðið á þjóðlíf- inu á þessum árum. Það var pví álitin skynsamleg leið að láta rannsaka skólakerfið í heild og sem flestar hliðar á því, og síð- an bera niðurstöðurnar saman við niðurstöður og reynslu þeirra þjóða sem lengst eru komnar í slíkum rannsóknum, t.d. Bret- land, Svíþjóð, Bandaríkin og fleiri. Síðan yrðu uppp úr þessum rannsóknum og samanburði gerðar tillögur um nýja fræðslu- löggjöf er lögð yrði fyrir Al- þingi. — Hvenær hefst starfið, og hvernig verður því háttað? — Þetta starf hefst nú í vor, en ekki hefur endanlega verið ákveðið hvernig verður byrjað. Hugmyndin er hins vegar sú, að í upphafi verði aðaláherzlan lögð á skyldunámsstigið. —Verða margir sem starfa að rannsókninni? Ieysi en nú hafa allir vinnu. Ríkisstjórnin hefur unnið að því að efla atvinnuvegina og tryggja þannig nóga atvinnu fyrir alla. Sú stefna horfir til heilla og framfara fyrir þjóðina. Kjörin eru nú jafnari og betri en áður. Öryggi þeirra sem minhst eiga er stóraukið með atvinnuöryggi og eflingu al- mannatrygginga. Við treystum því að ríkisstjórnin vinni áfram að framförum og bættum lífs- kjörum almenningi til handa“. Þannig talaði verkamaðurinn, þannig tala aðrir launþegar, sem skoða málin á hlutlausan hátt. Bændur gera sér á sama hátt grein fyrir því að mögu- leikar þeirra eru aðrir og betri heldur en var áður. Nú efast enginn, sem þekkir til landbún- aðar um gildi hans fyrir þjóð- félagið og framtíðarmöguleika. Sjómenn og útgerðarmenn vita hvers virði uppbygging sjávar- útvegsins er og sú aukning á skipastól og vinnslustöðvum sem hvarvetna hefur orðið. Kaupsýslumenn þurfa nú ekki að eyða hálfum vinnutímanum á biðstofu nefnda til þess að fá innflutnings- og gjaldeyrisleyfi eins og áður var. Með auknu frelsi í verzlun og viðskiptum hefur komið vöru- úrval og bætt aðstaða fyrir all- an almenning að velja og hafna í stað þess að taka áður við því sem á boðstólum var eða fá ekkert að öðrum kosti. Hafta- og skömmtunarstefnu Fram- sóknarflokksins hefur verið kastað fyrir borð og verður von andi aldrei aftur tekin upp. Það hefur þó komið greinilega fram, að „hin leiðin“ sem Fram sókn vill fara er leið hafta og skömmtunar. Þjóðin hefur heil- brigða dómgreind og lætur ekki blekkjast. Þess vegna er al- mennt brosað að vantrauststil- lögu uppgjafar- og kreppuflokk- anna. Þjóðin vill ekki víkja aí vegi framfara og uppbyggingar. Hún vill ekki kalla yfir sig ráð- leysi Framsóknar og Alþýðu- bandalags, sem virðast ekkert hafa lært á þeim átta árum, sem þessir flokkar hafa búið við valdaleysi. Það er skylda að vinna ávallt ákveðið að alhliða uppbyggingu atvinnulífsins, hvers konar framförum og bætt um lífskjörum þjóðarinnar. Með því að efla almannatrygg- ingar eins og nú hefur verið gert, er hagur þeirra sem verst eru settir bættur. Ólafur Thors lýsti því sem stefnuatriði Sjálf- stæðisflokksins að tryggja bæri alla íslendinga gegn skorti. Sjálfstæðismenn hafa fylgt þeirri stefnu og munu ávallt fylgja henni. Það verður bezt gert með því að efla atvinnu- lífið og almannatryggingarnar: Þá munu þeir, sem þarfnast hjálpar fá nægilega aðstoð og þjóðfélagsheildin eflast. Andri Isaksson — Ég geri ráð fyrir að fyrst í stað verði ég einn í samvinnu við Jóhann Hahnesson skóla- meistara og dr. Wolfgang Ed- elstein, og svo verður vitanlega (haft s'löðugt samstarf við skóla- stjóra og alla helztu forráða- menn fræðslumála á íslandi. Einnig verður mikil áherzla lögð á samstarf við foreldra. —Er þetta ekki mjög um- Framh. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.