Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 1. aprfl 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Gúðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr, 5.00 eintakið. SAMI RA UÐGRA UT- UR í SÖMU SKÁL 17" ommúnistar og fylgilið **• þeirra hafa nú lokið sinni nýju rauðgrautargerð. Svo- kallað „Alþýðubandalag“ hef ur verið stofnað í Reykjavík. Formaður þess hefur verið kosinn gamall Moskvukomm- únisti og Þjóðviljablaðamað- ur. Er sá aðallega þekktur fýrir að hafa verið ur árabil „sérfræðingur Þjóðviljans í nýlendukúgun“, eins og hann almennt var kallaður á sín- um tíma. Var það höfuðhlut- verk hans að verja nýlendu- kúgun kommúnista í líf og blóð. Hann er flokksbundinn í Sósíalistafélagi Reykjavíkur og á sæti í miðstjórn Sósíal- istaflokksins. Þetta er það flagg sem kommúnistar og fylglið þeirra hefur dregið við hún eftir margra mánaða rifrildi og hjaðningavíg innan hinna ýmsu deilda kommúnista- flokksins hér á landi. Undir þessu merki hyggjast nú Moskvumenn marsera með Hannibalista og Þjóðvarnar- menn að taglnýtingum. Ekki er fylkingin sigurstrangleg! Engum getur dulizt að hér er á ferðinni sami grautur í sömu skál. Reynt er að láta líta svo út sem eining hafi tekizt meðal hinna stríðandi afla. Því fer víðs fjarri að svo sé. Kommúnistablaðið lýsir því sjálft yfir í gær, að ekk- ert samkomulag hafi náðst um aðalatriðin í sambandi við þessa nýju félagsstofnun. — Kemst blaðið m.a. að orði um það á þessa leið: „Ágreiningur var aðeins um eitt atriði: hvernig hátta skyldi aðild að þessum sam- fylkingársamtökum, hvort þar skyldi verða um félagsað- ild og einstaklingsaðild að ræða, eða einvörðungu éin- staklingsaðild. Var þetta mál ekki útkljáð á fundinum held ur vísað til fulltrúaráðs“. Illindin munu því halda á- fram að geisa innan samtaka kommúnista og fylgiliðs þeirra. Þeir hafa aðeins feng- ið sér nýja samfylkingardulu til þess að dansa í enn um skeið. HYGGILEG END- URSKOÐUN • ingmenn úr öllum stjórn- málaflokkum hafa nýlega lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunaor um endur- skoðun lagaákvæða um lönd- un erlendra fiskiskipa í ís- lenzkum höfnum. Er þar lagt til að ríkisstjórnin láti fram fara endurskoðun á gildandi lagaákvæðum um löndun er- <$>--------------------------- lendra fiskiskipa á afla sínum í íslenzkum höfnum, með það fyrir augum að bæta úr at- vinnuerfiðleikum einstakra byggðarlaga, sem skortir hrá- efni til vinnslu. Eins og kunnugt er hefur síldargöngum undanfarin ár hér við land verið háttað þannig, að sumarsíld hefur aðallega veiðzt við Austfirði. Af því hefur leitt að síldar- verksmiðjur á Norðurlandi og Vestfjörðum hafa lítt eða ekki verið hagnýttar. Þessi myndarlegu og afkastamiklu framleiðslutæki hafa staðið auð og athafnalaus. Þau hafa ekki fengið hráefni til vinnslu. Úr þessu hefur að vísu lítillega verið bætt með síldarflutningum milli lands- hluta. Það er þess vegna ekki ó- eðlilegt þótt athugað sé hvort ekki sé tímabært að rýmka ákvæðin um löndunarmögu- leika erlendra fiskiskipa og bæta með því úr tilfinnanleg- um atvinnuerfiðleikum í ein- stökum landshlutum. í þessu sambandi má benda á að ís- lenzk síldveiðiskip hafa feng- ið leyfi til þess að landa afla sínum erlendis. Nú síðast fyr- ir nokkrum vikum hefur at- vinnumálaráðuneytið veitt nokkrum færeyskum' fiski- skipum heimild til þess að landa afla sínum í síldarverk- smiðju á Austfjörðum. Bæði sveitarstjórnir á Norðurlandi og Fiskiþing hafa nýlega vakið máls á því, ' að æskilegt sé að erlend fiski- skip geti landað afla sínum á einstökum stöðum, þar sem hráefni skortir til vinnslu og atvinnuerfiðleikar hafa skap- azt. Sjálfsagt er að þetta mál verði tekið til ítarlegrar yfir- vegunar eins og flutnings- menn fyrrgreindrar þings- ályktunartillögu leggja til. En í greinargerð tillögu þeirra er frá því skýrt að fjór ir flutningsmanna hennar muni jafnframt leggja fram frumvarp um bráðabirgða lagabreytingu, sem gert er ráð fyrir að gildi í eitt ár, meðan sú athugun fer fram sem þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir, fer fram. Er hér um að ræða þýðingarmik ið hagsmunamál margra byggðarlaga á Norðurlandi og Vestfjörðum, sem eiga síld arverksmiðjur sem l’ítt eða ekki hafa verið starfræktar undanfarin ár. Er ástæða til þess að fagna því að samstaða hefur tekizt með þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum um hugs- Eitt blóðugasta timabil / sogu farbeaaflugsins: 11 flugslys á 3 mánuSum 690 manns hafa látist • ÞEIR þrír mánuðir, sem af eru þessu ári, eru eitt blóð- ugasta timabilið í sögu flug- samgangna í heiminum. Hafa orðið á þeim tíma ellefu stór- slys og 690 manns beðið bana. Ekkert samband hefur verið sjáanlegt milli þessara slysa þau hafa orðið víða um heim og við ýmsar aðstæður, sum- ar vélanna hafa rekist á fjöll, aðrar farizt yfir hafi, enn aðr ar við flugtök og lendingar. Og vélarnar, sem hafa farizt hafa verið af ýmsum gerðum. Af slysum sem orðið hafa í farþegaflugi á árinu eru þessi stærst: • 1. janúar rákust tvær flugvélar af gerðinni I>C-3 saman yfir Súmatra. 34 fór- ustv • 15. janúar flórst fflugvél af gerðinni DC 4 yfir Colum- bia, 54 biðu bana. 9 22. janúar fórst flugvél af gerðinni DC 3 við Haiti, 30 manns létust. • 24. janúar rakst farþega- þota af gerðinni Boeing- 707 á Mont Blanc, —. 117 fórust. • 28. janúar fórst Convair flugvél í Bremen, 46 biðu bana. • 4. febrúar hrapaði Bo- eing 727 þota í Tókíó-flóa, 133 fórust. • 7. febrúar fórst Fokker Friendship flugvél í Himalaya fjöllum og 37 fórust. • 17. febrúar hlekktist so- vézkri farþegaþotu af gerð- inni Tupolev TU 114 á í flug- taki í Moskvu, 21 fórst. • 4. marz fórst þota af gerð inni DC 8 við lendingu í Tokíó og 64 týndu lífi. • 5. marz hrapaði Boeing 707 þota niður í hlíð Fujijama í Japan og 124 fórust. • 18. marz hrapaði egypzk vél aí gerðinni „Antonov*1 skammt frá Port Said og 30 fórust. Þetta yfirlit er vissulega uggvænlegt og engin furða þótt þeir er starfa við flug tog loflOferðaetftirlit yfirleitt, 'hatfi nokkrar áhyggjur. Um allan heim spyr fó'lk hverju þetta sæti, hvort flugvéla- tæknin sé ekki komin á það ihátt stig, að slík slys eigi ekki að geta orðið. Hin tíðu flug- slys í Japan hafa til dæmis orðið til þess, að átján þús- und manns, er pantað höfðu flugför fyrir vorið og næsta sumar, hafa dregið pantanir sínar til baka og valdið við- komandi flugfélögum þannig tapi, er nemur nærri tuttugu milljónum króna íslenzkra. Sérfræðingar eru sammála um, að flugvélarnar séu nú orðnar eins fullkomnar og vel úr garði gerðar og hægt sé að hugsa sér. Engu að síður hef- ur enn' ekki tekizt að smíða flugvél, er tryggð sé gegn mannlegum mistökum eða tæknilegum bilunum — og niðurstöður rannsókna á helztu flugslysum síðustu ár- in benda yfirleitt til þess að samspil þessara tveggja þátta sé tíðust orsök slysa. Yfirleitt er miklum erfið- leikum bundið að finna orsak ir einstakra flugsiysa- og rann sóknir á þeim eru bæði flókn ar og kostnaðarsamar. Sér- hvert land hefur sína eigin sérfræðinga, sömuleiðis hvert flugfélag- og sé um tiltöiu- lega nýjar flugvélagerðir að ræða, senda fyrirtækin, er þær hafa smíðað, einnig á vettvang sína eigin sérfræð- ingá. Allir þessir aðilar sam- einast síðan um að rannsaka hvert smásnifsi er finnst af flugvélarflakinu og öll smá- atriði, er flugslysið varða. Og slíkt tekur langan tíma, — einkum þegar flugvélarnar eru þannig út leiknar, að brakið úr þeim er dreift í þúsundum hluta um stórt svæði. Þar við bætist, að flug áihöfnin, flugstjórinn og að- stoðarflugmenn eru sjaldnast til frásagnar um það, sem gerzt hefur áður en flugslys- ið varð. ★ í einstökum tilfellum er ekki svo erfitt að finna or- sakir flugslysa. Má sem dæmi taka slysið, er finnsk farþega vél hrapaði árið 1961 með 21 farþega. Við rannsókn Kom í ljós, að flugstjórinn var með 2.1 prómllle alkohóls í blóð- inu og 2. flugmaður með 1.6 prómille. Sama ár fórst flug- vél af gerðinni DC 3 í ná- grenni Budapest, og 30 manns biðu bana. Orsökin var sú, að flugmaðurinn hafði tekið að leika í loftinu ýmsar listir, sem flugvélin var alls eski byggð fyrir og splundraðist í loiftinu. En sem dæmi um flugslys, þar sem langan tíma tók að finna orsökina á mætti taka svissnesku Caravelle vélina sem fórst í september 1963 skömmu eftir flugtak í Zúr- ich. Rétt áður en slysið vai-ð heyrðist flugstjórinn segja. „Flugvélin brennur, ég ræð ekki við neitt. . . við hröp- Framhald á bls. 25 anlegar aðgerðir til umbóta og atvinnuaukningar. SVIK DE GAULLE að sætir vissulega engri furðu að franski Jafnað- armannaflokkurinn hefur á- kveðið að bera fram van- trauststillögu á ríkisstjórn de Gaulle vegna svika forset- ans og ríkisstjórnar hans við varnarsamstarf vestrænna lýðræðisþjóða. Sú vantrausts- tillaga verður að sjálfsögðu felld vegna meirihluta Gaull- ista í franska þinginu. En á næsta ári eiga að fara fram almennar þingkosningar í Frakklandi, og þá kynni svo að fara að de Gaulle og fylgis menn hans fengju ráðningu fyrir ábyrgðarleysi sitt og ó- orðheldni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.